Þjóðviljinn - 09.03.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.03.1990, Blaðsíða 7
Castro hvikar hvergi Kommúnistar á Kúbu halda ótrauðir sínu striki jafnvel þótt fyrrverandi skoðanbræður þeirra hinum megin á hnettinum og meira að segja fóstbræður þeirra í Nicaragua hafi sagt skilið við einsflokksalræði. Fidel Castro leiðtogi Kúbu- manna er ekki ginnkeyptur fyrir lýðræðisvaðli annarra kommún- istaleiðtoga. Á sama tíma og hvert ríkið á fætur öðru snýr baki við alræði kommúnista allt frá Austur-Þýskalandi til Mongólíu leggur hann áherslu á að efla völd Kommúnistaflokks Kúbu. Castro hefur lýst því yfir að Kúbumenn séu reiðubúnir til að berjast til síðasta manns fyrir só- síalismann jafnvel þótt örlögin gerðu Kúbu að síðasta vígi hans. Fyrr myndi Kúba sökkva í sæ en að breyta stefnu sinni. Sósíalismi fullkomnaöur Fyrir nokkrum árum gerðu Kúbumenn tilraun með að draga úr ríkiseinokun í verslun og leyfa frjálsu framtaki að hasla sér völl. En þeir sneru baki við henni árið 1986 þegar Castro komst að þeirri niðurstöðu að tilraunin hefði leitt til verðhækkana og spillingar. Kúbverskir kommúnistar hafa engar fyrirætlanir um að snúa aft- ur til slíkra tilrauna með frjálsan markað. Castro segir að enginn skuli láta sig dreyma um að Kúbumenn gangi kapítalisma á hönd. Þvert á móti ætli þeir að herða baráttuna fyrir sósíalískri uppbyggingu. Þegar fréttir bárust í síðustu viku um að miðstjórn Kommún- istaflokks Kúbu hefði samþykkt áætlun um að fullkomna stjórnkerfi ríkisins héldu sumir erlendir fréttaskýrendur að Ca- stro hefði ákveðið að fylgja for- dæmi kommúnistaleiðtoga í Austur-Evrópu og slaka á valda- einokun flokksins. Castro var fljótur að leiðrétta þann misskilning. Flann lýsti því yfir í ræðu á þjóðþinginu að ekki kæmi til greina að draga hið minnsta úr valdi flokksins heldur yrði að efla hann enn frekar. Granma málgagn Kommún- istaflokks Kúbu lýsir þessu sem svo að ákveðið hafi verið að „fullkomna hinn leníníska flokk á grundvelli lýðræðislegs mið- stjórnarvalds". Þetta sýnir vel afstöðu Castros til þeirra breytinga sem eiga sér stað á öðrum kommúnistaflokk- um. Castro ætlar ekki að láta breyta Kommúnistaflokki Kúbu í sósíaldemókrataflokk eins og kommúnistar hafa gert í flestum ríkjum Austur-Evrópu. Hann getur ekki einu sinni hugsað sér að hrófla við lýðræðis- legu miðstjórnarvaldi sem mið- stjórn Kommúnistaflokks So- vétríkjanna lýsti úrelt á mið- stjórnarfundi sínum í febrúar. Myndun andstöðuhópa innan Kommúnistaflokks Kúbu er því áfram óheimil. Það þarf varla að taka fram að myndun annarra stjórnmálaflokka sem keppi við kommúnistaflokkinn um völd er stranglega bönnuð. Byltingarandi í símakerfinu Það hefur ekkert dregið úr byltingarsinnaðri andagift Cast- ros þótt 31 ár sé liðið frá því að hann komst til valda og 29 ár frá því að hann lýsti því að Kúbu- menn myndu byggja upp sósíal- ískt þjóðfélag á grundvelli marx- lenínisma. Hann lætur ekkert tækifæri ónotað til að blása lands- mönnum byltingaranda í brjóst. Til að tryggja enn frekar bylt- ingarsinnaðan eldmóð er meira að segja símkerfið farið að lesa yfir þeim byltingarboðskap. Þeg- ar borgarbúar í Havana tóku upp símtólið og hringdu sín í milli á mánudag svaraði þeim fyrst kvenmannsrödd sem sagði: „Land okkar eða dauða! Við sig- rum!