Þjóðviljinn - 09.03.1990, Side 27

Þjóðviljinn - 09.03.1990, Side 27
Til vinar í raun Einari Kárasyni svarað Fyrir skömmu skrifaði undir- rituð greinarkorn í Nýtt Helgar- blað í tilefni af sýningu sjónvarps- myndarinnar „Englakroppa" eftir Hrafn Gunnlaugsson og Friðrik Þór Friðriksson. Dró ég enga dul á þá skoðun mína að þar heföi verið á ferðinni enn eitt dæmið um lágkúru og léleg vinnubrögð Sjónvarpsins á þessum vett- vangi. „Ómögulegt handrit með lélegum texta, engri persónu- sköpun og ómarkvissri fram- vindu, tilgerð og uppskrúfun", svo ég vitni í eigin orð. Auðvitað gerði ég allt eins ráð fyrir því að einhverjir yrðu til að andmæla svo umbúðalausri gagnrýni, og vonaðist jafnvel til þess að hún gæti átt þátt í að hrinda af stað opinskárri umræðu um metnað og frammistöðu ís- lenska sjónvarpsins almennt á þessu sviði. En viðbrögðum af því tagi sem birtust í firnalangri grein Einars Kárasonar rithöf- undar laugardaginn 3. mars s.l. undir yfirskriftinni „Æðahnútar á vélindanu eða: beiskjudeildin gegn Friðrik Þór“ hafði ég satt að segja alls ekki búist við. Látum vera þótt Einar finni sig knúinn til að taka upp þykkjuna fyrir þá Hrafn og Friðrik, þyki honum ómaklega að höfundarverki þeirra vegið. Ef Einar hefur smekk fyrir svona myndefni er honum vitaskuld frjálst að segja það hverjum sem heyra vill. En ofsi hans í garð okkar Þráins Bertelssonar, félaga míns í „beiskjudeildinni", leiðir hann í ógöngur óvandaðs málflutnings, sem ég fyrir mitt leyti hlýt að gera fáeinar athugasemdir við. Það kom mér á óvart hve sér- stæðar hugmyndir Einar virðist hafa um tjáningarfrelsi og opin- ber skoðanaskipti. Þannig lætur hann það fara í taugarnar á sér að ég skuli „ótilkvödd“ leggja krók á hala minn, eins og hann orðar það, til þess að fjalla um téða sjónvarpsmynd á prenti. Áður hefur hann lagt blessun sína yfir sjónvarpsrýni Ólafs H. Torfa- sonar, þótt Ólafur hafi ekki haft um myndina mörg lofsyrði, en „þeir sem skrifa krítík verða að fá að hafa sína skoðun“, segir Ein- ar. Það eru mikil tíðindi og merk ef formaður Rithöfundasam- bands íslands álítur það eiga að vera sérréttindi örfárra blaða- manna að hafa skoðun á sjón- varpsmyndum sem framleiddar eru fyrir íslensku þjóðina. Öðru- vísi er tæpast hægt að skilja orð hans, nema hann eigi við að bannað sé að hafa aðra skoðun en hann hefur sjálfur. Öfugt við formanninn álít ég hins vegar bæði sjálfsagt og eðli- legt að hver sem er fái að viðra álit sitt á þessu málefni eins og öðrum, jafnvel þótt það gangi í Upplýsingafundur um evrópska ef na- hagssvæðið EES Utanríkisráðuneytið heldur upplýsinga- fund um viðræður Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Evrópubandalagsins (EB) um myndun Evrópskaefnahags- svæðisins á Hótel Stykkishólmi, laugar- daginn 10. mars nk. kl. 16.00. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra hefurframsögu og svararfyrir- spurnum. berhögg við það sem vinir hlutað- eigandi listamanna telja æskilegt hverju sinni. Þegar haft er í huga að um er að ræða framleiðslu sem öll þjóðin er sjálfkrafa áskrifandi að og þar sem einn maður, dag- skrárstjóri, getur ráðið stefnunni svo að segja upp á sitt eindæmi og án nokkurrar innlendrar sam- keppni, hljóta lífleg skoðana- skipti að vera enn brýnni. Þess er og að gæta að sjónvarpið gegnir mikilvægu uppeldishlutverki í landi þar sem sjálfstæðri kvik- myndagerð er þröngur stakkur skorinn. Þeir sem bera hag inn- lendrar kvikmyndalistar fyrir brjósti geta ekki annað en látið sig varða hvernig það hlutverk er rækt. Einar leggur sig í líma við að gera tilganginn með skrifum mín- um sem tortryggilegastan. Hann lætur í veðri vaka að persónu- legar tilfinningar í garð Hrafns Gunnlaugssonar ráði ferðinni, en ekki mat mitt á gæðum sjón- varpsmyndarinnar. Mér er satt að segja alveg hulið hvernig Ein- ar kemst að þessari niðurstöðu. Persónulegar tilfinningar í garð Hrafns