Þjóðviljinn - 12.04.1990, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 12.04.1990, Blaðsíða 13
þó ekki í sambærilegum mæli. í Fnjóskadal, Vallahreppi og Fljótshlíð, þar sem stærstu skóg- ræktarstöðvamar em, hefur árangurinn skilað sér meðal bænda þannig að menn taka skógræktina nú alvarlega. Það hefði ekki gerst nema vegna öflugrar forystu Skógræktar ríkisins. Hverju breytir flutningur á embœtti skógræktarstjóra til Eg- ilsstaða, eins og nú hefur orðið? -Ég var þessari breytingu and- vígur á sínum tíma. Hún leggur mikið á skógræktarstjóra. Það stafar af því, að stjórnunarstarf- inu fylgja óhjákvæmilega mikil fundarhöld með öðrum aðilum í opinberri stjórnsýslu, sem allir starfa á Reykjavíkursvæðinu auk margra annarra aðila. En þessi ákvörðun hefur verið tekin, aðal- skrifstofan er farin að starfa á Eg- ilsstöðum og þá stöndum við allir saman um að sem best megi tak- ast til. Breytt viöhorf Á þessum áratug sem ég hef starfað sem skógræktarstjóri hafa orðið talsvert mikil umbrot vegna breyttra viðhorfa til skógræktar. Má þar meðal annars nefna lög Pálma Jónssonar um nytjaskóga, en einnig hafa verið gerðar endurteknar tilraunir til heildar- endurskoðunar á sjálfum skóg- ræktarlögunum, sem því miður hafa ekki náð fram að ganga. Á árunum 1985-86 var öll starfsemi Skógræktarinnar tekin til endur- skoðunar í samvinnu við Fjármála- og hagsýslustofnun í því skyni að fækka rekstrar- einingum og leggja áherslu á ræktunarskipulag, sem ekki hef- ur verið stundað fyrr en á allra síðustu árum. Nú starfa 4 menn á vegum Skógræktarinnar að því að gera skógræktaráætlanir sem byggðar eru á gróður- og jarðveg- skortlagningu og veðurfarslegum forsendum. Þetta eru vinnubrögð sem tíðkuð eru í öllum þróuðum skógræktarlöndum, og má segja að þessir starfsmenn séu arkitekt- ar skógræktarinnar. Við höfum þegar flokkað landið í mismunandi góð skóg- ræktarsvæði eftir veðurfari og ár- angri í ræktun, þótt slík skipting sé reyndar engin endanleg niður- staða. Hún þarf að vera í sífelldri endurskoðun eftir því sem þekk- ingin eykst. Niðurstaðan er þó þegar, að í nokkrum héruðum eru góð skógræktarskilyrði eins og þegar má sjá. Önnur breyting sem við höfum náð í gegn er að efla rannsókna- starfsemina, en hlutur rann- sóknastöðvarinnar á Mógilsá hef- ur vaxið frá 1985 úr 10% í 15-20% af heildarveltu Skógræktarinnar. Þar með er rannsóknastöðin að Mógilsá komin í viðunandi stærð. Hugmyndir hafa verið uppi um að gera rannsóknastöðina að sérstakri stofnun er heyri undir umhverfismálaráðuneytið, en bæði ég og eftirmaður minn höf- um lagst gegn því, þar sem við teljum nauðsynlegt að rannsókn- irnar séu í nánum tengslum við framkvæmdirnar og þjóni þeim. Umhverfis- ráðuneytið Margir hafa haldiðþvífram, að eðlilegt sé að Skógrœktin sem heild heyri undir nýtt umhverf- ismálaráðuneyti. Hver er þín skoðun á því? -Því er til að svara, að þótt ég hafí verið fyrstur manna til að mæla fyrir stofnun umhverfis- málaráðuneytis opinberlega (það var árið 1972) þá legg ég nú æ minna upp úr þýðingu slíkra ráðuneyta. Ástæðan er sú, að umhverfismálin eru svo víðfeðm og flókin, að aldrei verður hægt að fella þau öll undir eitt ráðu- neyti. Því tel ég eðlilegt að eftirlit með umhverfísþáttum verði fellt inn í einstök fagráðuneyti, eins og reyndar er lagt til í hinni marg- umtöluðu Brundtlandskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Það myndi einfaldlega gera fagráðuneytin ábyrgari gagnvart hugsanlegum Þrír frændur: Þorsteinn Ólafsson fyrrverandi efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, Sigurður