Þjóðviljinn - 09.03.1990, Side 15

Þjóðviljinn - 09.03.1990, Side 15
Mordechai Vanunu: píslarvottur sannleikans Vanunu-nefndin á Islandi gengst fyrir fundi og tónleikum til stuðnings ísraelska tæknifræðingnum Mordechai Vanunu sem sagði sannleikann um kjarnorkuvopn Israelsmanna samning, samning við ísrael um sölu á 20 tonnum af þungu vatni, sem nota átti til þess að knýja kjarnakljúfinn í Dimona. ísrael gekkst þá undir skuldbindingu um að þetta þunga vatn yrði ein- ungis notað í friðsamlegum til- gangi og að Norðmenn hefðu rétt til að ganga úr skugga um að svo myndi verða. Eftir að málið varð opinbert í Noregi og grunur féll á ísraels- stjórn um að hún hefði staðið fyrir framleiðslu kjarnorkuvopna úr þessu þunga vatni, hefur norska stjórnin ítrekað óskað eftir að fá að kanna hvernig þunga vatnið væri notað eins og samningurinn kveður á um. ísra- elsk yfirvöld hafa jafn ákveðið neitað norskum stjórnvöldum um slíkt eftirlit. En þunga vatnið mátti nota til þess að framleiða plútóníum, sem notað er í kjarn- orkusprengjur. Samsæri þagnarinnar Það er ekki einleikið hversu hljótt hefur verið um þetta mál. Þannig segir Leonard S. Spector, einn yfirmanna Alþjóðlegu Carnegie-friðarstofnunarinnar í grein um málið í The New York Times í mars 1988 að það sé ekki einleikið, hvernig Yitzhak Sham- ir, forsætisráðherra ísraels hafi verið hlíft við spurningum um mál þetta í heimsóknum hans til Bandaríkjanna. Ekki síst í ljósi þess að vitað sé að ísrael hafi nú þegar komið sér upp meðaldræg- um eldflaugum sem geta borið kjarnorkuvopn alla leið til So- vétríkjanna. Spector segir að svo virðist sem kjarnorkuvígvæðing ísraels sé gerð með vitorði Bandaríkjastjórnar eða að minnsta kosti án nokkurra at- hugasemda frá hennar hendi. Anver Cohen, heimspeki- kennari við háskólann í Tel Aviv skrifar grein í sama blað í sam- vinnu við ísraelskan blaðamann í apríl 1988, þar sem þeir segja kjarnorkuvopnaeign ísraels- stjórnar hafa verið opinbert leyndarmál í meira en áratug. Vanunu hafi því ekki uppljóstrað neinu því, sem ekki var áður vit- að nema ef vera kynni einhverj- um tæknilegum smáatriðum. Hins vegar hafi vitnisburður hans brotið veigamikla reglu ísra- elskra stjórnmála og samskipta stjórnvalda og almennings: hann hafi rofið það þögla samkomulag sem verið hafi í gildi á milli stjórnvalda og almennings um að ræða ekki kjarnorkuvopnin á op- inberum vettvangi. Glæpur Van- unus sé fólginn í því að rjúfa þá bannhelgi, sem hvílt hafi yfir þessu máli, því leyndarmálið hafi löngu verið opinbert. „Kannski er þjóð sem fæddist úr helförinni gegn gyðingum illmögulegt að horfast í augu við það að tilvera hennar skuli tryggð með ger- eyðingarvopnum..." en þau óþægindi sem kjarnorkuvopnin vekja í ísrael leiða ekki til beinnar andstöðu við vopnin, heldur til þess sem sálfræðingar mundu kalla afneitun. Afneitun er varnarviðbrögð sem hjálpa manni til þess að lifa við óþægi- legar eða óbærilegar aðstæður. Glæpur Vanunus var því ekki hvað hann