Þjóðviljinn - 06.04.1990, Blaðsíða 18
Herstöðvaandstæðingar hér á
landi tóku á sínum tíma upp víg-
orðið „gegn erlendum herstöðv-
um í austri og vestri“. Ekki
kunnu þeim allir þakklæti fyrir
það. Þeir fengu oftar en ekki orð í
eyra fyrir að þeir vaéru með þessu
að einfalda flókin mál og stunda
hæpinn samanburð. Natóvinir
sögðu sem svo, að á því væri mik-
ill munur að Sovétmenn hefðu
neytt sínum herstöðvum í
Austur-Evrópu upp á Ungverja
eða Tékka, en bandarískar her-
stöðvar í Natóríkjum væru þar
með fúsum vilja viðkomandi
stjórnvalda. Á hinn bóginn sögðu
Um íslensk
viðbrögð við
framvindu
mála í Evrópu
austanverðri
Herstöðvar hér og þar
þeir sem róttækir vildu heita, að
vígorðið „gegn herstöðvum í
austriog vestri“ væri byggt á
svonefndri moðhausakenningu.
En moðhausakenningin gerði
alla jafnilla og tæki ekki mið af
þeirri sannfæringu hinna róttæku
að það væri fyrst og síðast banda-
rísk heimsveldisstefna sem friði í
heiminum stæði ógn af.
Um þetta var þjarkað fram og
aftur. Og þessi hnútur er eitt af
mörgum dæmum um það, hve
erfitt óháð friðarhreyfing, tengd
þjóðernisviðhorfum, gat átt
uppdráttar í tvískiptum kalda-
stríðsheimi, þar sem það boðorð
ræður að sá sem ekki er með mér,
hann er að hjálpa andskotanum
sjálfum.
Dollarar
og skriðdrekar
Vissulega er margt óiíkt með
t.d. erlendum herstöðvum í
Tékkóslóvakíu og á ísiandi.
Höfuðmunurinn var vitanlega sá
að sovéskar herstöðvar voru upp
settar í Tékkóslóvakíu í kjölfar
vopnaðrar innrásar. En hér var
öðrum ráðum beitt gegn þjóð
sem kölluð var „reluctant ally“ í
þekktri bók, en það þýddu menn
með þeirri ágætu formúlu
„taumstirður taglhnýtingur". í
þessu sambandi kemur upp í hug-
ann saga sem sögð var skömmu
eftir innrásina í Tékkóslóvakíu
árið 1968. Sovéskur diplómati og
bandarískur eru að ræða málin
með vissum gagnkvæmum skiln-
ingi eins og það heitir. Sá sovéski
segir með afsökunartón þess sem
á við erfiða minnimáttarkennd að
stríða: „Já, þið hafið dollarana.
Við höfum bara skriðdreka“.
Hugsunarháttur
skiptir máli
Annar munur, nátengdur hin-
um fyrri, er sá, að erlend herseta
virðist hafa haft allt önnur áhrif á
þjóðlíf og hugsunarhátt í Tékk-
óslóvakíu en til dæmis hér á fs-
landi. Sovéskur her hefur verið
einangraður í öllum skilningi og
engin merki eru um að honum
hafi tekist að framkvæma það í
Tékkóslóvakíu sem á íslandi hef-
ur verið kallað hemám hugar-
farsins.
