Þjóðviljinn - 06.04.1990, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 06.04.1990, Blaðsíða 26
Ásmundarsalur v/ Freyjugötu, Ger- hard Zeller, olíumálverk og vatnslita- myndir.Til8.4. Bókasafn Kópavogs, sýning á mál- verkum KimsTawatchai Wiriyolan, mán-fö 10-21, lau 11 -14 til páska, aðg. ókeypis. FÍM-salurinn, Örn Ingi, máluð mynd- verk. Til 17.4.14-18 daglega. Gallerí Borg, Austurstræti 3 og Síðu- múla 32, grafík, vatnslita-, pastel- og olíumyndir, kermaikverk og módel- skartgripir, opið lau 10-14. Galleri elnn einn, Skólavörðustíg 4a, Kristbergur Ó. Pétursson, mál- verk og teikningar. Til 8.4.14-18 dag- lega. Gallerí Graf, Logafold 28, verk Ástu Guðrúnar Eyvindardóttur. Lau 14-18 e/ eftir samkomulagi. Gerðuberg, Örn Þorsteinsson og Thor Vilhjálmsson, Spor í spori. Til 31.5. Hafnarborg, Hf, opið 14-19 alla daga nema þri: Úr safni Hafnarborgar. Til 16.4. Tónleikar su sjá Tónlistin. Hótel Lind, veitingasalur, Anna Gunnlaugsdóttir, málverk. Til 27.5. Kjarvalsstaðir, 11-18 daglega, vest- ursalur, verk Guðmundu Andrésdótt- ur, yfirlitssýn. 1958-88. Til 15.4. Austursalur, Jón Axel og Sóley Eiríksdóttir, olíuverk og skúlptúr. Til 16.4. List um landlð: Sigurjón Jóhanns- son, Síldarævintýrið, bæjarstjórnar- salnum á Siglufirði til 8.4. Hringur Jó- hannesson, málverk, húsi Verka- lýðsfélags Borgarness, Borgarnesi. Til 8.4. Llstasafn íslands, salir 1 -5 Uppþot og árekstrar, norræn list 1960-1972, farandsýning á vegum Norrænu list- amiðst.Til8.4.12-18alladaga nema mán. kaffistofa opin á sama tíma, að- gangurókeypis. Listasafn Einars Jónssonar opið helgar 13.30-16, höggmyndagarður- innalladaga11-17. Hvað á að gera um helgina? Bubbi Morthens tónlistarmaður - Helgin hjá mér fer aðallega í lyftingar og spilamennsku. Morg- undagurinn byrjar á lyftingum og eftir það fer ég með Akraborginni uppá Skaga þar sem ég muna spila. Sunnudagurinn verður mjög svipaður nema að því leyti að þá mun ég spila í Borgarnesi, sagði Bubbi Morthens tónlistarmaður. Listasafn Sigurjóns, járnmyndir Sigurjóns og gjafir sem safninu hafa borist undanfarin ár. Lau og su 14-17, þri 20-22. Menningarstofnun Bandarikj- anna, Darcy Gerbarg sýnir tölvulist. Oþn lau kl.14-18. Tíl 20.4 8-18 virka daga, 14-18helgar. Norræna húsið, kjallari, Ragnheiður Jónsdóttirsýnirteikningar. Opn lau 7.4. kl. 15. Til 29.4.14-19 daglega. I anddyri: Sýning um ævi og störf þýska vísindamannsins Alfred Weg- ener, opin dagl. til 3.5. Sjá fyrirlestra í Hittogþetta. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, Magnús Kjartansson, málverk. Til 18.4.10-18 virka daga, 14-18 helgar. Safn Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti 74, eldgosa- og flótta- myndir Ásgríms. Til 17.6. þri, fi, lau og su 13:30-16. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8 Hf. Opið helgar 14-18, e/ eftir samkomulagi. Skurðlistarskóli Hannesar Flosa- sonar, sýning á tréskurðaverkum nemenda hans lau 7.4.14-18. SPRON, Álfabakka 14, Gunnsteinn Gíslason, múrristur. Til 27.4.9:15-16 mán-fö. Stöðlakot, Svava Þórhallsdóttir, Aldarminning, handmálað postulín 1930-79. Opn.lau 7.4. Til 22.4.14-18 alladaga. Þjóðminjasafnið, opið þri, fi, lau og su 11-16. TÓNLISTIN Hafnarborg, Hafnarfirði, sunnu- dagstónleikar8.4. kl. 20:30: Signý Sæmundsdóttir, söngkonaog Þóra Fríða Sæmundsdóttir, píanóleikari flytja verk e/ Mozart, Mahler, Ginast- era, Atla