sagði, heldur sú stað- reynd að hann skyldi segja sann- leikann. Með því að efna til opin- berrar umræðu um málið var þessum varnarviðbrögðum af- neitunarinnár ógnað., sem gert hafa . jafnt IsTaelum. banda- mönnum og andsfæðingum mögulegt að lifa við aðstæður sem annars væru óbærilegar." Alþjóðleg stuðningsherferð fyrir Mordechai hefur verið í gangi frá því að hann var dæmd- ur. Sérstök alþjóðleg stuðnings- nefnd hefur aðsetur í London. Auk þess hafa stofnanir eins og Bertrand Russell-stofnunin, Friðarhreyfingar í Evrópu, Amn- esty International og ótal ein- staklingar ljáð málinu lið. Meðal kunnra einstaklinga sem hafa krafist frelsunar Vanunu eru rit- höfundarnir Graham Greene, Harold Pinter, Gore Vidal og Er- ich Fried, vísindamennirnir Lin- us Pauling, Noam Chomsky, Ru- dolf Bahro og Johan Galtung. Sá sem virkastan þátt hefur tekið í þessu starfi er þó bróðir Vanun- us, Meir Vanunu, sem nú býr landflótta í Lundúnum og á yfir höfði sér fangelsisdóm í ísrael fyrir afskipti sín af málinu. Hann kemur einmitt til íslands í dag til þess að tala á fundi til stuðnings bróður sínum á laugardag kl. 15.00. Fundurinn er haldinn í nafnu Vanunu-nefndarinnar á ís- landi. Á sunnudag gengst Vanunu- nefndin á íslandi síðan fyrir myndarlegum tónleikum í Lang- holtskirkju til stuðnings Vanunu. Þar mun fjöldi tónlistarfólks koma fram. Meðal þeirra eru: kór Langholtskirkju, Einar Kr. Einarsson gítarleikari, Halldór Vilhelmsson baritónsöngvari, Jónas Ingimundarson píanó- leikari, Einar Jóhannesson klar- inettuleikari, Kirkjukór Ólafs- víkur, Halldór Haraldsson píanó- leikari, Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari, Reynir Jónasson harmónikuleikari, Rannveig Fríða Bragadóttir mezzósópran, Háskólakórinn og Elías Davíðs- son tónskáld, sem leika mun steinaspil. Eru stuðningsmenn Vanunus á íslandi hvattir til að mæta á fundinn og tónleikana. Tónleikarnir hefjast kl. 16.00 á sunnudag. -ólg Mordechai Vanunu: Glæpur gegn samsæri þagnarinnar um sann- leikann Haustiö 1986 hvarf ísraelski tæknifræöingurinn Mordechai Vanunu sporlaust í London. Fáeinum dögum síðar birtir dag- blaðiö The Sunday Times upplýsingar með Ijósmyndum frá Vanunu, sem staðfesta þann grun sem lengi hafði legið á ísraelsstjórn, að hún stæði fyrir framleiðslu kjarnorkuvopna í Dimona-kjarnorkuverinu í Negev-eyðimörkinni í ísrael. Upplýs- ingarnar bentu til þess að þar væri að finna 100-200 kjarnorku- sprengjur. Fimm vikum eftir hvarf Van- unus eða 9. nóvember 1986, til- kynna ísraelsk yfirvöld að hann sé í haldi í ísraelsku fangelsi. Smám saman kemur í ljós, hvað gerst hafði: kona nokkur, sem var í þjónustu ísraelsku leyniþjónustunnar, hafði tælt hann með sér til Rómaborgar. Þar biðu hans fleiri starfsmenn ísraelsku leyniþjónustunnar sem rota hann, dæla í hann lyfjum og smygla honum rænulausum í böndum frá Ítalíu til ísraels. Fööurlands- svik og njósnir í ísrael var Vanunu ákærður fyrir föðurlandssvik, njósnir og upplýsingaöflun um ríkis- leyndarmál