Þjóðviljinn - 12.04.1990, Blaðsíða 17
Ólympíunefnd
íslands
Boð á nám-
skeið í Grikk-
landi
Fræðsluráð Alþjóðaólympíu-
ncfndarinnar „IOA“ býður
Ólympíunefnd íslands að senda
þátttakendur á eftirfarandi nám-
skeið í Olympíu, Grikklandi í
sumar.
11. til 17. júní. Námskeið fyrir
íþróttafréttamenn. Þátttak-
endur greiði sjálfir ferðir, en fá
frítt uppihald.
20. júní til 5. júlí. Námskeið fyrir
35 ára og yngri. Alls geta 5 sótt
nám,skeiðið frá hverju landi,
en aðeins einn karl og ein kona
fá fríar ferðir og uppihald.
Hinir 3 greiði ferða- og uppi-
haldskostnað sjálfir.
5. til 11. júlí. Námskeið fyrir
skólafólk, kennara og leið-
beinendur. Þátttakendur
greiði sjálfir ferðir, en fá frítt
uppihald.
10. til 16. júlí. Námskeið fyrir
stjórnendur íþróttaskóla og
æðri íþróttamenntastofnana.
Þátttakendur greiði sjálfir
ferðir, en fá frítt uppihald.
Þeir, sem vilja taka þátt í þess-
um námskeiðum, sendi umsóknir
til Ólympíunefndar íslands,
íþróttamiðstöðinni, Laugardal,
104 Reykjavík fyrir 1. maí n.k.
Umsækjendur skulu tilgreina
aldur, menntun, íþróttaiðkanir
og störf að íþróttamálum.
Góð kunnátta í ensku eða frön-
sku er nauðsynleg.
Skógræktar-
þáttur í
opinni dagskrá
Þáttur um skógrækt Héðins
heitins Valdimarssonar í Höfða
við Mývatn verður sendur út í op-
inni dagskrá Stöðvar 2 kl. 20.30 í
kvöld, skírdag. Landgræðslu-
skógar - átak 1990 samdi við Stöð
2 áður en ákveðið var að loka
dagskrá stöðvarinnar endanlega
um að þessir þættir tengdir átak-
inu væru allir sendir út án truflun-
ar.
Þessir þættir eru, auk þáttarins
í kvöld, þátturinn „Bæjarstaðar-
skógur, uppspretta nýrra birki-
skóga“ sýndur 23. apríl og 21 /2
klukkustunda þáttur í beinni út-
sendingu föstudagskvöldið 27.
apríl, þar sem biðlað verður til
þjóðarinnar að styðja við átakið,
- koma á græna grein með átak-
inu.
í þættinum í kvöld er sagt frá
skógrækt Héðins í 300 metra hæð
þvert ofan í ráðleggingar Hákon-
ar Bjarnasonar, skógræktar-
stjóra, sem var kunnur fyrir flest
annað en úrtölur.
(Fréttatilkynning frá Land-
græðsluskógum - átak 1990)
Fréttatilkyiming
Guðmundur Einarsson hefur
verið ráðinn aðstoðarmaður Jóns
Sigurðssonar, viðskipta- og
iðnaðarráðherra. Guðmundur er
lífeðlisfræðingur og hefur starfað
við kennslu og rannsóknir við
Háskóla íslands. Hann sat á Al-
þingi árin 1983-1987 og varð síð-
an framkvæmdastjóri Alþýðu-
flokksins. Frá ársbyrjun 1989
hefur Guðmundur stundað
kennslu við H. í.
Reykjavík, 11. apríl 1990
Húsbréf bera fasta
grunnvexti allan
lánstlmann, 25 ár.
Húsbrél eru skulda-
bréf, verðtryggð
miöað við lánskjara-
visitölu.
Ákveðinn fjöldi
húsbréfa kemur til
innlausnar með
útdrætti fjérum
sinnum á ári.
Húsbrét eru eignar-
skattsfrjáls.
Húsbréf eru með
ábyrgð Byggingar-
sjéðs rikisins og þar
með ríkistryggð.
't'EXTtli Í73'
fUtKKHi
Sr. 89170600
-VEKnTRVGGT
BlUiWIViSXItr- I0KHW
tíyxgwgarsjódur rílastns. kl. 460160-2409. Ktykjcn ik.
lýsir hér mrJi yfir fni, ad hartn xkuldar
Húsbréf eru gefin út
i þremur undirflokkum,
5000, 50.000 og
500.000 kr.
fbúðarseljandi getur
látið húsbréf ganga
upp f næstu fbúðar-
kaup, átt þau sem
sparnað eða selt þau
á markaði.
Húsbréf eru skráð
á Verðbréfaþingi
Islands og alital vitað
um markaðsverð
þeirra.
Húsbréf eru auðveld
í endursölu.
Húsbréf er
eins og gott málverk.
Því lengur
sem þú skooar það
því betra
verður það.
Sérhvert atriði vegur þungt í heildaráhrifum verksins. Þess vegna er lögð rækt
við jafnvel smæstu þættina. Hvort sem þú gaumgæfir forgrunn eða bakgrunn,
samspil einstakra myndflata eða útfærslu lítilla myndeininga, kemur ævinlega
I Ijós að hvergi er slakaö á fyllstu kröfum.
Húsnæðisstofnun ríkisins hefur gert sérstakan samning við Landsbréf um að
þau greiði fyrir og tryggi örugg viðskipti með húsbréf, - þá sérstööu
hefur ekkert annað verðbréfafyrirtæki.
Viðskipti með húsbréf ganga hvergi hraðar og betur en hjá Landsbréfum.
Leggöu leið þína til Landsbréfa.
LANDSBRÉF
Landsbankinn stendur með okkur
Suðurlandsbraut 24 • Sími 91-606080
og öll útibú Landsbanka Islands