Þjóðviljinn - 12.04.1990, Blaðsíða 12
trú. Menn töluðu gjaman um það
á þessum tíma að hægt væri að
rækta hvað sem væri í Hallorms-
staðaskógi, en öðra máli gilti
þegar út fyrir skóginn væri kom-
ið. Við höfðum hins vegar séð
hvemig áhugasamir bændur á
Héraði höfðu náð athyglisverð-
um árangri í trjágörðum við
heimahús, og ég taldi það sjálf-
sagt mál að við létum reyna á er-
lendu tegundimar utan birki-
skógarins. Þessari plöntun var
svo haldið áfram á næstu áram á
hinu nýfriðaða svæði. Það vildi til
að 1968 var kalt hafísár. Það
hafði sýnt sig að lerkið var eina
tegundin sem kom til greina við
þessa ræktun, aðrar tegundir
tóku svo hægt við sér. Skógurinn
frá 1968 við Freyshóla er nú orð-
inn 7-8m. hár, og reiturinn frá
1965 um 6-7m., en þar var um
nokkuð hægsprottnara lerki-
kvæmi að ræða.
Merkur bóndi og ræktunar-
maður, sem ég tek mark á, sagði
mér að hann hefði fyrst fengið trú
á skógræktina sem alvöramál
þegar hann sá þennan árangur,
og það er enginn vafi á því að
þessar spildur hafa ráðið miklu
um að skapa skilning meðal
bænda og annarra á því, að skóg-
ræktin sé alvörumál.
Lerki-
ævintýrið
Er ekki innflutningur lerkisins
hingað til lands einhver merkileg-
asti árangur skógrœktarinnar í
heild?
—Jú, það má með sanni segja að
lerkið sé planta sem hafi komið
okkur á óvart. Margir erlendir
skógfræðingar hafa lýst furðu
sinni á að þessi trjátegund skuli
þrífast hér á landi, en það lerki
sem við notumst við er ættað af
svæðum þar sem ríkir hreint
meginlandsloftslag. Það er ann-
ars vegar um að ræða Arkangelsk
í Norður-Rússlandi og svo Síber-
íu. Fyrirrennari minn, Gutt-
ormur skógarvörður, hafði áttað
sig á því að lerkið dafnaði vel, en
elstu lerkitréin á Hallormsstað
eru frá 1922. Hann fékk síðan fræ
frá Arkangelsk, og plöntur af því
vora gróðursettar 1938 þar sem
nú heitir Guttormslundur. Eftir
stríð fengum við svo fræ frá Ark-
angelsk og Síberíu, þannig að
plöntun hófst 1951 í Jónsskógi,
sem kenndur er við Jón Jósep Jó-
hannesson. Þegar Jónsskógur
hafði dafnað í 9 ár 1960 mældi ég
100 sm. árssprota á 2 trjám, sem
má teljast einstakur árangur. En
merkustu uppgötvunina varð-
andi lerkið gerðum við þegar við
fóram af fikti að planta því á ör-
foka mel. Það varð upphafið að
því sem við nú köllum land-
græðsluskóga, þar sem lerki er
ríkjandi trjátegund. En þá kom í
ljós að lerkið getur vaxið óhindr-
að á mjög rýra landi án þess að fá
áburð. Við gerðum tilraunir með
þetta á áranum 1962-79, en þá
var fyrst framkvæmd stór gróður-
setning lerkis í örfoka land. Við
höfðum áður notast við rýra þurs-
askeggsmóa í landi Hafursár og
Mjóaness, en á spildunni í Ásum
innan við Hallormsstaðaskóg
kom í ljós að lerki vex eins og
ekkert sé á örfoka mel án þess að
fá áburð. Lerkið er eina nytja-
plantan sem við þekkjum er vex
vel frá upphafi við þessi skilyrði
að belgjurtum og elri undan-
skildum. Það má því segja að
lerkið hafi í þessum skilningi ver-
ið ævintýrið í þeim mikla trjá-
plöntuinnflutningi, sem Skóg-
ræktin hefur staðið fyrir. Við höf-
um jafnframt verið svo lánsamir
að síeppa við sníkjudýr sem herj-
að hafa á lerkið í nágranna-
löndum okkar, þótt segja megi að
hurð hafi skollið nærri hælum,
því slík óværa hefur fundist hér á
innfluttum jólatrjám. Ég tel af
þessum sökum að brýna nauðsyn
beri til að herða til muna eftirlit
með jólatrjáainnflutningi og
innflutningi hvers konar trjá-
plantna frá Hoilandi og víðar,
sem færst hefur mjög í vöxt á
síðari áram.
Sigurður Blöndal við skógarhögg
Ljósm. Eivind Heide.
Orþví að þú minnist á jólatrén.
Hvenœr getur Skógrœktin full-
nœgt íslenska markaðnum fyrir
þessa vöru?