í því skyni að skaða öryggi ríkisins. Engu að síður neituðu ísraelsk yfirvöld staðfast- lega að upplýsingar þær sem Van- unu hafði komið á framfæri ættu við rök að styðjast. í yfirlýsingum ísraelskra stjórnvalda var jafnan talað um að ísrael myndi „aldrei verða fyrst til að innleiða kjarn- orkuvopn íMið-Austurlöndum“. Réttarhöldin hófust í ágúst 1987, en þá hafði Vanunu verið í algjörri einangrun frá því í nó- vemberbyrjun 1986. Eina sam- band hans við umheiminn hafði verið í gegnum bílrúðu á lögregl- ubíl þegar hann var fluttur í fang- elsið, þar sem hann sýndi lófann með áletruninni „Róm“. Þannig varð upplýst að honum hafði ver- ið smyglað frá Róm. Réttarhöldin yfir Vanunu fóru fram með þeim hætti, að engum blaðamönnum, ættingjum eða fulltrúum mannréttindasamtaka var leyft að vera viðstöddum. Vanunu var fluttur í lokuðum bíl til réttarsalarins, hann var með mótorhjólahjálm á höfði og gekk í salinn undir sírenuvæli þannig að hann gæti ekki sagt neitt til óviðkomandi, og réttarhöldin fóru fram í lokuðum, glugga- lausum og hljóðeinangruðum sal. Dómsmálaráðherra ísraels, sem var ákærandinn, sagði að engin viðurkenning á réttmæti uppljóstrana Vanunus fælist í ákærunni, en viðurkennt var að Vanunu hefði unnið í átta ár í Dimona kjarnorkurannsókna- miðstöðinni í Negev- eyðimörkinni, þar sem leynilegar rannsóknir fara fram. Réttarhöldunum yfir Vanunu lauk 27. mars 1988, og var hann dæmdur til 18 ára fangelsisvistar fyrir njósnir og lapdráð. Honum hefur verið haldið í einangrunarklefa alla tíð síðan, þar sem hans er gætt 24 tíma sól- arhringsins með hjálp vídeó- myndavéla. Ljós logar í klefa hans allan sólarhringinn og nán- ustu ættingjar hafa aðeins fengið að heimsækja hann einu sinni á mánuði í 60 mínútur í senn í viðurvist fangelsisyfirvalda. Vanunu, sem er fæddur gyð- ingur, snérist til kristinnar trúar þegar hann hætti störfum í ísrael og fluttist til Ástralíu. í fangels- inu hefur hann einnig fengið heimsóknir prests, án þess að fá að tjá sig við hann. Allt lesefni sem hann fær er ritskoðað af fangelsisyfirvöldum, og honum hefur verið meinað að hafa sam- neyti við aðra fanga á þeim for- sendum að samfangar hans kynnu að ráðast á hann vegna „alvöru þess glæps, sem hann hefur framið". Norsku samböndin Til er alþjóðlegur samningur um bann við frekari útbreiðslu kjarnorkuvopna. Hann er undir- ritaður af risaveldunum og flest- um öðrum ríkjum heims. Meðal þeirra ríkja sem neitað hafa að undirrita þennan alþjóðasamn- ing eru Kína, Indland, Pakistan og ísrael. Árið 1959 gerðu Norðmenn, sem undirritað hafa þennan AUKIN BÍLAÞJÓNUSTA ESS0 , SJÁLFVIRKAR BIIAÞVOTTASTOÐVAR í REYKJAVÍK, HAFNARFIRÐI, KEFLAVÍK, AKRANESI 0G AKUREYRI Við bjóðum nú fullkominn bílaþvott og bón í sjálfvirku bílaþvottastöðvum á fimm stöðum á landinu: Skógarseli, Breiðholti Lækjargötu, Hafnarfirði Aðalstöðinni, Keflavík Þjóðbraut 9, Akranesi Veganesti, Akureyri Olíufélagið hf NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.