Þjóðviljinn - 06.04.1990, Blaðsíða 8
jHelgárblað
Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson
Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason
Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ólafur Gíslason
Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson
Útlit: Þröstur Haraldsson
Augiýsingastjóri: Olga Clausen
Afgreiðsla: ® 68 13 33
Auglýsingadeild:@68 13 10-68 13 31
Símfax: 68 19 35
Verð: í lausasölu 150 krónur
Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Síðumúla37,108 Reykjavík
Flokkar og fólk
í sambandi við framboðsmál í Reykjavík er margt sagt
þessa daga um flokksræði og lýðræði. Þeir sem standa að
Nýjum vettvangi með Alþýðuflokknum hafa það mjög á oddi,
að þeir séu að berjast gegn flokksræði, flokks-
hagsmunakerfi, þeir vilji gefa mönnum kost á að velja sam-
an lista með öðrum hætti. Og vegna þess að málefnalega
fer Nýr vettvangur ekki með nýmæli (hann játar fúslega að
þarfari í stórum dráttum sá samnefnari sem minnihlutaflokk-
ar í borgarstjórn hafa hingað til starfað bærilega saman um)
þá verður aðalmálið í málflutningnum einmitt þetta: flokkar
gegn fólki.
Það er ekki nema eðlilegt einkenni á nýju framboði: nýtt
framboð er alltaf mjög á því að það sé á móti flokkum eða
„gömlu flokkunum". En þar með er ekki sagt að kenningin
um skaðsemi flokka sé fagnaðarríkt frelsisafl.
Framboðsmálin í Reykjavík eru dapurleg saga. Vegna
þess að minnihlutaflokkarnir höfðu rætt vel og lengi um
möguleika á sameiginlegu framboði, sem hefði áreiðanlega
hreyft verulega við pólitísku ímyndunarafli og tilfinningalífi.
Það gat svo varla hjá því farið, að hrifningin af þessari
hugmynd skryppi saman eftir því sem færri fengust til að
taka þátt í henni. Fyrst hljóp Alþýðuflokkur í fýlu og skellti
hurðum út af einni flokkssystur. Síðan ákvað Kvennalistinn
að hann ætti ekki heima í tvíkynja sam£!oti. Þá gat Framsókn
ekki hugsað sér að vera með. Og Alþýðubandalagsfólki leist
ekki á að fara með krötum einum.
Hér skal ekki leitað að sökudólgum, en öngvir verða með
öllu saklausir af mistökum á þessari leið. En dæmi þessi
minna á eitt: að svonefndir flokkshagsmunir eru ekki nein
gefin stærð. Það geta verið flokkshagsmunir að vilja ekki
vera með í samfloti (þar er afrifaríkasta dæmið Kvennalist-
inn) og það geta líka verið flokkshagsmunir að komast hjá
því að bera fram lista í eigin nafni (eins og reyndin hefur
orðið með Alþýðuflokkinn).
Flokkar og flokkakerfi eru ekki helgar kýr, sjálfsagt að
gera á því öllu uppskurð þegar þurfa þykir. En þeim sem
hafa í þetta blað skrifað hefur löngum fundist það óþörf
kenning að flokkar séu einsog neikvætt fyrirbæri í sjálfu sér,
fjandsamlegirfólkinu í landinu. Síst höfum við verið hrifnir af
því að í stað flokka eigi að koma laustengd bandalög um
prófkjör (eins og Vilmundur heitinn Gylfason boðaði m.a.).
Sú afstaða okkar er fyrst og fremst komin til af því, að þótt
flokkafrekja og flokksleg þröngsýni geti verið slæm, þá
stefnir í enn verra með því að flokkum er afneitað sem
ónýtum stofnunum í lýðræði. Menn eru þá að gera óþarflega
lítið úr því fólki, sem hefur látið sig pólitík varða, lagt sig fram
um að ræða hana og móta valkosti. Menn eru að lyfta undir
það, að við rekstri stjórnmálanna taki hin dýra auglýsinga-
mennska, sem hefur nú náð því stigi í Bandaríkjunum, að við
sjálft liggur að stjórnmálaumræða sé með öllu dottin upp
fyrir. Menn eru á því róli að gefa þeim sem digrum kosninga-
og kynningarsjóðum ráða feiknarlegt forskot í pólitískri bar-
áttu. Og svo vitnað sé áfram til hinnar bandarísku reynslu:
menn uppskera ekki aukna þátttöku almennings með þess-
um siðum, heldur sjaldgæft afskiptaleysi og kosningaþátt-
töku sem er miklu minni en við eigum að venjast.
Þessi hafa verið viðhorf þessa blaðs hér og svo er enn.
Hér er ekki verið að halda því fram, að íslendingar séu nú
komnir á svipað stig og Bandaríkjamenn í markaðssetningu
stjórnmálanna, en margt bendir til þess að við séum að
þokast þangað jafnt og þétt. Var ekki verið að liðka til fyrir því
fyrir skömmu, að stjórnmálaflokkar og frambjóðendur gætu
keypt sér auglýsingar í ríkisfjölmiðlunum? Einmitt um það
leyti, sem auglýsingafarganið hefur leikið bandarísk
stjórnmál svo grátt að stóru flokkarnir tveir láta sig dreyma
saman um það eitt, að frambjóðendur geti fengið að tala
nokkrar mínútur í sjónvarp án þess að borga fyrir það svo
dýrum dómum, að málfrelsi skekkist allt og afbakist.
Helgarveðrið
sunnudag
tE£E C í e:E,C E C E E1
Horfur á sunnudag Fremur hæg suðvestlæg eða breytileg átt og léttskýjað á Norður- og
Austurlandi en þykknar upp vestanlands síðdegis með vaxandi sunnan eða suðvestan átt. Hlýnandi
veður, einkum sunnanlands og vestan.
Mælskukeppni grunnskólanna
Lokakeppni í mælskukeppni
grunnskóla fór fram í Háskólabí-
ói. Þar leiddu saman hesta sína
elsti grunnskóli borgarinnar
Austurbæjarskóli og Foldaskóli
en þar er yngsta unglingadeild í
borginni. Austubæjarskóli sigr-
aði með naumum meirihluta en
þau fengu 1488 stig en Foldaskóli
fékk 1486. Foldaskóli átti hins
vegar ræðumann dagsins Erlu B.
Skúladóttur.
Umræðuefnið var hvort veita
ætti skólamáltíðir í grunnskólum
og mælti Austurbæjarskóli með
tillögunni en Foldaskóli hafnaði
henni. Það vakti athygli að stúlk-
ur voru í meirihluta í keppninni.
En liðstjórar beggja liða voru
stúlkur. Hins vegar voru frum-
mælendur beggja liða strákar.
Það var mikið fjör í fylgis-
mönnum beggja liða og hvöttu
þeir sína menn óspart. Lúðrar
voru þeyttir, fánum veifað og
heilt klappstýrulið fylgdi Folda-
skóla.
—ss
laugardag
___E_________E________E________r , rf---------;__11_______E_________il_______C_________r
Horfur á laugardag Hæg breytileg átt og léttskýjað á landinu. Frost 2 til 10 stig og víða enn meira
næturfrost.
8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 6. apríl 1990