Þjóðviljinn - 12.04.1990, Blaðsíða 8
Jgelgarbláð
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjórl: Hallur Páll Jónsson
Rltstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason
Umsjónarmaóur Helgarblaðs: ÓlafurGíslason
Fréttastjórl: SigurðurÁ. Friðþjófsson
Útlit: Pröstur Haraldsson
Auglýslngastjóri: Olga Clausen
Afgrelðsla: ® 68 13 33
Auglýsingadelld:@68 13 10- 68 13 31
Símfax: 68 19 35
Verð: I lausasölu 150 krónur
Setnlng og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Málgagn sósialisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Siðumúla37,108 Reykjavík
Bmarsmíði
Upprisan er boöskapur kristinna páska, en ekki
krossfestingin, þótt harmkvæla-Kristur hafi orðið tákn
kristninnar um langan aldur, hinn krossfesti, hinn þjáði. í
lífi og hugsun gyðinganna táknuðu páskarnir „framhjá-
göngu“ hins illa, sagan um þá sagði frá því hverjir sluppu
lifandi.
Upprisan í táknmáli og raunveruleika kristinna manna
er sagan af því hvenær tengingin hófst á ný við almættið,
hvernig dyrnar voru opnaðar. Þeim sem trúðu á endur-
holdgun fyrir tæpum tvöþúsund árum var sagt að hjól
endurfæðingarinnar hefði nú verið stöðvað, Kristur hefði
dáið fyrir þá og endurfæðst fyrir þá í eitt skipti fyrir öll.
Núna gætu þeir lifað í honum.
Þótt sá kristni tilveruskilningur sem hér er lýst hafi ekki
náð til allra, hafa páskar hérlendis öðlast traustan sess
sem samveruhátíð. Fjölskyldan þjappast saman, vinir
hittast. Það er í góðu samræmi við þann skilning að guð
hittum við í nágranna okkar, lifum hann í góðum sam-
skiptum við hann.
Kristnin kennir að fólk eigi að brýna kjark sinn, láta ekki
undan, þótt heimurinn sýni vígtennur. Ef við bara óttumst,
töpum við. Lífið er barátta. Hræðslugæði tryggja stöðnun,
jafnvel afturför. Þess vegna á aldrei að óttast. Síðan getur
hver botnað vísuna að eigin smekk: Sumir treysta á mátt
sinn og megin, aðrir trúa því að þeir eigi stuðning vísan.
Líkt og íslendingar útrýmdu berklum og holdsveiki með
skipulögðum hætti, hefurtrúleysi lengi verið yfirlýst mark-
mið ákveðinna stjórnmálahreyfinga og ríkisstjórna. Víða
ætluðu menn í raun að bíða í rólegheitum eftir því að
trúarbrögðin dæju út af sjálfu sér, þegar almenn vel-
megun ykist og nægar upplýsingar lægju fyrir alþýðu í
raunvísindum.
Sú blekking var líka sterk á 19. öld og ekki síst um
aldamótin, að tækniþekking og framfarir mundu ganga af
guðsdýrkun dauðri á skömmum tíma. Grunnhyggnir fé-
lagsvísindamenn fundu ekki dýptina í trúarbrögðunum,
gerðu ekki ráð fyrir endurnýjunarmætti og síbreytileika.
Falsspámenn efnishyggjunnar vanmátu líka manneskj-
una, gerðu ekki ráð fyrir andlegum þörfum hennar til fulls.
Sú brúarsmíði til annarrar tilveru sem páskar boða,
endurómar í einum elsta titli Páfans í Róm: „Yfirbrú-
arsmiðurinn", á latínu Pontifex maximus. Hvað sem
segja má um breyskleika og umdeilanleg atriði í fari og
stjórnun þeirrar persónu sem embættinu gegnir hverju
sinni er hlutverk þess í vissum skilningi brúarsmíði milli
allra manna.
Trúin á ekki að vera í neinum sparibúningi. Hún snertir
allt, alla daga. Vegurinn, sannleikurinn og lífið, þessi þrjú
orð segja allt. Þau eru tilgangur, tilvera og réttlæting. Allt
annað skoðast í Ijósi þeirra. Upprisa Krists er jafnt
leyndardómur okkar og eini raunveruleiki. Sem betur fer
ná kristnir menn, hvar í flokki sem þeir standa, æ betur
saman um grundvallaratriði kristninnar.
„Af því skulu menn þekkja yður, að þér elskið hver
annan eins og bræður." Leyfi menn andúð, hiki, metingi
og tortryggni að yfirgnæfa kærleikann, þá þekkjast menn
ekki lengur sem kristið fólk. Það er hentugt íhugunarefni á
páskum, líka fyrir þá sem ekki játa kristna trú eða fylgja
öðrum siðum eða hugmyndafræði.
ÓHT
Helgarveðrið
8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Fimmtudagur 12. apríl 1990
Eyvindur Erlendsson leikari mun lesa Passíusálma Hallgríms Péturssonar í Hallgrímskirkju á föstu-
daginn langa við undirleik Harðar Áskelssonar organista. Upplesturinn mun standa frá kl. 13.30-19.00.
Föstudagur
13. apríl 1990
Föstudagurinn langi
Páskave&riA
Föstudagurinn langi: Hæg vestlæg átt, víðast þurrt og léttskýjað víða um land.
P
Laugardagur
14. apríl 1990
Laugardag: Sunnan- og suðvestanátt og él á Vesturlandi en slydda eða rigning á austanverðu
landinu.