Þjóðviljinn - 06.04.1990, Blaðsíða 4
Hjörleifur Guttormsson á beininu
Á leið frá
grasrótinni
Hjörleifur Guttormsson alþingismaður hefur
haft sitthvað við stefnu ríkisstjórnarinnar í
málefnum Evrópubandalagsins og stóriðju-
málum að athuga. Hann hefur nýlega kynnt í
utanríkismálanefnd Alþingis þingsályktun-
artillögu um brottför hersins og segir að-
stæður aldrei hafa verið betri til þess en nú.
Hjörleifur segir Alþýðubandalagið geta lært
af starfsháttum Kvennalistans og flokkur
hans sé að fjarlægjast grasrótina sem ekki
geti verið gott veganesti fyrir vinstrif lokk
c
V-*
cn
* i_
*
~o
c
>%
Þú hefur verið gagnrýninn á
ríkisstjórnina varðandi stóriðju-
mál. Hvað er það sem ríkisstjórn-
in hefur í aðalatriðum gert rangt í
stóriðjumálum að þínu mati?
Ríkisstjórnin fylgir stefnu sem
getur ekki skilað árangri fyrir ís-
land, sem er þessi gamla stóriðj-
ustefna sem tekin var upp á sjö-
unda áratugnum og leiddi til
samninga um ÍSAL. I dag er mó-
delið hið sama, það er að segja að
við framleiðum orku ofan í
bræðslu í eigu útlendinga.
Mér sýnist við standa síst betur
að vígi nú en þegar var verið að
semja fyrir 25 árum um orkusöl-
una. Ég útiloka engan veginn
orkufrekan iðnað og tel hann eitt
af því sem við eigum vissulega að
skoða til að renna stoðum undir
okkar þjóðarbúskap. En við
þurfum að fara þar mjög varlega
fram og haga uppbyggingunni
þannig að við fáum sem mest út
úr dæmininu og það gerist ekki
öðruvísi en við séum þátttakend-
ur í iðnaðinum sjálfir. Við þurf-
um að vera þarna meirihluta-
eigendur og haga umsvifunum í
ljósi þess.
Það er ljóst að ekki verður far-
ið hratt í uppbyggingu með þeim
hætti en þannig eigum við samt
að fara í málið enn sem fyrr. Út
frá þessum forsendum var farið
yfir sviðið í minni tíð sem iðnað-
arráðherra. Þá fórum við yfir allt
sviðið og skoðuðum alla kosti.
Það hafði vissulega áhrif og leiddi
til þess að í fyrsta sinn fengust
menn til að skoða hver væri raun-,
verulegur framleiðslukostnaður
á raforku í landinu. Okkar að-
gerðir á þessum tíma leiddu til
tvöföldunar á raforkuverði til
ÍSAL, okkur tókst að brjóta upp
samninginn.
Hefur Alþýðubandalagið ekki í
raun og veru gefið formlega upp á
bátinn stefnuna um eignaraðild
Islendinga, með samþykkt á síð-
asta landsfundi?
Það eru ýmsir í forystu flokks-
ins sem túlka það svo. Ég tel að
þessi ákvörðun sem tekin var á
landsfundinum hafi verið alröng.
Það má líka deila um hvort hún
var í raun lögleg að hálfu flokks-
ins, þar sem hún var tekin af ör-
fáum aðilum í lok fundar. Ég tel
fráleitt að Alþýðubandalagið
leggi nafn sitt við margt af því
sem lýtur að þessu máli nú. Það
er ekki bara eignaraðildin sem
þar er á ferð, það er margt annað
sem skín út úr þeim tillögum sem
iðnaðarráðherra hefur nýlega
lagt fyrir þingflokkana.
Mér sýnist blasa við afarkostir í
orkuverði, undansláttur í um-
hverfisvernd og fleira og fleira
sem tengist þessu máli. Það er
líka kafli út af fyrir sig að veita
eigi stórfé inn í hagkerfið vegna
þessarar einu framkvæmdar sem
ef af yrði myndi takmarka og
þrengja mjög verulega að mögu-
íeikum á öðrum sviðum í okkar
atvinnulífi. Og þetta er gert til að
skapa um 600 manns atvinnu.