Heimi Sveinsson, R.Strauss o.fl. Heitl potturinn, kvintett Stefáns Stefánssonaroa Sigurðar Flosa- sonar, su kl.21:30. Jónas Sen heldur tónleika í Kirkju- hvoli í Garðabæ mán kl. 20:30 á veg- um EPTA. Tvær rapsodíur e/ Brahms, þriðja sónata Skrjabíns, Valléed'Oberman, Paysageog Dante-sónatan e/ Liszt. Norræna húsið, bandaríski gítarleik- arinn M.Chapdelaine heldurtónleika su kl.20:30. Kammersveit Reykjavíkur heldur tónleika í Gamla bíói su kl.15. Sveitin flytur verk e/ Hjálmar H. Ragnarsson og Schubert. Listasafn Sigurjóns, Anna Ingvars- dóttir, fiðluleikari, og Olle Sjöberg, pí- anóleikari, flytja verk e/Jón Nordal, Franck.Alveno.fi. Söngsveitin Fílharmónía flytur Þýska sálumessu e/Johannes Brahms í Langholtskirkju lau kl 16.30 og má kl.20:30. Stjórnandi er Úlrik Ölason, einsöngv Sigrún Hjálmtýsdóttir og Loftur Erlingsson. Hljómsveit undir stjórn Simon Kuran. Tónskóli Sigursveins, nemenda- tónleikar í Norræna húsinu lau kl. 17. LEIKLISTIN (slenska Óperan, Carmina Burana og Pagliacci, í kvöld og lau kl. 20. íslenska leikhúsið, Skeifunni 3c, Hjartatrompet, lau og su kl. 20:30. Kaþarsis lelksmiðjan, Skeifunni 3c, frumsýnirgamansjónleikinn Sumar- dagur e/ Slawomir Mrozek má kl. 20.30. Leikfélag Hafnarfjarðar, Hrói Höttur, lau og su kl. 14. Leikfélag Kópavogs, Félagsheim. Kópav. Virgill litli lau kl. 14 og 16:30 (s. 41985). Leikfélag Reykjavíkur, Ljós heimsins, litla sviðinu í kvöld lau og su kl. 20. síðustu sýn. Stóra sviðið: Töfrasprotinn lau og su kl. 14. síðustu sýn. Kjöt lau kl. 20. síðasta sýn. Hótel Þingvellir, í kvöld og su kl. 20. Þjóðleikhúsið, Stefnumót, í Iðnó lau kl. 20:30, Endurbygging, íHáskóla- bíó, í kvöld og su kl. 20:30. HITT OG ÞETTA Alfred Wegener. Dr.Heinz Kohnen flytur fyrirlesturinn Alfred Wegener und das moderne Bild von der Erde og Niels Reeh fyrirlesturinn Die glaci- ologische Erforschung Grönlands í Norræna húsinu su kl. 16. Alþjóðleg samstöðunefnd með bandaríska verkalýðs- og mannréttindafrömuðinum Mark Curt- is, sem situr í fangelsi í Kandada, gengst fyrir f undi með konu hans, Kate Kaky, á Lækjarbrekku má kl. 20. Félag eldri borgara: Göngu-Hrólfar hittast á morgun kl. 11 Nóatúni 17. Opið hús í Goðheimum Sigtúni 3, su kl. 14, frjálst spil og tafl, dansað frá kl. 20. Árshátið Félags eldri borgara verður á Sögu 11 .apr. n.k. uppl. skrif- stofu s.28812. Kvenfélagið Hringurinn í Reykjavík heldur páskabasar í Kringlunni í dag og á morgun Kvikmyndaklúbbur ís- lands, Solaris e/Tarkovski. Vísinda- skáldsögumynd. Regnboganum lau kl. 15. Bíósalur MÍR, Vatnsstíg 10, kvikm- sýn. su kl. 16: Fávitinn e/ Ivan Pyriev frá 1958. Myndin er byggð á skáld- sögu Dostoevskís. íslenskurtexti, aðgangur ókeypis og öllum heimill. íslensk skáldverk 1989, kynning á sænsku og dönsku í Norræna húsinu lau kl. 14. Árni Sigurjónsson, bók- menntafræðingur og Einar Kárason, rithöfundur. Kvikmyndasýningar fyrir börn verða í fundarsal Norræna hússins su kl. 14. Sýnd verður sænsk mynd Bill och hemliga Bolla, norska myndin Petter Vaskebjörn og danska myndin Salamandersöen. Aðgangur ókeypis. _________MINNING__________ Bergþora Jonsdóttir F. 15. apríl 1906 - D. 29. mars 1990 Mig langar í nokkrum orðum að minnast hennar ömmu minnar, og festa á blað hugleið- ingar mínar um hana, sköpunar- verkið, lífið og ástina. Hún amma fæddist í Súðavík við Álftafjörð