Blöndal skógarvörður og Hjörleifur Guttormsson núv. alþingismaður, við Guttormslund 1952, þegar fyrsta grisjun hafði farið fram. Ljósm. Gunnar Rúnar Clafsson. umhverfisspjöllum. Ég er hins vegar ekki á móti því að hafa lítið umhverfísmálaráðuneyti eins og það sem nú hefur verið stofnað. Það getur gegnt þýðingarmiklu hlutverki við samræmingu að- gerða í umhverfismálum og stuðl- að að því að menn vinni meira saman. Þá mun þetta ráðuneyti einnig auðvelda erlend samskipti á sviði umhverfismála, sem hafa verið ófullnægjandi til þessa. Við höfum hins vegar dæmi um það frá hinum Norðurlöndunum, að skógræktinni hefur verið far- sællega stjórnað innan viðkom- andi landbúnaðarráðuneyta (nema í Danmörku, þar sem skógræktin hefur nýverið verið sett undir umhverfismálaráðu- neytið). Þótt meirihluti skóga sé í eigu einstaklinga í þessum löndum, þá er það skógrækta- reftirlit landbúnaðarráðun- eytanna sem setur reglur um meðferð skóganna og sér til þess að þeim sé ekki misboðið með ofnýtingu eða öðrum hætti. Dan- ir fengu sín skógræktarlög þegar 1805, Svíar 1903 og Norðmenn 1932. Þar er nýtingu skóganna settar strangar skorður með þeim árangri að aldrei hefur verið vöx- tuglegri eða heilbrigðari skógur í þessum löndum en einmitt nú. Umhverfisráðuneyti læknar í sjálfu sér ekki umhverfisvand- ann. Þar þurfa fyrst og fremst að koma til skýrar reglur og ábyrgð- artilfinning meðal þeirra sem nýta auðlindir umhverfisins. Stóriðja og skógrækt Telur þú að hugsanlegt álver við Eyjafjörð muni draga úr eða eyðileggja skilyrði til skógrœktar? -Þótt ég sé nú enginn sérstakur talsmaður stóriðju, þá tel ég engu að síður að tæknilegir möguleikar séu fyrir hendi til þess að tak- marka flúórmengun þannig, að hún valdi ekki skaða á skógrækt. En slík takmörkun útblásturs kostar mikið og það verður að semja um hana fyrirfram áður en að verksmiðjan er reist, annars er veruleg hætta á ferðum. Hefur sú mikla vakning sem átt hefur sér stað í Evrópu á síðustu tveim áratugum ekki orðið til þess að breyta viðhorfum manna til skógræktar? -Jú vissulega, og hún felst ekki síst í því, að allt fram til 1960 litu menn á skógræktina sem viðar- framleiðslu fyrst og fremst, en síðan hafa menn farið að líta á mikilvægi skógarins til útivistar í síauknum mæli. Náttúruverndar- hugsjónin sem fór eins og eldur í sinu á 8. áratugnum olli því að menn fóru nú að miða hina opin- beru skógræktarstefnu í auknum mæli við hrein náttúruvemdar- sjónarmið. Þannig hefur orðið til nýtt hugtak í skógræktinni, sem er „fjölnytjaskógur“, og þannig gáfu Norðmenn til dæmis út mikla stefnuyfirlýsingu um skóg- ræktarmál á síðastliðnu vori, þar sem gengið var út frá þessu hug- taki. Hér á íslandi kemur þessi við- horfsbreyting fram í því, að menn eru farnir að taka skógræktina al- varlega. Þar hefur róttækasta við- horfsbreytingin orðið meðal bænda. Ég er þess fullviss að skilningur á nauðsyn aukins skógræktarstarfs hér á landi eigi eftir að eflast í framtíðinni. Því betur má ef duga skal. -ólg Föðmuð af yl- straumi 8 ÚR RÍKI NÁTTÚRUNNAR ARI TRAUSTI GUÐMUNDSSON SKRIFAR Eyjan okkar, fsland, nýtur þess að vera umleikin tiltölulega hlýjum sjó miðað við hnattlegu. Áhrif sævarins eru þau að veður- far er mun hagfelldara lífi en ella gæti verið. Það er engin ofrausn að segja að við eigum Golf- strauminum mikið að þakka. En hvað er hafstraumur og hvernig verða hin hægfara fljót heimshaf- anna til? Hafstraumar eru tvenns konar: sjávarfallastraumar og eiginlegir hafstraumar; bæði lóðréttir og láréttir. Lóðréttar hreyfingar