Þjóðviljinn - 12.04.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 12.04.1990, Blaðsíða 9
Fyrirheit að fullu komin í framkvæmd Eftir Svavar Gestsson menntamálaráðherra á mánuði og um 362.341 kr. á ári. 12. Einstætt foreldri með 1 barn fær kr. 80.360 á mánuði. Það er hækkun um kr. 17.908 á mánuði og um 161.169 kr. á ári. 13. Einstætt foreldri með 2 börn fær kr. 107.146 á mánuði. Það er hækkun um kr. 35.772 á mánuði og um 321.952 kr. á ári. Langmest er hækkunin hlut- fallslega hjá einstæðu foreldri í námi með tvö börn; hækkunin er um 50%. Hækkanirnar eru ann- ars á bilinu 20% til 40%. Hér er ekki um verðbólgnar breytingar að ræða heldur breytingar á raunstærðum. Hér hafa staðreyndirnar verið látnar tala sínu máli, en allar töl- urnar eru frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Þar með ætti þræt- um að vera lokið og þar með ættu að skapast forsendur til þess að ná þeirri þjóðarsamstöðu um Lánasjóð íslenskra námsmanna sem er vissulega lífsnauðsyn. Fyrir liggur að fyrirheitin hafa verið efnd. 5. apríl 1990 Höfundur er menntamálaráðherra og þingmaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík Orgelhátíð í Hallgrímskirkju Það var ánægjulegt að fá tæki- færi til þess að taka ákvörðun um það að létta af að fullu skerðingu námslánanna sem ákveðin var í tíð Ragnhildar og Sverris í menntamálaráðuneytinu. Þar með hefur margra ára barátta námsmanna og Alþýðubanda- lagsins borið árangur sem birtast mun námsmönnum í verki frá og með 1. september næstkomandi. Það hefur lengi verið stefnu- mið íslenskra námsmanna að lán- veitingar Lánasjóðs íslenskra námsmanna nægi fyrir því að brúa svokallaða umframfjárþörf að fullu. Nú hefur verið tekin ákvörðun um að svo verði frá og með 1. september í haust. Gallinn við lögin um Lánasjóð íslenskra námsmanna er sá að ráðherra getur fellt niður verð- lagsbreytingar á lánunum og þannig skert lánin að raungildi. Þetta ákvæði í lögunum er hættu- legt námsmönnum. Það sýnir reynslan frá þeim flokks- systkinum Ragnhildi og Sverri. Þessa dagana er gefin út í ráðu- neytinu reglugerð um hækkun á framfærslugrunni frá 1. septemb- er um 6,4%. Þar með er skerð- ingin frá Sjálfstæðisflokknum að fullu felld niður. Þar með er framkvæmd sú þingsályktunartil- laga sem við fluttum nokkrir þingmenn Alþýðubandalagsins um að skora á menntamálaráð- herra að afnema skerðingu náms- lánanna. Þannig sést að orð og athafnir fara saman og það er að- alatriðið í stjórnmálum. Það sem liggur fyrir um lánsrétt einstakra hópa er sem hér segir: 1. Einstaklingur í leiguhúsnæði fær nú frá 1. september 53.573 kr. á mánuði. Það er hækkun um 8.965 á mánuði og um 80.681 krónur á ári. 2. Einstaklingur með.l bam fær kr. 66.966 kr. á mánuði. Það er hækkun um 13.436 kr. á mánuði og um 120.925 kr. á ári. 3. Einstaklingur með 2 börn fær kr. 80.360 kr. á mánuði. Það er hækkun um 20.138 kr. á mánuði og um 181.243 kr. á ári. 4. Hjón, bæði í námi, fá 107.146 kr. á mánuði. Það er hækkun um kr. 17.929 á mánuði og um 161.362 kr. á ári. 5. Hjón, bæði í námi, með 1 barn fá kr. 133.933 á mánuði. Það er hækkun um 26.872 kr. á mánuði og um 241.850 kr. á