Þjóðviljinn - 06.04.1990, Blaðsíða 25
,
SKÁK
HELGI
ÓLAFSSON
Kasparov
ef stur í 6. sinn
Informat velur bestu skák fyrra helmings árs 1989
, Biblíametnaðarfullaskákmeist-
arans, Intormnat (Ljóstri), kemurút
tvisvar á ári. Þarna er safnað saman
helstu skáklistaverkum heils misseris
og athugasemdir eru eftir alla bestu
skákmenn heims með Garrí Kaspar-
ovf broddi fylkingar. Informant hefur
komið út í tæpan aldarfjórðung og
þrátt fyrir tilraunir annarra útgefenda
er ritið það langvinsælasta sem gefið
er út um skák.
Ég hygg að júgóslavneski stór-
meistarinn Matanovic hafi hrundið
Informnat af stað og honum hefur
ásamt samverkamönnum sínum tek-
ist að gera hvert rit afar áhugavert.
Skákmenn sem bíða hvers nýs heftis
með óþreyju og velta þá gjarnan fyrir
sér, hvaða skák undangengins heftis
verði kjörin sú besta, hversu margar
skákir hann sjálfur fái birtar og síðast
en ekki síst hvaða litur verði á káp-
unni.
Val á bestu skákum heftis nr. 47 er í
höndum dómnefndar sem skipa engir
meðalskussar: Beljavskí, Botvinnik,
Gligoric og Speelman svo nokkrir séu
nefndir. Það kemur fáum á óvart að
þeir Kasparov og Karpov hafa undan-
farið verið nær einráðir í vali dómn-
efndar en úrskurður fyrir bestu skákir
Informants 47 er forvitnilegur því
fjórar efstu skákirnar voru tefldar af
þessum tveimur. Kasparov hreppir
efsta sætið fyrir skák sína við Valeri
Salov en hún var tefld á heimsbikar-
mótinu í Barcelona 1989. Skákin
hlaut 71 stig af 90 mögulegum og mér
telst svo til að þetta sé í sjötta sinn
sem Kasparov trónar efstur á blaði í
þessu vali. Skákin var óneitanlega
glæsileg og ekki rýrir það gildi hennar
að andstæðingurinn var meistari sem
er þekktur fyrir seiglu í erfiðum stöð-
um. Þó var skákin ekki ýkja frumleg,
leikfléttur Kasparovs hafa margoft
sést í svipuðum stöðum, en nákvæmni
hans var mikil og það er hægt að full-
yrða að hann hafi ávallt valið besta
leikinn í hverri stöðu. >
f 2. sæti varð sigurskák Anatoly
Karpovs yfir Jusupov á mótinu í Lin-
ares, í 3. sæti sigurskák Kasparovs
yfir Speelman í Barcelona og í 4. sæti
sigur Karpovs yfir Jóhanni Hjartar-
syni í 2. skák einvígisins í Seattle.
Ekki er úr vegi að renna yfir sigur
Kasparovs. Þó hygg ég að skákin hafi
birst í þessum dálkum áður. Ég styðst
við athugasemdir heimsmeistarans
eins og þær komu fyrir í Informant 47:
Barcelona 1989:
Garrí Kasparov — Valerí Salov
Enskur leikur
1. Rf3 Rf6 5. d4 cxd4
2. c4 b6 6. Rxd4 Bb7
3. Rc3 c5 7. De2!
4. e4 d6
(Nákvæmni Kasparovs færir honunt
iðulega fallega sigra. Hér hefur verið
leikið 7. f3 en Kasparov ætlar drottn-
ingunni stórt hlutverk á e2.)
7. .. Rbd7 9. Bg2 a6
8. g3 Hc8 10. 0-0 Dc7
(Eftir skákina var Salov afar óánægð-
ur með síðustu þrjá leikina. Hann
hefði betur reynt að koma kóngs-
vængnum í lag en varð að gæta sín á
leiknum e4-e5.)