eru nefndar blöndun sjávar og verða aðallega til við kælingu eða upp- gufun sjávar við yfirborð. Þeir varða lífríki sjávar miklu (og þar með okkur) því við blöndun berst næring og súrefnisríkur sjór til dýpis. Það eru einkum láréttu yfirborðsstraumamir sem menn eiga við með tali um hafstrauma. Þeir eru gífurlega mikilvægir; þeir ráða miklu um sjávarhita á hverjum stað og ýmsa eiginleika sjávar, en hvoru tveggja vegur þungt í veðurfari - og um leið skapa þeir lífinu í sjónum skilyrði t.d. með hitadreifingu og flutn- ingi fæðu og salta. Svona straumar verða til og stjórnast af vindum (einkum staðvindum), snúningi jarðar, misskiptingu hita í sjó, úrkomu og uppgufun. Þeim til viðbótar eru svo hægfara djúpstraumar langt undir yfirborðinu. Þegar rætt er um yfirborðsstraumana mikilvægu er mikilvægt að skilja hvernig allir orsakavaldarnir (vindar, hitamunur o.s.frv.) kný- ja fram straumana og eins þá staðreynd að vindar, hitamunur o.fl. á sér upphaf í sólgeisluninni. Straumar eru knúnir áfram af mismun í eðlismassa sjávar (eða eðlisþunga eins og sumum er tamt að segja, þ.e. massa eins rúmsentimetra af sjó, t.d. 1,15 g/ rúmcm). Kaldur sjór er þyngri í sér en hlýsjór. Sá kaldi stendur því lægra en sá hlýi og sjór streymir þá frá „hæðinni“ til „lægðarinnar". Samtímis verka vindar á yfirborð sjávar og ýta til misheitum sjávarmössum. Til verður viðvarandi kerfi heitra og kaldra strauma. Þar sem Golfstraumurinn er einna mjóstur og hraðskreiðastur (9 km/klst), úti fyrir SA-strönd Bandaríkjanna stendur sjór um einum metra hærra vestan við strauminn en austan við hann en breidd straumsins er þar um 110 km. Á þessu sést að ekki þarf mikinn hæðarmun til að knýja fram vænan straum. Algengur hraði yfirborðsstrauma er 0,3 - 0,5 km/klst. Straumkerfi N-Atlantshafsins er þríþaétt. Einn stór hvirfill (straumstefna sólarsinnis) er á suðurhluta hafsvæðisins. Hluti af honum myndar Golfstrauminn þar sem hann klofnar frá megin- hvirflinum undan austurströnd Bandaríkjanna og geysist í NA. Á móti þessari innrás hlýsjávar á norðurslóðir stendur svo kaldur og seltulítill pólsjór í hægum straumum. Á Islandsslóðum ma. mætast köldu og hlýju straumarnir og það á þátt í ríku- legum fiskimiðum okkar. En um leið eigum við því láni að fagna að grein Golfstraumsins, Irminger- straumurinn, umlykur suður-, suðvestur- og vesturströndina og smágrein úr honum heldur áfram með norður- og austurströnd- inni. Þannig vemdar tiltölulega hlýr sjór allt landið því úr norðri sækir hinn kaldi Austur- Grænlandsstraumur að því. Hann nær að blandast Atlantssjó nokkuð undan NA- og A-landi og þar heitir Austur- íslandsstraumurinn. í hafinu milli Jan Mayen og íslands er aft- ur á móti kaldur hringstraumur. Engin leið er enn til þess að spá með einhverri vissu fyrir um framtíð hafstraumanna. Þeir verða vafalaust ekki ávallt í sama horfi enda vitað að t.d. rek meg- inlandanna og væntanlega til- flutningur á vindakerfum hefur breytt hafstraumum í ármiljón- Hafstraumar við ísland. Hluti Golfstraumsins nær í kringum landiö. Þykkt örva er i hlutfalli við styrk straumanna. (Tekið eftir Veður- og haffræði Eggerts Lár- ussonar.) anna rás. Augljóst er að breyting- ar næst okkur hefðu mikil áhrif á veðurfar, fiskgengd, hafísakom- ur o.fl. hér á landi. Sé miðað við skamman tíma á jarðfræðilegan mælikvarða stafar mesta hættan af hugsanlegri hækkun meðalhita á jörðu í kjölfar mengunnar and- rúmsloftsins. Þess vegna er haf- inu þörf á pólitískum umhverfis- verndarvæng. J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.