Þjóðviljinn - 09.03.1990, Blaðsíða 4
Elsa Þorkelsdóttir á beininu
Hornreka
í kerfinu
Jafnréttisbarátta kvenna hefur verið í
sviðsljósinu að undanförnu og í gær var
Alþjóðadagur kvenna. Hvernig er staðan í
jafnréttismálum kvenna í dag og hvað
hefur áunnist með starfsemi
Jafnréttisráðs? Til að svara þessum
spurningum og öðrum ertengjast baráttu
kvenna fyrir auknum jöfnuði er Elsa Þor-
kelsdóttir f ramkvæmdastjóri
Jafnréttisráðs á beininu í dag
Elsa Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs. Mynd: Jim Smart,
Hvaða hlutverki gegnir
Jafnréttisráð?
- Það gegnir í fyrsta lagi því
hlutverki að minna stjórnvöld á
þá ákvörðun Alþingis frá árinu
1976 að þau og í reynd hinn al-
menni vinnumarkaður, skyldi
vinna að því að jafna stöðu kynj-
anna á öllum sviðum samfélags-
ins. í öðru lagi gegnir
Jafnréttisráð því hlutverki að
taka við kærum vegna brota á
jafnréttislögunum og að vinna að
því sem opinbert stjórnvald, að
koma á jafnrétti og jafnri stöðu
kvenna og karla. Þannig að þetta
er ekkert smáhlutverk sem
Jafnréttisráði er ætlað að hafa
með höndum.
Hefur starfið skilað einhverjum
árangri?
- Já. Ég gæti trúlega ekki unn-
ið hér ef ég tryði því ekki að starf
Jafnréttisráðs hafi ekki skilað
einhverjum árangri til þessa.
Hins vegar getur verið erfitt að
meta þann árangur sem áunnist
hefur í starfinu. Það er að vísu
hægt að vísa til nýju
jafnréttiskönnunarinnar hjá
BHM sem sýnir, sem var jú
reyndar vitað, að konur hafa í æ
ríkari mæli aflað sér starfs-
menntunar. Þannig að það hefur
skilað sér. Samkvæmt sömu
könnun er launamunur kynj-
anna, á milli háskólamenntaðra
kvenna og karla minni. Það væri
hins vegar mjög gaman að skoða
þennan þátt aðeins nánar. Það er
hvort starfsmenntunin hafi skilað
sér gagnvart konum. Að vissu
leyti hefur hún gert það á þann
hátt að starfsmenntunin hefur
orðið til að festa þær á vinnu-
markaðinum og gefið þeim mun
áhugaverðari störf en ella hefði
orðið. Þannig að ég vil trúa því að
jafnréttisbaráttan hafi skilað
konum eitthvað áleiðis að settu
marki. Þá má nefna annað dæmi
um árangur af starfinu sem er sá
að um 1976 var algengt að sjá í
Sjónvarpinu og öðrum fjölmiðl-
um auglýsingar þar sem hálfnakt-
ar konur voru að auglýsa bíla. í
dag er þetta hins vegar afar sjald-
gæf sjón, ef þetta er þá ekki alveg
horfið hér á landi. Aftur á móti
þarft þú ekki að fara lengra en til
Frakklands til að sjá þarlendar
konur vera að dilla sér í sjónvarp-
inu við að auglýsa potta og
pönnur.
Pað hefur nánast verið regla
fremur en undantekning að þegar
konur og karlar hafa sótt um
sama starfið að þá hefur það kom-
ið í hlut karlsins. Petta hefur oft á
tíðum verið kœrt til ykkar, þið
hafið fjallað um málið og sent
ykkar álit til viðkomandi en það
hefur ekki breytt fyrri ákvörðun.
Hefurðu skýringu á þessu?
