Þjóðviljinn - 12.04.1990, Blaðsíða 5
Umferðaröryggi
Lífið er
lukkuspil
ÓlafurJón Ingólfsson
hjá Sjóvá/Almennum:
Tryggingafélögin hafa
ekki sýntforvörnum
nœgilegan áhuga
Ungmenni á aldrinum 17-19
ára koma við sögu í 3000 árekstr-
um á ári hverju. Sjóvá/Almennar
hefur því sent öllum ungmennum
er verða 17 ára á árinu bókina
„Lífið er lukkuspil". Bókina fjall-
ar um unglinga sem kynnast
hörmulegum afleiðingu bílslysa
af eigin raun.
Ólafur Jón Ingólfsson, deildar-
stjóri almannatengsla hjá Sjóvá
Almennum, segir að þetta sé lið-
ur í forvarnarstarfi sem félagið
hefur beitt sér fyrir undanfarin
ár, sem lýsi sér meðal annars í
auglýsingum félagsins. Ekkert
tryggingarfélaganna hafi sýnt
forvörnum nægilegan áhuga en
nú standi til að bæta úr hjá Sjóvá
Almennum.
Félagið hefur einnig tekið að
sér að kosta ökukennslu í tveim
fræðsluumdæmum næsta ár, á
Austur- og Vesturlandi. Einn
kennari mun starfa í hvoru um-
dæmi. Ef tilraunin tekst vel er
ætlunin að halda þessu starfi
áfram. Þá gaf félagið lögreglunni
í Hafnarfirði skellinöðru til að
nota við kennslu og þjálfun ung-
linga sem ætla að taka próf á létt
bifhjól.
Að mati félagsins er þetta
spurning um að byrgja brunninn
áður en barnið dettur ofan í. Því
hefur ökukennurum einnig verið
send bókin til að þeir séu líka
með á nótunum.
Ágústa D. Guðmundsdóttir
sem sjálf er lömuð af völdum bíl-
slyss tekur þátt í þessu átaki fé-
lagsins. Aftast í bókinni „Lífið er
lukkuspil“ er viðtal við Ágústu og
aðra stúlku sem báðar eru lamað-
ar af völdum umferðarslysa.
Ágústa segir að sér lítist mjög
vel á þetta átak. Þetta sé verðugt
og vert framtak því allur áróður
sé af hinu góða. Ungt fólk sé ein-
faldlega of kærulaust til að gera
sér grein fyrir hættunni. Það
hugsi alltaf: „Það kemur ekkert
fyrir mig.“ Þannig hafi hún hugs-
að sjálf. Því er nauðsynlegt að
hafa stöðugt í gangi umræður og
áróður.
-ss
Borgarstjórn
Göng undir
slysagildm
Borgarfulltrúar minnihlutans
lögðu til í borgarstjórn í fyrra-
kvöld að 20 miljóna króna auka-
fjárveiting yrði samþykkt til
byggingar ganga undir Miklu-
braut við Rauðagerði. Minni-
hlutinn hefur áður flutt tillögur
um göng á þessum stað, enda hafa
orðið fjölmörg alvarleg slys þar á
undanförnum árum. Tillögunni
var vísað til borgarráðs.
Tillögum minnihlutans um
göngin hefur til þessa verið vísað
frá, meðal annars tillögu við af-
greiðslu fjárhagsáætlunar fyrir
nokkrum vikum. Nú í vikunni
varð hins vegar enn alvarlegt slys
á umræddum stað og það varð
tilefni þess að tillagan var endur-
flutt.
Kristín Á. Ólafsdóttir mælti
fyrir tillögunni og í máli hennar
kom fram að sex slys hafa orðið á
fótgangandi fólki á þessum stað
síðan 1979.
-gg
Verðlagseftirlit
Grafið undan samningum
Leifur Guðjónsson hjá verðlagseftirliti verkalýðsfélaganna: Ákveðin öfl reyna að eyðileggja
samningana. Verðum að fara út íharðari aðgerðir
Við fáum tilkynningar um ei-
lífar hækkanir á matvöru,
hreinlætisvörum og öðru. Það er
eins og ákveðnir aðilar séu að
reyna að eyðileggja samningana
frá í febrúar. Þetta getur ekki
gengið svona lengur, sagði Leifur
Guðjónsson, starfsmaður verð-
lagseftirlits verkalýðsfélaganna, í
samtali við Þjóðviljann i gær.
