Þjóðviljinn - 06.04.1990, Blaðsíða 17
frambjóðandinn og eini Alþýðu-
bandalagsmaðurinn sem gefur
ekki kost á sér í öll 8 fyrstu sætin
og miðar við 3.-8.sætið.
Kristín Á. Ólafsdóttir er borg-
arfulltrúi, hefur að baki nám í
leiklist og leikhúsfræðum og hef-
ur starfað við leikhús, kennslu,
dagskrárgerð í útvarpi og sjón-
varpi, almenn skrifstofustörf og
fleira. Hún hefur starfað í Al-
þýðubandalaginu frá 1974 og var
varaformaður flokksins 1985-‘87
og hefur verið borgarfulltrúi
ABR frá 1986. Hún gefur kost á
sér í l-8.sæti.
Kristrún Guðmundsdóttir er
bankastarfsmaður og stundar
jafnframt nám í uppeldisfræðum
við Háskóla íslands. Hún hefur
starfað sem fóstra og kennari og
verið trúnaðarmaður í Lands-
banka íslands sl. 5 ár og á sæti í
foreldraráði Ölduselsskóla. Hún
gefur kost á sér í l.-8.sæti.
Reynir Ingibjartsson hefur
verið framkvæmdastjóri Búseta
frá 1983 og haft mikil afskipti af
húsnæðismálum. Hann starfaði
við ýmis samvinnufyrirtæki að
loknu Samvinnuskólaprófi og var
framkvæmdastjóri Sambands ísl.
samvinnustarfsmanna 1973-‘83.
Hann starfaði í Sambandi ungra
framsóknarmanna 1970-‘74 en
síðan í Alþýðubandalaginu.
Hann gefur kost á sér í l.-8.sæti.
Reykjavíkurfélagiö,
samtök um betri
borg
Reykjavíkurfélagið er stofnað
af liðsmönnum Borgaraflokksins
fyrir forgöngu Ásgeirs Hannesar
Eiríkssonar, alþingismanns
flokksins. Báðir þátttakendur
félagsins í prófkjörinu hafa tengsl
við SÁÁ og félagið Vernd, sem
annast fangahjálp, og gefa kost á
sér í l.-8.sætið.
Ásgeir Hannes Eiríksson, al-
þingismaður, stundaði nám í
Verslunarskóla íslands og Hótel-
og veitingaskóla íslands og hefur
stundað verslunarstörf. Hann
hefur starfað innan Sjálfstæðis-
flokksins og síðan Borgara-
flokksins frá stofnun hans. Hann
starfar með samtökunum Gamla
miðbænum, SÁÁ, Vernd, íþrótt-
afélaginu Leikni og fleirum.
Hann hefur kost á sér í l.-8.sæti.
Björn Einarsson er erindreki
og var félagsmálafulltrúi Verndar
1982-‘89. Hann er einn af stofn-
endum Borgaraflokksins og á
sæti í aðalstjórn SÁÁ og stjóm
Verndar. Hann gefur kost á sér í
l.-8.sæti.
Óháöir
frambjóöendur
Níu frambjóðendur í prófkjör-
inu em hvergi flokksbundnir, að
því er næst verður komist. Þeir
taka þátt í þessu framboði á ýms-
um forsendum, en nokkrir
nefndu það við Þjóðviljann, að
þeim fyndist hefðbundin barátta
innan félagasamtaka eða með
þrýstingi á öðrum vettvangi oft
hafa takmarkaðan eða engan ár-
angur borið, og þeir vildu því
beita sér innan stjómmálahrey-
fingar til að vinna að réttindamál-
um fatlaðra, í skipulagsmálum og
að velferð barna, unglinga og
aldraðra. Sex af níu úr þessum
hópi gefa kost á sér í öll fyrstu
sætin.
Aðalsteinn Hallsson er félags-
málafulltrúi hjá Sjálfsbjörg og
hefur starfað með þeim sam-
tökum og SEM-hópnum (Sam-
tökum endurhæfðra mænuskadd-
aðra). Áður en hann fatlaðist í
slysi var hann verkstjóri í frysti-
húsum. Hann gefur kost á sér í
l.-8.sæti.
Egill Helgason er upplýsinga-
fulltrúi Listahátíðar í Reykjavík.
Hann nam blaðamennsku í París
og hefur starfað sem blaðamaður
og sinnt fréttamennsku og dag-
skrárgerð fyrir útvarp og sjón-
varp. Hann gefur kost á sér í 1,-
8.sæti.
