Þjóðviljinn - 12.04.1990, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 12.04.1990, Blaðsíða 18
Mikolajus Ciurlionis: Hann varö aðeins þrjátíu og sex ára gamall. Listbróðir hans, Alexandr Benoit, sagði í minningargrein: A miðöldum hefði maður eins og hann orðið falsspámaður og kirkjan hefði brennt hann á báli... Eftir Áma Bergmann Sumarið 1968 lá leið mín til Lithaugalands, þess lands sem oftast var gleymt en er nú í fréttum upp á hvern dag. Ég hitti gamla kunningjaog vini: sumir þeirra höfðu verið meðal þeirra fyrstu sem tilbúnir voru að tala af hreinskilni við ungling frá íslandi sem hafði komið til náms í Moskvu árið eftir að Stalín dó. Þeir vildu sýna mér sem mest- kirkjuna litlu í Vilnius sem Napóleon langaði til að stela og hafa með sértil Parísar, svofalleg þótti hún. Minnisvarða um þjóð- skáld Pólverja, Adam Mickiewicz,-en hann var reyndar Lithái, sögðu vinir mínir: þú manst hvernig Ijóðaskáldsaga hans um Pan Tadeusz byrjar: „Lietuva (Lithaugaland), ættland mitt, þú ert eins og heilsan. Énginn veit hvað átt hefurfyrr en misst hefur“. Þeirsýndu mér kastalann íTrakai sem verið var að endurreisa: þar sátu hinir miklu hertogar Lit- haugalands á stórveldistímum landsins. Og svo þessar mjúku línur landslagsins og mild blæbrigði náttúrunnar, sem hafa að sjálfsögðu sett mikinn svip á myndlist landsmanna. Ciurlionis - draumamaðurinn litháíski Litháar virtust drjúgir í mynd- list og þeir léku á öðrum nótum en Rússar flestir. Þetta var árið 1968 og enn var sósíalrealisminn opinber stefna í Sovétríkjunum. En hann var ekki lengur leikrænt hetjumálverk, heldur einhver óljós samnefnari yfir verk sem ættu sér sæmilega þekkjanleg tengsl við veruleikann. Og lista- menn Eystrasaltsþjóðanna voru seigir við að snúa á opinbera kreddu. . Eg man einmitt skemmtilegt dæmi frá Vilnius. Ekki var enn hægt að fá leyfi til að sýna afstraktlist í landinu opin- berlega, en samt sá ég skemmti- lega afstraktsýningu á skúlptúr- verkum úti í einum almennings- garði. Hvernig farið þið að þessu? spurði ég. Við köllum þetta ekki skúlptúr, sögðu Lithá- ar, heldur garðskreytingar! Og hlógu við. Helgidómur í Kaunas Það var líka farið með mig í safn sem geýmir verk Mikolajus- ar Ciurlionisar í Kaunas. Undar- legt andrúmsloft í því safni: kyrrð mikil, fremur dauf birta (litirnir í verkum hans hafa tilhneigingu til að dofna með aldrinum). Arki- tektúrinn og sjálfur hugblær myndanna urðu til þess að gestin- um fannst að hann væri ekki staddur á safni heldur í helgi- dómi. Litlir englar fljúga á ljós sem einhver draumavera heldur á og brenna upp til agna: myndin heitir „Sannleikurinn“. Mynd sem sýnir iítið skip á óendanlegu hafi og á himni eru form bátsins endurtekin í gullnum skýjum: ef þessi mynd hefði ekki átt að heita Skip heiðríkjunnar, þá var ég ekki íslendingur. Myndir af ein- hverjum kosmískum formum sem hverfa hvert í annað og bera nöfn úr tónlist: Sónata sólarinn- ar, Sónata stjarnanna. Sumar þessar myndir afstraktlist eigin- lega áður en afstraktlistin hófst með Kandinskíj og því fólki. Um > leið dulhyggja og táknsæi sem minnti íslending mjög á mörg verk Einars Jónssonar. Þú þarft ekki að útskýra... Manni fannst líka að safnið í Kaunas væri helgidómur vegna þess hvernig Litháar töluðu um ■■ ■■■ Fórnin: Hinn hvíti reykur hins góða stígur upp í óendanleikann. Mikolajus Ciurlionis. Þeir kunnu sögu að segja af því, að þótt margir menntamenn og listfróðir undruðust verk Ciurlionis og hneyksluðust á þeim og teldu þau óðs manns æði, þá hafi hann náð til alþýðufólks. Eitt sinn ætlaði listamaðurinn Tadas Daugirdas að útskýra mynd eina á sýningu verka eftir Ciurlionis fyrir bónda einum. En bóndinn litháíski sagði: „Þakka þér kærlega en það er alveg óþarfi, ég skil þetta án þess- útskýrt sé. Þessi mynd er ævin- týri. Sérðu ekki, fólkið er að klifra upp fjallið í leit að krafta- verki, það heldur að handan við fjallið lifi prinsessa og að sterk- asti og fallegasti og greindasti maðurinn muni vinna til hennar og fá hana fyrir konu. Mennirnir hafa klifrað upp fjallið - en, því miður, þar er engin prinsessa, heldur fátækt, nakið barn og eng- inn annar. í næstu andrá mun þetta barn slíta upp fífil og bresta í grát.“ Þeir kunnu líka að segja af því, að höfuðsmiðir franskrar menn- ingar, menn eins og Romain Rol- land og Jean-Paul Sartre, hefðu dáðst að verkum Ciurlionisar. Rolland sagði sem svo um verk hins litháiska meistara að þau stækkuðu sjónhringinn að mikl- um mun. Hann hefði séð opnast nýjan andlegan heim og sá Kristófer Kolúmbus sem nýja heiminn fann var Ciurlionis. Eina ævi og skamma.. Með öðrum orðum: það var Um aldamót var uppi í Lithaugalandi fjölhæfur og sérstæður listamaður sem hefur orðið snar þáttur af menningarstolti þjóðarinnar Úr myndaflokknum „Vetur“: Frelsi í meðferð þekkjanlegra hluta sem gerði Ciurlionis að einum af frumkvöðlum afstraktlistar. 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Fimmtudagur 12. april 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.