Þjóðviljinn - 06.04.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.04.1990, Blaðsíða 12
Endurvinnsla Pappírssóun á undanhaldi íslendingar eru mikil pappirs- þjóð líkt og flestar aðrar Evrópu- þjóðir. Þeir greina sig þó frá mörgum öðrum Evrópuþjóðum að því leyti að þeir bera litla virð- ingu fyrir þeim þjáningum sem náttúran verður fyrir vegna fram- leiðslu pappírs. A meðan margar aðrar þjóðirflokka pappír frá öðru sorpi og endurnýta hann svo að verulegu leyti, finnst íslendingum hann hvergi eiga heima nema á öskuhaugum. Þó eru ýmis já- kvæð teikn á lofti í þessum efnum enda er Ijóst að með endur- vinnslu sparast mikil verðmæti auk þess sem dregið er úr um- hverfisspjöllum. Orðið pappír kemur frá Egypt- um, sem skrifuðu á rúllur sem þeir bjuggu sér til úr papírus- plöntunni. Það er þó talið að Kín- verjar hafi fundið upp pappír eins og svo margt annað. Fyrstu dæmi um notkun pappírs eru frá árinu 105 eftir Krist og eftir það tóku Kínverjar þetta þarfaþing mjög hratt í þjónustu sína. Það var hins vegar ekki fyrr en nokkrum öldum seinna að öðrum þjóðum tókst að tileinka sér þá tækni sem Kínverjar beittu við pappírsgerð. Sífellt meiri pappír Á 18. öld vélvæddu menn þessa framleiðslu og sú tækni hef- ur verið að þróast allt fram á okk- ar daga. Pappírsnotkun eykst nokkuð í samræmi við aukna velmegun og aukningin hefur því ekki síst orð- ið á þessari öld. Það er talið að pappírsnotkun hafi aukist um sjö prósent árlega á árunum 1965 til 1975. Þessi gífurlega aukning hef- ur gert pappírsnotkun að vanda- máli. Það er þó talið að Kín- verjar haf! fundið upp pappír eins og svo margt annað. Fyrstu dæmi um notkun pappírs eru frá árinu 105 eftir Krist og eftir það tóku Kínverjar þetta þarfaþing mjög hratt í þjónustu sína. Geysileg skógarflæmi þarf til þess að sjá íbúum jarðar fyrir pappír. Til framleiðslu á einu tonni af pappír þarf um fimm tonn af viði. Barrtré hafa mest verið notuð til pappírsfram- leiðslu, en lauftré, ekki síst hita- beltistegundir, eru notuð til þess-, arar framleiðslu í auknum mæli. En það sem er enn frekari ástæða til að hafa áhyggjur af er að framleiðsla pappírs er gífur- lega mengandi iðnaður og ork- ufrekur. Búinn er til massi úr viðnum ýmist með því að tæta hann í vélum eða með því að leysa hann upp í efnablöndum. Þegar massinn hefur verið for- maður, pressaður og þurrkaður er hann yfirleitt bleiktur í klór til þess að gera hann hvítan eins og við eigum að venjast honum. Klórmengun Klórnotkunin hefur verið um- hverfisverndarsinnum mikill þyrnir í augum, enda er ljóst að klór og önnur efni sem notuð eru við framleiðsluna eru lífríkinu gífurlega skaðieg. Aukin pappírsframleiðsla og vaxandi mengun henni samfara hafa í auknum mæli opnað augu manna fyrir nauðsyn þess að endurnýta þessa vöru. Nú er til að mynda svo komið að rúmlega helmingur alls pappírs sem Hol- lendingar nota er endurunninn. Vestur-Þjóðverjar standa Hol- lendingum ekki langt að baki í Fimm til sex þúsund tonn af dagblaðapappír eru flutt inn árlega, en enda flest ævi sína á öskuhaugum meö tilheyrandi kostnaði og um hverfisspjöllum. Þessi blöð eru meðal þeirra fáu sem fara’ í endur vinnslu. Mynd Jim Smart. þessu, en að meðaltali er endur- unninn pappír um 35 af hundraði þess pappírs sem EB-löndin nota. Og eru þau þó ekki öll til fyrirmyndar í umhverfismálum. Stjórnvöld ýmissa ríkja hafa mótað þá stefnu að auka notkun endurunnins pappírs markvisst og styðja við bakið á þeim sem vilja stuðla að endurnotkun. Svíar tóku sér tak Svíar hafa til dæmis tekið sér tak í þessum efnum svo um mun- ar. Samkvæmt upplýsingum frá sænska umhverfismálaráðuneyt- inu jókst magn endurunnins dagblaða- og tímaritapappírs úr 90 þúsund tonnum í 344 búsund tonn frá 1975 til 1986. A sama tíma jókst söfnun pappírs frá heimilum úr 65 þúsundum í 260 þúsund tonn. Almenningur í sumum Evr- ópulöndum hefur einnig verið vakinn tii talsverðrar meðvitund- ar um gildi þess að kaupa endur- unnar vörur og kaupir þær frekar en aðrar, jafnvel þótt þær séu stundum heldur dýrari. íslendingar eru engir eftirbátar annarra í pappírsnotkun, en hafa þann v'afasama heiður að ganga miklu lengra í pappírssóun en flestar þær þjóðir sem við viljum miða okkur við. Sóunin Samkvæmt upplýsingum úr greinargerð með þingsályktun- artillögu þingmanna Kvennalist- Til framleiðslu á einu tonni af pappír þarf um fimm tonn af viði. Barr- tré hafa mest verið notuð til pappírsframleiðslu, en lauftré, ekki síst hita- beltistegundir, eru notuð til þessarar framleiðslu í auknummæli. ans um endurnýtingu fluttum við inn um 36 