Gísli Helgason er tónlistar-
maður og forstöðumaður hljóð-
bókagerðar Blindrafélagsins.
Hann hefur starfað að málefnum
blindra og sjónskertra og var for-
maður félagsins Vísnavina um
langa hríð. Hann gefur kost á sér í
l.-8.sæti.
Guðmunda Helgadóttir er
fangavörður og gefur kost á sér í
l.-8.sæti.
Guðrún Jónsdóttir er arkitekt
og rekur sjálfstæða teiknistofu í
Reykjavík. Hún var forstöðu-
maður Borgarskipulags Reykja-
víkur 1979-‘84, formaður Arki-
tektafélags íslands 1970-‘72 og
Torfusamtakanna frá stofnun
1972-‘79. Hún á sæti í Skipulags-
stjórn ríkisins. Guðrún gefur kost
á sér í l.-8.sæti.
Hörður Svavarsson er fóstra og
framkvæmdastjóri Foreldrasam-
takanna. Hann hefur stundað
ýmis verkamannastörf, verið bíl-
stjóri, lagermaður ofl. Hann gef-
ur kost á sér í 4.-8.sæti.
Kristín Dýrfjörð er fóstra og
situr nú í kjararáði Fóstrufélags
íslands og fulltrúaráði Fóstrufé-
lags Reykjavíkur. Hún hefur átt
sæti í laganefnd og samninga-
nefnd FÍ. Hún gefur kost á sér í
3.-8.sæti.
Margrét Haraldsdóttir kennir
stjómmálafræði og eðlisfræði í
Menntaskólanum við Sund, en
hefur verið blaðamaður á Alþýð-
ublaðinu, bóndi í Vestur-
Landeyjum og formaður barna-
verndarnefndar og skólanefndar
þar í sveit. Hún gefur kost á sér í
l.-8.sæti.
Ólína Þorvarðardóttir er dag-
skrárgerðarmaður við Sjónvarp-
ið og stundar magistersnám í ís-
lenskum fræðum við Háskóla ís-
lands. Hún kenndi við Grunn-
skólann á Húsavík 1979-‘80, var
blaðamaður á NT 1984-‘85 og
fréttamaður Sjónvarpsins 1986-
‘89. Hún var fulltrúi í Háskólar-
áði og Stúdentaráði við HÍ 1981-
83 og lauk BA-prófi í íslensku frá
HÍ 1985. Hún gefur kost á sér í
l.-8.sæti.
Ýmis tengsl
Hvað hvetur óháðu borgarana
til að taka nú þátt í stjórnmálum í
fyrsta sinn? Aðspurðir svara þeir
sumir, að þeir vilji reyna að þoka
þeim málefnum áleiðis sem þeir
hafa starfað við innan samtaka og
áhugahópa. Kristín Dýrfjörð og
Hörður Svavarsson hafa starfað
sem fóstrur og sinnt félagsmálum
á þeim vettvangi í þágu foreldra
og barna, Aðalsteinn Hallsson og
Gísli Helgason hafa verið virkir í
því að skapa jafnstöðu fatlaðra
og annarra. Guðrún Jónsdóttir
hefur lagt áherslu á skipulagsmál.
Þrír frambjóðendur eru kunn-
ugir málefnum fanga, Ásgeir
Hannes Eiríksson, Björn Einars-
son og Guðmunda Helgadóttir.
Af ættartengslum má nefna að
Guðmunda Helgadóttir er móðir
Ragnheiðar Davíðsdóttur, fram-
kvæmdastjóra Samtaka um nýjan
vettvang og að faðir Kristrúnar
Guðmundsdóttur er Guðmundur
Vigfússon, fyrrum borgarfulltrúi
Alþýðubandalagsins. Nefna má
einnig, að Kristín Dýrfjörð er
dóttir Birgis Dýrfjörðs, formanns
Fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélag-
anna í Reykjavík, en hún er hins
vegar óflokksbundin sjálf. ÓHT
Þátttakendur í prófkjöri Nýs afls á Nesinu, frá vinstri: Páll Á. Jónsson, Katrín Pálsdóttir.Sunneva Hafsteinsdóttir, Sverrir Ólafsson, Guörún K. Þorbergsdóttir, Björn Hermanns-
son, Anna Kristín Jónsdóttir, Eggert Eggertsson, Siv Friðleifsdóttir, Arnþór Helgason, Hallgrímur Þ. Magnússon og Karl Óskar Hjaltason. A myndina vantar Einöru Sigurbjörgu
Einarsdóttur.