11. b3 e6
12. Rd5!
(Athyglisvert er að Kasparov styður
þessa mannsfórn, sem á ýmsar fyrir-
myndir, ekki löngum eða flóknum af-
brigðum. Hann hefur hugsað sem svo
að þetta væri eini leikurinn sem svar-
aði kröfum stöðunnar og varla hefur
honum skjátlast í því. Svona ákvarð-
anir eru spurning um kjark og þor.
Áður hafa nokkrar varfærnari sálir
leikið 12. Bd2.)
12. .. Db8
(Salov áræðir ekki að taka manninn
sem ég hygg að meistari á borð við
Kortsnoj hefði gert. Besta ráðið við
fórn er að taka henni, hefur hann
sagt. í aths. sínum gefur Karparov
upp framhaldið 12. .. exd5 13. exd5 +
Kd8 14. Bb2 og hvítur á betri stöðu.)
13. Hdl! g6
(Hér gefur Kasparov framhaldið 13.
.. exd514. exd5+ Kd815. Rc6+ Bxc6
16. dxc6 Rc5 17. b4 og svartur er illa
beygður.)
14. Bg5!
(Ég fylgi fordæmi Kasparovs hvað
hrópmerki varðar. Hann er venjulega
óspar á þau þegar eigin skákir eru
annars vegar.)
14. .. Bg7
(Enn er riddarafórnin á d5 tekin til
meðferðar. Það er athyglisvert að það
verður sífellt óhagstæðara að hirða
þann djarfa stríðsmann: 14. .. exd5
15. exd5+ Be7 16. Rc6! Bxc617. dxc6
Re5 18. f4 h619. fxe5 dxe5 20. Be3 og
hvítur á vinningsstöðu.)
Í5. Bxf6! Rxf6
(Lakara er 15. .. Bxf6 vegna 16.
Rxf6+ Rxf6 17. e5! dxe5 18. Bxb7
Dxb7 19. Dxe5 Ke7 20. Rxe6! fxe6
21. Hd6 og vinnur. Skárra var 17. ..
Bxg2 en eftir 18. exf6 Bh3 19. De3
Deb7 20. f3 er svarta staðan ekkert
augnayndi).
16. Rxb6 Hd8 17. e5! Bxg2
(Kasparov gefur hér upp framhaldið
17. .. dxe5 18. Rc6 Bxc6 19. Bxc6+
Ke7 20. c5! Dc7 21. Dxa6 Hxdl+ 22.
Hxdl Dxc623. Da7+ Ke824. Rc4og
vinnur.)
18. exf6 Bxf6
19. Rxe6!
(Þessi mannsfórn er líka klassísk en
hún kemur sem rökrétt framhald af
gangi mála og krefur á um nákvæma
útreikninga.)
19. .. fxe6
20. Dxe6+ Be7
21. c5!
(Einn fallegasti leikurinn í skák-
minni. Svar Salovs er þvingað).
21. .. Bb7
22. Hel Dc7
23. c6!
(Glæsilega leikið. Kasparov hugðist
svara 23. .. Bc8 með 24. Rd5!
o.s.frv.)
23. .. Bxc6
24. Hacl Hd7
25. Rxd7 Dxd7
26. Dc4!
(Auðvitað getur hvítur fengið unnið
hróksendatafl með 27. Dxe7+
o.s.frv. en þessi er enn nákvæmari.)
26. .. Bb7
27. Dc7! Hf8
28. Db8+ 107
29. Hc7!
- og Salov gafst upp. Frá og með 12.
leik innihélt taflmennska Kasparovs
hvern heimsmeistaraleikinn á fætur
öðrum.
Uppfinningamaður-
inn sem varð of
seinn — Besta nýj-
ungin kom víða fram
Önnur dómnefnd starfar hjá Infor-
mant og hún velur þá skák sem hefur
að geyrna mikilvægasta framlagið til
fræðanna. Skák sem fræðigrein eru
heilmikil vísindi og eins gott að láta
ekkert fram hjá sér fara. Sumar byrj-
anir eru þess eðlis að minnsta yfirsjón
etur leitt til allt að vonlausrar stöðu.
