Þjóðviljinn - 06.04.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.04.1990, Blaðsíða 5
Borgin Stríð um kjörstað * Fyrirmæli frá borgarstjóra um að Menningarmiðstöðin í Gerðubergi verði ekki kjörstaður í prófkjöri Nýs vettvangs etta er ótrúlegur pólitískur fasismi hjá Davíð Oddssyni og ekkert annað. Það er ekki nóg með að hann banni eigin flokks- mönnum að hafa áhrif á lista Sjálfstæðisflokksins, heldur er hann að leggja stein í götu Reykvíkinga til að geta ráðið hverjir munu skipa eina listann sem býður almennum Reykvík- ingum upp á opið prófkjör, sagði Hrafn Jökulsson, sem tekur þátt í prófkjöri Nýs vettvangs um helgina. Prófkjör Nýs vettvangs áttí áö fara fram á þremur stöðum í borginni og höfðu fengist leyfi til þess hjá þeim sem reka húsin. Staðirnir voru Kringlan 4, Vörðuskóli og Menningarmið- stöðin í Gerðubergi. í Alþýðu- blaðinu á miðvikudag birtist aug- lýsing þar sem þessir kjörstaðir voru m.a. auglýstir. Sama morg- un hafði Elísabet Þórisdóttir for- stöðumaður Gerðubergs sam- band við starfsmenn Nýs vett- vangs og heimtaði að þegar í stað yrði fjarlægt úr auglýsingunni að prófkjörið færi fram í Gerðu- bergi. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans munu þeir Davíð Oddsson borgarstjóri og Hjör- leifur Kvaran hafa haft samband við Elísabetu símleiðis á miðvik- udagsmorgun til að tjá henni að ekki kæmi til greina að prófkjörið yrði haldið í Menningarmiðstöð- inni. „Það kom mjög illa við mig og aðra þegar prófkjörið var auglýst í Gerðubergi áður en fengist hafði formlegt samþykki fyrir því, en við verðum að sækja um samþykki fyrir pólitískum fund- um hér. Slíkt samþykki er ekkert nema formsatriði og ég veit ekki betur en það hafi fengist," sagði Elísabet við Þjóðviljann í gær. Elísabet neitar því að Nýjum vettvangi hafi verið úthýst úr Gerðubergi. Hrafn segir hinsveg- ar að eftir samtalið við Elísabetu á miðvikudag hafi allur dagurinn farið í það hjá aðstandendum Nýs vettvangs að útvega annan stað undir prófkjörið, breyta auglýs- ingum og veggspjaldi, sem sýni best að það fór ekkert á milli mála hver skilaboðin voru sem Elísabet bar þeim úr Austur- stræti. Nýr vettvangur hefur svo feng- ið inni í verslunarmiðstöðinni í Gerðubergi og mun prófkjörið sem hefst á laugardag kl. 9 og lýkur á sunnudag kl. 22 þá vera í Kringlunni 4, Vörðuskóla og Verslunarmiðstöðinni í Gerðu- bergi. Vonast er til að úrslit verði tilbúin á miðnætti á sunnudag. -Sáf Álversdeilan Hlíf felldi Verkfall heldur áfram í álverinu Verkfall heldur áfram í álver- inu í Straumsvík eftir að Verkamannafélagið Hlíf felldi í gær drög að nýjum kjarasamn- ingi með 94 atkvæðum gegn 77. Hin verkalýðsfélögin 9 hafa sam- þykkt samninginn, en innan Hlífar eru 56-58% af starfsmönn- um álversins, að sögn formanns félagsins. Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri Vinnuveitenda- sambandsins benti hins vegar á það í samtali við Ríkisútvarpið, að meirihluti starfsmanna hafi í raun samþykkt og að nú séu það skipulagsmál verkalýðshreyfing- arinnar sem valdi áframhaldandi rekstrarstöðvun fyrirtækisins. Sigurður T. Sigurðsson for- maður Hlífar sagði í viðtali við Rfkisútvarpið í gærkvöldi, að fyrst og fremst hafi menn verið að mótmæla þeim hugmyndum að hagræðingu sem samningur- inn gerir ráð fyrir. Telja margir starfsmenn, að viðkomandi verkamenn eigi sjálfir að njóta þess ef hagræðing verður í þeirra deildum, en ávinningurinn ekki að ganga jafnt til allra. Vitnaði hann í orð manna um að frekar væri hægt að sleppa eingreiðslun- um en fara út í svona sölu rétt- inda. Vinnudeilan f álverinu fer nú aftur til sáttasemjara. ÓHT Fjármálaráðuneytið Fjögurra laufa smárinn. í gær undirrituðu þeir Kristján Guðmundsson bæjarstjóri í Kópavogi, Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra samkomulag um byggingu þá sem hýsa á heimsmeistaramótið í handknattleik 1995. Byggingin verður 6000 fermetrar að flatarmáli, og á í framtíðinni að gegna fjórföldu hlutverki sem íþróttamiðstöð, grunnskóli, sýningarhús og félagsmiðstöð. Húsið á að vera tilbúið haustið 1994 og á þá að rúma 7000 áhorfendur. Eftir að HM ‘95 lýkur verður fjórðungi hússins (1000 m2) breytt í skóla og hluti þess nýttur fyrir félagsaðstöðu Ungmennafélagsins Breiðabliks. Kostnaðarverð er áætlað 664 miljónir. Þar af