Þjóðviljinn - 06.04.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.04.1990, Blaðsíða 2
SYSTIR SKAÐA SKRIFAR: Ég stofnasamtök! Mér líður einsog ég hafi étið uppúr ösku- bakkanum. Og ég tek fram að það er ekki par þægileg tilfinning (sona ef einhverjum skyidi hugsanlega detta það í hug). Ég er með ógeð og það ekki af minni sortinni. Og vegna þess að ég hef eftir áreiðanlegum heimildum að það sé launóhollt að brenna inni með ógeð af þessari sort gerði ég það eina sem vit var í. Ég stal nefnilega pistlinum hans Skaða bróður og setti hann (það er pistilinn) þar sem hann hefði alltaf átt að vera, sumsé í ruslið. Svo lauma ég bara mínum í staðinn og enginn tekur eftir neinu fyrr en Skaði er skeður (assvíti get ég nú verið orðheppin stundum). Flott, ekki satt? Og mér er alveg sama þó allt verði vitlaust (sem er náttúrlega óhjákvæmilegt en ég segi ekki hvers vegna). Ég vil barasta svona áður en ég kem mér að efninu benda á að ég er hér að vinna þjóðþrifaverk og ekki bara að bæta heilsu mína heldur líka heilsu Blaðsins Ykkar með því að næra ruslafötuna með Skaða. Það sem ég hef að segja er miklu merkilegra. Og það er hvort eð er alltof mikið af þessu fjárans karlremburausi í fiölmiðlum, sama hvaða nafni þeir nefnast. Ég er því enn eina ferðina komin í klassíska stöðu konunnar sem tekur tii hendinni, líknar þjáðum (blaðalesendum) og breytir og bætir hlutina öllum til góðs og það án þess að taka eyri fyrir það. Ég vildi bara vekja athygli á þessu. Og þetta er nefnilega mál málanna. Hvers vegna gerir kvenfólk svona nokkuð? Og hvers vegna er hreinlega ætlast til þess? Mér hefur sveimérþá dottið í hug að sumir (nefni engin nöfn) líti á suma (nefni heldur engin nöfn) einsog gólfmottu. (Gjörið svo vel að þurrka af fótunum.) Og afþví ég er nú alltaf að lenda í þessu. Endalaust að þrífa eftir aðra, taka að mér að redda málunum, hlusta á vandamál heimsins og skilja þau. Bjarga þessu öllu fyrir horn fyrir pétur og pál, - og siggu líka. Svo ég ætla að stofna grátaxla- samtökin. Eða öllu heldur samtök gegn grát- öxlum. Eins konar sjálfshjálparhóp og stuðn- ingsgrúppu fyrir þá sem eru orðnir svo ofsótt- ir og þjáðir af vandamálum annarra að þeim líður eins og mér: Einsog þeir hafi étið uppúr öskubakkanum. Þetta verða vitanlega kvennasamtök og allir vita hvernig stendur á því, en það fá ekki allar konur að vera með, ónei. Engar klögu- skjóður takk (og enn nefni ég engin nöfn þó mér detti ýmsir í hug) þetta er nefnilega ekki sona almennur tilvistarvandi kvenna (sem væri náttúriega alveg gasalega þægilegt) en hinsvegar alveg rosalega algengt hjá þeim. Að vera eins konar alheimssamviskur (al- heimsklóökk kallaég þettanú. Mérfinnst það réttara). Mottó samtakanna verður Sjálfsvernd og sjálfsánægja, og það verður bannað að hafa { 'V'iVv )M} samúð með klöguskjóðum og að vinna skít- verkin fyrir aðra, - það er að segja kauplaust. Það verður sérstakur taxti, ha ha (ég sé gullna tíma framundan). En það verður nátt- úrlega refsivert að vorkenna genetískum karlrembusvínum fyrir að geta ekki gert að því hvað þeir eru vitlausir. Afklæðumst búningi hins kvenlega sam- viskubits! Hættum að taka við úrgangi ann- arra og ég segi það alveg satt, ef einhver vogar sér að kenna mér um það enn eina ferðina hvernig komið er í þjóðfélaginu og hinum og þessum hjónaböndum útí bæ svo ekki sé minnst á annars konar stofnanir, þá barasta æli ég. Því afklæðist ég hér með búningi samúðarinnar (kvenlegu), hengi hann upp og sný mér að því sem skiptir máli í lífinu. "\r Ég er frá fjármála L ráðuneytinu. Hvar ' er stimpilkassinn með virðisauk- amum, Okkar virðisauki safnast á lendarnar og kviðinn ef þú vilt mæl'ann! I ROSA- GARÐINUM FRESTUR ER Á ILLU BESTUR Hamingjan er ekki fólgin í því sem við höfum gert - afrekað. Hamingjan er fólgin í því sem við ætlum að gera, eigum í vændum. DV VESALINGS ÁLVERIN Ég held það sé ekkert hollt fyrir tvö álver að bítast um sama markaðinn í Hafnarfirði. Steingrímur Hermansson í DV STALÍN ER LOKSINS HÉR! Járntjaldið hefur verið dregið frá og Austur-Evrópulöndin hafa kvatt stefnumið heimsyfirráða. Hins vegar er Björn Th. (Björns- son) trúr gamalli köllun. Einhver annar en Jónas (Hallgrímsson) hvílir í þjóðargrafreit íslendinga. Garri Tímans MEÐ ÖÐRUM ERTU MINNIEN ÞÚ SJÁLFUR Hvers kyns fundir eru að verða ein af helstu plágum nútímans. Morgunblaðið HVAR ERU MJUKU GILDIN? ímynd konunnar í steinsteypu og kristninnar á járnplötum. Lesbók Morgunblaðsins HELGISPJÖLL Það er i mínum huga sorgleg staðreynd að þessar þrjár konur sem hafa tekið að sér jafnvanda- samt verk og að skrifa dálk undir nafni í Morgunbiaðið, blað allra landsmanna, skuli nýta plássið sem þeim er ætlað til þess að standa í einkabréfaskriftum sín í milli um hugðarefni sín. Morgunblaðið HVERNIG A ÖÐRUVÍSI AÐ VERA? Ef einhver embættismaður er ósammála mér lýsi ég því fyrst yfir að hann sé asni. Alþýðublaðið NEI ÞAÐ GETUR EKKI VERIÐ! Ja.gæti hugsast að ráðamenn hefðu sumir hverjir glatað tilfinn- ingunni fyrir þjáningum náungans? Fjölmiðlarýnir Morgunblaðsins SVEITAMENNSKA ER ÞETTA! Hér á íslandi starfar ekki opin- bert félag áhugamanna um fljúg- andi furðuhluti eins og víða ann- arsstaðar. Morgunblaðið 2 SIÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 6. apríl 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.