- Við Ágúst í Hvammi byrjuð-
um markvisst að gróðursetja sér-
staka jólatrésreiti með norsku
rauðgreni 1958 og 1959. Við
hefðum trúlega getað sinnt þess-
um markaði nú ef smekkur fólks
hefði ekki breyst og það frekar
kosið innfluttan þin frá Dan-
mörku í vaxandi mæli, en þinur-
inn fellirekki barrið. Við ræktum
aðeins fjallaþin hér á landi, og
einungis í litlum mæli því hann er
háfjallatré sem gefur stopult og
lítið fræ sem er vandfengið. En
íslenska stafafuran nýtur líka vin-
sælda sem jólatré og hefur selst í
vaxandi mæli.
Telur þú að banna œtti inn-
flutning jólatrjáa?
- í raun og veru ætti að gera
það. En það er hægara sagt en
gert þegar kröfur um frjálsa
verslun era annars vegar. Versl-
unarhömlur era ekki í tísku nú
um stundir. En yrði banni komið
á yrðum við einnig að koma betur
til móts við smekk kaupendanna.
Við getum það til dæmis með því
að hafa á boðstólum nóg af teg-
und eins og blágreni, sem heldur
barrinu vel.
Smíðavidur frá
Hallormsstað
Þið hafið framleitt eitthvað af
smíðaviði úr íslensku lerki, er
ekki svo?
- Jú, það má segja að sú
ánægjulega breyting hafi gerst á
þeim 22 áram sem ég var skógar-
í Austurdal í Noregi 1947.
vörður, að starfsemin í heild á
Hallormsstað fór að verða ársbú-
skapur og það myndaðist vísir að
stétt skógarverkamanna sem
unnu við skógrækt allt árið. Og
það er mér auðvitað mjög minn-
isstætt þegar við lögðum inn
fyrstu Ierkiborðin í Kaupfélag
Héraðsbúa 1971. Kaupfélagið
greiddi fyrir innleggið með sama
verði og Oregon pine og það lét
svo smíða úr viðnum þiljur og
húsgögn í fundarsal kaupfélags-
ins. Nú fer að koma að því að
aftur verði farið að fletta viði á
Hallormsstað og þá í enn ríkari
mæli.
Fljótsdals-
áætlunin
Eitt af því sem gerðist á starfs-
tíma þínum að Hallormsstað var
Fljótsdalsáætlunin. Hvernig mið-
ar framkvæmdum að henni?
—Jú, eins og ég sagði áður, þá
vora hugmyndir um Fljótsdalsá-
ætlun fyrst settar fram 1965 við
frekar dræmar undirtektir
bænda. Áætlunin gekk út á það
að leggja 1500 ha lands í Fljótsdal
undir skógrækt á 25 árum. Bænd-
ur áttu að leggja til landið en ríkið
framkvæmdafé, og ríkið átti að fá
10% af viðamytjum í fyllingu
tímans. Okkur tókst að fá nokkra
bændur til þess að leggja land
undir þetta og fyrsta gróðursetn-
ingin hófst 1970. Þeir skógarreitir
sem þá var plantað til urðu svo
fyrirmynd að þeirri skógrækt sem
stofnað hefur verið til á bújörð-
um allvíða.
Um 1980 tók Skógræktarfélag
Eyfirðinga að berjast fyrir því, að
stefnt skyldi að skógræktarátaki
Hestar undir viðarklyfjum í Hallormsstaðaskógi 1929. Húsmæðra-
skólinn notaði 800 hestburði í eldivið á ári. Á myndinni eru þeir Sigurð-
ur Þórarinsson t.v. og Kristinn Ólafsson þáverandi bæjarfógeti í Nes-
kaupstað. Ljósm. Björn Björnsson
svipuðu því og staðið hafði yfir í
Fljótsdal síðastliðin 10 ár.
Sumarið 1981 komu yfir 30
Eyfirðingar og skoðuðu skógar-
teiga'hjá bændum í Fljótsdal og
hjá Skógræktinni á Hallorms-
stað. Eyfirðingar eru ekki marg-
málir að eðlisfari, og sögðu fátt,
en sumarið eftir reyndust tugir
bænda reiðubúnir að leggja um
900 hektara undir skógrækt í
Eyjafirði, sem er ekki lítið miðað
við hvað sveitin er þéttbyggð.
Sauöfjárbóndi
fær vitrun
Mér er það einnig minnisstætt,
að 1980 var haldið upp á það með
svolítilli athöfn þann 25. júní, að
10 ár voru liðin frá fyrstu gróður-
setningu í Fljótsdalsáætlun.
Pálmi Jónsson, sem þá var nýorð-
inn 'andbúnaðarráðherra, mætti
á staðinn ásamt með Sveinbimi
Dagfinnssyni ráðuneytisstjóra og
Jónasi Jónssyni búnaðarmála-
stjóra og formanni Skógræktarfé-
lags íslands. Þeir Jónas og
Sveinbjörn voru báðir gamlir
áhugamenn um skógrækt, en
Pálmi var sauðfjárbóndi úr Hún-
aþingi og ókunnur skógræktar-
málum.
