Þjóðviljinn - 12.04.1990, Blaðsíða 23
DÆGURMÁL
HEIMIR MÁR
PÉTURSSON
Hingað og
síðan aftur
í mörkina
Miövikudaginn 18. apríl verða
einstæöirtónleikará Hótel Borg
en þá mun Malímaðurinn Ali Far-
ka Toure syngja og leika við ann-
an mann eigin tónlist. Ferill Ali
Farka er á margan hátt mjög sér-
stakur og maðurinn sjálfur er
einnig hinn merkilegasti. Hér á
dægurmálasíðunni hefuráður
verið sagt frá því að Ali Farka ætli
að hætta öllu tónlistarvafstri á
þessu ári þegar hann verður
fimmtugurog snúasérafturað
nautgripum sínum og kornökrum
í mörkum Malí. Hann hefur
strengt þess heit frammi fyrir Alla
og slík heit rjúfa menn ekki að
gamni sínu. Tónleikarinir á Borg-
inni verða því með hans allra síð-
ustu tónleikum.
Ali Farka var ekki ætlað að
stunda tónlist. Fjölskylda hans í
Malí telst til aðalsins en upphaf-
lega komu forfeður hans frá Mar-
okkó og voru flestir stríðsmenn
eða hershöfðingjar. í Malí eru
hlutunum líka þannig háttað að
þar hafa ákveðnar fjölskyldur séð
um allan tónlistarflutning í ald-
anna rás og ekki er til þess ætlast
að aðrir stundi þá iðju. í stað
stéttarfélaga eru það fjölskyldu-
bönd sem ráða því hvað fólk má
leggja sér fyrir hendur. En Ali
Farka braust gegn öllum hefðum
og byrjaði að læra á „gurkel“,
sem er afrískur gítar með aðeins
einum streng.
Svo undarleg þótti tónlistarár-
átta Ali Farka að fjölskyldan
sendi hann til (galdra)læknis til
að athuga hvort ekki mætti særa
þessa þráhyggju úr manninum,
en allt kom fyrir ekki.
Það var um 1950 sem tónlist-
arferill Ali Farka hófst. Það hafði
mikil áhrif á hann að sjá landa
sinn Keita Fodeba á tónleikum
1956, en Fodeba var á þeim tíma
einn besti gítarleikari Malí. Ali
Farka ákvað á þeirri stundu að
gítarinn væri hans hljóðfæri og
gekk í hljómsveit sem spilaði
bræðing afrískrar og evrópskrar
tónlistar þar sem Charles Azna-
vor var ríkur áhrifavaldur.
Flljómsveitin var vinsælust á
meðal unglinga í Timbuctoo,
heimabæ Alis Farka Niafunke og
Gundum og Dire.
Eftir að land hans hlaut sjálf-
stæði árið 1960 snéri Ali Farka
um hríð baki við tónlistinni og
hóf störf á sjúkrabáti í heimabæ
sínum. Menningarlíf í Malí lifn-
aði við sjálfstæðið og menningar-
hópar voru myndaðir í hverri
sýslu og þannig fór að Ali Farka
var falið að fara fyrir slíkum hópi
í sínu héraði. Hann samdi tónlist
fyrir hópinn, spilaði á gítar ásamt
því að æfa bæði söngvara og dans-
ara hópsins, sem í voru um 100
manns, bæði tónlistarmenn,
íþróttamenn og leikarar. f keppni
sem menningarhóparnir héldu á
milli sín á hverju ári náði hópur
Ali Farka að sigra í ekki færri
skipti en 16 sinnum. Honum var
því falið að taka að sér stjórn Út-
varpshljómsveitar ríkisins sem
hann stjórnaði þangað til
stjórnvöld ákváðu án skýringa að
leggja hana niður.
A þeim árum sem Ali Farka
var í menningarhópnum urðu fé-
lagar hans uppnumdir af amer-
ískri tónlist þar sem Ray Charles,
John Lee Hooker, Otis Reading,
Albert King og Jimmy Smith
voru aðaláhrifavaldar og dáðir
mjög. Svo harmi slegnir voru Ali
Farka og félagar þegar Otis Rea-
ding kvaddi þennan heim að þeir
léku enga tónlist í heila viku.
John Lee Hooker var sá sem
hafði mest áhrif á Ali Farka sjálf-
an og bæði í Evrópu og Afríku er
hann kallaður John Lee Hooker
Afríku.
Árið 1974 ákvað Ali Farka að
hætta að spila með hljómsveit-
um. Hann ferðaðist einn um Afr-
Ali Farka Toure heldur eina af sínum síðustu tónleikum á Borginni
þann 18. apríl. Síðan tekur sveitasælan á Malí við.
íku og lék eigin tónlist en aðeins
þegar hann mátti sjá af tíma sín-
um frá nautgripum og kornrækt.
