Þjóðviljinn - 12.04.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.04.1990, Blaðsíða 3
---------------, Ó, gamla höfuðborg... eða: Opið bréf til Dana Á hverjum degi ganga um göt- ur Kaupmannahafnar andagtug- ar, útlendar persónur sem hafa feiknarlega sterka tilfinningu fyrir því að þær séu í sinni eigin borg, á heilagri jörð, innanum frægar fomleifar sínar, era í gamla tímanum. Þetta eru íslend- ingar í gömlu höfuðborginni sinni. Og enn einu sinni: íslend- ingar líta ekki á sjálfa sig sem litla skrítna „bræðraþjóð" úti í hafi, heldur menningarlegt stórveldi með sögu sem kemur heiminum öllum við. Þess vegna erum við líka í og með roggnir af þessari borg og þykjumst oft hafa byggt hana og aukið verðmæfum. Eg hef oft orðið var við það hvað Danir og ekki síst Kaupmanna- hafnarbúar verða undrandi á því hvað við íslendingar höfum sterka og allt öðru vísi tilfinningu fyrir borginni við sundið en þeir. Erum við íslendingar þeir einu sem enn líta á Kaupmannahöfn sem höfuðborg, raunverulega stórborg og fyrirmynd annarra höfuðstaða, borg sem við höfum sérstaka tilfinningu fyrir? Kaupmannahöfn er gríðarlega stór þáttur í íslenskri arfleifð, og okkar sögustaðir í henni eru allt aðrir en ykkar. Við göngum um sakleysislegar götur sem bera svo kunnugleg og fræg nöfn úr ís- landssögunni, en þið sjáið ekkert við, fetum varfærnislega framhjá húsum sem við vitum allt um, en þið hafið aldrei heyrt um. Okkar áherslupunktar eru alveg sérstak- ir og um okkar Kaupmannahöfn, Íslendinga-Kaupmannahöfn, hafa verið ritaðar sérstakar bækur. íslendingar eru meira að segja aldir upp við það, að gamla Kaupmannahöfn sé að talsverðu leyti reist og skreytt fyrir ísienskt fé, ágóðann af íslandsviðskiptum Dana, því héðan fluttu þeir satt að segja mjög dýrmætan varning og höfðu ráð manna í hendi sér. Koparþökin á turnunum eru úr kirkjuklukkum sem þeir stálu af okkur við siðaskiptin, það vissu nú allir. Veiðifálkarnir, brenni- steinninn (í danska púðrið, sem líka var útflutningsvara héðan), ull í forhlöð í riffla, skinnfeldir, olía, kvenhár, æðardúnn, rjúpu- kjöt, þurftalitlir og sterkir hestar til erfiðisvinnu, - svona mætti lengi telja. Og þetta er ekki lítið magn ef að er gáð, heldur mikil viðskipti. Best má mæla þetta af því, að engar framfarir, bygging- ar, vélatækni eða annað kom til sögunnar uppi á eyjunni á með- an. Hagnaðurinn hvarf og birtist hér í varanlegum verðmætum. (Hins vegar segjum við núna, þegar við rennum augum yfir ný- lendusöguna, „Guði sé lof að það var þetta ljúfa fólk, Danir, hvern- ig útreið hefðum við fengið hjá Bretanum, Frakkanum eða Þjóð- verjanum?“) Við misstum líka fullt af fólki til ykkar, atgervisflótti er ekkert nýnæmi fyrir okkur. Afburða- fólkið okkar varð embættismenn hjá ykkur, fór í utanríkisþjónust- una og hingað og þangað, sumir í herinn. Aðra misstum við í tugt- húsin, - í Stokkhúsinu var óeðli- lega hátt hlutfall íslendinga. Reyndar voru það íslenskir sýslu- menn og ráðamenn sem dæmdu þá þangað, en þeirra var þræls- lundin að reyna að sýnast sem bestir og samviskusamastir þjón- ar herraþjóðarinnar. Þegar mað- ur bjó í Kaupmannahöfn lét mað- ur eins og flestir aðrir íslendingar sem þar hafa gist öldum saman, fór helst ekki út fyrir hana. Einn landi minn sem gegndi ábyrgðarmiklu embætti á vegum stjórnarinnar áratugum saman á NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 3 síðustu öld í Kaupmannahöfn fór ekki út fyrir múrana fyrr en á gamals aldri og skrifaði gömlum íslenskum námsfélaga sínum úr borginni í ofboði fréttimar: Það var fallegt uppi í sveit í Dan- mörku. Hann var búinn