Nýtt afl á Nesinu
^ Opið prófkjör í dag og á morgun á Seltjarnarnesi
Þrettán manns taka þátt í opnu
prófkjöri nýrrar bæjarmálahreyf-
ingar á Seltjarnarnesi, sem starf-
ar undir heitinu „Nýtt afl á Nes-
inu“. Fólkið kemur úr ýmsum átt-
um og vill vinna saman á nýjum
grundvelli að bæjarmálefnum.
Prófkjörið fer fram í Félags-
heimili Seltjarnarness í dag,
föstudag 6. apríl kl. 15-21 og á
morgun, laugardag7. apríl kl. 10-
19. Niðurstaða er bindandi fyrir 3
efstu sæti listans, sem sækir um
að nota listabókstafinn N í vor.
Þátttakendur í prófkjöri Nýs
afls eru þessir:
Katrín Pálsdóttir, hjúkrunar-
fræðingur, f. 1951, Hún hefur
verið félagi í Kvennalistanum frá
stofnun.
Páll Á. Jónsson er yfirtækni-
fræðingur hjá Pósti og síma, f.
1950. Hann hefur m.a. verið í
stjórn launamálaráðs BHM1982-
‘83 og í samninganefnd fyrir
tæknifræðinga nokkur ár, vara-
formaður Kjarafélags tækinifr-
æðinga frá 1986 og er stjórnarfor-
maður Landssamtaka foreldra
barna með leserfiðleika.
Siv Friðleifsdóttir er sjúkra-
þjálfari hjá Sjúkraþjálfun
Reykjavíkur, fædd 1962. Hún
hefur setið í stjórn Badminton-
sambands íslands og er nú í stjórn
Sambands norrænnar æsku,
stjórn LFK, stjóm Æskulýðs-
sambands íslands og stjórn Nor-
ræna félagsins.
Sunneva Hafsteinsdóttir er
kennari, f. 1956.
Sverrir Ólafsson er rafmagns-
verkfræðingur, f. 1960. Hann var
formaður Vöku, félags lýðræðis-
sinnaðra stúdenta 1981-‘82 og sat
í stjóm Félagsstofnunar stúdenta
sömu ár.
Anna Kristín Jónsdóttir er
fædd 1965 og nemur heimspeki
og latínu við Háskóla íslands.
Hún hefur setið í stjórn Soffíu,
félags heimspekinema og Carpe
Diem, félags latínu- og grísku-
nema og starfað með Röskvu í
Háskóla íslands.
Arnþór Helgason er deildar-
stjóri, fæddur 1952. Amþór hef-
ur setið í Félagsmálaráði Sel-
tjarnarness fyrir Framsóknar-
flokkinn síðan 1982 og er formað-
ur stjórnar Öryrkjabandalags ís-
lands.
Björn Hermannsson er
fræðslufulltrúi, fæddur 1958.
Hann er í stjórn Gróttu, félagi í
Flugbjörgunarsveit Reykavíkur
og formaður Alþýðuflokksfélags
Seltjarnarness.
Eggert Eggertsson er yfirlyfja-
fræðingur, fæddur 1956. Hann
var í stjórnum íslendingafélags-
ins í Uppsölum og Lundi, hefur
starfað fyrir Stéttarfélag ísl. lyfj-
afræðinga og er í stjóm Foreldra-
félags skóladagheimilis Mýrar-
húsaskóla. Hann er stofnfélagi
Birtingar.
Einara Sigurbjörg Einarsdóttir
er verslunarmaður, f. 1943. Hún
hefur tekið þátt í foreldrasamtök-
unum Fjölskylduvernd.
Guðrún K. Þorbergsdóttir er
framkvæmdastjóri, f. 1934. Hún
hefur verið í bæjarstjóm Sel-
tjarnarness sl. 3 kjörtímabil og
átt sæti í fjárhags- og launanefnd,
skipulagsnefnd og stjórn Heilsu-
gæslustöðvar Seltjarnarness.
Hallgrímur Þ. Magnússon er
fæddur 1949 og var virkur í félagi
læknanema á námsámm í Há-
skóla íslands.
Karl Óskar Hjaltason er mark-
aðsfulltrúi, f. 1954, er formaður
Lionsklúbbs Seltjarnamess og
hefur verið fulltrúi í Tómstunda-
ráði. Hann hefur gegnt trúnaðar-
störfum á vinnustað og fyrir
Starfsmannafélag ríkisins.
ÓHT
Föstudagur 6. apríl 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17