Óánægðir neytendur sem hafa
verið að kaupa inn fyrir páskana
hringdu mikið til Leifs í gær og
tilkynntu hækkanir. Hann segir
algengt að vörur hækki um fimm
til átta prósent, en dæmi eru um
mun meiri hækkanir. Þannig hef-
ur hann dæmi um 16 prósent
hækkun á haframjöli í verslun á
Húsavík og svipaða hækkun á
sápu í verslun í Reykjavík.
„Svona get ég lengi talið. Ég
hef fengið hringingar frá starfs-
fólki í verslunum sem segir að
hver vörusending sé hærri en sú
fyrri.
Mér virðist hækkanirnar held-
ur koma frá heildsölum en smá-
söium og vil hvetja kaupmenn til
þess að hætta að kaupa vörur frá
Láttu vin minn vera var yfirskriftin á ráðstefnu um rasisma á íslandi sem haldin var í gær. Flutt voru ávörp
og hinarýmsu hliðar kynþóttafordóma ræddar. Að ráðstefnunni stóðu skiptinemasamböndin, Rauði kross
íslands og Ungmennarhreyfingar flokkanna. Ýmis önnur samtök voru með kynningu á fundinum eins og
Amnesty á íslandi og Suður-Afríkusamtökin gegn Apartheid. Mynd: Kristinn.
Akureyri
Fuglum fér fækkandi
á pollinum
Fuglalíf á pollinum á Akureyri
er í hættu vegna nýja veganns
sem lagður var yfir fjörðinn.
Sjórinn nær að brjóta ísinn
norðan vegarins en sunnan hans
nær ísinn ekki að fljóta burt.
Þetta er bagalegt því sunnan veg-
ar eru aðalvarpstaðir ótal vað- og
sundfugla.
Þjóðviljinn hafði samband við
Kristján Lilliendahl hjá líffræð-
istofnun Háskólans vegna þessa
máls. Kristján taldi fugla á Akur-
eyri árið 1988 en þá var vart við
minnkun á öllum tegundum.
„Það liggja ekki fyrir ná-
kvæmar upplýsingar um þetta,
sagði Kristján. Dagana sem taln-
ingin var framkvæmd lá ís yfir
öllu. Það er erfitt að fara ná-
kvæmlega eftir dagatali í þessum
málum. En við teljum okkur sjá
færri fugla innan við veg en áður.
Af hvaða ástæðum það er, er
svo erfitt að segja. Fæðusvæðið
hefur færst til frekar en að hverfa
alveg. Við teljum okkur verða
varir við mun meiri fugl norðan
vegar en áður var. Þar hefur nú
myndast ný fjara þar sem var
bara hafdjúp áður. En við urðum
varir við minnkun í all flestum
tegundun, en líklegt er að smá-
vaðfuglarnir verði verr úti en hin-
ir.“
—ss
þeim sem hækka þær umfram það
sem eðlilegt er. í stað vörunnar
gætu kaupmenn sett miða í hili-
una þar sem fram kemur nafn
vöru og fyrirtækis, en að ekki sé
hægt að kaupa vöruna því hún sé
orðin svo dýr.
En það eru takmörk fyrir því
hve lengi er hægt að traðka á lág-
launafólki og það er ljóst að við
verðum að fara að herða aðgerðir
gegn þeim öflum sem virðast vera
að reyna að eyðileggja samning-
ana,“ sagði Leifur.
-gg
Sleppibúnaður
Möguleiki
á útflutningi
Vaxandi áhersla á örygg-
ismál sjómanna í ríkjum
EB og víðar
„Það er mjög brýnt að við fáum
fjármagn til að Ijúka þeim próf-
unum sem þegar eru hafnar á
sjálfvirka sleppibúnaðinum til að
auka enn frekar á öryggi ís-
lenskra sjómanna. Að þeim lokn-
um tel ég að við eigum mikla
möguleika á að framleiða þennan
búnað til útflutnings,“ sagði
Magnús Jóhannesson siglinga-
málastjóri.
