Þjóðviljinn - 09.03.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.03.1990, Blaðsíða 6
Heitasti áratugur aldarinnar En vísindamenn deila um þátt koldíoxíðmengunar í hækkandi hitastigi Síöasti áratugur var sá heitasti á jörðinni á þessari öld og rösk- unar á hefðbundnu veðurfars- mynstri hefur gætt um allan hnöttinn. Engu að síður greinir vísindamenn á um hvort þessar breytingar orsakist af koldíox- íðmengun í andrúmsloftinu, eða hvort orsakanna sé að leita ann- ars staðar. Á ráðstefnu sem bandaríska vísindaframfarafélagið stóð ný- lega fyrir í New Orleans í Banda- ríkjunum kom fram að vísinda- menn telja að það muni taka þá 10 ár að vinna upp fullnægjandi tölvuforrit til þess að geta sagt fyrir um veðurfarsbreytingar til lengri tíma og skilið það flókna orsakasamhengi sem ræður veðurfarinu á jörðinni. Samkvæmt þessu mun spá sú, sem nýverið var kynnt hér á landi, og gerði ráð fyrir að gróð- urhúsaáhrifin myndu orsaka kólnun hér á landi fyrst í stað, ekki vera byggð á óyggjandi for- sendum. Vísindamenn greinir ekki á um að brennsla olíu, kola og lífrænna gastegunda með tilheyrandi kol- tvíoxíðmengun í andrúmsloftinu muni loka hitageislun sólarinnar inni í lofthjúpi jarðarinnar og skapa svokölluð „gróðurhúsa- áhrif“ með hækkandi hitastigi. Hins vegar segjast vísindamenn- irnir ekki geta fullyrt um að gróð- urhúsaáhrifanna gæti þegar eða í hve miklum mæli þeirra gæti nú í hitabreytingum á jörðinni. Óvissuþættir Veðurfar á jörðinni hefur alla tíð tekið breytingum, og slíkar breytingar munu halda áfram án tillits til hvort gróðurhúsaáhrif- anna gætir eða ekki. Pess vegna er ágreiningur ríkjandi á meðal vísindamanna um orsakir þeirrar röskunar á veðurfarsmynstrinu sem vart hefur orðið á þessum áratug, er haft eftir einum þátt- takenda ráðstefnunnar. Til dæm- is hefur hitastig víðast á jörðinni farið hækkandi frá lokum síðari heimsstyrjaldar, en heitasti ára- tugurinn í Bandaríkjunum var engu að síður4. áratugurinn, þ.e. áður en iðnvæðingin komst veru- lega á skrið. Og þótt hitastigs- hækkunin hafi mælst í Alaska, þá hefur hitastig í N-Kyrrahafi farið kólnandi. Vísindamenn hafa smíðað fimm flókin tölvuforrit til þess að segja fyrir um langtímabreyting- ar á veðurfari. Þótt þessi forrit séu mötuð á sömu forsendum, þá eru niðurstöður þeirra allra mis- jafnar hvað varðar veðurspá fyrir næstu 50 árin. Reuter-fréttastof- an hefur það eftir Roger Revelle, yfirmanni vísinda- og tækniáætl- unar Kaliforníuháskóla í San Di- ego að ástæðan sé að mikilvæg „göt“ séu í öllum forritunum, sem stafi af því að þekkingu vís- indamanna á gagnverkandi áhrif- um loftstrauma, sjávarstrauma og annarra flókinna atriða er ráða veðurfari sé ábótavant. Jafnvel þótt afkastageta þeirra risatölva sem notaðar eru við þessar spár sé hundraðfölduð, þá dugi það ekki til, því menn þekki ekki nægilega vel eðlisfræði veðurfarsbreytinga. Aðgerðum frestað Hin alvarlega hlið þessa máls er hins vegar sú, að þrátt fyrir vissuna um að gróðurhúsaáhrifa muni gæta, þá hefur óvissan um tilvist þeirra og umfang nú orðið skammsýnum stjórnmálamönn- um tilefni til þess að fresta kostn- aðarsömum aðgerðum til að draga úr koltvísýringsmengun andrúmsloftsins. Þannig hefur Bush Bandaríkjaforseti ekki gripið til annarra aðgerða í þess- um tilgangi en að kalla á auknar rannsóknir. í ávarpi til alþjóð- legrar ráðstefnu vísindamanna um veðurfarsbreytingar, sem haldin var í Bandaríkjunum fyrir skömmu, sagði hann að niður- stöður vísindanna yrðu að vera áreiðanlegri áður en gripið yrði til beinna aðgerða. Vísindamennirnir á ráðstefn- unni í New Orleans sögðu hins vegar að þar sem reikna þyrfti með 10 ára vinnu til viðbótar til þess að geta gert áreiðanlegar spár um gróðurhúsaáhrif frá loftmengun, þá geti orðið um seinan að grípa til aðgerða þegar spárnar liggi fyrir. 