Þjóðviljinn - 06.04.1990, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 06.04.1990, Blaðsíða 21
í von um grænan reit Böðvar Guðmundsson Heimsókn á heimaslóð Iðunn 1989 Heiti þessarar bókar er mikið sannnefni: hún er í rauninni lýr- ísk ferðasaga. Útlaginn tekur sig upp og siglir heim, sér það sem er, minnist þess sem var, leiðir ef til vill hugann að því sem hefði getað orðið, síðan er hann horf- inn aftur til sinna nýju heimkynna og sitthvað hefur gerst. ÁRNI BERGMANN Leiðin á heimaslóð liggur í þessu kveri milli andstæðna, sem um skeið hafa verið hugleiknar mörgum íslenskum skáldum. Þeim er upp brugðið strax í fyrstu orðum fyrsta ljóðsins: Með hamslausa græðgi að leiðarljósi og tryggðir með heilagri einfeldni aka þeir upp og niður malbikaða kúluna í von um grœnan reit í skjóli fyrir útblœstri bílanna Þetta stef er áfram sungið með ýmsum tilbrigðum: græðgi, neyslufrekja, malbik, umferðar- morð, tómlegt drykkjuraus, of- eldi, ofbeldi, öfugþróun, túr- hestalæti - allt er þetta skáldi óyndislegt. Hann vill í sinn græna reit, finna sér athvarf, rifja upp löngu þagnaðan söng: „Þótt ég sé hér að þvælast / á ég ekki samleið með öðrum“, segir á einum stað. Þessi afstaða, þessi kennd kemst skýrt og skilmerkilega til skila, en sætir ef til vill ekki þeim tíðindum sem við vildum - eins þótt við séum Böðvari skáldi sammála. Það hljómar því sem velkomin tilbreyting frá fyrr- greindu andstæðumynstri, þegar skáldið er heim komið og svipast um í höfuðstaðnum, að þá er eins og það taki vandlætaranum í fáeinum vel völdum töktum að sýna bældan og innilokaðan mann. Leikurinn virðist í fyrstu léttari fyrir Stein Ármann Magnússon sem er hárréttur í hlutverk Jonna, flugmælskur og eins og fiskur í vatni á sviði. En þegar nánar er að gætt er hlut- verk hans ennþá erfiðara en Hjálmars. Hann verður að halda áhorfendum allan tímann í óvissu um hvort hann er skepna eða bara stríðnispúki. Mér fannst kannski skorta ögn upp á fyrri möguleikann í túlkuninni. Örleikhúsið fer vel af stað. Við bjóðum það velkomið í „flóru theatríku“ Reykjavíkur! sjálfum sér og öðrum tak með sjálfshæðni. Hér er átt við kvæði sem nefnist „Þá var svei- að“ og geymir langa þulu þar sem hney kslast er á öllu í belg og biðu: lágmenningunni, unglingunum, verkalýðnum, poppurunum, syn- fóníuhljómsveitinni: Svei yður útgerðarmenn svei yður bœndur svei yður kreditkort svei yður fjölmiðlar Við skulum leyfa okkur að líta svo á, að í þessum texta sé m.a. varað við því að vandlætingin verði ekki að marklítilli áráttu, nöldri okkar sem Iíka ekki þeir dagar sem nú eru. Þegar svo skáldið er komið á heimaslóðir fer í kveðskapnum minna fyrir þeim andstæðum sem áðan voru raktar. Þar ríkir fagur söknuður (,,Hildigunnur“), ein- lægni í einfaldri lofgjörð um heilt líf sem lifað var til dæmis á þess- um „Bæ undir felli“ þar sem raunar stóð „rausnarbú hjartans“ með sínum látlausa munaði. Þar er og brugðið á kankvísari tóna í samanburðarfræðum þegar kom- ið er í sjálft Reykholt, þar sem Snorri fór í bað og skáldið féll á landsprófi. Haustlitur treginn ræður tóni Ijóðanna eins og von- legt er. Hann hlýtur að smeygja sér inn í fögnuð yfir því að hafa þekkt þá veröld sem var - hún verður ekki endurheimt. Og aðr- ir eru kannski enn fljótari að gleyma henni en við. Um það stef er fjallað með ágætum í kvæði sem heitir „Áin“ : áin á heima- Böðvar Guðmundsson slóðum er „bakkafull af ótíma- bærum orðum“ - af kennileitum sem tengd eru sögum og minning- um og eru sem óðast að hverfa af landabréfum hugans, eins og sumargesturinn má reyna. Og því eru heimaslóðir, í þessu dæmi áin, ekki það sem var: Ekki er hún lengur söm við sig Nafnlausir fuglar eiga nú hreiður á nafnlausum bökkum. Það gerir ferðina lýrísku merkilegri, dýpri í skírskotun, að ástin er með í för, og dauðinn - tilhugsunin um veturinn sem í hönd fer, um vinafundi sem ef til vill eru hinir síðustu. Og dauðinn er tákngerður með þeim hætti sem vel er í anda bókarinnar - hann vísar bæði aftur til mynd- heims Biblíunnar og út í umferð- ina: á eftir skáldinu ekur „maður á bleikum bíl“. En kannski verð- ur sá árangur eftirminnilegastur sem til verður þegar heiðarganga með fögru útsýni og beinum vegi til