- Já það hef ég. Skýringin er í
reynd sú að vinnumarkaðslög-
gjöfin er þannig. Þegar búið er að
ráða einstakling í starf þá er ekki
hægt að víkja honum úr því þó
svo að Jafnréttisráð hafi úr-
skurðað að viðkomandi stöðu-
veiting hafi verið brot á
jafnréttislögunum. Hins vegar er
hægt að fara í skaðabótamál. Það
var til dæmis gert á Neskaupstað
þar sem viðkomandi konu voru
dæmdar bætur. En það fara hins
vegar fæst þau mál sem hingað
eru kærð fyrir dómstóla. Það að
kæra til Jafnréttisráðs er mikið
átak fyrir þessar konur en það er
líka ákveðin pressa á atvinnurek-
endur. Þeir eru mjög viðkvæmir
fyrir því að fá á sig kærur. Ekki
hvað síst hjá hinu opinbera og ég
tala nú ekki um ef það eru
stjórnmálamenn, ráðherrar sem
veita stöðurnar. Tilvist Jafnrétt-
isráðs og möguleikinn á að kæra,
og að konur kæri er auðvitað ák-
veðin pressa.
Er þá ekki samkvœmt þessu
nauðsynlegt fyrir Jafnréttisráð að
hafa meiri völd til að ráðið geti
orðið mun virkara í þessum efn-
um?
- Við gætum alveg hugsað
okkar að Jafnréttisráð hefði til
dæmis vald til að úrskurða konu
allt að 500 þúsund króna skaða-
bætur. Það er hins vegar alveg á
skjön við réttarkerfið. Það eru
dómstólar sem úrskurða þetta.
Jafnréttisráð þarf í sjálfu sér ekki
að hafa meira vald. Við þurfum
hins vegar meiri peninga og fleira
starfsfólk. í gegnum tíðina höfum
við ávallt haft mjög litla peninga
til að vinna að jafnréttismálum.
Er Jafnréttisráð þá hornreka í
kerfinu?
- Já. Mér finnst stjórnvöld
vera afskaplega treg til að veita
peningum í þessi mál. Þetta verð-
ur sérstaklega áberandi þegar ég
hef sótt norrænar ráðstefnur um
jafnréttismál og séð hvað ná-
grannaþjóðir okkar leggja í
þennan málaflokk, þá finnst
manni alveg furða hvað okkur
hefur tekist til þessa. Ekki bara
hjá okkur í Jafnréttisráði heldur
og almennt meðal íslenskra
kvenna.
Samkvœmt fréttabréfi Kjara-
rannsóknanefndar í fyrra hefur
launamunur hjá konum og
körlum á vinnumarkaði aukist
jafnt og þétt frá 1981 konum í
óhag. Hefurðu skýringu á þessu?
- Nei. Það er mjög erfitt að
gefa skýringar á þessum launa-
mun. Helstu skýringarnar sem
eru viðurkenndar eru mismun-
andi langur vinnutími. Hins veg-
ar er launmunurinn gífurlegur þó
þú takir konur í fullu starfi og
karla í fullu starfi. Það hefur líka
alltaf verið horft til þess að konur
séu með minni starfsreynslu á
vinnumarkaðnum helduren karl-
ar. Ég er hins vegar farin að verða
dálítið þreytt á þeirri skýringu því
konur eru búnar að vera á vinn-
umarkaðnum núna meira eða
minna í mörg mörg ár. Þar fyrir
utan erum við að tala um mjög
svo kynskiptan vinnumarkað,
þar sem konur eru í ákveðnum
störfum. Allt þetta skýrir
launamuninn. Hins vegar er al-
mennt viðurkennt að þetta skýri
ekki launamuninn að fullu. Það
er ákveðið bil þarna, hvort það er
nú 10%, 15%, 20% eða hvað við
erum að tala um, sem er fyrst og
fremst vegna kynferðis. Svo ég
vísi nú aftur til könnunar BHM
þá kemur þar fram ma. að það er
ekki aðeins að atvinnurekendur
greiði konum lægri laun en
körlum, heldur virðist sem að
konur verðleggi sig lægra. í þess-
ari könnun kom það skýrt fram
að þær konur sem voru frekar
ánægðar með launin sín voru á
mun lægri launum heldur en þeir
karlar sem voru frekar ánægðir.
Afhverju verðleggja konur sig
lœgra en karlar?
