Þjóðviljinn - 06.04.1990, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 06.04.1990, Blaðsíða 23
DÆGURMÁL HEIMIR MÁR PÉTURSSON Snoðklipptur íri hugsar upphátt Sinéad O'Connor hefur slípast til og er agaðri listamaður nú en á fyrri plötum. SinéadO'Connorvareinsog ögrandi brothættur kristall þegar hún kom fyrst fram á sjónarsviðið íkjölfarfyrstu 12“ sinnar„Ma- dinka" árið 1988. Útlitið eitt minnti annað hvort á nýfrelsaðan gyðing úr útrýmingarbúðum nas- ista eða hryðjuverkamann. Sennilega hefur fólki þótt seinni líkingin meira við hæfi við nánari kynni af þessari tvítugu, fugls- grönnu og snoðklipptu konu, sem lýsti yfir eindregnum stuðn- ingi sínum við IRA og olli með því úlfaþyt heima á írlandi, sem hún yfirgaf 17 ára gömul með heldur bitra æskudaga að baki. Hún gerði meira en þetta. Hún notaði nánast hvert tækifæri til að úthúða með einhverjum hætti stórgoðum írlands hinum hreintrúuðu U2 og hnýtti jafnan einhverju í músíkbisnessinn al- mennt í leiðinni. Petta skapaði henni enga sérstaka velvild á á- hrifastöðum. Á sinni fyrstu 12“ og síðar á fyrstu breiðskífunni „The Lion And The Copra" var tónlist Siné- ad O'Connor bæði viðkvæm og gróf. í dag er hún 23 ára gömul og að mörgu leyti gerbreytt mann- eskja. Nú segist hún hræðast kæruleysislegar yfirlýsingar sínar varðandi stuðninginn við IRA, eftir að hafa horft á fólk sprengt í loft upp og afleiðingar þess sem hún sagði. Hún er enn mikill and- stæðingur breska hersins á ír- landi en segist ekki geta stutt of- beldi og morð á saklausu fólki. í viðtali í írska sjónvarpinu ný- lega sagðist Sinéad ekkert skilja í því að á meðan Austur Evrópu- búar gerðu byltingu og köstuðu af sér oki úreltra þjóðfélagshátta, sætu milljónir atvinnulausra og annarra Breta aðgerðarlausir í stað þess að draga Margréti Thatcher á hárinu út úr Dávn- íngstræti 10 og koma á löngu tímabærum umbótum. Forsætisráðherrann breski kemur við sögu á annarri og nýj- ustu breiðskífu Sinéad O'Conn- or, „I Do Not Want What I Ha- ven't Got“ og fær að vonum fremur kaldar kveðjur, en platan byrjar á því að Sinnéd fer með æðruleysisbæn AA-manna, sem ég er ekki í aðstöðu til að snara hér á íslensku. En í fyrsta lagi plötunnar, sem heitir því táknræna nafni fyrir Sinéad, „Feel So Different" segir hún eitthvað á þessa leið: „Ég er ekki eins og áður/ég hélt að ekkert myndi breytast/ég hlustaði ekki lengur/en engu að síður hafðir þú enn áhrif á mig“. Ekki veit ég hver þessi „Þú“ er í textanum, en ekki er ólíklegt að þarna sé á ferðinni trommuleikarinn John Reynold sem þessi bláeyga írska töfrakona segist vera svo haming- jusamlega gift. Það lag sem hefur kröftug- legast vakið athygli á „I Don't Want...“ er Prince lagið „Not- hing Compares 2 U“, sem Sinéad syngur af einstakri innlifun og felldi tár í með sannfærandi hætti á myndbandi sem sýnt hefur ver- ið í Sjónvarpinu. En þó Sinéad sé óneitanlega ljúfari á manninn á nýju plötunni, er ekki langt í hrjúfari hliðar konu sem hefur sitthvað tii málanna að leggja. Örugg rödd Sinéad O'Connor nýtur sín mjög vel í þeim lögum plötunnar þar sem hún styðst að- eins við órafmögnuð hljóðfæri, bassa, strengi og trommur, eins og hún gerir í mjög mörgum lögum. f titillagi plötunnar notar hún engan undirleik sem kemur mjög vel út. Þó ekki skuii hér dregið úr gæðum „Nothing Com- pares 2 U“, eru lög á „I Do Not...