Þjóðviljinn - 09.03.1990, Blaðsíða 29
Hvað á að gera um helgina?
Kristín Steinsdóttir
rithöfundur
Ég ætla að vinna að leikriti með Iðunni systur minni, en á laugardaginn
fer ég á fund með sóroptimistum í Hafnarfirði. Á sunnudaginn ætla ég
svo að slappa af með fjölskyldunni og halda upp á afmælið mitt.
w
MYNDLISTIN
Art-Hún hópurinn sýnir í húsakynn-
umTaflfél. Rvíkurog Skáksamb. ísl.
v/ Faxafen, skúlptúrverk, grafík og
myndir unnar í kol, pastel og olíu.
Sýn. er í tengslum við Stórvelda-
slaginn og Búnaðarbankamótið og er
opin á meðan á skákmótunum stend-
ur.
FÍM-salurinn, Garðastræti 6, Daniel
Morgenstern, Obsessions 2, opn lau
kl. 14.TÍI27.3.14-18daglega.
Gallerí Borg, Ásgeir Smári, olíu- og
vatnslitamyndir. Til 20.3.10-18 virka
daga, 14-18 helgar.
Gallerí einn einn, Skólavörðustíg
4a, Jóhann Eyfells, skúlptúrlíkön og
pappírssamfellur. TÍI15.3.14-18
daglega.
Gallerí Graf, Logafold 28, verk Ástu
Guðrúnar Eyvindardóttur. Lau 14-18
e/eftirsamkomulagi.
Gallerí Sævars Karls, Bankastræti
9, Guðjón Ketilsson, blýantsteikning-
ar. Til 16.3. verslunartími.
Gamli Lundur, Akureyri, Sigurjón
Jóhannsson, Síldarævintýrið. Til
11.3.16-18 virka daga, 14-18 helgar.
Hafnarborg, Hf, Nonaginta: Björn
Roth, Daði Guðbjörnsson, Eiríkur
Smith, Kjartan Guðjónsson og Ómar
Stefánsson sýna málverk. Til 18.3.
14-19 alla daga nema lau.
íslandsbanki, Skipagötu, Akureyri,
myndir eftir Jón Eiríksson. Til 2.4.
Kjarvalsstaðir, 11-18 daglega, vest-
ursalur, formleysismálverk úr safni
Riis. Vesturforsalur, verke/Svavar
Guðnason. Austursalur og austur-
forsalur, Metamorfis, Guðjón Bjarna-
son, málverk og skúlptúrar, opn lau
kl. 16-20:SlagverkshópurinnSnerta
og Inferno 5 leika tilbrigði við verkin
og Jón Aðalsteinn Þorgilsson og Þor-
steinn Gauti Sigurðsson leika róm-
antísk verk á klarinett og píanó. Sýn.
stendurtil25.3.
Listamannahúsið, Birgitta Jóns-
dóttir, þurrpastelmyndir, olíumálverk
og punktamyndir. Til 1.4. versl.tími.
Listasafn ASI, Úr hugarheimi, sýn. á
verkum fatlaðra, opn lau kl. 15. Til
25.3.16-20 virka daga, 14-20 helgar.
Listasafn Islands, salir 1 -5 Uppþot
og árekstrar, norræn list 1960-1972,
farandsýning á vegum Norrænu Iist-
amiðst. Til 8.4.12-18 alla daga nema
mán. kaffistofa opin á sama tíma, að-
gangurókeypis.
Listasafn Einars Jónssonaropið
helgar 13.30-16, höggmyndagarður-
inn alladaga 11-17.
Listasafn Sigurjóns, járnmyndir
Sigurjóns og gjafir sem safninu hafa
borist undanfarin ár. Lau og su 14-17,
þri 20-22.
Mokka, Vilhjálmur Einarsson, lands-
lagsmálverk.
Norræna húsið, kjallari, Aurora 3,
samsýn. ungra norrænna lista-
manna. Til 11.3.14-19 daglega. And-
dyri: T eikningar Williams Heinesen
og Ijósmyndir úr lífi hans opn lau kl.
15.TÍI1.4.12-19su 9-19aðradaga.