Við fórum ásamt með fjölda
Fljótsdælinga inn í Víðivalla-
skóg. Þótt Fljótsdælingar hefðu
allir séð skóginn úr fjarlægð frá
akveginum höfðu fæstir þeirra
farið um svæðið og ég verð að
segja að einnig heimamenn urðu
undrandi yfir árangrinum. Og
það mátti sjá á Pálma Jónssyni
þar sem lerkigreinarnar strakust
um vanga hans, að hann var sýni-
lega snortinn. Þegar hann flutti
svo tveim dögum seinna ræðu á
50 ára afmælisfundi Skógrækt-
arfélags íslands, þá var það innb-
lásin skógræktarræða, sem ber-
sýnilega mátti rekja til þess áran-
gurs sem hann hafði séð tveim
dögum áður í Fljótsdal.
Pálmi reyndist Skógræktinni
síðan vel eins og reyndar allir þeir
6 ráðherrar sem ég hef starfað
undir sem skógræktarstjóri. Eftir
þetta flutti Pálmi síðan framvarp
á Alþingi um ræktun nytjaskóga
á bújörðum, og sýnir það meðal
annars hvað lerkiræktin í Fljóts-
dal hefur áorkað í að breyta við-
horfum manna.
í framhaldi þessa ákvað ríkis-
stjórnin í júní síðastliðnum að
efna til stórátaks í skógrækt hér á
landi. Fylgdi þeirri ákvörðun 12
miljóna framlag sem veganesti.
Áformað hafði verið að þessari
ákvörðun fylgdi síðan 30 miljón
króna framlag á fjárlögum í ár, en
varð ekki nema 15 miljónir í með-
ferð fjárveitingarnefndar.
Skipulagsstörf
Þú tókst svo við starfi skóg-
rœktarstjóra og fluttist hingað til
Hafnarfjarðar 1977. Voru það
ekki mikil viðbrigði?
- Jú, það má nú segja, og ég
komst fljótt að því að stjómunar-
störfin snerust ekki síst um það
að ráða fram úr þröngum fjárhag
stofnunarinnar. Það hefur gengið
eins og rauður þráður í gegnum
starf mitt sem skógræktarstjóri í
þau rúm 12 ár sem ég gegndi því,
að finna eitthvert jafnvægi á milli
þess metnaðar sem við höfðum til
framkvæmda annars vegar og
þess takmarkaða fjármagns sem
við höfðum úr að spila hins vegar.
Framlög ríkisins til Skógræktar-
innar á þessum tíma hafa ekki
tekið neinum stökkbreytingum,
en eigin tekjur Skógræktarinnar
hafa hins vegar orðið vaxandi
hluti af heildarveltunni og era nú
orðnar rúmur þriðjungur hennar.
Þessi tekjuöflun er fólgin í af-
urðasölu og era ekki nettótekjur,
því afurðaframleiðslan kostar
bæði fjármagn og mannskap.
Þessi tekjuöflun er í sjálfu sér
góð, en hún fer ekki til nýræktar
eða landverndunar nema að litl-
um hluta. Við ræktum nýjan skóg
og verndum skóglendi fyrir fram-
lag ríkisins fyrst og fremst. Auk
þess veitir Skógræktin
leiðbeiningarþjónustu og rekur
upplýsinga- og fræðslustarfsemi
eftir mætti.
Hlutverk Skóg-
ræktar ríkisins
Er hlutverk Skógræktar ríkis-
ins kannski fyrst og fremst fólgið í
slíkri þjónustu, eða vega fram-
kvæmdirnar þyngra?
- Það er rétt, að ýmsir segja að
Skógræktin eigi ekki að standa í
framkvæmdum, heldur sinna
rannsóknum og leiðbeiningum.
En ég er eindregið á annarri
skoðun. Við þurfum að hafa
sterka framkvæmdaaðila í skóg-
ræktinni, sem ryðja brautina fyrir
hina og sýna þeim fordæmi.
Skógrækt ríkisins hlýtur að hafa
til þess sérstaka möguleika hér-
lendis ásamt öflugustu skógrækt-
arfélögunum. Skógræktin hefði
þurft að planta meiru út en gert
hefur verið, en vegna þröngs fj ár-
hags höfum við þurft að láta af
hendi stóran hluta plöntufram-
leiðslunnar til annarra aðila. í
öllum nágrannalöndum okkar er
ríkisskógræktin einn mikilvæg-
asti framkvæmdaaðilinn í skóg-
rækt ásamt stóram skógarfyrir-
tækjum. Stærstu skógræktarfé-
lögin hafa að vísu sérmenntað og
þjálfað fólk í sinni þjónustu, en
12 SIÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Fímmtudagur 12. apríl 1990