Þú virðist hafa átt að ýmsu leyti
nit'iri samstöðu með Sjálfstæðis-
flokknum og stjórnarandstöð-
unni varðandi málefni Evrópu-
bandalagsins, hvers vegna er
það?
Ekki með Sjálfstæðisflokkn-
um, það tel ég ekki hægt að full-
yrða. En með Kvennalistanum,
það er stutt á milli okkar og þar
ber lítið í milli eins og ég þekki
þeirra afstöðu. En Sjálfstæðis-
flokkurinn ber kápuna á báðum
öxlum í þessu máli og forysta
hans er í raun sammælt Alþýðu-
flokknum í málinu, þannig að ég
get auðvitað ekki samsamað mig
stefnu Sjálfstæðisflokksins. Það
er aðeins þessi þáttur um beinar
viðræður við ÉB sem Alþýðu-
bandalagið hefur tekið undir og
telur að eigi að reyna á.
Á sama tíma er ég algerlega
andvígur að taka þátt í form-
legum samningaviðræðum um
sameiginlegt efnahagssvæði. Þar
eru menn á háskalegri braut og ég
tel að að við ættum að horfa á
þessi mál og samskipti okkar við
Evrópu á næstu árum og ára-
tugum, út frá allt annarri for-
sendu. Þar eigum við að halda
okkar óhæði og eigum ekki að
tengjast efnahagsbandalögum
eða stórríki sem þarna er í upp-
siglingu.
Við íslendingar eigum að nota
þá ágætu kosti sem við eigum, vel
staðsettir á milli stórra keppi-
nauta sem nú eru að stokka upp
spilin hjá sér hver á sínu svæði,
iðnrfki Evrópu í EB og það sem
þar hleðst utan á, Norður Amer-
íka með Kanada og Bandaríkin
og Japan og Austur Asfa að hinu
leytinu. Við erum svo að segja í
krossgötu á milli þessara stóru
heilda sem eru nú að búa sig í
harða samkeppni hver við aðra
og við eigum nýta okkur þá góðu
kosti að vera sjálfstætt smáríki í
þjóðbraut með möguleika á
samningum til allra átta.
Það væri mikið slys ef við fær-
um nú að ganga inn í fordyri EB
og tengjast því og gerast þannig
jaðarsvæði eða einhvers konar
kotríki í útjaðri þessa stórríkis, í
stað þess að nýta okkur þá geysi-
lega góðu kosti sem fylgja því að
standa utan við og hafa sérstöðu.
Nú telja margir að þessi afstaða
þín myndi leiða til einagrunar Is-
lands og það verði út undan í öllu
sem heitir framþróun?
Þessu er alveg þveröfugt farið.
Það er hin stefnan sem er ein-
angrunarstefna og er til þess fall-
in að setja íslendinga út í horn.
Ef við tengjumst þessu evr-
ópska efnahagssvæði þurfa menn
að leggjá land undir fót líka
vegna sjávarútvegsmála suður í
Brússel, eins og varðandi aðra
þætti. Það er framtíð sem ég óska
ekki íslendingum og við munum
missa tök á þessari undirstöðu
okkar þjóðarbúskapar, sjávarút-
veginum, ef við tengjumst þessu
svæði eins og uppleggið er.
Það er þvf mikill misskilningur
og blekking að við rjúfum ein-
hverja einangrun með þessum
hætti, það er þveröfugt. Erum við
ekki að horfa upp á þessa dagana
að smáríki í jaðri stórríkis eru að
brjótast um til að öðlast frelsi, þe.
Eystrasaltsríkin? Ættu menn
ekki aðeins að hugsa sinn gang í
íslenska smáríkinu, sem í orði að
minnsta kosti vilja styðja þessa
viðleitni? Er munurinn sá sem
menn vilja halda á milli aðstöðu
okkar ef við værum inni í evróp-
sku stórríki og Eystrasaltsríkj-
anna?