greiðir ríkissjóður 300 miljónir, Kópavogsbær 310 miljónir og Breiðablik 54 miljónir. Ljósm Kristinn. Oryggi í viðskiptum Búðarkassar og nótur undir smásjánni pjóðleikhúsið Gefið meira frjátsræði að er nokkuð mikið um að það sé afgreitt upp úr opnum afgreiðslukössum þannig að inn- stimplanir eigi sér ekki stað og að kassanum sé ekki lokað í hvert sinn og hringingin heyrist ekki. Þannig að menn geti þá sjálfír, hver og einn einstaklingur í landinu, metið það hvort um rétta viðskiptahætti er um að ræða eða ekki,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra. Nú um helgina hefst kynning- arátak á vegum fjármálaráðu- neytisins og ríkisskattstjóra um rétta notkun sjóðsvéla og sölu- reikninga í verslun og við- skiptum. Markmið átaksins er að treysta skattskil og auka öryggi beggja aðila í viðskiptum, jafn- framt því sem átakið beinist gegn nótulausum viðskiptum í ýmis- konar þjónustu. Kynningarátakið fer fram með tvennum hætti. Annars vegar verður fræðslu um sjóðsvélar, sölureikninga og skattskil komið á framfæri við almenna neytend- ur og alla aðila viðskiptalífsins með auglýsingum í blöðum og sjónvarpi. Hins vegar munu starfsmenn ríkisskattstjóra kanna ástand og noktun sjóð- svéla á nokkrum stöðum og líta til með nótuviðskiptum. -grh Asíðasta ári voru hvorki fleiri né færri en 408 aðilar sem fengu útflutningsleyfi fyrir sjáv- arafurðir frá viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Þetta kom fram í svari Jóns Baldvins Hannibalssonar utan- ríkisráðherra við fyrirspurn frá Guðmundi H. Garðarssyni þing- manni Sjálfstæðisflokksins í Sam- einuðu þingi á dögunum um leyf- Fyrir Alþingi liggur nú frum- varp til laga um Þjóðleikhúsið sem felur í sér miklar breytingar frá gildandi lögum. í greinargerð segir að meginmarkmið frum- varpsins sé að stuðla að því að leikhúsinu sé stjórnað af ábyrgð, framsýni og listrænum metnaði, að svo miklu leyti sem lagasetning geti stuðlað að slíku. Áhrif þjóðleikhúsráðs á stjórn- un og rekstur hússins verða aukin til muna, segir í greinargerðinni, isveitingar til útflutnings sjávar- afurða árið 1989. í svari ráðherra kom fram að flestar leyfisveitingar voru veittar á árinu til útflutnings á ferskum fiski eða til 157 aðila. Næstflestir voru til útflutnings á frystum fiski eða 66 en aðeins einn hafði leyfi til útflutnings á saltfiski og það var Samband íslenskra fiskfram- leiðenda, SÍF. enda sé lagt til að stærstu stjórnmálaflokkarnir skipi ekki lengur fulltrúa í ráðið, heldur verði meirihluti fulltrúa þess kjörnir af ýmsum samtökum list- afólksins sjálfs. Þjóðleikhús- stjóra verða líka samkvæmt frumvarpinu gefnar frjálsari hendur en verið hefur varðandi val á samstarfsfólki og að því stefnt að enginn starfsmaður verði ráðinn til lengri tíma en þjóðleikhússtjóri sjálfur. Til að treysta rekstur Þjóðleik- Athygli vekur að 41 aðili fékk útflutningsleyfi fyrir lax á síðasta ári og 31 fyrir útflutning á rækju. Útflutningsleyfi fyrir fiskimjöl voru veitt til 11 aðila og jafnmörg fyrir loðnumjöi. 19 aðilar höfðu leyfi fyrir útflutningi á hrognum, 15 á humri, 17 á skreið, 9 á lýsi og hörpudiski og 21 aðili fékk út- flutningsleyfi fyrir aðrar sjávaraf- hússins og fj árhagsgrundvöll þess, er lagt til að skipuð verði þriggja manna nefnd, stjórn leikhússins til ráðuneytis og á hún að vera tengiliður við fjármálayf- irvöld. Nefndin á jafnframt að annast eftirlit og ráðgjöf varð- andi fjármál leikhússins. Meginbreyting frumvarpsins er að þjóðleikhúsið öðlist aukið listrænt og fjárhagslegt sjálf- stæði, segir í greinargerðinni. Æviráðningar verði afnumdar og starfsmenn ráðnir til skamms tíma í senn. Þjóðleikhúsráð verði innanhússtofnun og þjóðleikhús- ið sjálft annist allar launa- greiðslur í stað launaskrifstofu ríkisins. _hmp Leiðrétting Þau mistök urðu í þriðjudags- blaði Þjóðviljans að rangt var far- ið með dagsetningu ráðstefnu skiptinemasamtaka, æskulýðsfé- laga stjórnmálaflokkanna, ung- liðasamtaka Rauða krossins og fleiri samtaka um kynþáttamis- munun. Ráðstefnan verður haldin í Borgartúni 6 miðviku- daginn 11. apríl, og verður nánar kynnt í blaðinu síðar. Föstudagur 6. apríl 1990 nÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5 Utanríkisráðuneytið Yfir 400 fiskútflytjendur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.