Þjóðviljinn - 06.04.1990, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 06.04.1990, Blaðsíða 10
NORÐURLANDARÁÐ (SLANDSDEILD Norðurlandaráð auglýsir stöðu aðalritstjóra tímaritsins Nordisk Kontakt lausa til umsoknar Tímaritið Nordisk Kontakt er gefið út af Norðurlandaráði. Hlutverk þess er að fjalla um norrænt samstarf, störf þing- anna og þjóðfélagsmál á Norðurlöndum almennt. Út eru gefin sautján tölublöð á ári. Tímaritinu er ætlað að beina upplýsingum til stjórnmála- manna, embættismanna, fréttamanna og annarra, sem áhuga hafa á norrænu samstarfi og þjóðfélagsmálum á Norðurlöndum. Aðalritstjórinn (chefredaktören) er ábyrgur útgefandi tíma- ritsins og ber ábyrgð á útgáfu og fjármálum þess. í ritstjórn sitja með aðalritstjóranum fimm ritstjórar, sem aðsetur hafa hver í sínu norræna landi og sem hafa það hlutverk að sjá tímaritinu fyrir efni þaðan. Umsækjendur skulu vera vel ritfærir, hafa reynslu af stjórnun og störfum við fjölmiðla. Góð kunnátta í einu öðru norrænu máli en íslensku er nauðsynleg. Önnur mála- kunnátta og háskólamenntun eru æskileg. Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um stöðu þessa. Staða þessi er auglýst í öllum norrænu löndunum, en vinnustaðurinn er skrifstofa forsætisnefndar Norðurland- aráðs, Tyrgatan 7 í Stokkhólmi. Samningstíminn er fjögur ár. Mögulegt er að framlengja hann um tvö ár. Aðalritstjórinn þarf að geta hafið störf eigi síðar en 15. september 1990. Launakjör eru samningsatr- iði. Nánari upplýsingar veita eftirtaldir aðilar: Gustaf Stjern- berg, aðstoðarframkvæmdastjóri skrifstofu forsætis- nefndar, og Einar Karl Haraldsson, núverandi aðalritstjóri tímaritsins Nordisk Kontakt, í síma 9046 8 143420, og Snjólaug Ólafsdóttir, skrifstofustjóri íslandsdeildar Norðurlandaráðs, í síma 91 11560. Umsóknir, þar sem m.a. skal tilgreina launakröfur skulu hafa borist til forsætisnefndar Norðurlandaráðs (Nordiska rádets presidium) eigi síðar en 26. apríl n.k. Hafnarfjarðarbær Sumarstörf Æskulýös- og tómstundaráð óskar eftir að ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa: 1. Yfirflokksstjóra við Vinnuskólann. 2. Flokkstjóra við Vinnuskólann. 3. Leiðbeinendur í skólagarða. 4. Leiðbeinendur á íþrótta- og leiktækjanám- skeið. Lágmarksaldur umsækjenda í ofangreind störf er 20 ár. Garðyrkjustjóri óskar eftir að ráða starfsfólk ekki yngra en 16 ára til garðyrkjustarfa. 1. Viðhaldsflokkur Aðalverkefni viðhald dagheimilislóða, gæslu- valla, opinna valla og skólalóða. 2. Nýbyggingarflokkur Aðalverkefni uppbygging á Víðistöðum og öðr- um svæðum, grjóthleðsla, hellulagnir, girðing- arvinna ásamt ýmsum öðrum garðyrkjuverk- efnum. 3. Sláttuflokkur Aðalverkefni sláttur og hirðing á grassvæðum. 4. Viðhalds- og gróðursetningarflokkur Helstu verkefni útplöntun sumarblóma og gróð- ursetning trjáa. Umhirða á Hellisgerði og öðrum opnum svæðum bæjarins. Umsóknarfrestur rennur út miðvikudaginn 25. apríl. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Æskulýðsráðs Strandgötu 8. (Inngangur frá Linnetsstíg). Upplýsingar eru veittar í síma 53444 hjá Æskulýðsfulltrúa og hjá Garðyrkju- stjóra í síma 652244. Æskulýðs- og tómstundafullrúi Hafnarfjarðar Garðyrkjustjórinn í Hafnarfirði se: Alþingí ÍSLENDINGA FRÁ ALÞINGI íbúð fræðimanns í húsi Jóns Sigurðssonar íbúð fræðimanns í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn er laus til afnota tímabilið 1. september 1990 til 31. ágúst 1991. Fræðimenn sem hyggjast stunda rannsóknir eða vinna að verkefnum í Kaupmannahöfn geta sótt um afnotarétt af íbúðinni. í íbúðinni eru fimm herbergi og fylgir þeim allur nauðsynleg- asti heimilisbúnaður. Hún er látin í té endur- gjaldslaust. Dvalartími í íbúðinni skal eigi vera skemmri en 3 mánuðir en lengstur 12 mánuðir, en venjulega hefur henni verið ráðstafað til þriggja mánaða í senn. Umsóknir um íbúðina skulu hafa borist til skrif- stofu Alþingis eigi síðar en 30. maí n.k. Umsækjendur skulu gera grein fyrir tilgangi með dvöl sinni í Kaupmannahöfn, svo og menntun og fyrri störfum. Þá skal tekið fram hvenær og hve lengi óskað er eftir íbúðinni, svo og fjölskyldustærð umsækjanda. Tekið skal fram að hússtjórn ætlast til að dvalargestir nýti úthlutaðan tíma sinn að fullu við störf í Kaup- mannahöfn. Sérstök eyðublöð er hægt að fá á skrifstofu Alþingis í Alþingishúsinu í Reykjavík og í sendi- ráðinu í Kaupmannahöfn. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Akranesi Stefnuskrarumræða fyrir bæjarstjórnarkosningar Vinna starfshópa Mánudaginn 9. apríl kl. 20.30 í Rein. íþrótta- og æskulýðsráð: Stjórnendur Georg V. Janusson og Bryndís Tryggvadóttir. Skólamál: Stjórnandi Stefán Hjálmarsson. Dagvistarmál: Stjórnandi Guöbjartur Hannesson. Umhverfis- og heilbrigðismál. Allir hvattir til að mæta. Bæjarmálaráð ÆFR Opið prófkjör í Reykjavík Prófkjör Nýs Vettvangs og fleiri verður haldið nk. laugardag 7. apríl. Þátttökurétt hafa allir Reykvíkingar sem aðhyllast stefnumál Nýs vettvangs og hyggjast styðja framboðið í vor. Höfum áhrif og tökum þátt. Lýðræði gegn flokksræði. Nánar auglýst síðar. Stjórn ÆFR Alþýðubandalagið Vestmannaeyjum Vinnufundir - Opið hús Kosningaundirbúningur frambjóðenda Alþýðubandalagsins í Eyjum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar er hafin. Vinnufundir verða haldnir öll fimmtudagskvöld frá klukkan 20.30 í húsi félags- ins við Bárugötu. Stuðnir,gsfólk er hvatt til að mæta og hafa áhrif á stefnumótunina. Opið hús verður alla laugardaga frá klukkan 13 - 15. Frambjóðendur AB Alþýðubandalagið Kópavogi Skrifstofa félagsins verður fyrst um sinn opin frá kl. 15-18.30 mánudaga-fimmtudaga. Félagar eindregið hvattir til að koma á skrifstofuna til að fá fréttir af málefnum bæjarfélagsins og greiða félagsgjöldin. Sími 41746: Stjórnln Alþýðubaodalagið á Suðurlandi Árshátíð Árshátíð Alþýðubandalagsins á Suðurlandi verður haldin á Hótel Selfossi laugardaginn 7. apríl. Húsið verður opnað kl. 19.30. Borðhald hefst kl. 20. Á dagskrá er bæði gaman og alvara og málflutningur ýmist í bundnu eða óbundnu máli, m.a. munu félagar í Leikfélagi Hvera- gerðis flytja atriði úr Lukkuriddaranum. Gestur kvöldsins er Ólafur Ragnar Grímsson. Hljómsveitin Karma leikur fyrir dansi. Miðaverð er 2.500 krónur. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til einhvers eftirtalinna: Jón Hjartarson, sími 74640. Ármann Ægir, sími 34240. Anna Kristín, sími 22189. Allir velkomnir. Stjórnin Kf KENNARASAMBAND ÍSLANDS Kennarasamband íslands auglýsir styrki til rannsókna og þróunarverkefna úr Verkefna- og námsstyrkja- sjóði KÍ Stjórn sjóösins hefur ákveðið að úthluta styrkj- um til kennara sem vinna að rannsóknum, þró- unarverkefnum eða öðrum umfangsmiklum verkefnum í skólum. Um er að ræða styrk- veitingar skv. b-lið 6. greinar um Verkefna- og námsstyrkjasjóð KÍ frá 15. febrúar 1990. Umsóknum ber að skila á eyðublaði sem fæst á skrifstofu Kennarasambands íslands, Grettis- götu 89, 105 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 10. maí 1990. TRESMIÐJAN STOÐ • Smíðum hurðir og glugga í ný og gömul hús. • Önnumst breytingar og endurbætur á gömlum húsum úti sem inni. • Smíðum sumarbústaði og seljum sumarbústaðalönd. Trésmiðian Stoð ReyWalshúslnu Hafnarfirði J Sími 50205, kvöldsími 41070. Alþýðubandalagið á Suðurlandi Ráðstefna um sveitarstjórnarmál Ráðstefna um sveitarstjórnarmál verður haldin í Alþýðubanda- lagshúsinu að Kirkjuvegi 7, Selfossi, laugardaginn 7. apríl. Ráð- stefnan hefst kl. 10 árdegis. Ráðstefnustjóri Jón Gunnar Ottósson. Dagskrá: 1. Jón Hjartarson formaður kjördæmisráðs setur ráðstefnuna. 2. Fulltrúar frá hverju sveitarfélagi gera grein fyrir stöðu mála og helstu áherslupunktum. 3. Jöfnunarsjóður og uppgjör hans við sveitarfélög. Frummæl- andi Unnar Þór Böðvarsson. 4. Skóla- og dagvistarmál. Frummælendur Kolbrún Guðnadótt- ir og Anna Kristín Sigurðardóttir. 5. Fjármál sveitarfélaga. Frummælandi Þorvarður Hjaltason. 6. Þátttaka og vinna í sveitarstjórnum og hvernig fer ákvarðana- taka fram. Frummælandi Ragnar Óskarsson. 7. Kosningastarfið og sameiginlegar áherslur. Frummælandi Úlfur Björnsson. Félögum langt að komnum er boðin gisting og annar viðurgjörn- ingur hjá félögum sínum á Selfossi. Alþýðubandalagið í Kópavogi Spilakvöld Spilakvöld verður haldið í Þinghóli, Hamraborg 11, mánudaqinn 9. apríl, kl. 20.30. Allir velkomnir. Kirkjan og samfélagið Hvert er hlutverk kirkjunnar í samfélagshræringum? Getur kirkjan tekið þátt i samfélagsumbótum? Vill hún það? Áhúnað gera það? Geta jafnaðarmenn og kirkjan átt þar samleið? Opinn fundur þriðjudaginn 10. apríl kl. 20.30 á Kornhlöðuloftinu Bankastræti 2 (milli Litlu-Brekku og Lækjarbrekku. Frummælendur: Magnús Torfi Olafsson: Þáttur kirkjunnar í samté- lagsþróuninni í Austur Evrópu. Séra Þorbjörn Hlynur Árna- son: Kirkjan, frelsunarguð- fræði og Suður-Ameríka. Olafur H. Torfason: Kirkjan og áhrif hennar á íslenskt þjóðllf fyrr og nú. Umræður og skoðanaskipti. Allir velkomnir. Stjórnin 10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 6. apríl 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.