Þú hefur lagt fram í utanríkis-
málanefnd þingsályktunartillögu
um brottför hersins. Áttu von á
að þessi tillaga eigi hljómgrunn,
ma. hjá forystu Alþýðubanda-
lagsins?
Ég vil ekki trúa öðru en hún
eigi hljómgrunn. Það væri illa
komið í okkar flokki ef þar væri
ekki stuðningur við það barátt-
umál sem hefur verið eitt af sér-
stöðumálum Alþýðubandalags-
ins. Það verður að spyrja aðra
hvort þeir standi ekki þar fast að
baki.
Auðvitað hef ég áhyggjur af
því að festa varðandi þessi mál og
erlendu stóriðjuna, sé ekki sú
sama og hún var. En á þetta
hlýtur að reyna. Hér er öðrum
þræði um að ræða tilvist Alþýðu-
bandalagsins sem stjórnmálaafls í
landinu.
Það skyti skökku við á þessum
breytingartímum ef áhersla
vinstriflokks á íslandi á herlaust
land minnkar, þegar NATO hef-
ur týnt óvini sínum. Það væri
mikil tímaskekkja. En auðvitað
verður maður var við alls konar
ummæli sem vísa til allt annarra
aðstæðna, þar sem krafa er gerð
til þess að Alþýðubandalagið
breyti um stefnu.
En ég hef þá trú að þó stuðn-
ingurinn minnki hjá manni og
manni sé örugglega mjög ríkur
hljómgrunnur fyrir kröfunni um
herlaust land, að ísland taki upp
óháða afstöðu gagnvart hernað-
arbandalögum og gegn herstöðv-
um.
Gæti verið að sú slökun sem
orðið hefur á milli stórveldanna
og sú staðreynd að menn tala nú
um minni hættu á átökum á milli
þessara aðila, að fólk verði and-
varalausara gagnvart hernum og
sé meira sama um hann og telji
hann jafnvel skaðlausari en
áður?
Sú hætta getur verið fyrir hendi
ásamt áherslunni á efnhagsþátt-
inn við veru hersins, sem auðvit-
að er naflastrengurinn í aðstöðu
hans hér á landi. Við heyrum að
ákafinn við að halda þessari
mjólkurkú í efnahagslegu tilliti
hefur vaxið. Óttinn við að missa
herstöðina hjá þeim aðilum sem
þar hafa fengið mola af borðum
hefur vaxið. En ástæðúrnar fyrir
ísland til að losa sig úr þessum
viðjum eru hagstæðar og rökin
ættu að vera skýrari en nokkurn
tíma áður.
Ef þau gagnrýnisatriði sem þú
hefur sett fram á ríkisstjórnina
eru tekin saman, er þá hægt að
telja þig stuðningsmann ríkis-
stjórnarinnar?
Ég ákvað að styðja stjórnar-
myndun haustið 1988 vegna
þeirra aðstæðna sem þá blöstu
við. Þá var ég að vona að stjórn-
arsamstarf yrði ekki aðeins til að
reisa við atvinnulíf víða um
landið eftir þá meðferð sem það
hafði fengið hjá fyrri ríkisstjórn-
um, heldur yrði stjórnarþátttaka
Alþýðubandalaginu einnig til
heilla. Þar væru verkefni að fást
við með aðstöðu inni í ríkisstjórn.
Ég hef orðið fyrir verulegum
vonbrigðum með þann þátt máls-
ins og ýmis atriði í störfum ríkis-
stjórnarinnar. Ég tel mér skylt að
gagnrýna ríkisstjórnina fyrir það
sem hún gerir rangt og mun hik-
laust gera það áfram. Hvort og
hversu lengi ég get talist stuðn-
ingsmaður ríkisstjórnarinar
ræðst ma. af þeim stóru málum
sem nú eru til meðferðar, Evróp-
umálunum og stóriðjumálunum.