ársbyrjun 1989 var mikilvægt af-
brigði af franskri vörn hrakið í fjöl-
mörgum skákum. Ég vissi ekki betur
en að v-þýski stórmeistarinn Robert
Húbner hefði fyrstur fengið að kenna
á hinni mögnuðu mannfórn á h6 og að
síðar hefðu aðrir legið í valnum. En
það kom upp úr dúrnum að upphafs-
maðurinn sæli var Eistlendingurinn
Lembit Oll og varð þar með á undan
ýmsum merkari meisturum og telst
því höfundurinn að nýjungunni. Þó
þykir fullsannað að þeir skákmeistar-
ar sem gengu með þessa fræðilegu
endurbót í maganum vikum og mán-
uðum saman voru í alls engu sam-
bandi við Oll. Svipað atvik gerðist
árið 1984. Lítt þekktur bandarískur
skákmeistari Vincent MaCambridge
leitaði í smiðju landa síns Larry
Christansen og notaði frábæran leik í
einu afbrigði Grúnfelds-varnarinnar
til sigurs gegn Jóhanni Hjartarsyni.
Þetta var á alþjóðlega mótinu sem
kennt var við Bláa lónið en fór fram í
Festi í Grindavík. Stuttu síðar lék ein-
hver Rússi þessum leik á móti í So-
vétríkjunum og hafði enga vitneskju
um skák MaCambridge sem hreppti
svo efsta sæti í kjöri Informants.
En snúum okkur að skákinni sem
hlaut langflest stig hjá fræðimönnun-
um, 81 af 90 mögulegum. Það vekur
athygli að Oll ætlar aldrei að koma sér
að efninu, hann þráskákar nokkrum
sinnum og lengir skákina talsvert.
Kasparov, svo dæmi sé tekið, hefði
aldrei farið þannig að:
Tiblisi 1989
Oll - Ulybin
Frönsk vörn
1. e4 e6
2. d4 d5
3. Rc3 Bb4
4. e5 c5
5. a3 Bxc3+
6. bxc3 Re7
7. Dg4 0-0
(Annað aðalafbrigðið 7. .. Dc7 8.
Dxg7 Hg8 9. Dxh7 cxd4 þykir fremur
hagstætt hvítum.)
8. Bd3 Rbc6
9. Dh5 h6
(Þetta er staðan. Hér hefur verið
leikið 10. g4 en biskupsfórnin liggur í
loftinu.)
10. Bxh6! gxh6 12. Bxf5 exf5
11. Dxh6Rf5 13. Rh3
(í nokkrum öðrum skákum Maus -
Húbner, Biel ‘89, Kindermann -
Pshais, Dortmund ‘89 og Vogt - Uhl-
mann, Berlín ‘89 langhrókaði hvítur
og vann hvort sem svartur valdi 13...
f4 eðal3. .. c4)
13. .. f6
(Hvítur á vitaskuld jafntefli í hendi
sér en það er meira í stöðunni.)
14. Dg6+ Kh8
15. Dh6+ Kg8
16. Dg6+ Kh8
17. 0-0-0 fxe5
18. Dh6+ Kg8
19. Dg6+ Kh8
20. Hd3 f4
21. Dh6+ Kg8
22. Dg6+ Kh8
23. Dh6+ Kg8
(Oll hefur í raun lengt skákina um 6
leiki. En nú kemur snilldarleikur.)
24. Hg3+!
(Með því að opna h-Iínuna knýr
hvítur fram vinningsstöðu.)
24. .. fxg3
25. Dg6+ Kh8
26. hxg3 Dh4
(Dapurleg nauðsyn. Svartur hefði
allt eins getað gefist upp.)
27. gxh4 Bf5 31. Hg3 Bg6
28. Dh6+ Kg8 32. Re6 Kf7
29. Rg5 exd4 33. Rxf8 Hxf8
30. Hh3 Re5 34. Df4+
- og svartur gafst upp.