Nýhöfn, Hafnarstræti 18, Karólína
Lárusdóttir, vatnslitamyndir og dúk-
ristur, opn lau kl. 14-16. Til 28.3.10-
18 virka daga, 14-18 helgar.
Sjóminjasafn Islands, Vesturgötu 8
Hf. Opið helgar 14-18, e/ eftir
samkomulagi.
SPRON, Álfabakka 14, Gunnsteinn
Gíslason, múrristur. Til 27.4.9:15-16
mán-fö.
Þjóðminjasafnið, opið þri, fi, lau oa
su 11-16.
TÓNLISTIN
Sinfóníuhljómsveit (slands, 40 ára
afmælistónleikar í Háskólabíói í kvöld
kl. 19:30. Sellókonsert e/ Jón Leifs og
Sinfónía nr. 2 e/ Mahler. Einleikari
Erling Blöndal Bengtsson, einsöngv-
arar Signý Sæmundsdóttir og
Rannveig Fríða Bragadóttir, kór ís-
lensku óperunnar, kórstjóri Peter
Locke, hljómsveitarstjóri Petri Sak-
ari.
Uwe G. Eschner gítarleikari heldur
tónleika á vegum Listvinafélags Hall-
grímskirkju í kapellu kirkjunnar lau kl.
17. verk e/ Narvaes, Dowland, Giu-
liani, Sor, Castelnuovo-Tedesco og
Britten.
Jón Aðalsteinn Þorgeirsson klari-
nettleikari og Þorsteinn Gauti Sig-
urðsson píanóleikari haldatónleikaá
Kjarvalsstöðum su kl. 20:30. Sónata
e/ Saint-Saéns, Grand Duo Consert-
ant e/ Weber og Sónata nr. 2 e/
Brahms.
Nína Margrét Grímsdóttir píanó-
leikari heldur tónleika á vegum EPTA
á Kjarvalsstöðum mán kl. 20:30. Verk
e/J.S. Bach, Haydn, JónasTómas-
son, Debussy og Chopin.
Vinir Dóra og gleðibandið Júpíters
leika á tónleikum á vegum Röskvu,
samtaka félagshyggjufólks H.í. á
Hótel Borg su kl. 22. Húsið opnað kl.
21, miðaverð 1000 kr. allir velkomnir.
Tómas R. Einarsson og fél. leika á
jasskvöldiáCafé ísland, Hótel islandi
laukl. 23:30.
Tónleikar til stuðnings Mordechai
Vanuna, samviskufanga í ísraelsku
fangelsi verða í Langholtskirkju su kl.
16. Kór Langholtskirkju, Háskólakór-
inn, Jónas Ingimundarson, Halldór
Vilhelmsson, Einar Kr. Einarsson,
Elías Davíðsson, Gunnar Kvaran,
Rannveig Fríða Bragadóttir, Guðný
Guðmundsdóttir, Halldór Haralds-
son, Reynir Jónasson, Einar Jóhann-
esson og kirkjukórÓlafsvíkur. Sjá Hitt
og þetta.
Heiti potturinn, Duus-húsi, Súld
leikurfrá kl. 21:30.
LEIKLISTIN
Leikfélag Hafnarfjarðar, Hrói
Höttur, lau kl. 17, su kl. 14.
Leikfélag Kópavogs, Félagsheim.
Kópav. Virgill litli lau og su kl. 14 (s.
41985).
Leikfélag Reykjavíkur, Ljós
heimsins, litla sviðinu í kvöld og lau kl.
20. Töfrasprotinn lau og su kl. 14.
Kjöt, í kvöld og lau kl. 20.
Nemendaleikhúsið, Lindarbæ,
Óþelló, í kvöld og su kl. 20:30, síðasta
sýn.
Sóngleikurinn Líf og friöur su kl.
20:30 ÍSeljakirkju.
Fantasía, Skeifunni 3c, Vagnadans
- í leit að hjómi (s. 679192).
ísienska Óperan, Carmina Burana
og Pagliacci, lau kl. 20.
Leikfélag Akureyrar, Heill sé þér
þorskur.
HITT OG ÞETTA
Janúarvinningur í almanakshapp-
drætti Landssamtakanna Þroska-
hjálpar kom á miða nr. 6726 og febrú-
arvinn.ámiða 2830.
