Þjóðviljinn - 09.03.1990, Side 12

Þjóðviljinn - 09.03.1990, Side 12
Eg hefði aldrei komist í gegnum þetta ein Frásögn konu sem varð fórnarlamb nauðgara sem var látnn laus til reynsTu úr fangelsi Henni var nauögaö fyrir tæpu ári. Enn þann dag í dag á hún erfitt með að tala um það sem gerðist, samt hefur hún fengið aðstoð f rá sálfræðingi og konun- um hjá Samtökum gegn kyn- ferðislegu ofbeldi, sem tengjast Kvennaathvarfinu. Það eru ekki allarsvo heppnar, segirhún. Frá því þetta gerðist hefur hún unnið með hóp sem er í tengslum við Kvennaathvarfiðog aðstoðar konursem hefur verið nauðgað. Kerfið gagnrýnir hún óspart, segir það ómanneskjulegt og hart. Það ferli sem konur þurfa að ganga í gegnum eftir nauðgun er hryllilegt. En hvaðgerðistog hvernig er þetta ferli? - Mér var nauðgað af manni sem hafði verið látinn laus úr fangelsi til reynslu. Hann sat inni fyrir nauðgun. Það voru vitni að þessu og ég kærði strax. Lögregl- an kom og hann var tekinn á staðnum. Eg var færð niður á slysadeild Borgarspítalans til að hægt væri að taka áverkavottorð. Það er þessi eftirleikur sem er svo óhugnanlegur. Auðvitað er verknaðurinn sjálfur og allt sem honum fylgir hryllilegt. Öll þessi sálarkreppa og sjálfsásökun. En að koma á slysavarðstofuna þar sem allt er svo kalt og ópersónu- legt er ömurlegt. Þarna sat ég á bekk og skalf meðan læknir skoðaði mig og spurði spurninga. Það var ekkert hugsað um hvem- ig mér leið. Vissulega eru menn- irnir að vinna sitt starf og gera það vel, en það var ekki fyrr en hjúkrunarkona kom, eldri kona, að mér var boðið teppi. Þá var ég farin að titra og skjálfa sem eru sálarkreppueinkenni. Rannsóknarlögreglan kom og byrjaði strax að spyrja spurninga. En lögreglan er kannski ekki það sem maður þarf á að halda á þessu stigi. Eftir skoðun á slysa- deildinni var farið með mig í læknisskoðun á næturvaktina. Ég var víst „mjög heppin", því ég þurfti ekki að bíða úti í bíl nema í hálftíma. Sumar konur þurfa að bíða í nokkra klukkutíma. í Kerfið veitir þeim litl Konur stofna miðstöð fyrir fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis. Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi: Konur sem orðið hafa fyrir ofbeldi eru hæfastar um að leiðbeina öðrum í sama vanda Það má rekja upphaf þessarar miðstöðvar til stofnunar Kvenna- athvarfsins fyrir 7-8 árum, segir Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi en hún er ein þeirra kvenna sem standa að Stígamótum, þjónust- umiðstöð fyrir fórnarlömb kyn- ferðislegs ofbeldis. Miðstöðin var opnuð í Hlaðvarpanum, Vestur- götu 3 í gær. Ár er nú liðið síðan hugmyndin um miðstöðina var kynnt á fundi sem 18 félaga- samtök stóðu að 8. mars í fyrra. En eins og fram kom í spjalli við Guðrúnu er aðdragandinn miklu lengri. „Eftir að Kvennaathvarfið var stofnað spruttu upp ýmsir hópar sem fjölluðu um ofbeldi gegn konum. Fyrst ber að nefna barna- hóp Kvennaathvarfsins sem ma. starfrækti opinn síma fyrir börn í vanda en hann er nú á könnu Rauða krossins. Kvennaráðgjöf- in var opnuð árið 1984 en þar veita félagsráðgjafar og lögfræð- ingar konum ókeypis ráðgjöf. Einn hópur kynnti sér nauðgun- armál og hefur ma. efnt til nám- skeiða fyrir lögreglumenn og fleiri starfsstéttir sem hafa af- skipti af fórnarlömbum nauðgana. Einnig hefur þessi hópur stutt við bakið á konum sem stíga það skref að kæra