Þjóðviljinn - 09.03.1990, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 09.03.1990, Blaðsíða 14
Rússneska kirkjan fær aftur dýrgripi sína Sambúð stjórnvalda og rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar hefur farið stórbatnandi á valdadögum Gorbatsjovs. Nýlegt dæmi um þetta er að stjórnvöld hafa skilað kirkjunni 540 merkilegum íkonum og fornum Valimar mítrópólíti í Rotov með íkona af Guðsmóður frá Vladímír, einn þeirra dýrgripa sem kirkjan endurheimti á dögunum. kirkjubókum Teknir af smyglurum Þessi afhending á sér undar- lega sögu. Hér er um að ræða w Nákvæm skoðun alls staðar á landinu Öryggismál eru alvörumál! Það dylst engum að öryggismál í umferð- inni eru alvörumál. Mál sem snerta sérhvert heimili í landinu. Nýir tímar krefjast þess að þessi mál séu tekin fóstum tökum og öllum landsmönnum tryggð betri og nákvæmari skoðun á bílaflot- anum. Sú staðreynd var ein af meginforsendum þess að Bifreiðaskoðun íslands hf. var sett á laggirnar. Markmið fyrirtækisins liggur ljóst fyrir og til starfsfólks okkar eru því gerðar miklar kröfur. Nýir starfshættir, færri slys! Þær skipulagsbreytingar, bæði til hagræð- ingar og samræmingar, sem nýir starfshættir hafa í fór með sér fyrir bifreiðaeigendur miða því allar að einu marki; að stuðla að auknu öryggi í umferðinni, alls staðar! Ef landsmenn taka á með okkur og sýna skilning á málinu er von til þess að fækka megi slysum og óhöppum í umferðinni. Þá er til mikils unnið. VtlsiWö] . ntmhwM. '1 HVtfctttfc1 HWhlt ' A ! t Meiri upplýsingar, minna umstang! Við höfum látið út- búa bæklinga sem gera ítarlega grein fyrir þessum breytingum og nýrri tilhögun bifreiða- skoðunar um land allt. Þú getur nálgast bæklingana á bensín- stöðvum eða hringt í síma 673700 og fengið þásendaheim. Hvar er skoðað? Aðalskrifstofa Bifreiðaskoðunar Islands hf. og skoðun ökutækja á höfuðborgarsvæðinu er að Hesthálsi 6-8 í Reykjavík. Auk fastra skoðunarstöðva ferðast Bifreiðaskoðun með færanlega skoðunarstöð um landið. Keflavík: Iðavellir 4b, sími 15303, opiö kl. 8-16. Akranes: Vallholt 1, sími 12480, opið kl. 8-15.30. Borgames: BTB (Brákarey), sími 71335, opið kl. 8-15.30. ísafjörður: Skeið, sími 3374, opið kl. 8-15.30. Blönduós: Norðurlandsvegur, sími 24343, opið kl. 8-15.30. Sauðárkrókur: Sauðamýri 1, sími 36720. opið kl. 8-15.30. Akureyri: Þórunnarstræti 140, sími 23570, opið kl. 8-16. Húsavík: Tún, sími 41370, opið kl. 8-15.30. Fellabær: Kauptún 2, sími 11661, opið kl. 8-15.30. Eskifjörður: Strandgata, sími 61240, opið kl. 8-15.30. Hvolsvöllur: Hlíðarvegur 18, sími 78106, opið kl. 8-15.30. Selfoss: Gagnheiði 20, sími 21315, opið kl. 8-15.30. Reykjavík: Hestháls 6-8, sími 673700, opið kl. 8-16. & BIFREIDASKOÐUN ÍSLANDSHF. -örugg skoðun á réttum tíma! helgimyndir og aðra kirkjudýr- gripi, sem hafa verið gerðir upp- tækir í tolli: menn sem yfirleitt hafa komist yfir gripina með vafa- sömum hætti hafa reynt að smygla þeim úr landi til að selja fyrir gjaldeyri. Áður fyrr var það siður að setj a gripi sem upptækir voru gerðir á söfn. Einatt lentu þeir þar í van- hirðu og var stolið aftur: tollverðir segja þau tíðindi að stundum hafi þeir gert sömu helgimyndina upptæka hjá smyglurum í tvígang eða þrisvar jafnvel. Það voru yfirmenn tollgæsl- unnar sem stungu upp á því við yfirvöld að drýgripirnir yrðu af- hent kirkjunni. Mun reyndar ekki af veita, því á árinu 1989 einu saman voru meira en þúsund kirkjur opnaðar aftur. Auk þess er verið að opna aftur klaustur fræg eins og Optyna pústin, og þarf að prýða þau húsakynni sem best þeim helgimyndum sem eru snar þáttur bænalífs hinnar rússnesku kirkju. Jákvætt afl í þjóðfélaginu Batnandi sambúð ríkis og kirkju kemur fram með öðrum hætti en þeim að dýrgripum sé skilað, kirkjur og klaustur opnuð á nýjan leik. Einna mestu skiptir að nú er kirkjunni jafnan lýst sem jákvæðu afli í þjóðfélaginu, sem hafi miklu hlutverki að gegna í siðferðilegri endurreisn þess. Auk þess er tölverð áhersla lögð á sjálfboðaliðastarfsemi, tengda kirkjunni, til aðstoðar sjúkum og öldruðum en áratugum saman var kirkjunni meinað að koma nálægt líknarmálum. áb tók saman Kimjungilía Pólitískt blóm Fréttastofa Norður-Kóreu skýrði frá því í febrúar að ný blómategund með pólitískri tilvís- un breiddist hratt út í ríkinu. Blóm- ið, sem heitir kimjongilía, er skírt í höfuðið á Kim Jung-il ríkiserfingja í Norður-Kóreu en hann er sonur Kim If-sungs núverandi leiðtoga. Fréttastofan segir að japansk- ur garðyrkjufræðingur, Mote- deru Kamo, hafi eytt tveimur áratugum í að kynbæta plöntur af skáblaðsætt (pegoníu) til að fá hið fullkomna blóm fyrir allar árstíðir. Hann hafi ákveðið að kalla það kimjungilfu vegna djúprar virðingar sinnar fyrir Kim Jung-il sem varð 48 ára í fe- brúar. Kamo kom með kimjungilíu til Norður-Kóreu fyrir tveimur árum. Síðan hefur hún breiðst ört út bæði í Kóreu og erlendis að sögn norður-kóresku fréttastof- unnar. Hún er nú komin til yfir þrjátíu ríkja. Kimjungilía ber rauð blóm og er sögð blómstra allt árið í öllum landshlutum í Kóreu. Reuter/rb Diw!_____/ „X nllti ÓAiin nn >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.