Þjóðviljinn - 06.04.1990, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 06.04.1990, Blaðsíða 13
Friðrik Jónsson, framkvæmda- stjóri Silfurtúns. Fyrirtækið hóf starfsemi fyrir sex árum og hefur smám saman verið að auka framleiðslu sína. Nú er verið að kanna hvort ekki sé unnt að fram- leiða fleira en eggjabakka úr af- gangspappír. Mynd Jim Smart. gúmmí, timbur, sag, plast og fleira. Pær leggja til að endur- vinnsluiðnaður verði látinn njóta bestu kjara, t.d. með skattaíviln- unum og orku á hagstæðu verði utan álagstíma. Þær segjast telja líklegt að neytendur verði fúsir til þess að flokka sorp frá heimilum sínum og stuðla þarinig að því að hægt verði að endurnýta ákveðin efni. Þær minna á í greinargerð með tillögu sinni að jörðin er ekki óþrjótandi nægtabúr og að neysluþensla undanfarinna ára hafi leitt til þess að sífellt er gengið á auðlindir jarðar. Síðan segir í greinargerðinni: „Mikil verðmæti eru fólgin í því ógrynni úrgangs sem til fellur. Háum fjárhæðum er nú varið til eyðingar á sorpi og úrgangi með ýmsum aðferðum. Þessu er brennt, það er urðað eða því jafnvel sökkt í sæ án þess að hugs- að sé um hvaða áhrif það hefur á lífkerfið. Eðlilegra og farsælla er að reyna að vinna samkvæmt lög- málum náttúrunnar, en þar ríkir jafnvægi sem viðhaldið er af eðli- legri hringrás efna. Úrgangur úr einni deild er nýttur sem hráefni fyrir aðra.“ -gg Eitt af skilyrðum lífsins á jörð- inni er sá eiginleiki hennar (sem stórs hlutar með mikinn massa, 6 - með 23 núllum kílógrömm) að toga í allt sem á yfirborðinu er og hrærist. Togkrafturinn er nefnd- ur þyngdarkraftur eða bara þyngd (stundum aðdráttarkraft- ur). Auðvelt er að „mæla“ hann með því að lyfta tveimur misstór- um lóðum og finna mismuninn. En þyngdarkrafturinn verkar ekki bara á milli jarðar og fyrir- bæra á henni heldur milli eining- anna í alheiminum, bæði stórra og smárra. Hann er einn af fjór- um skilgreindum frumkröftum náttúrunnar. f sem stystu máli er sagt að massar (,,hlutir“) verki hvor á annan með jafn stórum gagn- stæðum krafti og er stærð hans háð massa hlutanna (þá BEGGJA hlutanna ef við hugs- um okkur tvo hluti) en einnig fjarlægðinni á milli þeirra. Kraft- urinn er stærri eftir því sem mass- arnir eru stærri en minnkar með vaxandi fjarlægð milli þeirra (reyndar hratt því um er að ræða tölu í 2.veldi en það er tala (t.d. í metrum) margfölduð með sjálfri sér). Þessi framsetning er frá 18. öld. Hugtakið massi segir til (sem tala með einingu t.d. 1 kg) um efnismagn fyrirbæranna. Við notum reyndar hugtökin massi og þyngd oftast yfir það sama, látum massahugtakið eiga sig og segjum bara að þyngd manns sé 70 kg þegar við ættum að nota orðið massi því þyngdin er eiginlega kraftur (um 700 Newton) sem jörðin togar með í kílógrömmin sjötíu - sjálfur þyngdarkraftur- inn. Þessi ruglingur er meinlaus og allir sáttir við að tala um að maðurinn teljist 70 kg þungur í daglegu tali. Skoðum nú áhrif þyngdar- kraftsins nánar. Maðurinn sem er 70 kg þungur (hefur massann 70 kg ef við viljum vera vísindaleg í tali) verður fyrir u.