Þjóðviljinn - 09.03.1990, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 09.03.1990, Blaðsíða 25
HELGARPISTILL ÁRNI BERGMANN Um frelsi og ófrelsi skálda og listamanna Er Reykjavík sælunnar reitur eða höfuðborg lágkúrunnar? Hvað segja skáldin um það? Við vitum að í skáldskap Tóm- asar Guðmundssonar er allt fal- legt og elskulegt í Reykjavík, kol- akraninn, fjaran, rottan í fjöru- grjótinu, gamlir símastaurar, syngjandi eins og frægt er orðið - allt þetta leggst á eitt með vorsól og fjallasýn til að kveða niður kreppuvolæði tímans þegar Ijóð- in í „Fagra veröld" urðu til. En svo líðurfram tíminn og borgin gjörist miklu ríkari en hún var, en samt er það svo að skáldin eru ekki tiltakanlega hrifin, svo vægt sé til orða tekið. Þorgeir Þorgeirsson yrkir um „örvona bæ“: sem útsmoginn kastar öllu því besta á glœ iðkar sitt brennivínsþamb og drýgir sitt hór og lýkur Reykjavíkurkvæði sínu á þessum tilmælum hér: taktu nú frá mér - svala haf - þetta hræ og hrœktu syndaflóði á þennan bœ. Sigfús Daðason segir í „The City of Reykjavík“: Fruktandi biðlund skelfur við dyr sinna drottna dögunin boðar verðlagning nauðar og glœpa og smánin er aum jafnt og dyggðin og eymdin sem drambið Og Djöfullinn spandérar enn einum degi á the City. Ef við værum annarsstaðar Leikum okkur að þeim mögu- leika að þeir Þorgeir og Sigfús væru að yrkja í ritskoðunarlandi þar sem valdhafarnir taka sjálfa sig og skáldskapinn afskaplega hátíðlega. Það mundi skapast órói og spenna af svona kveð- skap, hann yrði kallaður níð um höfuðborg landsins og framfarir samtímans, skáldunum væri sagt að þau mættu aldrei þrífast, vel gæti farið svo að kvæðin fengjust ekki birt en gengju manna i milli í afskriftum. Á móti kæmi að líka þeir sem aldrei lesa ljóð eftir að skólaljóðum lýkur, þeir mundu vita sitt af hverju um skáldin og kveðskap þeirra, kannski mundu þeir leggja sig eftir að lesa sem mest af þeirra ljóðum, gera þau að hetjum og bandamönnum í andúð á hrokafullum valds- mönnum. Það gerist ekki hér En semsagt: slíkt gerist ekki hér. Það eru ár og dagar síðan menn hafa fundið til þess að ljóð þættu háskaleg beinlínis. Það gat enn gerst nálægt aldamótum að betri frúr rækju vinnukonur úr vistinni ef þær földu Þyrna Þor- steins Erlingssonar undir kodd- anum, og ýmisleg dæmi hliðstæð hafa vafalaust gerst fram eftir öldinni. En nú um skeið hefur skáldfrelsið verið það rúmt, að enginn kippir sér upp við neitt. Varla að værukærustu hægriskrif- finnar nenni að klóra sér bak við eyrað ef að skáld fer með ádrepu og segja sem svo, að það sé nú alveg úr tísku að láta svona. Og almenningur - ef svo ólíklega vildi til að hann rækist til dæmis á Reykjavíkurljóðin sem áðan var til vitnað, þá er eins víst hann yppti öxlum og segði: Alltaf er varðarlið sem undirbýr fall þess alræðis sem til varð í Sovétríkjun- um og nálægum löndum. Nú, segir Olav Anton Thommessen, hafa þeir unnið góðan sigur - en hvað er framundan? Munu lista- menn verða hornrekur í samfé- lagi sem markaðslögmál stjórna, áhrifalitlir, lifandi daufu lífi á jaðri samfélagsins - allir nema þeir sem kunna best að gera sínar afurðir að söluvöru? Eins og gerst hefur á Vesturlöndum að mati tónskáldsins. Verða menn, spurði hann, að kaupa frelsið því verði, að öllum verðmætum er fórnað á altari sölumennskunn- ar? Tekur ritskoðun markaðarins við af ritskoðun ríkisins við að ákveða hvað það er sem nær út- breiðslu eða fær að verða til? Öfund í austurátt í ræðu tónskáldsins norska má greina ummerki sérstæðs fyrir- bæris, sem öðru hvoru hefur skotið upp kollinum á liðnum árum. Hér er átt við vissa öfund hinna frjálsu listamanna Vestur- landa í garð t.d. rithöfunda Austur-Evrópu. Öfund sem staf- ar af því að valdhafar í ríkjum austur þar höfðu svo mikla trú á bókmenntum og listum að þeir vildu endilega stjórna þeim með verðlaunum og bönnum og mögnuðu með þeim hætti til á- hrifa í samfélaginu á höfunda, þá listamenn, sem fylgdu sínu striki, glímdu við eftirlit og ritskoðun hver með sínum hætti. Tékkneski rithöfundurinn Mil- an Kundera víkur að þessari öfund í skáldsögu sinni „Óbæri- legur léttleiki tilverunnar“. Franz er dæmigerður evrópskur vinstri- sinnaður menntamaður sem hef- ur marsérað lengi í nafni betri heims og bætir nú andófi Tékka gegn sovésku hernámi við önnur góð málefni sem hann styður. Hann kynnist Sabínu sem