byggða, sem reyndist þó stefna í sjálfheldu, verður með kyrr- látum hætti að meira ferðalagi en hún var. (í kvæðinu „Sjónar- hóll“): Og hvort í sínu lagi verðum við að afbera hugsunina um veginn sem við hefðum getað farið. Árni Bergmann júlí Helstu gallar myndarinnar eru í fyrsta lagi að Stone kemst ekki alveghjástereótýpum; þeir sem styðja stríðið eru bara gerðir kjánalegir, aðrireru hetjur. Ann- ars er persónusköpunin lang best hjá fjölskyldu Kovics. Mamma hans var einstaklega pen og óhugnanleg kona. Annar galli myndarinnar fannst mér vera hvað hún er langdregin, og þessar endalausu nærmyndir af andlitshlutum að hreyfa sig hægt (augu að lokast, munur að opnast) voru orðnar býsna leiðigjamar í lokin. En það getur verið að mig vanti þessa til- finningalegu nálægð við Víet- namstríðið og uppreisnina 1968 vegna þess hvað ég var ung þá, og að fólk sem var nær þessum at- riðum skynji myndina allt öðm- vísi. Sif Gunnarsdóttir Laugarásbíó Fæddur fjórða júlí (Born on the fourth of July) Leikstjóri: Oliver Stone Handrit: Oliver Stone og Ron Kovic eftir bók Rons Kovic Aðaileikarar: Tom Cruise, Kyra Se- dgwick, Raymond J. Barry og Willem Dafoe Tom Cmise í hlutverki Kovics segir seint í myndinni Fæddur fjórða júlí: „Við ætlum aldrei að leyfa ykkur að gleyma þessu stríði!“ „Við“ eru hér hermenn sem börðust í Víetnam og „ykk- ur“ er bandaríska þjóðin. Þessi fleygu orð eru greinilega mottó bandarískra kvikmynda- gerðarmanna; það líða ekki margir mánuðir á milli þess að einhverjir virtir kvikmyndaleik- stjórar fái þá hugmynd að bregða „nýju“ ljósi á mistökin sem þetta stríð var. Oliver Stone er greini- lega með þetta stríð á heilanum því ekki er ægilega langt síðan hann sendi frá sér hina geysivin- sælu mynd „Platoon" en hún var náttúrlega allt annar handleggur. Hún fjallaði um Víetnamstríðið í Víetnam, en Fæddur fjórða júlí tekst á við sama stríð heima fyrir, þ.e. í Bandaríkjunum. Hún sýnir á raunsæjan hátt lygaheim stjórnmálamannanna og hvernig fólk eins og Ron Kovic áttaði sig á að áróðurinn sem rekinn var fyrir Víetnamstríðinu byggðist á lygi- Ron Kovic er ungur kanastrák- ur sem elskar landið sitt og fjöl- skyldu sína og Guð. Vegna þess- arar ástar fer hann sjálfviljugur að berja kommana í Víetnam, það er skylda hvers hreinræktaðs kanastráks að berja niður komm- únisma hvar sem hann fyrir- finnst!! í stríðinu verður hann fyrir mörgum áföllum eins og til dæmis að stráfella konur og börn í staðinn fyrir Norður-Víetnama. Stærsta áfallið er þó þegar hann drepur einn félaga sinn óvart og Charlie (Willem Dafoe) og Ron (Tom Cruise). er ekki refsað fyrir það, svona hlutir geta gerst. Þetta er rugl- ingslegt stríð. Kovic snýr heim la- maður fyrir neðan mitti en ennþá fullur af trú á föðurlandið, þó að spítalinn sem hann lendir á sé lík- ari atriði úr hryllingsmynd en líknarstofnun. En föðurlandið svíkur hann, enginn hefur áhuga á stríðshetju frá Víetnam, enginn vill muna eftir þessu stríði. Hann flýr til Mexíkó þar sem hann glímir við nokkurs konar sjálfs- ímynd sína (Willem Dafoe), það- an fer hann til Georgíufylkis til að fá refsingu fyrir morðið á félaga sínum í stríðinu. Eftir þessa sjálfsleit endar hann svo fremstur í flokki Víetnamhermanna sem mótmæla stríðinu. Fæddur fjórða júlí sýnir á all áhrifamikinn hátt pólitísku upp- reisnina sem átti sér stað síðast á sjöunda áratugnum og fyrst á þeim áttunda. Til að gera sögu- legt samhengi enn sterkara er svo fléttað inn ekta fréttamyndum frá þeim tíma. Kvikmyndatökumað- urinn Robert Richardson notar líka oft myndavélina einsog hann væri að taka fréttamynd, aðallega í mótmælafundaatriðunum sem gerir þau mun áhrifameiri, mynd- avélin flakkar á milli viðfangs- efna, stoppar stutt á hverjum stað svo að áhorfandanum finnst eins og tökumaðurinn hafi lent óvart inni í átökunum. Tom Cruise fyllir ágætlega út í hlutverk hins ráðvillta hermanns sem skilur smám saman að heimurinn er settur saman úr fleiri litum en svörtum og hvítum. Aðra leikara er heldur ekki hægt að áfellast, en þá er vert að minn- ast sérstaklega á Willem Dafoe sem er frábær í litlu en nauðsyn- legu hlutverki. Langur fjórði Föstudagur 6. aprll 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.