þ.b. 700 Newt- ona krafti á yfirborði jarðar og sá kraftur togar niður á við. í frjálsu falli (sleppum loftmótstöðunni) veldur krafturinn því að maður- inn eykur fallhraða sinn jafnt og þétt. Viðbótin á sekúndu (kölluð þyngdarhröðun) er hraða- aúkning upp á 10 metra á sek- úpdu. Eftir 3 sek. er harðinn orð- inn 30 metrar á sek. En maðurinn FRAMHALDS- AÐALFUNDUR í samræmi við ákvörðun aðalfundar Eignar- haldsfélagsins Iðnaðarbankinn hf,, sem haldinn var hinn 17. janúar s.l., er **ér með boðað til framhaldsaðalfundar í félaginu, sem haldinn verður í Súlnasal Hótei Sögu, Reykjavík, hinn 25. apríl n.k. og hefst kl. 16:00. Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. ákvæðum greinar 4.06. í samþykktum félagsins. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í íslandsbanka, Lækjargötu 12, 2. hæð, frá 18.apríl n.k. Ársreikningur félagsins, ásamt tillögum þeim, sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn, þurfa að hafa borist stjórn félagsins í síðasta lagi 17. aprfl n.k. Stjóm Eignarhaldsfélagsins Iðnaðarbankinn hf 8 ÚR RÍKI flfW rli cj p ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON SKRIFAR NÁTTÚRUNNAR HK m 1 Massi togar í massa togar líka í jörðina með um 700 Newtona krafti en bifar henni ekki upp að fótum sér (af því hún er svo þung). Tveir álíka mass- amiklir hlutir myndu aftur á móti dragast hvor að öðrum og mæt- ast. Fari sami maður (jafn massa- mikill eða jafnþungur í daglegu tali) til Tunglsins toga bara 115 Newton í kílógrömminn 70 og hraðaaukingin í frjálsu falli verð- ur bara 1,7 metra hraði á sek. á hverri sekúndu. Mannveran er léttari en hún hefur áður þekkt ( en í raun ekki massaminni) og stekkur auðveldlega hæð sína. Orsökin er auðvitað sú að tunglið er bæði massaminni og ummáls- minni hnöttur en jörðin og þynd- garkrafturinn þar aðeins 1/6 hluti af togkrafti jarðar í manninn. Hefði Júpíter fast yfirborð (það er gaskennt) og maðurinn stæði þar, yrði hann fyrir um tvöföld- um þeim þyngdarkrafti sem hann kannaðist við frá jörðu og í kfló- grömmin 70 toga þá um 1400 Newton og vinur okkar þættist heldur þungur á sér. Þyngdarkraftur milli tveggja manna sem sitja hlið við hlið er hverfandi og áhrifin finnast ekki; þyngdarkraftur milli tveggja stórra skipa sem mætast á sjó er líka hverfandi en auðvitað HAFA þessir massar allir örveik áhrif hver á annan, strangt til tekið. Vísindamenn geta hagnýtt sér þyngdarkraftinn við rannsóknir, t.d. til þess að finna “létt“ eða „þung“ jarðlög (olíu eða málma), til að fylgjast með hegðan kviku- hólfa undir eldfjöllum og til þess að ákvarða suma eiginleika him- inhnattanna. Og rannsóknir á þyngdarkraftinum í alheiminum eru einn af lyklunum að gátum um uppruna, þróun og framtíð alheimsins. Það ætti að vera Massamiðja jarðar, — um 6 miljón miljón miljón miljón kg Tveir „hlutir" - maður og jarökúlan, - toga hver I annan meö jafnstórum gagnstæðum krafti. Massi mannsins er mikki minni en jarðar og hefur hún því vinninginn. Maöurinn dregst að jöröinni. öllum í mun að skilja undirstöðu- atriði þyngdarlögmálsins og von- andi hefur pistillinn hjálpað þar til. ttHl SCOUTLUX + 25° C — -h 8° C Þyngd 1.900 gr. Verð kr. 6.590,- FEMUND + 25° C — 4-10° C Þyngd 1.900 gr. Verð kr. 9.980,- TRAIL 50 50 lltrar Þyngd 900 gr. Verð kr. 5.490,- PANTHER 65 lítrar Þyngd 1.800 gr. Verð kr. 9.990,- LYNX4 60 lltrar Þyngd 1.100 gr. Verð kr. 5.990,- -S/kARAK FRAMÚR Snorrabraut 60 Símar: 12045 — 624445 Raðgreiðslur. Póstsendum samdægurs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.