Útivist, ævintýraferð á Heklu á fullu
tungli 9.-11.3. brottför í kvöld kl. 20,
miðaráskrst. Grófinni 1. Þórs-
merkurgangan 5. ferð su kl. 10:30 og
13, brottförfrá Umf.miðst. bensín-
sölu, stansað við Árbæjarsafn, göng-
urnar sameinast við Kögunarhól.
Skíðagangasu, brottförkl. 13 frá
Umf. stansað við Árbæjarsafn, léttur
hringur.
Hana nú, lagt upp í laugardags-
gönguna frá Digranesvegi 12 kl. 10 í
fyrramálið. Hittumst uppúr hálftíu til
að drekka molakaffi og rabba saman.
Myndlist Williams Heinesens, Bárð-
ur Jákupsson heldurfyrirlesturmeð
litskyggnum í fundarsal Norræna
hússinssu kl. 16.
Félagsvist og gömlu dansarnir á
hverju föstudagskvöldi i Templara-
höllinni, Tíglarnir leika fyrir dansi, allir
velkomnir.
Kvikmyndaklúbbur íslands, Konan
á ströndinni e/ Renoir (USA1946)
sýnd í Regnboganum lau kl. 15.
KVIKMYNDIR
Ólafur H. Torfason skrifar
Vandi vináttunnar
Bíóborgin: Þegar Harry hitti Sally.
Leikstjórn: Bob Reiner.
Aðalhlutverk: Bily Crystal, Meg
Ryan, Carrie Fisher, Bruno Kirby.
Bandaríkin 1989.
Harry er alltaf að hitta Sally,
reynir við hana með ýmsum
hætti, eins og annað kvenfólk, en
verður lítið ágengt, árum saman,
aldrei þessu vant. Hann er ímynd
nautnaglaða Amríkanans, neyt-
andans, sem vill smakka allt,
prófa allt. Sally er hins vegar ná-
kvæmnismanneskja og vill hafa
eitthvað meira á bak við kynlífið
en stuttaralegan kunningssicap og
fá eitthvað meira út úr persónu-
legum samböndum en líkamleg
kynni.
hans um að konur og karlar geti
aldrei verið vinir, því karlar sæk-
íst bara eftir þessu eina, hvort
sem þeir viðurkenni það eða
ekki.
Handritið er sneisafullt af
meitluðum bröndurum og
neyðarlegum uppákomum. Það
einkennilega er, að þrátt fyrir all-
an ameríska blæinn og söguþráð-
inn, færast Harry og Sally miklu
nær manni en obbinn af drauma-
verksmiðjufólkinu að vestan.
Leikarar standa sig mestan part
með prýði og taktur myndarinnar og með
er góður. Myndatakan er vönduð jafnvel í
margs konar tilvísunum,
skautasvellamyndir Bru-
eghels. Ýmis djarfleg tiltæki.eins
og þrískipting tjaldsins, þar sem
sýnt er frá þrem stöðum í einu,
gengur fyllilega upp.
Stuðlar og höfuðstafir þessarar
myndræmu koma úr frægu verki,
Casablanca, þar sem Humphrey
Bogart og Ingrid Bergman kynda
hugarheima hvors annars og
jafnvel fleira. Harry og Sally lifa
sig talsvert inn í Casablanca (hver
gerir það ekki?), en málin snúast
á endanum öðru vísi en þar.
Þegar Harry hitti Sally er góð
skemmtun, enda full hús um öll
lönd að njóta þess. Engar
skammbyssur, enginn bílaelting-
arleikur, engar kynlífssenur,
ekkert blóð eða ofbeldi. Bara
þetta ljúfsára ástand óvissunnar
hjá þeim sem eru að átta sig á
vináttu og ást.
Háskólabíó
Sif Gunnarsdóttir
Gerist þetta bara
skrifar
í Brooklyn?