snemma á öldinni. Hún var dóttir Jóns Jónssonar út- gerðarbónda og kaupmanns og Ólafíu Margrétar Bjarnadóttur húsmóður, og ólst upp á mannmörgu heimili, í stórum systkinahóp, og meðal vinnu- fólks, og þeirra sem hún sjálf kallaði gjarnan „kostgangara“ á heimili foreldra sinna. Ég held að amma mín hafi átt góða daga í æsku, og búið við betri kjör en algengt var á þeim tíma. Hún sagði okkur systrunum oft sögur úr Súðavíkinni, sögur af fólkinu, vinnunni, ævintýrum þeirra systr- anna og tíðarandanum. Jón faðir hennar var kominn af alþýðu- fólki, en Ólafía Margrét, móðir hennar var dóttir Bjarna hrepp- stjóra í Tröð. Það er eins og stafi einhverjum alveg sérstökum ljóma af Súðavík æsku ömmu minnar, og þegar ég hverf á vit ímyndunaraflsins og leiði hana um bernskuslóðir, þá finn ég ang- an af hvítskúruðum gólfum, ný- bökuðu „bakkelsi", grasi, saltfiski og sjó; og sé fyrir mér ógnar dugnað og myndarskap langafa og langömmu sem stað- festist jafnt í saltfiskstæðum, sem hekluðum dúkum á danska vísu, verslun, saumaskap, heilsteyptu uppeldi stórs barnahóps, bátum; já, dugnaði, örlæti og metnaði, og mér finnst ég alveg eins geta átt von á að hitta fyrir mér bæði Amaldus, Merrit, forsjálu meyjarnar, aulabárðana og De- bes vitavörð í íslenskum kapítula turns Heinesens útá heimsenda. Amma átti góða daga í Súða- vík. Hún fékk að mennta sig eins og kostur var, - hún fór í „Fram- haldið“ á ísafírði, fékk meira að segja að læra á orgel, og hló mikið að því seinna, þegar dætur hennar, og við dótturdæturnar vorum búnar að vera mörg ár í tónlistarnámi, að þegar hún hafi verið búin að vera örfáar vikur á ísafírði að læra á orgelið, þá hafi pabbi hennar sagt við hana: „Jæja Begga mín, ertu nú ekki að verða ftíllnuma á orgelið?" Amma fór líka í kvennaskólann á Blönduósi og lærði þar listir sem mörkuðu allt hennar líf. Árið 1932 giftist amma afa mínumn Ólafi Guðmundssyni spunameistara, sem fæddur var að Þyrli á Hvalfjarðarströnd, og ættaður úr Flekkudal í Kjós. Þau hófu búskap á Akureyri, þar sem afi vann að því að koma á legg ullarverksmiðjum Gefjunar, en fluttu til Reykjavíkur fyrir lok fjórða áratugarins, þegar afi tók að sér svipað verk fyrir ullarverk- smiðjuna Framtíðina. Þau eignuðust tvær dætur sem báðar eru tónlistarkennarar. Kristínu mömmu mína, og Ólafíu Mar- gréti. Bamabömin urðu ellefu og barnabarnabörnin eru orðin sex. Afí og amma ráku lengi sínar eigin prjónastofur, amma fyrst Dröfn, í samvinnu við systur sína Salóme, og afi og amma seinna saman prjónastofuna Viðju. Eftir ótímabært fráfall afa, árið 1961, rak amma prjónastofuna af miklum dugnaði allt fram á miðj- an áttunda áratuginn. Skömmu eftir að afi og amma fluttu hingað suður, keyptu þau sér lítinn sumarbústað, í landi Kópavogs, við Elliðavatn. Þarna var þá hrjóstrugt um að litast, og lítið um gróður annan en íslensk- an melagróður. Þau afí og amma einsettu sér að gera þennan griðastað að lítilli paradís, og hófu stórfellda trjárækt og gróðursetningu alls kyns jurta og blóma. Þau kölluðu staðinn Þyr- il, og þar hefur fjölskyldan öll átt sína hamingjuríkustu daga á hverju sumri í yndislegri gróður- vin. Það var mikið áfall fyrir ömmu og fjölskylduna þegar Ólafur afi minn dó, aðeins fimmtíu og fjög- urra ára. Upp úr því flutti amma til okkar, og hélt heimili með for- eldrum mínum allt til dauðadags. Á hverju