25% aukning Flestum vísindamönnum ber saman um að meðalhitastig á jörðinni hafi hækkað um 0,6 gráður á Celsíus á síðustu 100 árum. Það er umtalsverð breyting miðað við það að meðal- hiti á jörðinni hefur ekki aukist um meira en 5 gráður á þeim 18000 árum sem liðin eru frá lok- um síðustu ísaldar. Mönnum ber einnig saman um að frá upphafi iðnbyltingar á miðri síðustu öld hafi magn koldí- oxíðs í lofthjúp jarðaraukist um 25%. Og flest forrit sýna að með 1% aukningu koldíoxíðmengun- ar á ári muni rúmmál koldíoxíðs í lofthjúpnum tvöfaldast á næstu 40-60 árum. Ágreiningurinn stendur hins vegar um hvað þá muni taka við. Menn gera að vísu ráð fyrir hækk- un hitastigs, en spárnar segja að hún muni nema frá einni og upp í fimm gráður Celsíus. Öll forritin fimm gera hins vegar ráð fyrir því að hækki hitastig yfir eina gráðu, þá muni það hafa í för með sér röskun á því loftslagsmynstri sem nú ríkir á jörðinni: hækkun yfir- borðs sjávar muni leiða til flóða, úrkoma muni aukast sums staðar og verða minni annars staðar o.s.frv. En að sögn vísindamann- anna er enginn með það öruggt spáforrit að hann geti með neinni vissu sagt fyrir um hvernig áhrifin munu bitna á einstökum svæð- um. Og það er þessi óvissa sem nú freistar skammsýnna ráða- manna til að slá kostnaðarsömum aðgerðum til að stemma stigu við loftmengun á frest. Þannig er haft eftir einum bandarískum hagfræðiprófessor að á meðan óvissa ríki um áhrif loftmengunar á hitastig þá ríki engin óvissa um kostnaðinn sem af því hljótist að taka upp hreina eða hreinni ork- ugjafa. Og þjóðir heims geti vel aðlagað sig að lítilsháttar hita- aukningu. Sérfræðingar á sviði lofts- lagsbreytinga hafa hins vegar bent á að slík aðlögun geti ekki orðið sársaukalaus, einkum í mörgum ríkjum þriðja heimsins, þar sem náttúran er víða við- kvæm fyrir breytingum. Til dæm- is væri hrísgrjónaplantan mjög viðkvæm fyrir hitastigsbreyting- um, og víða í Asíu er hún ræktuð við sín efri hitamörk, þannig að frekari hækkun myndi leiða til uppskerubrests. Því hafa vísinda- menn lagt áherslu á að þrátt fyrir óvissuna beri þegar í stað að grípa til ráðstafana til þess að takmarka koldíoxíðmengun andrúmslofts- ins. Eða eins og einn vísinda- mannanna komst að orði: Hér er vissulega um óvissu að ræða, en óvissan verður margfalt meiri ef ekki verður gripið til aðgerða. -úlg/reuter SKYLDUSPARWAÐUR ORÐSENDING TIL LAUNÞEGA Á ALDRINUM 16 TIL 25 ÁRA Að gefnu tilefni eru launþegar á skyldusparnaðaraldri hvattirtil að fylgjast gaumgæfilega með því, að launagreiðendur geri lögboðin skil á skyldusparnaði þeirra til veðdeildar Landsbanka íslands, Suðurlandsbraut 24 Reykjav ík, s ími: 60651. Bent skal á, að ábyrgð ríkissjóðs vegna ríkisábyrgðar á skyldusparnaði, við gjaldþrot launagreiðanda, er takmörkuð þannig, að skyldusparnaður sem ekki hefur verið greiddur inn á skyldusparnaðarreikninga, getur glatast. Launþegum skal bent á að snúa sér til starfsmanna skyldusparnaðar hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, Suðurlandsbraut 24, Reykjavík, sími: 696900. Cpþ HÚSNÆDISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 696900 6 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. mars 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.