Þjóðviljinn - 06.04.1990, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 06.04.1990, Blaðsíða 19
Ofurraunsær gamanleikur Kaþarsis sýnir Sumardag eftir Mrozek. Bára, Skúli, Ellert og Kári: Alveg yfirmáta grimmt leikrit Kaþarsis-leiksmiðjan, áður Gránufjelagið, frumsýnir næst- komandi mánudag gamanleikinn Sumardag eftir Slawomír Mroz- ek. Að Kaþarsins standa sex leikarar, leikstjóri, raddkennari og framkvæmdastjóri og hafa þau eins og fleiri leikhóparfengið inni í leikhúsi Frú Emilíu, Skeif- unni 3c. Leikendur í Sumardegi eru Bára Lyngdal, Skúli Gauta- son og Ellert A. Ingimundarson, gestaleikari Kaþarsis. Leikstjóri er Kári Halldór og Þórarinn Eld- járn þýddi leikinn úr sænsku. - Stofnun Kaþarsins var bara sjálfsögð, segja þau Bára, Skúli, Ellert og Kári. - Við fórum að ræða þetta, fyrst tvö og tvö, fjölg- aði svo smám saman, og þann 7. desember í fyrra bökuðum við brauð, átum það og stofnuðum Kaþarsis. Við höfum sett okkur það markmið að tóra í þrjú til fimm ár og reyna á þeim tíma að vinna að hlutum sem við höfum áhuga á. í Sumardegi segir af tveimur karlmönnum, sem kynnast fyrir tilviljun þegar þeir lenda í því að trufla sjálfsmorð hvor annars. Kona, sem heillar þá báða á leið hjá og þeir verða sammála um að fresta dauðastundinni og leita eftir nánari kynnum við hana. Slavomir Mrozek er aðallega þekktur hér á landi fyrir leikritin Á rúmsjó, sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu 1966 og Tangó, sem Leikfélag Reykjavíkur sýndi 1967. Hann er virtur smásagna- höfundur auk þess að vera léik- skáld, fæddur í Póllandi 1930 og verður því sextugur á þessu ári. Mrozek þykir einn merkasti leikritahöfundur evrópskur af sinni kynslóð. Fyrsta leikrit hans, sem athygli vakti var Lögga, lögga (1956), satíra, sem vakti litla hrifningu pólskra yfirvalda. Mrozek fluttist frá Póllandi árið 1963 og hefur verið búsettur í París undanfarin 22 ár. Leikarinn aöalatriðið Bára, Skúli, Kári og Ellert, segja sýninguna vera þversummu þess, sem þau hafi verið að fást við á æfingatímanum. - Við gengum ekki út frá neinum fyrir- fram ákveðnum hugmyndum, segja þau, - heldur höfum við prófað alla þá möguleika, sem okkur hafa komið til hugar og þeir eru svo margir að við gætum þess vegna gert margar útgáfur af sýningunni. - Við vinnuna höfum við gengið út frá þeirri reglu að leikarinn sé aðalatriðið, síðan komi búningarnir og loks leik- myndin. Á æfingunum hefur leitin verið í fyrirrúmi, og hún hefur verið mikil. Við höfum miðað við það að leyfa því að ger- ast, sem vildi gerast og þar með reynt að skapa þær aðstæður sem leyfa slíkt. - Við höfum til dæmis skipst á að lesa hlutverkin og það hefur verið mjög skemmtilegt. Það gef- ur hverjum og einum skýrari heild af sýningunni að sjá allt í einu hlutverk sitt frá öðru sjónar- homi. Verkið er þess eðlis að það er hægt að vinna það svona, eina vandamálið hefur verið að það tekur heldur lengri tíma að læra textann þegar alltaf er verið að skipta um hlutverk, þá sérstak- lega fyrir Ellert og Skúla sem hafa skipst á hlutverkum alveg fram undir þetta. - Allar þessar tilraunir hafa þýtt að við höfum aldrei komið á æfingar og vitað að hverju við gengum. Þetta tímabil óöryggis, sem flest leikhúsfólk hlýtur að kannast við að komi upp ein- hvern tíma á æfingatímanum hef- ur eiginlega ríkt allan tímann. En þó óöryggið sé kannski erfitt að einhverju leyti hefur það fyrst og fremst verið skemmtilegt. Við höfum byggt á því sem hver leikari krefst af sjálfum sér en ekki leikhúsið eða verkið, þó höf- undur ráði auðvitað líka, en það er leikaranna að finna hver sú krafa er. Með því að vinna á þennan hátt hafa æfingarnar orð- ið mjög gefandi og það er óhætt að segja að hver æfing