Þjóðviljinn - 09.03.1990, Blaðsíða 23
7— T~ ¥ ■S 7 8 SP 10 ) 11 12
S" )o ) /3 8 3? /Y 6 T~ )<r ¥ V T~
)(* e ¥ /<r l? li 7- 3? )7~ ZD JS 3
22 Zl 12 )ÍT 3? w~ / /3 V ZiT zs
b z? 25 3 ¥ 13 2JS ze fR 0 'm ¥ T-
Vh 3 28 2? \L 7- 28 23 12 R?
I? L Y V í'p 22 22 32 30 ¥ )3 T~ S~ 32 n
26 £ 2T~ 5 T~ ¥ 23 Y 12 /3 28 7-
13 3 25 Zb~ )3 d Z ¥ i /3 ¥ 3 8 28
23 V 23 13 3 V S' )T- i(T z8 S
1r 23 n )8 V / T~ 32 j 2% ¥ 28 W
13 8 ¥ 2? V ¥ 3 V * 7~ fí T )3 ¥ 3 1
l* 3 21 32 32 3 18
AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ
Krossgáta nr. 86
Setjiö rétta stafi í reitina hér fyrir neöan. Þeir mynda þá kvenmannsnafn.
Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 37,
Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 86“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin
verða send til vinningshafa.
Zh 29 23 13 28 5 3 15
Lausnarorð á krossgátu nr. 83 var Sundaborg. Dregið var úr réttum lausnum
og upp kom nafn Ragnars Þorsteinssonar, Vogatungu 31A, Kópavogi. Hann
faer sent Ijóðasafnið Norræn Ijóð 1939-1969 í þýðingu Hannesar Sigfússonar
skálds. Mál og menning gaf bókina út 1972.
Verðlaunin fyrir krossgátu nr. 86
verða skáldsagan „Kvennagullið í
grútarbræðslunni" eftir William
Heinesen í þýðingu Þorgeirs Þor-
geirssonar rithöfundar. Mál og menn-
ing gaf bókina út 1981.
FJÖLSKYLDAN
SIGTRYGGUR
JÓNSSON
Litla þúfan og
Máltækið segir að oft velti lítil
þúfa þungu hlassi. í því sambandi
getum við einnig talað um líðan
fólks. Stundum skiljum við ekk-
ert í því hve lítill atburður getur
haft mikil áhrif á líðan okkar eða
annarra. Stundum kemur það
einnig fyrir að sami atburðurinn
snerti marga einstaklinga jafn
mikið, en hafi mjög mismikil
áhrif á líðan þeirra. Hér kemur
auðvitað margt til og ekki hægt
að alhæfa neitt um ástæðurnar.
En þó langar mig til að gera á-
kveðinn hlut að umræðuefni í
dag, sem snertir þetta og hefur
mikið að segja í þessu sambandi.
Ekkert okkar lifir einangrað.
Öll höfum við einhver tengsl við
aðra í gegnum fjölskyldu, vini
eða í gegnum vinnustað. Að vísu
eru þessi tengsl mismikil og við
nýtum okkur þau á misjafnan
hátt. Langflestir hafa tengsl við
aðra í gegnum aila þessa þrjá
farvegi, þó einstaka einstaklingur
sé meira einangraður og hafi að-
eins tengsl í gegnum einn eða tvo
þeirra. Við getum því talað um
þessa farvegi sem þrenns konar
félagslegt umhverfi flestra ein-
staklinga. Hjá börnum er þetta
fjölskyldan, skólinn og vinir, en
hjá fullorðnum kemur vinnan í
stað skólans.
Þar sem þetta eru þau félags-
legu umhverfi, sem umlykja okk-
ur, er mikilvægt að við gerum
okkur grein fyrir því hvort þau
eru jákvæð fyrir okkur eða nei-
kvæð. Til þess að okkur líði mjög
vel, verða öll þessi félagslegu um-
hverfi að vera jákvæð fyrir okk-
ur. Ef eitt þeirra er neikvætt líður
okkur verr og ef tvö eru neikvæð
hefur vanlíðanin tekið yfir-
höndina og ef öll þrjú eru nei-
kvæð líður okkur alltaf illa. Þegar
hið félagslega umhverfi fjölskyld-
unnar er neikvætt, sjáum við oft
að einstaklingurinn sækist í það
að vera sem mest að heiman,
annað hvort í vinnu eða hjá vin-
um. Þegar vinnuumhverfið er
neikvætt sýnir einstaklingurinn
miklar fjarvistir og sækist eftir því
að skipta um vinnustað. Jafnvel
getur hann sýnt óeðlilega miklar
fjarvistir vegna veikinda, sem oft
og tíðum eru raunveruleg við-
brögð líkamans við andlegri van-
líðan. Fjarvistir vegna slíks eru
líklega algengari meðal barna, en
þekkjast þó vel meðal full-
orðinna. Þegar vinaumhverfið er
neikvætt, sjáum við ein-
staklinginn oft draga úr sam-
skiptum við vini og jafnvel hætta
að umgangast aðra en fjölskyldu
sína. Hvað getur einstaklingur
gert, þegar öll þrjú umhverfin eru
neikvæð?