ári. 6. Hjón, bæði í námi, með 2 börn fá kr. 160.719 á mánuði. Það er hækkun um kr. 40.276 á mánuði og um 362.486 kr. á ári. 7. Hjón, bæði í námi, með 3 börn, fá 187.506 kr. á mán- uði. Það er hækkun um kr. 53.680 á mánuði og um 483.121 kr. á ári. 8. Hjón, annað í námi, fá kr. 80.360 á mánuði. Það er hækkun um kr. 13.447 á mán- uði og um 121.021 á ári. 9. Hjón, annað í námi, með 1 barn fá kr. 100.449 á mánuði. Það er hækkun um kr. 20.154 á mánuði og um 181.387 kr. á ári. 10. Hjón, annað í námi, með 2 börn fá kr. 120.539 á mánuði. Það er hækkun um kr. 30.207 á mánuði og um 271.864 kr. á ári. 11. Hjón, annað í námi, með 3 börn fá kr. 140.629 á mánuði. Það er hækkun um kr. 40.260 Um þessar mundir er að hefj- ast fjársöfnun fyrir konsert-orgeli í Hallgrímskirkju, en kaup hafa verið gerð á því hjá Kaisverk- smiðjunum í Bonn. Ef vel gengur gæti orgelið verið uppsett um mitt ár 1992. Orgelið hefur 72 raddir og verður stærsta og fullkomnasta orgel hér á landi. Margir hafa lagt hönd á plóginn og gefið góðar gjafir í orgelsjóð, m.a. hefur borgar- stjórn Reykjavíkur ákveðið að veita framlag til orgelkaupanna, kr. 15 milj. á næstu þremur árum. Allar gjafir og framlög skal þakk- að fyrir af heilum hug. Nú er komið á fjórða ár síðan kirkjan var vígð, þá skorti mjög á að henni væri að fullu lokið. Það má því segja, að þetta átak nú sé upphaf lokaáfanga til þess að hún sé fullgerð hið innra. Með komu orgelsins fæst sá hljómur, sem kirkjan þarf að eiga. Sá hljómur mun berast víða og verða mörg- um til yndis og blessunar. Séra Hallgrímur Pétursson er í vitund þjóðarinnar í fremstu röð, bæði sem skáld, trúmaður og andans jöfur, og frá Passíusálm- um hans hafa þeir hljómar borist, sem vermt hafa íslenska þjóð í aldanna rás og tónar þeirra hafa fyllt allar kirkjur þessa lands og borist inn á hvert heimili. Það er rétt, sem séra Matthías segir: „Hér er guðlegt skáld, sem svo vel söng, að sólin skein í gegnum dauðans göng“. Það er því full ástæða til að sú kirkja sem ber nafn Hallgríms eignist þá hljóma og tóna, þann söng sem honum ber, það orgel, sem hæfir kirkjunni hans og þeim Drottni, sem hann kvað um. 1 orgelinu verða 5200 hljóm- pípur. Sú hugmynd kom fram, að fólki væri gefinn kostur á að kaupa orgelpípu og gefa kirkj- unni, þannig að margir ættu sinn tón í orgelinu. Fjársöfnunin hefst formlega laugardaginn fyrir páska, en þann dag verður orgelhátíð í Hallgrímskirkju, m.ö.o. sam- felldur tónlistarflutningur frá morgni til kvölds. Þar koma fram margir orgelleikarar, kirkjukór- ar, einsöngvarar og tónlistar- menn. Þessi dagskrá verður kynnt í fjölmiðlum. Veitingar verða á boðstólum o.m.fl. Við sem stöndum að Hall- grímskirkju vonum að fólk fjöl- menni og njóti hátíðarinnar og styrki málefnið, m.ö.o. gefi org- clpípu. Ragnar Fjalar Lárusson vie LÁTUM EKKÍ 8XÍ&A ÞETTA MEÍE' A£> V&RA UMD(R FA$nf? 1 SÚKKULABÍ ER KÚ6UW.I AUK ERUAA 9ÍÐ PANSLEÓA BENblAÉ'H?, f& pAS^NA' ViP ðERUM K**UT«- bf« Af) MAEÍUK SA 5EM ER. ABVSÁUR FyRiRÞÖSlA FALSASTANLÍ. HFAíLSER- Tit £AKA Ca LEÍÞFErii KNMAW IAlS~ SKÍLNIN6!!! Fimmtudagur 12. apríl 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.