“ sem að mínum dómi eru forvitnilegri vegna öðruvísi yfir- bragðs. „I Am Stretched On Your Grave" er til að mynda mjög sérstakt og skemmtilegt lag. Sinéad O'Connor er í sjálfu sér ekki fyrst allra að notast við þann Vesturlandablandaða Austurlandatakt sem hún notar í laginu, það hafa menn eins Brian Eno og Peter Gabriel gert ásamt fleirum, en hún bætir við nýju af- brigði í þessa blöndu, bæði ír- skum áhrifum og sterkum Hip hop áhrifum, en Hip hop er sú tónlist sem hún hlustar einna mest á og segist vera undir mest- um áhrifum frá. Fiðluleikarinn í þessu lagi er heldur ekki af verri endanum. Hann er enginn annar en Steve Wickham fiðluleikari Waterbo- ys. Þegar Sinéad O'Connor fór af stað með fyrri breiðskífuna, „The Lion And The Copra", var meiningin að Mick nokkur Gloss- op „pródúseraði". En honum var fljótlega kastað fyrir róða, þar sem hann gat engan veginn skilið Sinéad. Hún hefur síðan séð um þessa hlið að mestu sjálf og segir að karlmenn virðist ekki skilja að konur hafi ef til vill ákveðnar skoðanir á því sem þær eru að gera. Raddbeiting Sinéad O'Connor á hvað stærstan þátt í gæðum „I Do Not...“. Hún er án nokkurs vafa ein af allra fremstu söngkon- um dægurheimsins í dag. Rödd hennar er bæði brothætt og sterk og hún hefur vald til að túlka með henni mjög ólíkar tilfinningar. O'Connor á sjálf bróðurpart- inn af lögunum á „I Do Not... “ og sýnir af sér mikla getu til að semja áheyrilega tónlist. Platan er öll merkileg og fer í þann flokk hljómplatna sem maður hlustar á út í gegn aftur og aftur án þess að verða teljandi leiður á nokkru lagi. Samkvæmt áræðanlegum slúð- urfréttum dægurmálasíðunnar hefur staðið til í nokkurn tíma að Björk Sykurmoli og Sinéad O'C- onnor syngi saman eitt lag eða svo inn á band, en þeim mun vera vel til vina. Hingað til hafa þær hins vegar verið svo önnum kafn- ar í ólíkum heimshomum, segir sama slúðurheimild, að ekki hef- ur fundist tími til þessa verks. Skrifari dægurmálasíðunnar dyl- ur ekki þá skoðun sína að gaman gæti verið að heyra þessar tvær söngkonur leiða saman barka sína. Báðar eru þær sér á báti í dægurheiminum, þær virðast báðar geta galdrað eitthvað nýtt fram í hugskotssjónir þess sem hlustar og aldrei að vita hvað kæmi frá þeim sameiginlega. En hvað er það sem Sinéad tel- ur sig vera að sækja í Hip hop? Hún segist hlusta á Hip hop vegna þess að þar sé fólk hreinskipt og óþvingað. Hip hop sé ekki hópur feitra rokkstirna sem reyni að vera dulúðlegur. Heldur sé þar á ferðinni raun- verulegt fólk að tala um raun- vemlega hluti. „Ég hef ekki áhuga á falsi og uppgerð til að þykjast vera eitthvað sem ég er ekki. Ég skrifa alltaf út frá eigin reynslu, - hugsa upphátt," segir Sinéad O'Connor og það er engin ástæða til að draga þá lýsingu hennar í efa, þvert á móti. hmp Emil fær á kjaftinn Fimmtudaginn í síðustu viku hélt hljómsveitin Júpíters afmæl- ishóf í Klúbbnum, þar sem vinir og vandamenn hljómsveitarinnar voru mættir til að fagna með henni eins árs afmæli. Formlegir afmælistónleikar voru svo á