Þetta kemur skýrt og greini-
lega fram í því um þessar mundir,
hvernig Tékkar og Slóvakar færa
sér í nyt þá þróun sem hefur orðið
í Evrópu á síðustu misserum. Þeir
taka því hiklaust fagnandi að
hernaðarbandalögin eru í upp-
lausn. Þeim finnst það án fyrir-
vara ágætt, þegar Varsjárbanda-
lagið verður varla nema nafnið
tómt og þegar menn í Natóríkjum
efast með hverjum degi sem líður
meir um sjálfan tilvemgrundvöll
hernaðarbandalaga, um að hægt
að sé að finna þeim verkefni. Eða
eins og menn voru að spyrja í Spi-
egel á dögunum: hvað á að gera
við hermenn og vígbúnað þegar
óvinurinn er eins og gufaður upp
og finnst hvergi? A kannski að
breyta vesturþýska hernum í
einskonar náttúruverndarsveitir,
eins og Oskar Lafontaine, kansl-
araefni jafnaðarmanna, hefur
verið að skemmta sér við að
ympra á? (Hér mætti skjóta inn
niðurstöðum úr nýlegri skoðana-
könnun sem fram fór í báðum
hlutum Þýskalands. Hún laut að
því, hvort menn teldu að samein-
að Þýskaland ætti að vera í Nató.
Niðurstaðan var sú að 36% þeirra
sem afstöðu tóku töldu að svo
ætti að vera, en 64% voru andvíg-
ir Natóaðild Þýskalands - þar af
58% Vesturþjóðverja. Þetta er
þeim mun athyglisverðara sem
flestir stjómmálaforingjar telja
HELGARPISTILL
18 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 6. apríl
það sjálfsagt „raunsæi" að sam-
einað Þýskaland sé i Nató - eins
þótt austurhlutinn kunni að
verða óvopnaður að mestu.)
Gildi fordæmis
Forystumenn Tékkóslóvakíu
bregðast skjótt við þessu ástandi.
Þeir semja við Sovétmenn um
brottflutning hers þeirra og að
herstöðvar þeirra verði niður
lagðar.
Þegar Václav Havel, forseti
Tékkóslóvakíu, gerði hér stuttan
stans, var hann á blaðamanna-
fundi spurður að þvi, hvort hann
liti á þennan brottflutning so-
vésks herliðs frá hans landi sem
upphaf þróunar sem gæti náð til
allrar Evrópu, vesturhlutans sem
austurhlutans. Hann svaraði á þá
leið, að hann vonaði að hér væri
um gott fordæmi að ræða. Og þá
getum við komið aftur að þeim
sannleikskjarna sem fólst í hinu
gamla og einfalda vígorði her-
stöðvaandstæðinga hér á landi.
Við sögðumst vera andvígir er-
lendum herstöðvum í austri og
vestri blátt áfram af því að við
vildum ekki að það væri hlut-
skipti neinnar þjóðar að búa við
svo hæpinn og háskalegan gesta-
gang. Og ef einhveri þjóð tekst
að losna við erlendan her úr sínu
landi, þá skapast jákvætt for-
dæmi, þá lamast þau rök sem
hemaðarbandalögin hafa haldið
að fólki. Nauðhyggjan leggur á
flótta - sú nauðhyggja sem segir:
svona verður þetta að vera vegna
ÁRNI
BERGMANN
þess hvernig heimurinn er. Þegar
fordæmi af þessu tagi ýta við
mönnum ætti smáþjóðum að
eflast kjarkur og sjálfstraust:
þetta gátu þeir og því ekki við?
Hnípin þjóð
í vanda
Því miður fer lítið fyrir því hér á
landi, að menn dragi einhverjar
slíkar ályktanir af þróun í Austur-
Evrópu og álfunni allri. Að vísu
hefur ríkisstjórnin sýnt lit á að
minna í þessu samhengi á það,
hve mikilvægt það er fyrir okkur
íslendinga, að vígbúnaður á
höfunum verði ekki undanskilinn
í þeirri afvopnunarþróun sem nú
er blessunarlega hafin.
Mikið meira er það nú ekki.
Sterk öfl kjósa hinsvegar að
horfa í alit aðra átt. Þau hrylla sig
mjög, ef einhver dirfist að ympra
á því að nú fari að halla undan
fæti fyrir Nató. Þetta Iið vill ekki
á aðra hlusta en þá hagsmuna-
aðila í Nató, sem vilja að sem
allra minnst breytist og sem allra
minnst sé hreyft við þeim vopn-
akerfum sem til eru eða hafa
komist á teikniborð verkfróðra.