Myndræma þessi lýsir með
skemmtilegum hætti þróun þess-
ara tveggja persónuleika, sem
eru sjálfsöruggir, hver á sinn
hátt, kastast hver frá öðrum
vegna ósamrýmanlegra þátta, en
laðast um leið hvor að öðrum á
margs konar forsendum. Tíminn
líður og náttúrlega opnast bæði
Harry og Sally annars konar
víddir og verðmæti. Og loks
verða þau að takast á við þá
spurningu, hvort þau eigi kannski
að búa saman.
Þetta er margra ára törn hjá
Harry og Sally. Þau hittast fyrst
þegar hún skutlar honum frá
Chicago til New York, 18 klst.
bílferð, og hann samkjaftar
varla. Margt gengur fram af
Sally, meðal annars kenningar
Last Exit to Brooklyn, cða Undir-
heimar Brooklyn
Leikstjóri: Uri Edel
Handritshöfundur: Desmond Nakano
Kvikmyndatökumaður: Stcphan
Czapsky
Tónlist: Mark Knofler
Aðalleikarar: Jennifer Jason Leigh,
Alexis Arquette og Stehen Lang
Kvikmyndin Last Exit to Bro-
oklyn er gerð eftir samnefndri
bók Hubert Selby, sem fyrst kom
út í Bandaríkjunum 1957. í Bret-
landi kom hún út 1966 og var
bönnuð með réttarhöldum og
látum eftir að hafa rokselst í þrjá
mánuði. Bretunum fannst bókin
alveg ógeðsleg, full af ofbeldi og
klámi sem gæti „sýkt lesandann
og spillt honum“.
Þetta er nú kannski of mikið
sagt en bókin er engin skemmti-
lesning og kvikmyndin er heldur
ekki skemmtileg. Þetta er ekki
mynd sem léttir skapið og gerir
íslenskan vetur léttbærari. Og
þó, öll hljótum við að vera fengin
því að hafa ekki þurft að alast upp
í Brooklyn á sjötta áratugnum,
því nær helvíti verður vart kom-
ist.
Myndin gerist sem sagt í Bro-
oklyn 1952, en þetta er engin
rokk og ról mynd í anda Americ-
an Graffiti. Öngvir sætir strákar í
flottum bflum eða stelpur með
tagl. f staðinn fær maður að sjá
fjöldanauðgun og slagsmál og
hitta alkóhólista, dópista, kyn-
skiptinga og mellur. Það er verk-
fall í verksmiðjunni og íbúar Bro-
oklyn eru enn spenntari á taugum
en venjulega. En mitt í öllu þessu
vonleysi blómstra ástríður; Ge-
orgette (Alexis Arquette) elskar
Vincent (Peter Dobson) út af líf-
inu og lætur reyndar lífið út af
sama. Verkalýðsleiðtoginn
Harry Black (Stephen Lang)
uppgötvar skyndiiega að hann er
hrifnari af hommanum Regínu en
konunni sinni og hóran Tralala
elskar peninga og er til í hvað sem
er. Eina fólkið sem jaðrar við að
vera „eðlilegt" er verkamaðurinn
Joe sem er að flýta sér að gifta
dóttur sína áður en hún eignast
barnið.
Það sem kemur manni samt
mest á óvart við Last Exit to Bro-
oklyn er hvað hún er fantalega
áhrifamikil, og kvikmyndatakan
á stóran þátt í því. Umhverfið ýtir
líka undir óhugnaðinn, allt er
grátt og eyðilegt, hvergi litir og
aldrei sólskin. Göturnar eru full-
ar af drasli og glerbrotum. Þetta
samræmist næstum hugmyndum
manns um hvernig umhorfs gæti
verið eftir Þriðju heims-
styrjöldina. Edel og Czapsky
sýna örvæntinguna og orðlausa
reiðina í dramatískum atriðum
sem stundum minna á Orson
Welles í uppbyggingu. Ofbeldið
er mikið en það er ekki ofbeldi
ofbeldisins vegna heldur er of-
beldi eini tjáningarmátinn sem
þetta fólk hefur, og eitt atriðið
sem situr eftir í huganum er nær-
myndin af mörðu og blóðugu
andliti Tralala sem löngu er hætt
að sjá eða skilja vonleysi stöðu
sinnar. Velkomnir til raunveru-
leikans, áhorfendur.
Föstudagur 9. mars 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍBA 29