- Ja, það er nú það. Launa-
leyndin sem er orðin nokkuð al-
geng á íslandi, hefur jú sitt að
segja í þessum efnum. Það er
hugsanlegt að konur á vinnu-
markaði geri sér ekki almenni-
lega grein fyrir því hvaða laun
karlmenn hafa í sambærilegum
störfum. Það hefur líka verið sýnt
fram á að konur leggja meira upp
úr áhugaverðum störfum. Setja
það í fyrsta sæti og launin í annað
sæti á meðan þetta er öfugt hjá
körlum. Það finnst mér inn við
beinið vera heillandi þó það hái
þeim í launabaráttunni.
Kannanir sýna að frá 1969-
1985 hefur þátttaka kvenna á
vinnumarkaði utan heimilis
aukistúr30% í85%. Hefuraukið
framboð kvenna á vinnumarkaði
aukið á launamismun kynjanna?
- Það er svolítið erfitt að svara
þessari spurningu án þess að
skoða tölur um þetta. Það var að
vísu samningsbundinn og lög-
bundinn launamunur á körlum
og konum allt fram til ársins 1962
eða ‘64 að mig minnir. Það sem
mér finnst hins vegar athyglisvert
og sem enginn virðist hafa vakn-
að til vitundar um nema kannski
konur, er að þær í reynd hafa
skapað þennan hagvöxt sem hér
hefur verið á undanförnum
árum. Það hefur sýnt sig að fram-
leiðni fslendinga hefur ekki
aukist, það eru bara fleiri vinnu-
hendur. Það er mér til efs að við
héldum uppi íslensku velferðark-
erfi, þessi 250 þúsund manna
þjóð, öðruvísi en að nýta Jþessar
vinnandi hendur kvenna. A sama
tíma hefur afskaplega lítið verið
komið til móts við þessa staðr-
eynd. Og þá erum við aftur kom-
in að þessu gamla og góða með
skólana, dagheimilin o.s.frv.
Hefur Jafnréttisráð haft einhver
afskipti af því tvöfalda vinnuálagi
sem lagt er á konur vegna þeirrar
lélegu þjónustu sem samfélagið
veitir mœðrum sem fara útá vinn-
umarkaðinn?
- Nei, það höfum við ekki en
það hefur aðeins verið rætt hér
innan veggja. Hins vegar tók
Jafnréttiskönnun Reykjavíkur-
borgar á verkaskiptingu hjóna
inná heimilinu, sem er frá árinu
1981 frekar en 1982 og síðan þá
hefur það lítið verið skoðað.
Bæði þessi verkaskipting og eins
hitt að nú er ‘68-kynslóðar karl-
maðurinn á vinnumarkaðnum.
Er hann eitthvað öðruvísi en sá
sem er fæddur er árið 1920? Við
höfum í reynd ekki haft bein af-
skipti af uppbyggingu dagvistun-
arheimila þar sem það er pólitísk
ákvöröðun. Hins vegar höfum
við verið að pressa á það.
Eru konur hin kúgaða stétt á
íslandi?
- Mér er alltaf meinilla við að
nota orðið kúgun vegna þess að
það felur í sér að einhver annar sé
að kúga þær. Það að koma á
jafnri stöðu karla og kvenna þýð-
ir í reynd að konur og karlar
verða að taka höndum saman.
Það er kannski það sem hefur
vantað inn í jafnréttisbaráttuna
að undanförnu. Konum jafnt sem
körlum blæðir í reynd fyrir þessi
rótgrónu, hefðbundnu viðhorf til
kynjahlutverka. Það sem hefur
gert stöðu kvenna mun verri en
karla er það að þær hafa teygt sig
inn í þennan hefðbundna heim
karla, með þátttöku sinni á vinn-
umarkaðnum, án þess að karl-
arnir hafi í miklum mæli teygt sig
inn í þeirra heim. Þar með er
staða kvenna á íslandi mun verri
heldur en staða karla. Svo maður
tali nú ekki um að þær hafa mjög
takmörkuð áhrif á mótun þessa
samfélags. Þó eru þær um 50%
þjóðarinnar.
Að lokum Elsa. Hvert er þitt
álit á karlmönnum?
- Ja, ég vil alls ekki vera án
þeirra.
-grh
4 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. mars 1990