sumri flutti hún þó að Þyrli og dvaldi þar sumarlangt við garðyrkju, hannyrðir og heimilis- störf, og alltaf fengum við barna- börnin að vera þar hjá henni eins og okkur lysti, og í raun áttum við öll okkur þar annað heimili. Amma var mitt þriðja foreldri. Amma var mín besta vinkona. Amma var minn besti kennari. Ég sakna hennar sárt. Hún var einstök manneskja. í mínum augum var hún alla tíð svolítil ævintýraprinsessa. Það stafaði ljóma af henni sjálfri og öllu sem hún gerði. Amma var sköpunar- verkið holdi klætt. Hvað sem hún snerti, öðlaðist líf á einhvern hátt. Ékki bara fallegu dalíurnar, hnoðrarnir, mururnar og begóní- urnar, sem hún ræktaði af svo mikilli alúð; ekki bara fallega handavinnan hennar, heldur einnig, og kannski helst, sam- skipti hennar við fólk. Hún varð alls staðar vinmörg og vinsæl. Hún kunni þá list að gæða mannleg samskipti lífi sem máli skipti. Hún hafði meðfæddan skilning á sköpunarverkinu, í hvaða mynd sem það birtist. Hún var eins og Merrit í sögunni góðu, sem snerti regnbogann, fangaði sólina og töfraði fram rigningu með því að blása í holan blóm- stilk. Amma var stórlát og skap- mikil, og hafði skoðanir á öllu og öllum, og var aldrei feimin við að viðra þær. Hún var þó alltaf hreinskiptin og heiðarleg, og þoldi aldrei að níðst væri á minni máttar. Og hamhleypa var hún amma, hvort sem það voru húsmóðurstörf á heimili okkar, vinnan á prjónastofunni, í garð- inum að Þyrli, eða í fórnfúsu starfi fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra. Eflaust hefur amma átt hvað mestan þátt í uppeldi okkar systr- anna, og fyrir það er ég þakídát. Hún var svo skapandi og skemmtiieg, - og klók, og hafði þá hæfileika sem hver einasti kennari mætti vera sæmdur af. Þegar ég, stelpuhnokki kom inn til hennar að kveldi með ein- hverja óeirð í mér, í óþreyjufullri bið eftir vori, þá átti hún það til að rétta mér bókarkorn með Passíusálmunum, og biðja mig að opna bókina og fylgjast með manninum sem var að lesa í út- varpið, og hafa nú eyrun opin fyrir því að hann læsi rétt. Þá var hún ekki aðeins að draga úr mér fýluna og hafa ofan af fyrir mér með einhverju móti. Hún var ekki bara að kenna mér að hlusta og sjá til þess að ég kynntist trúnni og þessum bókmenntum. Hún var ekki bara að hugsa um að ég æfði mig í lestri. Hún var ekki bara að fá mér eitthvert ábyrgðarhlutverk í hendur. Það var eitthvað miklu meira, - ein- hver alhliða hæfileiki til að skemmta, mennta, þroska, sýna traust og kenna hvað ábyrgð er. Þannig var amma. Hún gerði allt vel sem hún tók sér fyrir hendur. Henni var ógjörningur að kasta höndunum til þess sem hún vann að, hvort sem það var blómarækt, matseld, heimilis- störf eða barnauppeldi. Hún kunni það ekki. Hún var fjörug og skemmtileg, og þótt hún væri komin á níræðisaldur, þá var hún alltaf ung, bæði í andanum og í útliti. Þessa konu var auðvelt að elska og dá. Og nú, þegar ég sit hér eftir með sorgina og söknuð- inn og bíð enn í óþreyju eftir vor- inu, sem aldrei hefur virst jafn fjarlægt, þá get ég þó ekki annað en glaðst yfir gæfu minni, og þakkað henni yndislega samveru í þrjátíu og tvö ár, þakkað henni alla þá umhyggju, hlýju og ást sem hún gaf mér af sínu mikla örlæti. Bergþóra Jónsdóttir 26 SfÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 6. apríl 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.