Ég neita því ekki að ég tel að
þessa ríkisstjórn hafi borið mjög
mikið af leið og mér sýnist því
miður, að þeir sem hafa fengið
þann trúnað í Alþýðubandalag-
inu að eiga þarna hlut að máli,
hafi ekki haldið þar á málum eins
og stuðningsmenn Alþýðubanda-
lagsins ætlast til og eins og sam-
þykktir flokksins, sérstaða og
baráttumál gera kröfu til. Þannig
að Alþýðubandalagið þarf að at-
huga mjög sinn gang nú á vor-
dögum.
Þú ert kannski að ýja að því, að
ef ekki fari að bera meira á stefn-
umálum Alþýðubandalagsins í
ríkisstjórninni, sé tími til kominn
að ganga út?
Það eru þau teikn á lofti í stór-
málum sem ættu að skipta flokk-
inn það miklu að hann láti reyna á
afl sitt og láti skerast í odda í sam-
bandi við afgreiðslu þeirra.
Það gerist ekki með mínu at-
kvæði að ísland tengist evrópsku
efnahagssvæði, hvað þá Evrópu-
bandalaginu eins og nú eru teikn
á lofti um. Það gerist ekki með
mínum stuðningi að siglt verði
inn í samninga um erlent stóriðj-
uver í landinu, það er alveg ljóst.
Þetta eru meginmálin sem við er
að fást og ef Alþýðubandalagið
megnar ekki að halda þar áttum,
getur það ekki átt von á að ég
styðji ríkisstjórnarsamstarfið.
Það þarf margt að breytast og
horfa til betri vegar til að fram-
hald geti orðið á því.
Að lokum Hjörleifur. Þú hefur
oft bæði í gríni og alvöru verið
kallaður 7. þingmaður Kvenna-
listans. Er eitthvað til í þessu?
Ég hef átt ágæta samleið með
Kvennalistanum á þingi, bæði í
stjórnarandstöðu og nú þegar ég
hef verið stjórnarmegin. Það er
ma. vegna þeirra málefna sem
Kvennalistinn hefur borið fram á
þingi og vegna afstöðu þeirra og
ekki síst vegna þess að ég met
jafnréttisbaráttuna á milli kynj-
anna með mjög svipuðum hætti
að mér finnst, og þingmenn
Kvennalistans gera. Ég tel að þar
sé einn af hinum sterku
straumum í samtímanum sem
vinstriflokki ber að ljá liðsinni að
fullri alvöru. Það hefur Alþýðu-
bandalagið því miður ekki megn-
að að gera eins og þyrfti. í þeim
efnum þurfum við einnig að
endurskoða okkar gang.
Með þessu er ég ekki að segja
að ég sé sammála Kvennalistan-
um í einu og öllu, þær starfa
auðvitað á sínum forsendum. Ég
geri mér ljóst að þær eiga í ýms-
um erfiðleikum á stjórnmálavell-
inum, eins og eðlilegt er. En ég
finn til samstöðu með þeim í fjöl-
mörgum málum sem þær taka
upp og hika ekki við að styðja við
þau og viðurkenna það. Margt af
því sem er í farteski Kvennalist-
ans á erindi í málefnasafn Al-
þýðubandalagsins eða flokks á
þess slóðum og ég vænti þess,
hvað sem verður um þróun vin-
strihreyfingar í landinu, að þessi
sjónarmið megni að ná betur
saman á næstu árum en verið hef-
ur.
Ég tel það vera eitt það mikil-
vægasta á næstu árum að laða
fólk til efnislegs samstarfs með
starfi og starfsháttum þar sem við
getum ýmislegt af Kvennalistan-
um lært. Því miður finnst mér að
starfshættir míns flokks séu að
hverfa verulega frá grasrótinni
yfir í allt annað mynstur þar sem
fáir einstaklingar eigi að ráða
ferð í krafti fjölmiðlaveldis og
annarrar slíkrar aðstöðu. Það er
ekki gott veganesti fyrir vinstri-
flokk. -hmp
4 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 6. apríl 1990