Tökum dæmi. Ábyrgir aðilar
taka saman skýrslur um að ferð-
um sovéskra kafbáta út á Atlants-
haf hafi mjögfækkað. Æsjaldnar
sjáist til sovéskra herflugvéla.
Engar líkur eða blátt áfram
möguleikar séu á skyndiárás að
austan - ekki einu sinni þótt svo
illa færi að herforingjaklíka
steypti Gorbatsjov af stóli. ís-
Ienskir Natóvinir yppta öxlum
sem mest þeir mega yfir slíkum
tíðindum. Ekkert skal hnika
þeirri viljaákvörðun þeirra að allt
þetta þýði ekki annað en að hern-
aðarlegt mikilvægi íslands og
herstöðva hér eigi eftir að aukast
(eins og haldið var fram í leiðara
Morgunblaðsins á dögunum).
Þeir vilja helst draga þær frum-
legu ályktanir af friðarþróun í
Evrópu, uppdráttarsýki íhernað-
arbandalögum og brottflutningi
sovéthers frá Austur-Evrópu, að
hér eigi að efla vígbúnað, bæta
við mannvirkjum og tækjum.
Eða ekki fæ ég betur séð en það
sé einmitt þetta sem mennimir
meina. í leiðinni er svo gert mikið
af því að minna íslendinga á það í
fjölmiðlum, að þeir hafi tölverð-
ar gjaldeyristekjur af hemum og
Suðumesjamenn muni lepja
dauðann úr skel ef svo illa vill til
að friður skelli hér í þeirri alvöru,
að jafnvel Bandaríkjamenn sjálf-
ir kysu að draga saman seglin.
III nauðsyn
verður
eilífðarnauðsyn
Þetta er frámunalega dapur-
legt. Hér eru menn að hlaupast á
brott frá því lágmarkssiðferði
sem Natósinnar reyndu að hafa í
heiðri lengi, en það byggði á
þeirri forsendu að vitanlega vildi
enginn hafa hér erlendan her, en
hann væri barasta ill nauðsyn
vegna þess hvernig heimurinn er
og kommúnisminn. Nú er hins-
vegar breytt um áherslur og
inntak, nú er engu líkara en er-
lendur her sé einhver eilífðar-
nauðsyn á íslandi. Það sé ekkert
aðlaðandi við að losna við hann,
öllum slíkum möguleikum fylgi
vesin og vandræði og auraleysi.
Það er engu líkara en allar verstu
spár og skilgreiningar ágætra ís-
lenskra herstöðvaandstæðinga
um fyrrnefnt „hemám hugarfars-
ins“ hafi ræst. Það sé búið að
hnýta hagsmunahnútana svo
rammlega, að menn þori ekki að
leysa þá. Vilji það ekki einu
sinni.
Magnús Kjartansson tók ein-
mitt þennan þráð upp með eftir-
minnilegum hætti í greinum sín-
um. Hann sagði sem svo, að hann
óttaðist að svo kynni að fara, að
þegar kæmi að því að friðarþróun
í Evrópu leiddi til þess að sjálf-
sagt þætti að leggja hér af her-
stöðvar og kæmu þær raddir einn-
ig frá Bandaríkjunum - þá yrðu
landsmenn orðnir margir hverjir
svo háðir hernum sem „aukabú-
grein“ að þeir rykju til með bæna-
skrá til að biðja herinn auðmjúk-
legast um að fara hvergi. Manni
finnst óneitanlega að þessi spá-
sögn sé að rætast að nokkru leyti
nú um stundir. Svo skrýtið sem
það nú er, þá er engu líkara en að
baráttan muni um það standa á
næstunnni, að íslenskir ráða-
menn hökti ekki alltof langt á
eftir afgangingum af Evrópu í
þeirri friðarþróun sem er um
þessar mundir að gjörbreyta á-
sýnd álfunnar.
(Að mestu samhljóða ávarpi sem flutt
var 31. mars á fundi Samtaka her-
stöðvaandstæðinga)