í kring um 1980 hætti hann alveg
að koma fram og snéri sér alger-
lega að búrekstrinum en þegar
heimstónlistin fór að njóta hylli í
Bretlandi fóru menn að leita Ali
Farka uppi sem tókst að lokum
og hann féllst á að koma til Bret-
lands til að taka upp plötu árið
1987, sem sló rækilega í gegn.
Þegar platan, sem einfaldlega
bar nafn Ali Farka, kom út voru
gagnrýnendur sammála um að
þarna væri á ferðinni einstakur
blúsari, sem blandaði þjóðlegum
tónlistarhefðum Malí saman við
blúsinn eins og hann hafði þróast
á Vesturlöndum.
Alí Farka gæti haft það ágætt
með því að ferðast um heiminn
og leika tónlist og myndi sjálfsagt
hafa meira upp úr því en bústörf-
unum heima í Malí. En hann hef-
ur gefið Alla heit sitt um að hætta
í ár og frá þeirri ákvörðun verður
ekki hvikað. Enda segir Ali Far-
ka tíma til kominn að hætta öllum
fíflagangi þegar menn séu orðnir
fimmtugir.
Áhugafólk um blús og fram-
andi tónlist ætti því að mæta á
þessa einstæðu tónleika á Borg-
inni eftir viku. Eins og áður segir
kemur einn aðstoðarmaður með
Ali Farka. Sá spilar á slagverk og
syngur en á það einnig til að grípa
í gítarinn með Ali Farka.
-hmp
skraut
rokklag sem hefur yfir sér töff-
aralegan blæ. Önnur lög eins og
„Waiting For The Night“ og
„The World In My Eyes“ eru
miklu ljúfari og henta betur undir
svefninn.
Það lag plötunnar sem hefur
náð mestum tökum á mér er
„Enjoy T'ne Silence". Þar finnst
mér karaktereinkenni Depeche
Mode njóta sín best, í göldróttri
melódíu sem er framkölluð með
lágum tónum undir niðri með
svuntuþeysum og „samplerum“
og söngur Gahan er eins og hann
gerist bestur. Þetta er poppað-
asta lag plötunnar en er popplag
sem hvaða hljómsveit gæti verið
hreykin af, jafnt Sykurmolamir
sem og átrúnaðargoð þeirra
Abba og Boney M.
„Violator" er tekin upp í Dan-
mörku og í Mflanó. Útsetningar
og öll upptökuvinna er hin besta
og mættu margir taka þessi vinn-
ubrögð sér til fyrirmyndar. Því
þrátt fyrir alla tæknina sem Dep-
eche Mode styðst við er hvergi
ofhlaðið heldur yfirleitt unnið
með einfalda hluti. Lögin eru
ekki flókin að uppbyggingu og
ekkert gert til að fela það með
útflúri og óþarfa skrauti. Tónlist
Depeche Mode nær þó áfram að
vera dálítið framandi miðað við
flest það sem verið er að gera í
rokki og poppi og verður að telj-
ast nokkuð gott hjá hljóm-
sveitinni að ná að halda því yfir-
bragði. -hmp
Ekkert óþavfa
Depeche Mode hefur aldrei
verið í neinu sérstöku uppáhaldi
hjá mér, þótt vissulega hafi mað-
ur sperrt eyrun annað slagið í
gegnum árin við einstökum
lögum. Á meðan nýbylgjan
tröllreið öllu var Depeche Mode
að fást við hluti sem kenndir voru
við nýrómantík í rokkinu, þótt
hljómsveitin hafi heldur ekki átt
fyllilega heima í þeim flokki.
hljómsveita sem helst voru
merktar þeirri stefnu.
Nýjasta plata Depeche Mode,
„Violator", er töluvert frábrugð-
in fyrri plötum hljómsveitarinn-
ar. Hún er á köflum rokkaðri en
einnig að sumu leyti fágaðri.
Depeche Mode hefur hingað til
ekki notast við gítarinn í sinni
tónlist. Aðaleinkenni tónlistar-
innar hafa verið svuntuþeysar af
öllum fáanlegum sortum og tónar
hafa verið galdraðir fram með
hjálp „samplunar“, en Depeche
Mode er í hópi ákaflegra fárra
sem hafa farið vel með þessa
tækni og náð að skapa með henni
tónlist sem virðist vera mennsk,
en slíkt heyrir frekar til und-
antekninga.
Á „Violator“ bregður Depec-
he Mode út af vananum og notast
lítillega við gítar í laginu „Person-
al Jesus“, en það er annað
tveggja laga plötunnar sem náð
hafa hlustum fólks með afgerandi
hætti undanfarnar vikur. Þetta
lag er reyndar sér á báti miðað við
restina af plötunni, kröftugt
Depeche Mode vaxa í áliti.
Fimmtudagur 12. apríl 1990INÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23