Þjóðviljinn - 12.04.1990, Blaðsíða 11
Menn em famir að taka
skógræktina alvarlega
Skógræktin hefur fjölþætt gildi fyrir náttúruvernd, útivist, viðarframleiðslu og landgræðslu,
segir Sigurður Blöndal fyrrverandi skógræktarstjóri
Sigurður Blöndal: I skógræktinni hefur komið fram nýtt hugtak: „fjölnytjaskógar". Ljósm. Kristinn
Skógræktarfélög höfðu verið
stofnuð víðs vegar um landið og
þau hafa alla tíð síðan verið höf-
uðstoð Skógræktar ríkisins. Ég
veit ekki til þess að nein ríkis-
stofnun hafi stuðst við sambæri-
leg áhugamannafélög með þess-
um hætti.
Það má kannski segja að menn
hafi verið nokkuð bjartsýnir á
þessum tíma. Við áttum eftir að
afla okkur meiri reynslu á mörg-
um trjátegundum og kvæmum,
en Hákon valdi þann kostinn að
virkja þjóðina til átaka þótt ekki
væri búið að fullreyna allar þær
innfluttu trjátegundir, sem þá
voru í gangi og er reyndin sú enn.
Þar með var tekin viss áhætta. Ef
hin leiðin hefði verið farin, að
fullreyna tegundir og kvæmi fyrst
með nákvæmum og seinvirkum
tilraunum, áður en raunveruleg
útplöntun hæfist, þá hefðum við
átt færri og smærri nýræktarsvæði
í dag og færri tekið eftir því sem
verið var að gera. Þótt við höfum
síðan orðið fyrir nokkrum áföll-
um, eins og alltaf má búast við,
þá tel ég að þarna hafi verið valin
tarsælasta leiðin, enda er þetta
sama leiðin og flestar þjóðir hafa
farið í skógræktarmálum. Menn
hafa komist yfir áföllin, og ég
held að bjartsýnin sé nú meiri en
hún var um 1950, enda höfum við
nú öðlast 50 ára reynslu, sem er
þó nokkuð í skógrækt. Hinn
mikla og almenna áhuga á skóg-
ræktinni í dag má þannig rekja til
starfs sem unnið var fyrir 20-30
árum.
Bændum
snýst hugur
Þótt bjarsýni hafi ríkt í upphafi
6. áratugarins, þá var alltafnokk-
urt stríð um skógrœktina. Hvern-
ig skiptust menn íflokka og hvaða
hagsmunir toguðust þar á?
- Jú mikil ósköp, margir töldu
þetta vera gagnslaust fikt og við
vorum álitin vera eins konar sér-
trúarsöfnuður. Það var að vissu
leyti rétt, við vorum í rauninni
eins konar hjálpræðisher lands-
ins. En andstaðan sem við mætt-
um kom, þótt merkilegt megi
virðast, einkum frá bændum og
þeirra fulltrúum.
Þegar árið 1942 hafði Hákon
Bjarnason skrifað ritgerð, sem
hann kallaði Ábúð og örtröð, og
markaði tímamót í umræðu um
landnýtingu hér á landi. Þar benti
hann á, hvernig menn höfðu farið
með landið og setti jafnframt í
fyrsta skiptið fram mat á umfangi
birkiskóga hér á landi, sem síðar
reyndist með mælingum vera
nærri lagi.
Fulltrúar bænda með Sigurð
búnaðarmálastjóra í broddi fylk-
ingar, höfðu reyndar átt merki-
legt frumkvæði að stofnun Skóg-
ræktarfélags íslands á Alþingis-
hátíðinni 1930, og var Sigurður
fyrsti formaður þess. Málin þró-
uðust hins vegar þannig að fá-
leikar mynduðust á milli skóg-
ræktarmanna og fulltrúa bænda-
samtakanna. Það má segja að á 6.
og 7. áratugnum og reyndar fram
undir 1980 hafi það sjónarmið
verið ríkjandi meðal bænda að
ekki mætti fórna nokkrum skika
beitilands undir skógrækt. Þegar
hugmyndir um Rjótsdalsáætlun
voru fyrst settar fram opinber-
lega 1965 voru bændur tregir og
fannst þeir ekki geta látið land af
hendi, jafnvel þótt þeir fengju
allan kostnað við skógræktina
greiddan af ríkinu gegn kvöð um
endurgreiðslu á tíunda hluta
viðarafurða í framtíðinni. Nú
standa bændur hins vegar í bið-
röðum eftir að fá að leggja land
undir skóg.