nauðgun." Hugmyndin kviknar „Árið 1986 varð fjórði hópur- inn til en hann fór að ræða sifjasp- ell. Við vorum þeirrar skoðunar að sifjaspell væru ekki einungis til sem krydd í skáldsögum heldur blákaidur veruleiki. Við lásum okkur til um efnið og opnuðum svo síma fyrir fórnarlömb í des- ember 1986. Það var hringt lát- laust og síminn upptekinn allan tímann sem hann var opinn. Það voru að heita má eingöngu konur sem hringdu, ég held að það hafi aðeins rekið tvo karlmenn á fjörur okkar þann tíma sem við höfum sinnt þessum málum. í ársbyrjun 1987 voru stofnaðir fyrstu sjálfshjálparhóparnir fyrir konur sem orðið höfðu fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi í æsku. í þeim fer fram meðhöndlun á forsend- um kvennanna sjálfra, konan ákveður sjálf hvað hún vill gera til að grafast fyrir um rætur vand- ans en nýtur stuðnings annarra í hópnum. Með því móti tekst þeim að byggja sig upp. Búið er að stofna fjölda hópa á þessum þremur árum, ég held þeir séu orðnir 20-30 talsins, og þeir eru nokkuð mismunandi. f sumum eru konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi sem börn, í öðrum stúlkur sem eru að segja frá sinni reynslu í fyrsta sinn og loks hópar fyrir mæður fórnarlamba. Þetta starf hefur allt verið unn- ið af sjálfboðaliðum. Við höfum fengið óverulega styrki sem þó hafa gert okkur kleift að leigja húsnæði. En það er ljóst að þetta gengur ekki lengur með þessum hætti. Þess vegna ákváðu hóparn- ir að slá sér saman og koma upp miðstöð þar sem hægt yrði að veita ráðgjöf og safna saman upp- lýsingum. Við kynntum þessa hugmynd á fundi 8. mars í fyrra en að þeim fundi stóðu einnig pólitísku flokkarnir, Kvenfélag- asambandið, Kvenréttindafé- lagið og nokkur stéttarfélög þar sem konur eru stór hluti félaga.“ Annars konar tiSboö Hugmyndinni var vel tekið og við sóttum um styrk til ráðuneyta félags- og menntamála. Við sett- um fram starfsáætlun sem gerði ráð fyrir rekstrarkostnaði upp á 11-12 miljónir króna og fórum fram á að fá þá upphæð úr ríkis- sjóði. Ráðherrar tóku beiðni okkar vel en við afgreiðslu fjár- laga fengum við aðeins tvær milj- ónir. Þær endast nú skammt en við ætlum að byrja með þær og sjá svo hvað setur. Miðstöðin hefur hlotið nafnið Stígamót og verður til húsa í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3. Þar verður símavakt allan sólar- hringinn og opin skrifstofa seinni part dags. Þar verða tveir starfs- menn. Konum sem leita til mið- stöðvarinnar býðst að tala við konu sem orðið hefur fyrir sams- konar reynslu og hún og hún get- ur einnig farið í hóp með konum sem svipað er ástatt um. Við telj- um okkur geta veitt þá aðstoð sem þarf því konur sem orðið hafa fyrir þessari reynslu eru sér- fræðingar í því hvað gerist. Við hinar höfum reynt að kynna okk- ur málin af bestu getu. Þessi þjónusta er ókeypis og nær til landsins alls. Okkur langar að veita þjónustu úti um lands- byggðina því víða eiga barna- verndarnefndir erfitt um vik í litl- um sveitarfélögum. Þar getum við orðið að liði en það krefst rýmri fjárhags. Við viljum hins vegar ekki bíða lengur. Við viljum styðja konur og börn sem orðið hafa fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi, benda þeim á þjónustu sem þau eiga rétt á, að- stoða þau við kærur og fylgja þeim eftir í gegnum kæruferlið sem mörgum reynist þung raun. Þetta er ekki athvarf heldur