Sterkt Islandsmót
S: ÁDG93
H: Á85
T: 763
L: K2
Úrslitakeppni íslandsmótsins í
sveitakeppni með þátttöku 8 efstu
sveita landsins, hefst næsta miðviku-
dagskvöld á Hótel Loftleiðum. Dreg-
ið hefur verið um töfluröð sveita:
1. Flugleiðir
2. Samvinnuferðir/Landsýn
3. Ásgrímur Sigurbjörnsson
4. Ólafur Lárusson
5. Modern Icland
6. Símon Símonarson
7. Verðbréf íslandsbanka
8. Tryggingamiðstöðin
Eftirtaldir spilarar eru í sveitunum:
(Flugleiðir) Jón Baldursson, Aðal-
steinn Jörgensen, Ragnar Magnús-
son, Rúnar Magnússon, Ragnar Her-
mannsson og Matthías Þorvaldsson.
(Samvinnuferðir) Björn Eysteinsson,
Helgi Jóhannsson, Þorgeir P.
Eyjólfsson, Sverrir Ármannsson,
Guðmundur Sv. Hermannsson og
Eiríkur Hjaltason. (Ásgrímur) Ás-
grímur, Jón, Anton og Bogi Sigur-
björnssynir, auk sona Jóns, þeir
Ólafur Lárusson, Hermann Lárus-
son, Jakob Kristinsson, Júlíus Sigur-
jónsson, Anton R. Gunnarsson og
Friðjón Þórhallsson. (Modern)
Magnús Ólafsson, Páll Valdimars-
son, Einar Jónsson, Valur Sigurðsson
og Sigurður Vilhjálmsson. (Símon)
Símon Símonarson, Hörður Am-
þórsson, Stefán Guðjohnsen, Hrann-
BRIDGE
ar Erlingsson og fsak Örn Sigurðs-
son. (Verðbréfin) Örn Arnþórsson,
Guðlaugur R. Jóhannsson, Karl Sig-
urhjartarson, Sævar Þorbjörnsson,
Þorlákur Jónsson og Guðmundur
Páll Arnarson. Sveitin ernv. íslands-
meistari. (Tryggingamiðstöðin) Sigt-
ggur Sigurðsson, Bragi Hauksson,
smundur P. Ásbjörnssson. Sveitin
er nv. bikarmeistari og Reykjavíkur-
meistari.
Sveitirnar munu spila allar v/allar
með 32 spilum í leik, alls 7 umferðir.
Góð aðstaða verður að venju fyrir
áhorfendur, með skýringum á sýning-
artöflu. Óhætt er að fullyrða að þetta
er eitt alsterkasta úrslitamótið í fjöl-
mörg ár. 7 sveitanna koma frá Bri-
dgefélagi Reykjavíkur, allar nema
fjölskyldusveitin frá Siglufirði, sem
heldur uppi merki landsbyggðarinn-
ar. Mikið bridgefólk þar á ferð og
sérstök ástæða er til að geta þeirra
bræðra Ólafs og Steinars, sem eru
langyngsta par sem komist hefur í
úrslitakeppni íslandsmóts. Saman-
lagður aldur þeirra bræðra er rúmlega
30 ár. Til hamingju strákar.
Helgi Hermannsson og Kjartan Jó-
hannsson urðu sigurvegarar á síðsta
konfektkvöldi Skagfirðinga sl.
þriðjudag. Næsta þriðjudag munu
efstu pörin taka með sér heim páska-
egg, í tilefni hátíðarinnar um aðra
helgi. Öllum frjáls þátttaka, en spilað
er í Drangey v/SíðumúIa.
Hið árlega páskamót Bridgefélags
Neskaupstaðar verður haldið laugar-
daginn 14. apríl í Egilsbúð og hefst kl.
14. Mótið er öllum opið og gefur silf-
urstig. Veit verða þrenn verðlaun,
efstu pörum, samtals að upphæð kr.
90 þús. Þátttökugjald er kr. 4 þús. á
parið og er innifalið í því kvöldverður
í Hótel Egilsbúð. Þátttaka tilkynnist
Elmu Guðmundsdóttur í síma 97-
71532 fyrir 12. apríl.