hafi fært okkur eitthvað nýtt. Einfalt verk, sem ristir djúpt - Sumardagur er alveg ein- staklega gott leikrit. Það er sjald- gæft að rekast á svona einfalt verk sem þó ristir svo djúpt. Mrozek hefur verið kallaður absúrd höfundur, en eins og hann bendir sjálfur á í viðtali er raun- veruleikinn alltaf fráleitari en skáldskapurinn og Sumardagur er tvímælalaust raunsætt verk, kannski sérstaklega vegna þess að það er gamanleikur. Á yfir- „Það eru engin vandamál í verkinu en það fjallar um fólk sem er í vanda." Skúli Gautason í hlutverki sínu. Mynd - Jim Smart borðinu er allt slétt og fellt, en þetta er samt alveg yfirmáta grimmt leikrit, það rennur upp fyrir manni alveg í lokin og þá verður það enn raunsærra því grimmdin er af því taginu, sem maður upplifir dags daglega. - Ætli það megi ekki segja að sjálfsímynd hvers og eins sé þema leiksins. Hvaða áhrif eigin skoðun og annarra á hverjum og einum getur haft á líf hans, - án þess að þetta sé nokkur nafla- skoðun. Það eru engin vandamál í þessu verki en hins vegar fjallar það um fólk sem er í vanda. Mrozek á það sameiginlegt með Beckett að hann tekur aðstæður manneskjunnar, þjappar þeim saman og býr til einhvers konar ofurraunsæi sem ekki lýtur neinum lögmálum nema leikhússins og vísar aðeins í sjálft sig og það leikhús sem er í hverj- um áhorfanda. Og alveg eins og Beckett er hann alltaf að fjalla um vonina. - Talandi um vonir þá erum við nú að vinna að því að safna að okkur leikhúsáhugafólki, sem vill þróa með okkur leiksmiðjuna. Við ætlum að stofna áhorfend- afélag í tengslum við Kaþarsis. Félaginu fylgja engar kvaðir en við vonum að þetta fólk vilji koma á æfingar og á sýningar og segi okkur svo skoðun sína á því, sem við erum að gera. - Fyrir okkur væri mjög gott að venjast því að einhverjir utan- aðkomandi fylgdust með öllu ferlinu í stað þess að koma bara á eina sýningu. Leikhúsfólki hættir til að einangrast frá áhorfendum, við höfum sjaldnast tækifæri til að kynnast sjónarhorni þeirra nema fyrir einhverja tilviljun. Draumurinn er svo að vinna eitthvað upp úr þessu samstarfi einhvemtíma i framtíðinni. LG LGARMEÞ . I I 1» % I Þýsk sálumessa í Langholtskirkju Fílharmónía heldur upp á þrítugsafmælið. Anna María Þórisdóttir og Aðalgeir Kristjánsson: Án dr. Róberts hefði Söngsveitin ekki orðið annað en nafnið Söngsveitin æfir Sálumessu Brahms fyrir afmælistónleikana. Söngsveitin Fílharmónía held- ur upp á þrjátíu ára starfsafmæli sitt með afmælistónleikum í Langholtskirkju á morgun og á mánudag. Kórinn flytur þá Þýska sálumessu (Ein Deutsches Req- uiem) eftir Jóhannes Brahms ásamt Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sópran, Lofti Erlingssyni barítón og 42 manna hljómsveit. Stjórn- andi verður ÚlrikÓlason, sem verið hefurstjórnandi Fílharmón- íu undanfarin tvö ár, og kons- ertmeistari Szymon Kuran. Þýsk sálumessa er þekktasta og viðamesta kórverk Brahms (1833-1897). Textinn er byggður á ritningargreinum og er megin- inntak hans huggunarorð til syrgjenda. Sálumessan er fyrsta verk Brahms, sem vakti verulega hrifningu, en hún var frumflutt í Leipzig árið 1869. - Þetta er í fjórða sinn sem Söngsveitin flytur Þýska sálu- messu, segja þau Anna María Þórisdóttir og Aðalgeir Krist- jánsson, sem bæði hafa sungið með Fflharmóníu frá fyrstu árum hennar, Aðalgeir frá árinu 1961 og Anna María frá 1965. - Sál- umessan var annað verkefni kórsins, var fyrst flutt í nóvember 1961 undir stjórn dr. Róberts Abrahams Ottóssonar. Við flutt- um hana svo árið 1966, líka undir stjórn Róberts, og svo var haldið upp á tuttugu ára afmæli Fflharm- óníu með þessu sama verki, en þá var stjórnandi fenginn frá Bret- landi og var sör. Það er svolítið sérstakt við