er tékkneskur útlagi í Sviss, og segir henni frá þessari öfund: Við get- um, segir hann, skrifað heil bóka- söfn án þess að nokkur taki eftir, allt drukknar í glaumi og kjaft- æði, en allt það sem ykkar höf- undar skrifa verður merkilegt, verður örlagavaldur beinlínis. Með viðbrögðum Sabínu við slíkri ræðu kemur Kundera að gagnrýni á þessa vesturlensku öfund: þið getið trútt um talað, þið vitið ekki hvað andófið kostar í raun og veru, ætli það rynnu ekki á ykkur tvær grímur ef þið stæðuð andspænis hvunndags- leika alræðisins. Fróðlegur samanburður samt Kundera hefur tölvert til síns máls. Það er ekki hyggilegt að draga alltof víðtækar ályktanir af reynslu sem menn þekkja af af- spurn. Engu að síður er sá saman- burður sem þeir fitja upp á, tón- skáldið norska í nýlegri ræðu hér í Reykjavík, og Franz hinn svissneski í skáldsögu Kundera, alls ekki út í hött. Hann er meira að segja nytsamlegur og ögrandi fyrir margra hluta sakir. í fyrsta lagi þá er þessi saman- burður til þess fallinn að draga úr sjálfumgleði vestrænna mennta- manna, sem einatt eru hugsunar- og gagnrýnislaust að stæra sig af því hve frjálsir þeir séu. f ann- an stað er hér brugið upp dæmum sem minna menn á það, að ýmis- legur annar háski steðjar að lífi bókmennta og lista en vald- beiting í formi ritskoðunar og banna valdhafa. Ritskoðun markaðarins er veruleiki, eins og hver getur komst að auðveldlega sem í kringum sig horfir - og þá sama djöfuls fýlan í þessum menningarvitum. Ogsvoerverið að styrkja þetta! Virðing og ritskoðun Þetta dæmi er upp sett í fram- haldi af ræðu sem norska tón- skáldið Olav Anton Thommes- sen flutti við afhendingu Tónlist- arverðlauna Norðurlandaráðs hér í Reykjavík á dögunum. Hann var að tala um stöðu lista- mannsins í samfélaginu og byrj- aði í Austur-Evrópu. Einmitt til að vekja athygli á þeirri þver- sögn, sem margir mundu svo nefna, að ófrelsi, ritskoðun og fleira þesslegt verða til þess að skáld og listamenn fá í hendur mikilvægt hlutverk í samfélaginu. Þeir geta, ef þeir hafa hugrekki til, orðið boðberar vonar, varn- arlið þjóðernis, málsvarar mannréttinda, reyndar fram- ekki bara með því að einblína á listgreinar eins og kvikmynda- gerð, þar sem framleiðslukostn- aður,er mikill og höfundar þeim mun háðari þeim sem með pen- inga fara. Harðstjórn markaðar- ins er með ýmsum hætti að gera menningarlíf fátæklegra en ella hefði orðið, og ef að menning í smáu samfélagi yrði þeim ofur- selt gæti það orðið hennar bana- biti. Eilífur bardagi Fátt er erfiðara en að meta stöðu skálda og listamanna til á- hrifa í samfélögum, enda enginn mælikvarði til sem dugar. Við þykjumst þó mega vera vissir um þá dapurlegu staðreynd að lista- mennirnir séu á undanhaldi, að það sé verið að hrekja þá út í horn, að draumurinn um „skáld sem ókrýnda löggjafa þjóðanna" (Shelley) sé æ fjarlægari. Við get- um stutt okkar grunsemdir í þessa veru með margvíslegum hætti: þótt ekki væri nema með því að minna á það hve langt er nú um liðið síðan menn höfðu á- stríðu til að hneykslast á bók- menntaverki hér í bókalandi sem svo vill heita. En þá er að spyrja: telja menn brýnt að gera eitthvað í málinu? Á sundurvirknitímum verður víst hver að svara fyrir sig. Vonandi er enn alldrjúgur hópur manna sem mundi taka undir það sjón- armið tónskáldsins norska, að síst megi menn hlusta á þá sem vilja hætta - í nafni markaðslög- mála - að styðja listsköpun með fé úr sameiginlegum sjóðum. Það er kannski ekki hægt að segja miklu fleira í bili. Skáldið Tomas Tranströmer, sem hlaut nú á dög- unum bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, hann sagði í viðtali við Þjóðviljann, að hann vissi ekki hvað um Ijóð sín yrði þegar hann hefði sent þau frá sér. En heldur vildi hann eiga sér fáa áhugasama lesendur en hundruð sem kæra sig kollótta um það sem þeir lesa. Ummæli af þessu tagi eru algeng nú á tímum: skáld og listamenn eru hógværari en á árum áður þegar þau ætluðu að leggja heiminn að fótum sér og breyta honum um leið. En hvað sem því líður: þeir eiga alltaf í stríði, stríði um sálirnar, ef ekki við valdið, þá við sljóleikann, ef ekki við þögn fangaklefans, þá við ærustu markaðstorgsins, og mun enginn fá sig lausan úr þeim bardaga. Föstudagur 9. mars 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25 /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.