Af þessum sökum reynum við
flest að halda öllum þessum um-
hverfum jákvæðum og bregð-
umst við ef eitthvað fer að fara
úrskeiðis á einhverjum víg-
stöðvum.
Lítum nú á það sem ég ræddi í
upphafi um hversu mismikil áhrif
atburðir hafa á fólk í ljósi þessa.
Hugsum okkur t.d. einstakling,
sem hefur fjölskylduumhverfið
neikvætt og vinaumhverfið á
mörkum þess að vera jákvætt eða
neikvætt, sem oft fylgist að, en
líður vel í vinnunni og hefur
þraukað lífið þess vegna. Líðan
hans við uppsögn í vinnunni verð-
ur allt önnur en t.d. líðan þess,
sem hefur öll umhverfin jákvæð.
Ef bæði hin félagslegu umhverfin
eru neikvæð, er mjög líklegt ao
þessi einstaklingur fái taugaáfall,
gefist upp fyrir lífinu eða eitthvað
í þá áttina. Hinn einstaklingurinn
getur litið bjartari augum til
framtíðarinnar. Hann hefur
meira sjálfstraust og er bjartsýnni
MATUR
ÓLAFUR
GÍSLASON
\v
jt. ^
Bálreiðir
rauðir pennar
Eins og fram hefur komið í
þessum pistlum eru fá takmörk
fyrir fjölbreytninni í ítölskum
pastaréttum. Sá pastaréttur sem
hér skal matreiddur er ættaður
frá Róm, og er einkum vinsæll af
þeim sem eru fyrir bragðsterkan
mat. Rétturinn heitir á ítölsku
„Penne all arrabiata" eða bál-
reiðir pennar. Pennar nefnast á
ítölsku makkarónur sem eru um 1
sm í þvermál og skornar í odd í
endann eins og penni. Þær eru
soðnar með hefðbundnum hætti.
Þess er gætt að vatnið sé ríflegt og
bullsjóðandi þegar makkarón-
urnar eru settar útí, það er saltað
ríflega og þess jafnframt gætt að
suðutíminn fari ekki fram yfir
það sem stendur á pakkanum.
Sósan er afar einföld: setjið
botnfylli af matarolíu á pönnuna
og 3-4 niðursöxuð rif af hvítlauk
og rauðan chilli-pipar. magn
hans fer eftir smekk, en það er
einkenni réttarins að hann á að
vera „heitur“ eða bálillur. Út í
þetta eru svo settar tvær dósir af
niðursoðnum tómat sem er
stappaður saman við olíuna.
Hægt er að bregða út af þessari
hefðbundnu gerð sósunnar með
því að bæta út í hana beikoni eða
sveppum eða jafnvel túnfiski, en
það er alls ekki nauðsynlegt.
Hins vegar er það til mikilla bóta
að strá ferskri saxaðri steinselju
yfir réttinn þegar hann er tilbú-
inn.
hlassiö
á að úr rætist. Hann hefur auk
þess stuðning frá fjölskyldu og
vinum. Það sama gildir um þá
sem missa ástvini eða maka.
Staðan í hinum félagslegu
umhverfunum getur haft afger-
andi áhrif á viðbrögð þeirra og
líðan í framhaldi af atburðinum.
Svona mætti halda áfram að telja.
Ég hef heyrt um dæmi, þar sem
barn á í hlut. Þessum strák leið
vel í skólanum og gekk þar vel og
átti góð félagatengsl. Hins vegar
var slæmt ástand heima fyrir og
vinirnir studdu hann gagnvart
þeirri vanlíðan sem það orsakaði.
Síðan gerðist smáatburður, sem
varð til þess að vinirnir útilokuðu
hann í smátíma. Hann varð svo
hræddur um að hann væri að
missa félagatengslin að hann fór
að reyna að ganga í augun á þeim
með því að ögra kennurunum í
skólanum. Úr því varð víta-
hringur, þar sem vinirnir sam-
þykktu það ekki og kennararnir
brugðust neikvætt við, þannig að
lokum fóru þeir að líta á hann
sem vandræðanemanda. Þegar
hér var komið var allt hans félags-
lega umhverfi orðið neikvætt og
vanlíðan hans orðin það mikil að
hann sýndi alls staðar andfélags-
lega hegðun. Honum var vísað til
barnageðdeildar.
Þeir sem hafa áhuga á a& fræ&ast um eitthvert
ákveðiö efni var&andi fjölskylduna geta skrifað.
Merkið umslagið: Fjölsky Idan; Nýtt Helgarblaft,
Þjó&viljanum, Sí&umúla 6, Reykjavík.
Föstudagur 9. mars 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SlÐA 23