“ Síðan var þeim gefið sam- band við númerið sem þeir hringdu í. Nýr tækjabúnaður gerði stjórnvöldum kleift að símsenda vígorðið í tilefni af því að þrjátíu ár voru liðin frá því að Castro setti það fyrst fram við jarðarför áttatíu manna sem fórust í sprengingu í höfninni í Havana. Kúbumenn sökuðu útsendara bandarísku leyniþjónustunnar um að hafa komið sprengjunni fyrir. Fyrrverandi banda- menn fordæmdir Að undanförnu hefur Castro orðið æ harðorðri í garð fyrrver- andi bandamanna Kúbumanna í Austur-Evrópu. í fyrradag réðst hann harkalega á stjórnvöld í Póllandi, Ungverjalandi, Búlgar- íu og Tékkóslóvakíu fyrir að styðja ályktunartillögu hjá mannréttindarnefnd Sameinuðu þjóðanna um mannréttindabrot á Kúbu. Pólverjar og Tékkar voru með- flutningsmenn tillögunnar ásamt Bandaríkjamönnum sem áttu höfuðþátt í að semja hana. Castro sagði ákvörðun Austur- Evrópuríkjanna fjögurra um að styðja tillöguna viðbjóðslega. Blóð Kúbumanna myndi streyma eins og stórfljót ef Bandaríkja- menn gerðu innrás í Kúbu. Þessi ríki kæmu þá til með að bera ábyrgð á blóðbaðinu. Þetta eru hörðustu ummæli Castros um fyrrverandi banda- menn Kúbumanna til þessa. Hann fór hins vegar fögrum orðum um Sovétmenn sem greiddu atkvæði gegn tillögunni. Hann sagði þá að minnsta kosti ennþá aðhyllast sósíalíska stefnu. Sovétríkin hefðu enn ekki sundr- ast og ekkert innanlandsstríð hefði enn brotist þar út. Vonandi breyttist það ekki. Tillagan var samþykkti með nítján atkvæðum gegn tólf. Auk Sovétmanna greiddu, Kínverjar, Júgóslavar og Mexíkómenn at- kvæði gegn henni. Tólf ríki sátu hjá, þar á meðal nokkur ríki í Suður-Ameríku. Sárindi vegna Nicaragua Stjórnvöld á Kúbu hafa látið í ljós sár vonbrigði vegna þróunar- innar í Nicaragua þar sem sandin- istar glutruðu niður völdum í kosningum 25. febrúar. Castro hefur verið fáorður um úrslitin þar til í fyrradag að hann fór nokkrum orðum um þau í lok- aræðu á þriggja daga fundi Kven- félagasambands Kúbu. Þá sagði hann að fáránlegt ástand hefði skapast í Nicaragua vegna kosn- inganna sem gæti leitt til innan- landsstríðs. Contraskæruliðar komi til með að hefna sína á ands- tæðingum sínum og krefjast herf- angs fyrir að hafa stuðlað að falli sandínista. Kúbumenn veittu stjórn sand- ínista mikla efnahags- og hernað- araðstoð. Castro segir að þeir hafi gefið Nicaraguamönnum 90 þúsund tonn af eldsneyti árlega, sent þeim matvæli til að fæða 50 þúsund manns sem búi á Atlants- hafsströnd Nicaragua og veitt þeim ýmsa aðra aðstoð. Castro segir að Kúbumenn sjái sér ekki kleift að halda áfram að veita Nicaraguamönnum jafn- mikla aðstoð og hingað til. Allri hernaðaraðstoð verði hætt um leið og ný stjórn