flutninginn núna að nemandi Guðmundar Jónssonar syngur barítónhlutverkið méð okkur en Guðmundur söng það í hin þrjú skiptin. Texti Sálumessunnar er sóttur í þýðingu Lúters á heilagri ritn- ingu, og það hefur vakið athygli að nafn Krists kemur hvergi fyrir í honum. Það hafa ýmsir viljað draga af því einhverjar niður- stöður um trúarviðhorf Brahms. Þó messan væri það verk sem gerði Brahms frægan vöktu þrír fyrstu þættirnir litla hrifningu þegar þeir voru frumfluttir í Vín- arborg 1867. Messan var síðan flutt í heild sinni í Hamborg ári síðar að fimmta kaflanum undan- skildum, en hann helgaði Brahms minningu móður sinnar, sem lést árið 1865. En frumflutningur Sálumessunnar í endanlegri gerð var svo loks 18. febrúar í Ge- wandhaus í Leipzig undir stjórn Reinecke. Aðdragandi að stofnun Söng- sveitarinnar var félagið Fflharm- ónía, sem var stofnað í apríl 1959 og tilgangur þess var að stofna samkór, sem flytti stærri kórverk með hljómsveit. Söngsveitin hóf æfingar strax um haustið en fyrsta stjórnin var kosin rétt fyrir fyrsta konsertinn, sem var ári síðar, en þá var Carmina Burana flutt með Þjóðleikhúskórnum. Ég man vel eftir þessum tón- leikum, segir Aðalgeir. - Ég var ekki kominn í kórinn þá, en Carmina Burana var flutt þrisvar við mikla hrifningu áheyrenda og þetta var í fyrsta sinn sem það verk var flutt hér á landi. Dr. Róbert Abraham Ottós- son var fyrsti söngstjóri Fflharm- óníu og þau Aðalgeir og Anna María eru sammála um að Söng- sveitin hefði ekki orðið annað en nafnið ef hans hefði ekki notið Mynd: Kristinn. við. Dr. Róbert var söngstjóri kórsins til dauðadags, í mars 1974, segja þau, og hann lét kór- inn flytja hvert stórverkið á fætur öðru. Undir hans stjórn fluttum við meðal annars Sálumessur Verdis, Mozarts og Brahms, Mis- sa solemnis eftir Beethoven, Sálmasinfóníu Stravinskís og Messías eftir Handel höfum við flutt tvisvar, - og ekki má gleyma Níundu sinfóníu Beethovens. - Þegar Róbert féll frá var ver- ið að undirbúa flutning á Völuspá eftir Jón Þórarinsson og þá hljóp Jón í skarðið og stjórnaði verkinu en það sungum við í tjaldi við Arnarhól í ágúst 1974. Eftir það hefur Fflaharmónía haft átta söngstjóra, em þeir sem voru lengst eru Marteinn H. Friðriks- son og Guðmundur Emilsson, sem báðir stjórnuðu Söngsveit- inni í fjögur ár. Úlrik Ólason tók svo við 1988. Það hafði ekki verið mikið um að vera hjá okkur þegar hann tók við, en hann hleypti nýju lífi í starfið. Við fluttum Requiem Mozarts þrisvar sinnum í Krist- skirkju undir hans stjórn, í fyrra sungum við messu við páfakom- una og héldum Aðventutónleika í Kristskirkju í desember. Við erum nú 86 í kórnum og kannski hægt að tala um vissan kjarna, sem hefur verið með frá upphafi. Kórinn hefur samt tekið miklum breytingum á þessum þrjátíu árum, hann var til dæmis miklu stærri hjá Róbert, 120-130 manns til jafnaðar og einu sinni vorum við 156. Eins breyttist verkefnavalið eitthvað eftir að Róbert féll frá. En það er óhætt að segja að okkur hafi einkennt mikil breidd í verkefnavali, við höfum sungið óratóríur, sinfóní- ur, messur, óperur svo eitthvað sé nefnt. Okkar stærsti sigur er vafalaust frumflutningur okkar á níundu sinfóníu Beethovens, hana sung- um við í konsertformi, fimm sinn- um fyrir fullu húsi, en þá ákvað Róbert að hætta þessu. Það næsta sem við höfum komist í slíkri vel- gengni var þegar við sungum La Traviata, en þá urðu sýningar fjórar, og líka fyrir fullu húsi í hvert skipti. Tónleikar Söngsveitarinnar Fflharmóníu hefjast kl. 16:30 á morgun og kl. 20:30 á mánu- dagskvöldið. Aðgöngumiðar eru seldir við innganginn og í Bóka- búð Lárusar Blöndal. i p Föstudagur 6. april 1990 nÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.