þúsund tonn af pappír árið 1986. Skemmst er frá því að segja að þau tonn fóru að mestu leyti á haugana utan það sem geymt er í lengri eða skemmri tíma. Pappír sem fluttur er inn til ís- lands er að mestu leyti ný fram- leiðsla, ekki endurunninn. Endurvinnsla pappírs á sér stutta sögu og brösótta á íslandi. Nokkrir hafa reynt fyrir sér á þessu sviði, en hafa orðið að gef- ast upp. Einu fyrirtæki hefur þó tekist að lifa af síðan 1984, en það er Silfurtún, sem hefur verið í fréttum Þjóðviljans í vikunni. Að sögn Friðriks Jónssonar, framkvæmdastjóra Silfurtúns, byrjaði fyrirtækið mjög smátt, en náði að framleiða eggjabakka úr Neytendur geta þekkt endurunn- ar pappírsvörur á þessu merki. 50 tonnum af dagblaðapappír á síðasta ári. Aukin endurvinnsla Friðrik segir að fyrirtækið hafi nú náð að sölsa íslenskan eggja- bakkamarkað undir sig að mestu leyti. Það gekk þó lengi vel erfið- Iega að fá eggjaframleiðendur til þess að sætta sig við þessa endur- unnu bakka og enn þráast nokkr- ir við. Aukningin er þó svo mikil að Silfurtún stefnir að því að framleiða eggjabakka úr um 200 tonnum af pappír á þessu ári. En Silfurtúnsmenn hugsa enn stærra um þessar mundir og hafa fengið til liðs við sig ýmsar stofn- anir og samtök. Þeir hafa fundað með fulltrúum Hollustuverndar, Iðntæknistofnunar, Náttúru- verndarráðs, Sopreyðingar höf- uðborgarsvæðsins, Endurvinnsl- unnar og Landvemdar að undan- fömu og velt upp möguleikum á enn frekari endurvinnslu. í því sambandi hefur mönnum litist einna best á að framleiða salemispappír, eldhúsrúllur og fleira þess háttar úr m.a. dag- blöðum. íslendingar flytja inn um 1400 tonn af þessum vörum nú og menn hafa verið að gæla við að framleiða um þúsund tonn af þessum vörum úr afgangspappír hérlendis. Söðli ríkið um og fari að nota endurunninn papp- ír, fylgir það góðu for- dæmi nágrannaríkja og gefur öðrum jafnframt tóninn. Þetta verður kannað gaum- gæfilega á næstunni, bæði hvað varðar fjárfestingar, tækjabúnað og markaðshorfur. Ríkiö gefur tón- inn Annar angi og ekki síður mikil- vægur í þessari pappírsumræðu er notkun innfluttra, endumnninna pappírsvara. Það snýr bæði að hinu opinbéra, fyrirtækjum og hinum almenna neytanda. Ríkið notar gífurlegt magn af pappír, klórbleiktum og fínum. í síðustu viku samþykkti ríkis- stjórnin hins vegar tillögu Svav- „Eðlilegra og farsælla er að reyna að vinna sam- kvæmt lögmálum náttúr- unnar, en þar ríkir jafnvægi sem viðhaldið er af eðlilegri hringrás efna.“ ars Gestssonar menntamálaráð- herra um að móta stefnu í notkun endurunnins pappírs. Embættis- mönnum var falið að útfæra þá stefnu nánar, meðal annars í sam- ráði við Þjóðskjalasafnið. Söðli ríkið um og fari að nota endur- unninn pappír, fylgir það góðu fordæmi nágrannaríkja og gefur öðmm jafnframt tóninn. Pappírsnotkun heimila er einn- ig þó nokkur, þótt dagblöð séu undanskilin. Salemispappír, eld- húsþurrkur, kaffipokar, bréfs- efni og annað sem notað er á ís- lenskum heimilum hefur yfirleitt verið framleitt með miklum nátt- úrufórnum. Þó eru dæmi þess að hægt er að fá þessar vömr úr endurunnum pappír. Tregöa kaupmanna Svanhildur Skaftadóttir hjá Landvernd benti á það í Þjóðvilj- anum í gær að verslunareigendur gerðu lítið í að halda þessum vörum að neytendum. Þær eru líka yfirleitt illa merktar og oft erfitt fyrir neytendur að gera greinarmun á þeim og öðrum. Landvernd vill auðvitað hvetja fólk til þess að taka endurunnar vörur fram yfir aðrar. Verslunareigendur virðast heldur ekki hafa trú á að neytendur vilji kaupa endurunn- ar vömr. Þær em nefnilega yfir- leitt ekki eins fallega hvítar og hinar. Maður sem er byrjaður að flytja inn salernispappír og eld- húsþurrkur úr afgangspappír seg- ist hafa fengið mjög misjöfn við- brögð hjá kaupmönnum þegar hann hefur boðið vörur sínar fal- ar. Hann segir kaupmenn tor- tryggja vömna, ekki síst vegna útlitsins. Hann segist hins vegar vera vel samkeppnisfær í verði. Margt ólært íslendingar eiga margt ólært áður en þeir geta farið að bera sig saman við aðrar þjóðir hvað endurnýtingu auðlinda varðar og það gildir ekki aðeins um pappír. Kristín Einarsdóttir og fleiri þingmenn Kvennalistans endur- fluttu fyrir skömmu þingsálykt- unartillögu um endurvinnslu og fullnýtingu úrgangsefna. Þær fluttu tillöguna upphaflega fyrir tveimur ámm, en þá fékkst hún ekki afgreidd. Kvennalistakonur benda á að ýmislegt fleira en pappír má endurnota og endurvinna. Þar á meðal nefna þær málma, gler, 12 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 6. apríl 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.