tekur við. Reyndar var nokkuð farið að draga úr vináttu stjórnvalda á Kúbu við sandínista jafnvel áður en sandínistar töpuðu í kosning- unum. Sandínistar hafa fylgst grannt með breytingum í lýðræð- isátt í Austur-Evrópu og hafa brugðist við þeim mjög á annan hátt en Kúbumenn. Þeir beittu sér fyrir uppbyggingu raunveru- legs fjölflokkalýðræðis í Nicarag- ua og gengu aldrei eins langt í þjóðnýtingu og kúbverskir kommúnistar vildu. Sovésk efnahagsaöstoð Castro hefur fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af þróuninni í Austur-Evrópu og þá sérstaklega Sovétríkjunum. Viðskiptabann Bandaríkja- manna á Kúbu hefur haft það í för með sér að um það bil 90 pró- sent af allri utanríkisverslun Kúbumanna er við ríki í Austur- NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7 Evrópu. Hingað til hefur þetta aðallega verð vöruskiptaverslun sem hefur verið Kúbumönnum mjög í hag. Þannig hafa Sovét- mann til dæmis keypt af þeim sykur fyrir fjórfalt heimsmark- aðsverð og selt þeim ódýra olíu í staðinn Kúbumenn hafa meðal annars aflað sér gjaldeyris með því að endurselja olíu frá Sovétríkjun- um á mun hærra verði en þeir hafa greitt fyrir hana. Nú hafa Austur-Evrópuríkin hins vegar ákveðið að breyta við- skiptaháttum innan efnahags- bandalagsins COMECON, sem Kúbumenn eiga líka aðild að ásamt Víetnömum og Mongól- um. Fljótlega verða bein pening- aviðskipti tekin upp í stað vöru- skipta og vöruverð kemur til með að byggjast á heimsmarkaðs- verði. Bein efnahags- og hernaðarað- stoð Sovétríkjann við Kúbu er talin nema jafnvirði 330 miljarða króna á ári, þ.e. hátt í einn milj- arð króna á dag. Sovétmenn koma örugglega til með að draga úr þessari aðstoð á næstunni í ljósi mikilla efnahagsörðugleika þeirra sjálfra heima fyrir. Sovétmenn eru líka lítt hrifnir af því hvernig stjórnvöld á Kúbu nota sovéska efnahagsaðstoð til að fjármagna hernaðaraðstoð við ríki og ýmsa hópa í Afríku og Suður- og Mið-Ameríku á sama tíma og Sovétmenn hafa að mestu hætt slíku. Enska í staö rússnesku Castro hefur viðurkennt að hugsanlega hætti Kúbumenn að fá aðstoð frá Sovétríkjunum. Hann sagði í ræðu sem hann hélt í janúar að Kúbumenn væru þá reiðubúnir til að búa við „stríðs- efnahag". Castro lýsti því líka yfir í ræðu fyrir tveimur dögum að Kúbu- menn væru að búa sig undir það sem hann kallaði „sérstakt skeið á friðartímum“. Með því sagðist hann eiga við neyðaráætlun sem gengi í gildi ef Sovétmenn hættu að senda matvæli og aðrar lífsnauðsynjar til Kúbu. Castro hefur líka hvatt Kúbu- menn til að einbeita sér að ensku- námi fremur en að eyða tíma í rússnesku. Hann sagði á fundi Stúdentasamtaka Kúbu um helg- ina að yfirmenn menntamála virt- ust hafa ruglað tungumálum sam- an við hugmyndafræði. Þeir hafi lagt höfuðárherslu á rússnesku- kennslu en gengið framhjá en- skunni. Rússar lærðu sjálfir ensku í skólum fremur en spænsku. Enska sé útbreiddasta tungumál veraldar hvort sem fólki líki það betur eða verr. Það sé auðveldara