Ofmetnir
möguleikar
Þú talaðir um að menn hefðu
kannski verið óþarflega bjartsýnir
á6. áratugnum. íhverjulýstiþetta
ofmat á möguleikum skógræktar
sér?
-Það fólst kannski fyrst og
fremst í því að menn töldu mögu-
leika til gagnviðarskóga vera
víðar en raunin var. Galdurinn
við skógræktina er fyrst og fremst
fólginn í að setja sér rétt markmið
miðað við aðstæður á hverjum
stað. Ef það er gert er lítil hætta á
að menn verði fyrir vonbrigðum.
Þannig er til dæmis land-
græðsluskógurinn, sem við ætlum
að vinna sérstaklega að á þessu
ári í samræmi við það höfuðmar-
kmið skógræktar á íslandi að efla
jarðvegs- og gróðurvernd.
Nú höfum við bæði reynslu og
rannsóknir til að byggja á og telj-
um okkur vita að veðurfarsleg
skilyrði til ræktunar á útivistar-
skógi séu hér á landi á um 10 þús-
und ferkílómetra svæði brúttó,
eða um 10. hluta landsins. Af yfir
100 tegundum trjáplantna eru um
30 tegundir hæfar til ræktunar í
slíka skóga, en til viðarfram-
leiðslu þekkjum við um 5 nýti-
legar tegundir og við teljum að
rækta megi slíka skóga á um 3500
ferkílómetra svæði brúttó á
landinu öllu.
-Nú starfaðir þú setn skógar-
vörður á Hallornisstað í nœrri
aldarfjórðung. Á þessum tíma
hefur þú vœntanlega séð margvís-
legan árangur. Hvað finnst þér
eftirá að standi uppúr, sem mikil-
vœgasti árangurinn?
-Jú, þar er vissulega af miklu
að taka. Meginstarfið á Hall-
ormsstað fólst í uppeldi trjá-
plantna og tilraunum með nýjar
erlendar trjátegundir. í þeim efn-
um var Hákon Bjarnason
óþreytandi í því að afla nýrra er-
lendra sýnishorna. Þegar ég fór
frá Hallormsstað 1977 vorum við
búnir að prófa þar yfir 50 tegund-
ir. Af þeim tilraunum kom mest á
óvart að hér skyldi vaxa döglings-
viður, sem kallaður er Oregon
Pine á erlendu máli, en tré þetta
er stórvaxnasta barrtré sem vex í
Ameríku. Við eigum nú 14 m.
hátt tré af þessari tegund á Hall-
ormsstað.
En það sem var mest spenn-
andi á þeim tíma sem ég starfaði á
Hallormsstað var þegar við fór-
um að planta skógi á bersvæði
utan skógar. Skógræktin hafði
eignast jörðina Hafursá, sem er
næsta jörð við Hallormsstað, árið
1947. Hún var í leigu og ábúð en
upp úr 1960 var skák af jörðinni
meðfram fljótinu girt af. Síðan
gaf Stefán Eyjólfsson bóndi í
Mjóanesi, sem er næsta jörð við
Hafursá, land sitt milli Lagar-
fljóts og þjóðvegar, sem bættist
við Hafursárspilduna. Á þessu
landi eru hrjóstrugir þursask-
eggsmóar og það var hafísvorið
1965 sem Jón Jósep Jóhannesson
hóf ásamt með vösku liði að gróð-
ursetja þarna lerkiplöntur í
norðanroki og 2-3 gráðu hita. Jón
Jósep var óbilandi hugsjónamað-
ur í skógrækt, og það má segja að
við höfum farið út í þetta í mikilli
Um síðastliðin áramót hætti
Sigurður Blöndal fyrrverandi
skógræktarstjóri störfum hjá
Skógrækt ríkisins eftir 38 ára
starf. í eftirfarandi viðtali segir
Sigurður frá starfsferli sínum,
leggur mat á þann árangur sem
náðst hefur á þessum tíma og
skyggnist um leið fram í ókominn
tíma.