Efnistæknideild Iðntækni-
stofnunar fékk á sínum tíma það
verkefni að gera tillögur að próf-
unaraðferð fyrir sjálfvirka sleppi-
búnaðinn sem unnið hefur verið
eftir í samvinnu við Siglingamál-
astofnun. Þær prófanir sem gerð-
ar hafa verið hafa aukið til muna
þekkingu manna á því hvemig
búnaðurinn virkar en engu að
síður er talið nauðsynlegt að gera
enn frekari prófanir svo vel sé.
Siglingamálastjóri segir að
þarna sé verið að þróa öryggis-
búnað sem aðrar þjóðir muni
taka í sína þjónustu. „Það er vax-
andi áhersla á öryggismál sjó-
manna í ríkjum Efnahagsbanda-
lagsins, Noregs, Kanada og þá
eru Bandaríkjamenn einnig farn-
ir af stað í þessum efnurn," sagði
Magnús Jóhannesson siglingam-
álastjóri.
-grh
Virkjanir
Borað á ný við Kröflu
Kannað verður hvort Kröflusvœðið er búið að jafna sig eftir hamfarirnar
Jarðboranir ríkisins byrja eftir
páska að undirbúa borun á
einni holu fyrir Kröfluvirkjun en
allmörg ár eru nú liðin siðan guf-
uöflun var hætt á svæðinu. Ætl-
unin er að athuga hvort svæðið
sem í upphafi var ætlunin að nýta
til gufuöflunar er orðið vinnslu-
hæft á ný eftir umbrotin í undir-
djúpunum.
Að sögn Knúts Otterstedts
svæðisstjóra Landsvirkjunar er
hugmyndin að bora eina holu
niður á allt að 2.000 metra dýpi í
sumar. Borað verður beint
norður af stöðvarhúsinu, norðan
við veginn upp í Víti (sem
innvígðir kalla Sjálfskaparvíti).
Verður byrjað að undirbúa sjálfa
borunina strax eftir páska en
eiginleg borun hefst hins vegar
ekki fyrr en í júní. Knútur sagði
að það tæki svona 30-50 daga að
bora niður á 2.000 metra dýpi,
eftir því hvernig aðstæður eru.
Þegar virkjunin var gerð vom
boraðar einar 25 holur á Kröflu-
svæðinu en þegar eldgos og
landris fóru að gera vart við sig
með reglulegu milhbili hafði það
þau áhrif að margar holumar
eyðilögðust. Var borunum því
hætt. Nú eru nýttar ellefu holur
og framleiðir virkjunin 30 mega-
vött. Upphaflega var ætlunin að
hún framleiddi 60 megavött og
vom keyptar til hennar tvær véla-
samstæður. Svo fór þó að einung-
is önnur samstæðan var sett upp,
hin bíður enn í kössum.
Knútur sagði að ekki væri búið
að tímasetja hvenær byrjað yrði
að setja seinni samstæðuna upp.
„Við höfum verið önnum kafnir í
öðmm verkefnum að undan-
fömu og emm enn. Við höfum
staðið í vemlegum endurbótum
og svo yfirtók Landsvirkjun ork-
uveituna í Bjarnarflagi sem hefur
verið endumýjuð að miklu leyti.
Þegar við sjáum fyrir endann á
þessum framkvæmdum verður
farið að huga að stækkun Kröflu-
virkjunar," sagði Knútur.
Hann bætti því við að ekki yrði
ráðist í uppsetningu seinni sam-
stæðunnar fyrr en séð væri hvort
svæðið væri orðið vinnsluhæft á
ný. Til þess væri ráðist í að bora í
sumar. Ætlunin er að verja
fimmtíu miljónum til fram-
kvæmda í sumar en Knútur
kvaðst vonast til þess að þær faem
ekki allar í þessa einu holu.
Ríkisstjórnin
Afmælisboð
Vigdísar
Forseti íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, verður sextug á
páskadag, 15. apríl. Af því tilefni
verður afmælishóf sem vinir
hennar halda í Borgarleikhúsinu
á laugardag en kl. 16-17.30 held-
ur ríkisstjórnin forsetanum síð-
degisboð að Hótel Sögu. Er það
opið öllum meðan húsrúm leyfir.
Þjóðviljinn óskar frú Vigdísi til
hamingju með afmælið.
Fimmtudagur 12. apríl 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 5