Þjóðviljinn - 06.04.1990, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 06.04.1990, Blaðsíða 16
Frá blaðamannafundi þar sem skýrt var frá stofnun Nýs vettvangs. Mynd: Kristinn. Borgarstiórnarkorsningarnar Prófkjör Samtaka Nýjan vettvang 7 Alþýðuflokksmenn, 5 Alþýðubandalagsmenn, 2 Reykjavíkurfé- lagsmenn og 9 óháðir gefa kost á sér um 23 einstaklingar taka þátt í opnu prófkjöri Samtaka um nýj- an vettvang vegna borgarstjórn- arkosninganna í vor. Fimm aðilar eru skrifaðir fyrir prófkjörslistan- um: Alþýðuflokkurinn í Reykja- vík, - Samtök um nýjan vettvang, -Æskulýðsfylkingin í Reykjavík, Félag ungra Alþýðubandalags- manna, - Reykjavíkurfélagið, samtök um betri borg og svo óháðir borgarar. Þótt aðstandendur prófkjörs- ins skipti ekki liðinu upp í neinar fylkingar og að flokksbundið fólk sé þarna á eigin vegum, en ekki sem fulltrúar sinna hreyfinga, er fróðlegt að skoða frambjóðendur með hliðsjón af uppruna þeirra og fyrri störfum í stjórnmálum. Fjölbreyttar fylkingar Reykjavíkurfélagið er nýjast þessara samtaka, og í því er m.a. Borgaraflokksfólk eins og Ásgeir Hannes Eiriksson. Þátttakan hef- ur valdið úlfúð í Borgaraflokkn- um, en ekki síður komið þeim Vettvangsmönnum í bobba sem hafa viljað halda einhvers konar vinstri- eða jafnaðarmanna- ímynd á framboðinu. Þingmaðurinn Ásgeir Hannes var lengi eitt bláasta barnið í Sjálfstæðisflokknum og ákafur herstöðvasinni, ófeiminn tals- maður „aronskunnar", þeirrar stefnu að heimta fé og fríðindi af Varnarliðinu vegna aðstöðunn- ar. Sumir Vettvangsmenn óttast að tengslin við Borgaraflokkinn fæli kjósendur frá Nýjum vett- vangi, vegna þess að um leið hafi hann glatað ákveðinni vinstri ímynd sinni. Æskulýðsfylkingin í Reykjavík er flokksfélag innan Álþýðu- bandalagsins. Það er fámennt og innan við 20 manns reyndust at- kvæðisbærir á félagsfundi sem ákvað að styðja Nýjan vettvang. Margir telja að félagið sé áhrifa- lítið vegna smæðar sinnar. Hins vegar telja sumir að það setji á- kveðinn róttækan blæ á framboð- ið. Alþýðuflokkurinn hefur álitið sig nokkurs konar guðföður próf- kjörsins, og fyrir síðustu helgi kom til opinberra deilna milli Birgis Dýrfjörðs, formanns Full- trúaráðs Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík og Ragnheiðar Da- víðsdóttur, kosningastjóra Nýs vettvangs. Snerust þær um það hvort framboðið yrði borið upp í nafni Alþýðuflokksins, en margir flokksmenn höfðu vonað að það sækti um að fá að nota iistabók- stafinn A. Birgir hafði meira að segja sent flokksmönnum bréf þar sem fullyrt var að Nýr vett- vangur væri á vegum Álþýðu- flokksins. Um tíma bar það á góma innan Nýs vettvangs um síðustu helgi, hvort Alþýðuflokk- urinn mundi draga sig snögglega út úr öllu saman. Eldri þátttakendur en hjá ABR Það reyndist misskilningur að í Nýjum vettvangi væru á ferð ein- hverjir sérstakir fulltrúar unga fólksins, ef marka má af próf- kjörslistanum. Það kemur nefni- lega í ljós t.d. við samanburð á þeim og þátttakendum í forvali Alþýðubandalagsins í Reykja- vík, að meðalaldur þátttakenda í báðum fylkingum er alveg um 40 ár, en talsvert hærra hlutfall er hjá Nýjum vettvangi af fólki yfir fertugt, eða 52,17%. f forvali Al- þýðubandalagsins voru hins veg- ar 41,67% þátttakenda eldri en 40 ára. Prófkjör Nýs vettvangs fer fram 7. og 8. apríl og er bindandi fyrir 8 efstu sætin. Uppstillinga- nefnd raðar í 9.