Gunnlaugssonar hef ég hvorki góðar né slæmar, ég þekki manninn einfaldlega ekkert og hef aldrei átt við hann samskipti af neinu tagi. Hið sama gildir um Friðrik Þór. Á hinn bóginn hef ég fjölmargt við störf Hrafns á veg- um Sjónvarpsins að athuga, bæði persónulega listsköpun hans (sem óhjákvæmilega kallar á sérstaka athygli áhorfenda þegar svo háttar til að sami maðurinn situr beggja megin borðsins, sem seljandi og kaupandi eigin verka) og ekki síður sem stjórnanda inn- lendrar dagskrárgerðar. Ég ítr- eka það álit mitt að stefnan sem hann hefur fylgt þar hafi ekki orðið fslenskri sjónvarpskvik- myndagerð til framdráttar. Dylgjur Einars Kárasonar um hæfileikaskort minn í því starfi sem við stundum bæði eru ósmekklegar og niðrandi fyrir hann sjálfan. Það er háttur barna og rökþrota fólks að lítillækka andstæðinginn, en á ekkert skylt við málefnalega umræðu. Aðfor- maður Rithöfundasambands ís- lands skuli opinberlega grípa til slíkra meðala til að varpa rýrð á óbreytta félagsmenn er fyrir neð- an allar hellur. 8. mars 1990 Olga Guðrún Árnadóttir ALÞYDUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Vestmannaeyjum Kvöldvaka Kvöldvaka Alþýðubandalagsins í Vestmannaeyjum verður haldin í sal Sveinafélags járniðnaðarmanna við Heiðarveg föstudaginn 9. mars klukkan 20.30. Dagskrá: Borðhald - Skemmtiatriði - Söngur. Þátttökutilkynningar berist til Huldu í síma 1 -16-84, Baldvins s: 1 -22-79 og Guðmundu í síma 1-21-26. Félagar eru hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Félagsmálanefnd AB Alþýðubandalagið Kópavogi Spilakvöld Spilakvöld verður haldið í Þinghól, Hamraborg 11, þriðju hæð, mánudaginn 12. mars kl. 20.30. Allir velkomnir. Stjórnin AB Hafnarfirði, Garðabæ og Bessastaðahreppi Kvöldskemmtun í Gaflinum Alþýðubandalagsfélögin í Hafnarfirði, Garðabæ og hreppi halda sameiginlega kvöldskemmtun í Gaflinum föstudaginn 9. mars kl. 20. Léttur kvöldverður og skemmtiatriði. Ræðustúfa flytja Magnús Jón Árnason og Hilmar Ingólfsson. Miðaverð kr. 1300. Félagar og stuðningsmenn fjölmennið. Stjórnirnar Alþýðubandalagið á Akranesi Bæjarmálaráð Alþýðubandalagið á Akranesi boðar til bæjarmálaráðsfundar í Rein, mánudaginn 12. mars klukkan 20,30. Dagskrá: 1. Bæjarstjórnarfundur. 2. Önnur mál. , . Stjórmn Alþýðubandalagið Vestmannaeyjum Opið hús Opið hús verður í Kreml sunnudaginn 11. mars kl. 14-16. Rædd verður stefna Alþýðubandalagsins við næstu bæjarstjórn- arkosningar. Auk þess verður fjallað um fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 1990. Mætum öll. Stjórnin TRESMIÐJAN STOÐ Smíðum hurðir og glugga í ný og gömul hús. Önnumst breytingar og endurbætur á gömlum húsum úti sem inni. Smíðum sumarbústaði og seljum sumarbústaðalönd. Trésmiðian Stoð Reykdalshúsinu Hafnarfirði • Sími 50205, kvöldsími 41070. SIEMENS Með SIEMENS. heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. • Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. • Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála. • Grundarfjöröur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. • Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. • Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. • ísafjöröur: Póllinn hf., Aðalstræti 9. • Sauöárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1. • Siglufjöröur: Rafbær sf., Aðalgötu 34. • Akureyri: Sír hf„ Reynishúsinu Furuvöllum 1. • Húsavík: Öryggi sf„ Garðarsbraut 18a. • Neskaupstaöur: Rafalda hf„ Hafnarbraut 24. • Egilsstaðir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. • Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Ásvegi 13. • Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf„ Flötum 18. • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. • Selfoss: Árvirkinn hf„ Eyrarvegi 29. • Garður: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðabraut 2a. • Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.