Aðeins 4-5 pör sóttu um þátttöku í
forvali fyrir vali á kvennalandsliði,
sem tekur þátt í Norðurlandamótinu í
Þórshöfn í sumar. Greinilega mikil
vandræði þar á ferð í þessum mála-
flokki.
Nýjustu fréttir af meistarastiga-
skránni, sem Bridgesambandið
reynir ekki að koma út, eru þær að
hvert félag fái sendar 2 skrár. Dugi
það ekki, má leggja inn pöntun hjá
skrifstofu sambandsins. I framhaldi
af þessu er ekki úr vegi að spyrja: Er
sanngjarnt að eyða miljónum til þátt-
töku í mótum á erlendum vettvangi, á
sama tíma og nokkur þúsund eru
spöruð, eins og gerst hefur í þessu
máli?
Vilhjálmur Þórsson hefur boðið
brigdeáhugafólki þá þjónustu, að
Ólafur
Lárusson
taka að sér ljósprentun í lit. Nýta má
þá tækni á marga vegu, ljósprenta
meistarastigaskrá til dæmis, svo
eitthvað sé nefnt. Einnig markverð
spil úr mótum og fleira í þeim dúr.
Nnanr síðar.
Cavendish boðsmótið í New York
sem þeir félagar Jón Baldursson og
Aðalsteinn Jörgensen munu taka þátt
í, verður spilað helgina 11. maí. Áð-
urnefnt boðsmót er það frægasta í
heimi og mikill heiður því fyrir okkur
íslendinga að par héðan mun taka
þátt í mótinu.
Staða para í landsliðsæfingum í
Opnum flokki, eftir tvær lotur, er
þessi:
Karl Sigurhjartarson -
SævarÞorbjörnsson 341
Guðmundur P. Arnarson -
Þorlákur Jónsson 309
Björn Eysteinsson -
Guðmundur Hermannsson 308
Valur Sigurðsson -
Sigurður Vilhjálmsson 297
Guðlaugur R. Jóh. -
Örn Arnþórsson 272
Ragnar Magnússon-
Rúnar Magnússon 269
Eitt merkilegasta spil bridgesögu-
nnar (af mörgum merkilegum) er
eftirfarandi bridgedæmi:
S: K10652
H: K43
T: Á52
L: Á3
Suður var sagnhafi í 4 spöðum, en
yestur hafði gjammað inn á í laufum.
Út kom laufadrottning og hvað nú?
Einhver áætlun?
9 slagir sjást á „toppi (beint) og
spurningin snýst um þann tíunda.
Hafirðu látið lítið lauf í fyrsta slag,
geturðu snúið þer aftur að kaffiboll-
anum. Þú færð þína 9 slagi og næsta
spil. Okkar maður lét hins vegar
ásinn. Lágt frá Austri og ... Ef þú ert
enn ekki vaknaður (eftir allt þetta
kaffiþamb) og lést tvistinn í laufi,
ættirðu að íhuga möguleika þína á
næstu framsóknarvist. Okkar maður
lét kónginn detta snyrtilega í ásinn.
Tók síðan trompin í tvígang (í ljós
kom að Vestur átti tvö tropm) spilaði
síðan hámönnunum í hjarta, lagði
niður ás í tígli (allt gekk þetta mjög
vel) og þá kom laufaþristurinn. Vest-
ur var nú kirfilega endaspilaður (átti
ekkert nema lauf eftir). Sem hann
spilaði og sagnhafi henti tígli af báð-
um höndum. Og enn kom lauf, en þá
var sagnhafa nóg boðið, benti hjarta
öðrum megin, troppaði heima og sjá,
10 slagir. 6 á spaða, 2 á hjarta, 1 á
tígul og 1 á lauf.
Hendi vesturs var: 87 72
DG1097654.
Laglega unnið úr spilinu, sem að
sögn mun hafa komið fyrir í keppni í
Frakklandi á sjötta áratugnum.
(Heimild: Ágúst Helgason.)
Föstudagur 6. apríl 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25