Sigurður, hvað orsakaði það
að þúfórst út í háskólanám ískóg-
rœkt, og hvaða vœntingar lágu að
baki þeirri ákvörðun á sínum
tíma?
-Ég tók þá ákvörðun þegar ég
var í fimmta bekk í
Menntaskólanum á Akureyri, en
ég veit í rauninni ekki hvaða
væntingar ég gerði mér eða hver
hin raunverulega ástæða var. Ég
er að vísu alinn upp á Hallorms-
stað, en sannleikurinn er sá að ég
hafði aldrei unnið við skógrækt
þegar þessi ákvörðun var tekin.
Ég hafði ekki einu sinni unnið við
það að planta skógi, ef frá eru
teknar örfáar plöntur sem Gutt-
ormur skógarvörður gaf mér og
ég setti í svolítinn reit við Staðar-
ána. Ég hafði hins vegar starfað
við viðarflutninga úr skóginum,
en húsmæðraskólinn á Hallorms-
stað, sem móðir mín stýrði, not-
aði um 800 hestburði af eldiviði á
ári, sem við sóttum í skóginn og
drógum heim á hestum. Þetta
hafði verið vetrarstarf mitt, en á
sumrin starfaði ég að hefðbundn-
um búskap.
Umhverfisáhrifin
frá Hallormsstaö
Gekkst þú í skóla á Héraði?
- Það getur varla talist, ég held
að ég hafi fengið 3 vikur í barna-
skóla eða svo. Þarna var starf-
ræktur farskóli, en svokallað
grunnskólanám fékk ég einkum
frá foreldrum mínum og öðru
heimilisfólki. Ég fór í MA 1940
og var þar í fimm og hálfan vetur.
Astæðan fyrir því að ég ákvað þá
að leggja fyrir mig skógrækt var
áreiðanlega áhrif frá því um-
hverfi sem ég ólst upp í og svo
tilhugsunin um að fá kannski síð-
ar meir að starfa á Hallormsstað.
Ég var í Noregi frá 1946-52,
starfaði fyrst við skógrækt víðs
vegar um landið, en síðustu 3 árin
var ég í Landbúnaðarháskólan-
um að Ási, skammt fyrir utan
Osló.
Á þessum tíma var ég allan tím-
ann með hugann heima og eftir
að ég kom að Ási stóð ég meðal
annars í bréfasambandi við Há-
kon Bjarnason skógræktarstjóra,
sem var mér þýðingarmikið og
uppörvandi. Ég byrjaði svo að
vinna hjá Skógrækt ríkisins þann
1. ágúst 1952, skömmu eftir
heimkomuna. Fyrstu tvö sumrin
vann ég við það að höggva brautir
í gegnum skóginn á Hallorms-
stað, skrá gróðursetningar og
kortleggja, en vorið 1955 tók ég
við af Guttormi Pálssyni sem
skógarvörður, en hann hafði þá
gegnt því starfi í 47 ár.
Bjartsýnistímar
Hvaða vœntingar höfðu menn
gagnvart skógrœktinni á þessum
tíma og hvernig var stemmningin
meðal landsmanna?
- Þetta voru í rauninni bjart-
sýnistímar. Hákon Bjarnason
hafði þá starfað sem skógræktar-
stjóri frá 1935. Hann var mikill og
snjall áróðursmaður og hann
hafði gert sér grein fyrir því að
þessi veikburða ríkisstofnun, sem
Skógræktin var, þyrfti á öflugum
grasrótarstuðningi að halda.
Fimmtudagur 12. apríl 1990 nýtt HELGARBLAÐ - SÍÐA 11