-30.sætið. Fólkið á framboðslistanum skipar borg- armálaráð framboðsins. Skrif- stofa hefur verið opnuð í Þing- holtsstræti 1. Kosningastjóri er Þorlákur H. Helgason. Sjálft prófkjörið fer fram laug- ardag 7. aprfl og sunnudag 8. apr- íl á 4 föstum stöðum og einum hreyfanlegum, þ.e.a.s. í Verslun- armiðstöðinni í Gerðubergi, Kringlunni 4, Vörðuskóla (Gagnfræðaskóla Austurbæjar), Kolaportinu og svo í sérstökum kjörbfl, sem ekur samkvæmt pöntun og „þangað sem fólk safn- ast saman“. Alþýöufflokks- ffólkið Sjö flokksbundnir Alþýðu- flokksmenn taka þátt í prófkjör- inu. Aðeins tveir þeirra gefa kost á sér í efsta sætið. Fjórir félag- anna voru á lista Alþýðuflokksins við síðustu borgarstjórnarkosn- ingar, þar á meðal yngsti og elsti maður prófkjörslistans: Bjarni P. Magnússon er borg- arráðsmaður, hefur verið fulltrúi og framkvæmdastjóri hjá Félags- stofnun stúdenta og stundað eigin iðnrekstur. Hann er í svæð- isstjórn um málefni fatlaðra á Reykjavíkursvæðinu. Hann var formaður framkvæmdastjórnar Alþýðuflokksins 1980-‘84 og sit- ur nú í borgarstjórn og borgarr- áði fyrir flokkinn. Bjarni gefur kost á sér í l.-8.sæti. Jón Baldur Lorange, nemi, hefur verið skrifstofustjóri ís- lensku hljómsveitarinnar, fram- kvæmdastjóri Alþýðuflokksins og kennari í Austurbæjarskóla, setið í framkvæmdastjórn Alþýð- uflokksins og á sæti í utanríkis- málanefnd SUJ. Hann er yngstur á prófkjörslistanum, 24 ára á þessu ári og gefur kost á sér í 4.-8.sæti. Gylfi Þ. Gíslason, nemi, hefur starfað í SUJ og er fulltrúi þess í Æskulýðssambandi íslands. Hann hefur starfað sem sölumað- ur og gegnt störfum í íslenska ál- verinu, en er nú nemi í Tækni- skóla íslands og starfsmaður Æskulýðssambands íslands. Hann gefur kost á sér í 5.-8.sæti. Skjöldur Þorgrímsson, sjó- maður, er fyrrverandi yfirfisk- matsmaður, en nú stjórnarmaður í Sjómannafélagi Reykjavíkur og í Landssambandi smábáta- eigenda. Hann situr í verkalýðs- ráði Alþýðuflokksins og var um tíma í fulltrúaráði verkalýðsfé- laganna í Reykjavík. Skjöldur er aldursforsetinn í hópnum, 62 ára á þessu ári og gefur ásamt Bjarna P. kost á sér í l.-8.sæti listans. Nýja fólkið í prófkjörinu af hálfu Alþýðuflokksins er þrennt: Ámundi Ámundason, mark- aðsstjóri, var kosningastjóri Al- þýðuflokksins í síðustu borgar- stjórnarkosningum og við Al- þingiskosningarnar 1987. Hann er velþekktur umboðsmaður hljómlistarmanna og hefur verið framkvæmdastjóri Styrktarfélags Vogs. Ámundi hefur setið í stjórnum FUJ, Alþýðuflokksins og Alþýðuflokksfélags Reykja- víkur. Hann gefur kost á sér í 2.- 8.sæti. Kristín B. Jóhannsdóttir, nemi í Fósturskóla fslands, hefur verið starfsmaður hjá Dagvist barna í Reykjavík. Hún situr í stjóm FUJ í Reykjavík. Kristín gefur kost á sér í 4,-8.sætið. Hlín Daníelsdóttir, er fulltrúi hjá ríkisskattstjóra. Hún var lengi kennari á Selfossi og situr nú í skólanefnd Kennaraháskóla íslands. Hún er gjaldkeri Alþýð- uflokksins og gefur kost á sér í 4.-8.sæti. Það vekur athygli, að Alþýð- uflokksfólkið virðist hafa skipu- lagt framboð sitt með þeim hætti, að þeir sem kjósa sitt eigið flokksfólk geta vart kosið aðra en Bjarna P. Magnússon og Skjöld Þorgrímsson í efstu sætin, því þeir einir gefa kost á sér í 1. -8.sæti. Alþýðubandalags- ffólkiö Fimm flokksbundnir félagar í Alþýðubandalaginu taka þátt í próflcjöri Samtaka um nýjan vett- vang. Þeir koma þangað sem ein- staklingar, en ekki fulltrúar flokksins á neinn hátt, nema ef vera skyldi Hrafn Jökulsson, sem er félagi í ÆFR, sem stendur að framboðinu. Ekki virðist þeirra á milli hafa verið gert samkomulag um röðun í efstu sætin, eins og ætla má að gert hafi verið hjá Alþýðuflokkn- um, því AB-félagarnir gefa allir nema einn kost á sér í 1.-8. sæti. Gunnar H. Gunnarsson er deildarverkfræðingur hjá Um- ferðardeild Reykjavíkurborgar og hefur Iengst af starfað hjá borgarverkfræðingi. Hann hefur verið aðal- eða varamaður Al- þýðubandalagsins í skipulags- nefnd og/eða bygginganefnd Reykjavíkur í 16 ár. Gunnar gef- ur kost á sér í l.-8.sæti. Hrafn Jökulsson er rithöfund- ur og hefur stundað nám í menntaskóla og ýmis störf til sjós og lands. Hann hefur starfað að félagsmálum, m.a. innan ÆFR, Birtingar og Samtaka um nýjan vettvang. Hann er næstyngsti 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 6. aprfl 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.