eru hér hópar af konum sem vilja veita aðstoð. Við vitum að það skiptir miklu máli fyrir fórnar- lömb kynferðislegs ofbeldis að hafa aðgang að einhverjum sem vill ræða málin hvenær sem er sól- arhringsins en ekki bara milli níu og fimm á virkum dögum. Við vitum líka að þörfin er fyrir hendi, það hefur reynslan sýnt okkur. Kynferðislegt ofbeldi get- ur hent hvern sem er og fer hvorki eftir stétt né stöðu. Það er útbreiddara en margir halda og einkum eru börn illa sett. Kerfið er ekki tilbúið að mæta fórnar- Iömbunum á þeirra eigin forsend- um. Það eru allslags vinnureglur í gildi sem starfsmenn hins opin- bera verða að fylgja. Miðstöðin er annars konar tilboð.“ Strangt og erfitt líf - Þú hefur kynnt þér sifjaspell sérstaklega, Guðrún, og ert að semja um það doktorsritgerð. Hefurðu komist að einhverjum merkilegum niðurstöðum? „Já, ég er að vinna að rannsókn sem byggist á viðtölum við ís- lenskar og breskar konur sem orðið hafa fyrir sifjaspellum. Ég reyni að sjá lífið með þeirra augum og hvaða áhrif ofbeldið hefur á líf þeirra. Það getur svo auðveldað okkur að finna þær leiðir sem duga til að draga úr ofbeldinu og að mæta börnunum sem verða fyrir því. Það er greinilegt að sifjaspell hefur mikil áhrif á sjálfsmynd þess sem fyrir því verður, það hvílir skuggi yfir lífi þeirra upp frá því. Einkum verða samskiptin við fjölskylduna og hitt kynið oft erfið. í stuttu máli má segja að fórnarlamba sifjaspells bíði strangt og erfitt líf þar sem þau verða fyrir margskonar áföllum. Léleg sjálfsmynd gerir konurnar að auðveldari bráð fyrir karla sem beita þær ofbeldi því þær hafa litlar varnir. Það sem kom mér á óvart var að í gegnum þetta ferli brýst alltaf fram þrá eftir öðru lífi og betra. Þetta er konunum styrkur og nýt- ist þeim til að breyta um stefnu ef ytri skilyrði leyfa. Margar kvenn- anna hafa leitað til geðlækna og verið lagðar inn á geðdeildir, oft eftir tilraunir til sjálfsvígs. Þær eiga það sammerkt að hafa ekki fengið neina aðstoð í kerfinu. Stundum sögðu þær ekki frá reynslu sinni og voru aldrei spurðar. Og þótt þær segðu frá henni var ekkert gert með það. Viðbrögðin urðu jafnvel til þess að auka sektarkennd þeirra og vanlíðan. Þeim var sagt að þær væru bara móðursjúkar." - Var einhver munur á íslensku og bresku konunum? „Ég hélt að ég myndi finna ein- hvern mun vegna ólíkra menn- ingarlegra skilyrða en svo var ekki. Eini munurinn var á því hvernig tekið er á málum þeirra í kerfinu. Reynsla kvennanna er sú sama. Hins vegar er búið að ræða þessi mál svo lengi í Bret- landi að þar er búið að koma á ákveðnum vinnureglum sem fylgt er þegar kynferðislegt ofbeldi er annars vegar. Það er allt í fastari skorðum en hér heima. Það er búið að koma á formlegu sam- starfi milli lögreglu, heilbrigðis- þjónustunnar og barnaverndar- yfirvalda. Þetta samstarf vill hins vegar oft ganga erfiðlega vegna þess hversu ólík viðhorfin eru til ofbeldisins. Reynslan er því ekk- ert of góð og ef við ætlum að koma okkur upp svona samstarfi er nauðsynlegt að fyrst verði rædd grundvallarviðhorf þeirra sem eiga að vinna saman. Það er einmitt einn þátturinn í starfsemi Stígamóta að auðvelda slíkarumræður. Við höfum þegar komið okkur upp kennslugögn- 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 9. mars 1990 Mynd: Jim Smart.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.