Föstudagur 9. mars 1990 AÐ UTAN RAGNAR BALDURSSON Eftir hverju ætli Castro sé að bíða? að læra ensku en rússnesku og enska sé nákvæmara tungumál sérstaklega á tæknisviði. Castro lagði áherslu á að Kúbumenn yrðu að byggja upp sósíalisma undir nýjum kringum- stæðum. Þeir verði að bjóða vest- rænum kapítalisma byrginn. Þeir eigi ekki að taka upp hugmynda- fræði hans heldur stunda við- skipti við auðvaldstríki sem séu báðum aðilum hagkvæm. Ótraust framtíö Jafnvel þótt Kúbumenn sam- þykki neyðaráætlun, læri ensku og hlusti á pólitísk vígorð í síman- um, er erfitt að sjá hvernig þeir gætu þolað að Sovétmenn skrúf- uðu fyrir aðstoð sína og Austur- Evrópuþjóðir hættu að kaupa af þeim vörur. Fyrir aðeins einu ári benti flest til þess að Castro geti haldið völd- um allt til dauðadags. Hann nýtur óneitanlega mikilla vinsælda heimafyrir og hefur ekki einangr- ast frá almenningi eins og komm- únistaleiðtogar í Austur-Evrópu. En byltingareldmóðurinn einn dugar ekki til að fylla askana. Lítið framboð er af ýmsum vörum þrátt fyrir þá gífurlega miklu aðstoð sem Sovétmenn veita Kúbumönnum. Og Kúba er samt líklega eina hitabeltislandið þar sem ávextir eru af skornum skammti. Hætt er við að Castro verði að taka upp breytta stjórnarhætti einhvern tíma á næstu árum til að blása nýju lífi í efnahaginn og fá aðgang að Bandaríkjamarkaði í staðinn fyrir tapaðan markað í Austur-Evrópu. Ef hann heldur hins vegar fast við harðlínustefnuna getur farið svo að almenningur kjósi að lok- um gylliboð bandarísks auð- magns um gull og græna skóga fremur en örbirgð og óflekkaða hugmyndafræði. í desember 1961 lýsti Castro því opinberlega yfir að Kúba væri sósíalískt ríki sem grundvallaðist á hugmyndafræði marx- lenínisma. Síðan hafa tengsl Kúbumanna við Sovétmenn ver- ið mjög náin en sambandið við Bandaríkin vægast sagt slæm. Yfirlit um Kúbu Kúba er í Karabíska hafinu um það bil 145 km fyrir sunnan Flór- ída. rúmlega 110 þúsund ferkfl- ómetrar að flatarmáli. fbúar eru rúmlega tíu miljónir. Um 700 þúsund Kúbmenn búa að auki í útlegð í Flórída. Kúba var spænsk nýlenda frá því á sextándu öld til 1898 þegar Bandaríkjamenn sigruðu Spán- verja. Kúba varð sjálfstætt lýð- veldi 1902 en Bandaríkjamenn héldu herstöðvum sínum þar og áskildu sér jafnframt rétt til að blanda sér í málefni hennar til ársins 1934. Fulgencio Batista Zaldivar liðsforingi komst til valda með vaidaráni hersins 1933. Hann var fyrst við völd til 1944 og rændi þeim svo aftur með vopnavaldi 1952. Byitingarmenn undir forystu Castros og Che Guevara steyptu honum í árslok 1958 og tóku völdin í sínar hendur. Þeir hófu fljótlega víðtækar breytingar á efnahagskerfinu, skiptu landi milli bænda og þjóðnýttu iðnað og verslun. Öll fyrirtæki í eigu Bandaríkjamanna voru gerð upptæk 1960 en bandarísk stjórnvöld höfðu stutt Badista. Bandaríkjamenn slitu stjórn- málasambandi við Kúbu og studdu innrás kúbverskra útlaga í apríl 1961.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.