Þjóðviljinn - 09.03.1990, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.03.1990, Blaðsíða 8
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason _ UmsjónarmaðurHelgarblaðs:ÓlafurGíslason ” ""... Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjóri: Olga Clausen Afgreiðsla^eð 13 33 Auglýsingadeild:@68 13 10-68 13 31 Símfax:68 19 35 Verð: í lausasölu 150 krónur Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Síðumúla 37,108 Reykjavík________________________ Fiskútflutningur Nú í vikulokin tekur gildi reglugerö sem sjávarútvegs- ráðherra hefur beitt sér fyrir og kveöur á um bann viö útflutningi á flöttum fiski. Yfingar hafa skapast um þessa ákvöröun, og andstæðingarnir kalla hana gamaldags frelsisskerðingu til aö vernda einokunarhagsmuni. Meira aö segja sjávarútvegsráðherra sjálfur hefur lýst því yfir í viötölum aö hann telji aö í framtíöinni muni ríkja meira frjálsræöi í viðskiptum af þessu tagi, straumurinn liggi í þá átt. Sölusamtök íslenskra fiskframleiðenda hafa reynst okkur vel í markaðssetningu á undanförnum áratugum. Menn sem kalla á samkeppni og afnám „einokunar" freistast oft til aö gleyma smæð íslensku fyrirtækjanna. Það sem er aö gerast í Evrópu þessi misserin er einmitt samruni fyrirtækja svo þau eigi einhverja möguleika á tækniþróun og hafi bolmagn til þeirra aögeröa sem þarf í síharðnandi samkeppni. Félag Sambandsfrystihúsa og Sölumiðstöð hraöfyrstihúsanna eru aö nokkru leyti mynduö á sömu forsendum á sínum tíma. Talsmenn SÍF og Sambandsfrystihúsa hafa varað viö breytingum á skipulagi því á sölu saltfisks sem veriö hefur viö lýöi. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra tekur undir þetta sjónarmið og leggur áherslu á, aö vörö þurfi aö standa um gæöamál íslensks fisks. Þessir aöilar segj- ast óttast, aö útflutningur sá sem stundaður hefur verið á ferskum og léttsöltuöum flökum geti skaðað gæöaímynd vörunnar, og sé því öllum veiöum og vinnslu í óhag. Erfitt er aö leggja mat á þessar fullyrðingar, því beinar rannsóknaniöurstöður vantar. Óneitanlega vekur það at- hygli, að tæplega 30 sjálfstæðir fiskútflytjendur hafa oft á tíöum fengiö langtum hærra verö erlendis fyrir vöru sína en SÍF. Ollum leiöum til að auka útflutningsverðmæti verður að gefa gaum. Ef það er rétt, sem Magnús Gunn- arsson, forstjóri SÍF, segir, að samtökin hafi árum saman haft áhyggjur af þróuninni í þessum efnum hvað varöar gæöamál hjá sjálfstæöu útflytjendunum, má ætla aö hert eftirlit og gæöastaðlar væru leiðin, en ekki útflutnings- bann. Sannleikurinn er sá, að hér fléttast margvíslegir hags- munir inn í. Mönnurn svíður þaö, aö flutt sé út hráefni til vinnslu í Danmörku, Þýskalandi og á Bretlandi, sem keppir þar við útflutning okkar. SÍF telur að meö tolla- stefnu sinni reyni Evrópubandalagiö aö draga til sín hrá- efni til að efla atvinnulíf í löndum sínum. Af þeim sökum séu lægri tollar á ferska fiskinum til innflutnings heldur en þeim saltaða og þess vegna fái sjálfstæöu útflytjendurnir hærra verð. Meö reglugerðinni sem nú tekur gildi er bannað að flaka, fietja eöa hausa fisk nema hann sé þegar tekinn til frekari verkunar sem lengi geymsluþoliö. Þetta þýöir aö ekki má sigla með flattan ísfisk til söltunar eða vinnslu erlendis. Þó er áfram heimilt að flytja ferskan fisk flug- leiöis til útlanda. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins segist þurfa nokkra mánuöi til aö gera þær tilraunir sem veröi grunnur töl- fræðilegs mats á rýrnun og skemmdum á ferskum fiski í geymslu viö flutninga af því tagi sem nú er verið að banna. Sjávarútvegsráöuneytiö hefur óskað eftir því aö svo verði gert. Meirihluti Fiskmatsráðs hefur tekið undir málflutning Rannsóknastofnunarinnarog Ríkismats sjáv- arafurða og því mælt meö setningu reglugerðarinnar. Hún verður síöan endurskoðuö þegar rannsóknaniður- stöður liggja fyrir. Skynsamlegt er aö fara með fullri gát, ef minnsti vafi er á ferðinni, eins og nú viröist raunin. Telja þó sumir næsta einkennilegt, aö Islendingarskuli ekki löngu hafa eignast áreiöanlegar upplýsingar um þvílíkt grundvallaratriði og hér um ræöir. Fréttir um aö Norðmenn séu hættir aö selja gegnum fiskmarkaðina í Þýskalandi, vegna aukakostnaðar og af öörum orsökum, vekja líka upp spurningar hvers vegna íslendingar kjósa aö fara aðra leið. Er þaö hugsanlegt, að við séum full seinir á okkur aö feta nýjar slóðir, halda þekkingunni viö? ÓHT Miklar breytingar í sovéskum skólum Marxisminn ekki lengur skyldufag Glasnost Gorbatsjovs haföi m.a. þá afleiðingu að kennslu- bækur í sovéskri sögu og sögu Kommúnistaflokksins (sem hefur verið skyldufag í öllum há- skólum) féllu um sjálfar sig. Um nokkurt skeið hefur ekki verið hægt að halda próf ( samtíma- sögu í sovéskum skólum og í há- skólum hefur verið reynt að breyta sem mest inntaki þeirra námsgreina sem fallið hafa undir „marxisma-leninisma". Nú hefur verið ákveðið að af- nema sögu Kommúnistaflokksins sem skyldufag. Hin pólitísku eða félagsfræðilegu fög í háskólanum verða valgreinar um leið og inn- taki þeirra verður breytt. Boðið verður upp á nám í pólitískri sögu tuttugustu aldar og í stað „vís- indalegs kommúnisma“ verður stúdentum gefinn kostur á að skoða hinar ýmsu samtímakenn- ingar um sósíalisma. Þá er og boðið upp á heimspeki og pólit- íska hagfræði eins og verið hefur, en allt í anda „kredduleysis". Margar hugmyndir eru uppi um endurbætur á hinum almenna tíu ára (sumstaðar ellefu ára) skóla. Ekki síst með það fyrir augum að auka valfrelsi. Þá eru uppi hugmyndir um að stofna gamaldags rússneskan mennta- skóla í Moskvu, sem ætlað er að höfða m.a. til afkomenda rússne- skra útlaga og er ætlast til að þeir greiði skólagjöld. Þar verður m.a. boðið upp á kennslu í grísku, kirkjuslavnesku, rússn- eskri listasögu og fleiri virðu- legum og ekkert skelfilega hagnýtum fögum. Teikningarnar með þessum texta fylgdu frétt um skólamál þessi í blaðinu Soviet Weekly ný- lega. Helgarveðrið 8 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. mars 1990 Horfur á laugardag Fremur hæg breytileg átt og sums staðar dálítil él við N- og V-ströndina en bjart veður annars staðar. Frost 10-17 stig í innsveitum en yfirleitt mildara við ströndina. Horfur á sunnudag A og NA átt, líklega hvasst við SA-ströndina en mun hægari vindur annars staðar. Snjókoma víða um A-vert landið, él með N-ströndinni, en þurrt SV lands. Dregur heldur úr frosti.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.