að fara þangað og sá þetta með eigin augum. Þeir höfðu verið svo viss- ir um að þangað væri ekkert að sækja, að þeim hafði aldrei dottið í hug að svo mikið sem líta á landslagið, allir vissu að það var skelfilegt, fjallalaust, klettalaust, en umfram allt fossalaust. Um það hafði vinsælasta rómantíska skáld íslendinga (og þar með enn þann dag í dag það vinsælasta), Jónas Hallgrímsson, ort svo, að honum þætti vænna um garðana og blómin á Sjálandi, ef það gæti gefið honum „gamla fossahljóm- inn“. Mér finnst það furðulegt núna, að á námsárunum í Kaupmanna- höfn heimsótti maður bæi og byggðir í Noregi, Svíþjóð, Fær- eyjum, Þýskalandi og Frakk- landi, fór suður að Miðjarðar- hafi, en kom því aldrei í verk að sjá neitt af Danmörku utan Kaupmannahafnarsvæðisins nema Víkingaskipasafnið í Hróarskeldu og Dyrehavsbakk- en. Kaupmannahöfn var það sem gilti. Helst innan vatnanna. Þegar við göngum Köbmager- gade erum við ekki í vafa um að þetta er “Kjötmangarastræti", því gatan heitir Kjötmangarinn hjá okkur. Frúarkirkja og Brim- arhólmur eru rammíslensk heiti. Á Ráðhústorginu er eins víst að maður hitti íslenska biskup- inn, forsætisráðherrann, stjórnmálamenn, athafnamenn, listamenn - eins og að hitta þá í Reykjavík. Við kippum okkur ekkert upp við það að heyra ís- lensku talaða á Strikinu eða í stórverslunum, satt að segja finnst mér þær alltaf krökkar af íslendingum þegar ég fer þar um. Straumurinn liggur enn hingað. En mikið fannst manni ein- kennilegt að fólkið í Danmörku talaði ekki eins og persónurnar í Ævintýrum H.C. Ándersens og Andrési Önd. Enhvem veginn hafði það síast inn í mann að maður vissi hvemig danskt talmál væri. Andrés var vinsælasta tíma- rit á íslandi og menntamenn höfðu nær undantekningarlaust lært undirstöðu sína í málinu með hjálp Fedtmule og Jóakims von And. Og við eigum svo frábæra þýðingu á H.C.Andersen, að maður hafði gert sér afar háar hugmyndir um orðkynngi og virðuleika dansks talmáls. En samanburðurinn milli Reykja- víkur og Kaupmannahafnar er ósanngjarn. Hvað hefur Kaup- mannahöfn upp á að bjóða í sam- anburði lengur? Allan þennan tíma í Danmörku sá maður hvorki haus né sporð á kónga- fólkinu. Hins vegar hafði maður séð Friðrik níunda á götu í Reykjavík og Margrét drottning og Hinrik prins féllu ágætlega inn í götumyndina seinna. Þið verðið að athuga að þetta er eina höfuðborgin í heiminum þar sem hægt var að rekast á Nix- on forseta á kvöldgöngu kringum Tjörnina og sjá Lyndon B. John- son klifra upp á girðingu til að fólk gæti heyrt betur í honum niðri við strætisvagnaendastöð- ina. Ég hef mætt heimsfrægum kvikmyndaleikurum í miðbænum í Reykjavík án þess að nokkur tæki eftir þeim. Hefur Karl Bret- aprins einhvern tíma ekið leigubíl í Kaupmannahöfn? í Reykjavík fékk hann að prófa ameríska lúxuskerru og setti bflstjórann aftur í. Karl Bretaprins fer þama líka um í sínum árlegu laxveiði- túrum. Á íslandi gegnir það nokkurri furðu ef maður rekst ekki annað slagið á frægt fólk eða er málkunnugur því. Ekkert af því tagi gerðist í Kaupmannhöfn, og þó átti þetta að heita höfuð- borg. Östervold var aðsetur Jóns Sigurðssonar, St. Peder- stræde ber skilti með nafni Jónas- ar Hallgrímssonar. Það er hans gata í huga mínum, ekki ykkar. að Reykjabyggð 18, Mosfellsbæ, ertil sýnis með öllum húsbúnaði skírdag, laugardag, páskadag og annan í páskum kl. 13-18. Glæsilegt 2ja hæða einbýlishús með blómaskála og tvöföldum bílskúr, samtals 253 m2 á 17 millj. kr Leiðin er merkt. Happdrætti dvalarheimilis aldraðra sjómanna Ólafur H. Torfason skrifar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.