sama stað kvöldiö eftir. Fyrra kvöldið var salurinn á efstu hæð Klúbbsins þéttsetinn og það lá vel á hljómsveitarmeðlimum. Það var þetta fyrra kvöld sem ég heyrði fyrst í nýrri hljómsveit, Afródítu, sem er eingöngu skipuð ungum konum. Þessar fjórar kvinnur leika á gítar, bassa og trommur og ein þeirra syngur. Sú minnir raunar töluvert á Önnu í Grænuhlið, rauðhærð og blátt- áfram. Það er best að segja það strax að Afródíta kom mjög þægilega á óvart. Textar hljóm- sveitarinnar eru ansi skemmti- legir en í þeim fær strákaímyndin eins og hún birtist í Emil í Katt- holti og öðrum ævintýrum heldur betur skemmtilega á kjaftinn. Fyrsta lag Afródítu var raunar „Karíus", sem byrjar á öskri „Önnu í Grænuhlíð" sem ekki var svo einfalt að greina hvort var frygðaröskur eða sársaukaöskur. „Karíus við viljum meira frans- brauð, meira, meira" er sungið þannig að maður fer að finna til með aumingja Karíusi í örmun- um á þessum þurftafreku konum og einhvern veginn á maður bágt með að sjá þennan Karíus fyrir sér sem bakteríu á betri svölum í miðri augntönn. Lagið um hann Emil litla, ljós- hærða og hrekkjótta, byrjar á fremur óvinalegu ávarpi til hinn- ar sænsku sögupersónu. „Emil hvað ertu búinn að gera strák- skratti, þú ert vondur strákur farðu frá mér...hvað ertu búinn að gera við hana systur þína, hana ítu, ógeðið þitt, búinn að hífa hana upp í flaggstöng". Túlk- un Afródótu á Emil fær mann óneitanlega til að velta því fyrir sér hvort misrétti kvenna og karla og karlímyndinni og kvenímynd- inni sé haldið lifandi í sakleysis- legum ævintýrum, eru til karl- rembugrislingar sem seinna verða karlrembusvín? Þó stelpurnar í Afródítu kunni ekki mikið fyrir sér í hljóðfæra- leik gera þær vel það sem þær kunna og lögin þeirra fjögur eða fimm eru öll athygli verð. Hér er greinilega hljómsveit á ferðinni sem vert er að fylgjast með og er enn einn fulltrúi í sigurgöngu kvenna í íslensku rokki sem byrj- aði með Grýlunum, seinna Björk, Andreu Gylfa og Mögg- unum báðum f Sykurmolunum og Risaeðlunni og Dóru Wonder Risaeðlu. Júpíters léku á als oddi bæði kvöldin. „Nótt í Trípólf', eitt af elstu lögum hljómsveitarinnar, var tekið með glæsibrag og greinilegt að lagið hefur fengið góða slípun. Það kom líka í ljós að Heiðar dansar alls ekki rúmbu eins og fullyrt hefur verið í sam- nefndu lagi, heldur dansar hann tja, tja. Þessu til stuðnings kom Heiðar Ástvaldsson í eigin per- sónu ásamt Svanhildi Sigurðar- dóttur og dansaði tja, tja við undirleik Júpíters í Klúbbnum á fimmtudeginum. Hljóðfæraleikur Júpíters- manna var allur með miklum ágætum, jafnt hjá „eiturnöðru tuðrunni frá Næróbí" henni Bryndísi Bragadóttur básúnu- leikara eins og kollegi hennar kynnti hana, og hinum. Ég verð þó að geta Halldórs Lárussonar sérstaklega sem sýndi fádæma þéttan og öruggan trommuleik, sérstaklega seinna kvöldið. Hall- dór fellur að mínum dómi mun betur að andanum í Júpíters en Pétur Grétarsson gerði, án þess að dregið sé úr trommuleik Pét- urs á nokkurn hátt. Á einu ári hefur Júpíters skotið föstum rótum og nú er bara að bíða eftir plötunni sem væntanleg er á þessu ári. -hmp Föstudagur 6. apríl 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.