Þjóðviljinn - 12.04.1990, Blaðsíða 4
Þýðing Nýja testamentisins 450 ára
í dag eru 450 ár liðin frá fyrstu útgáfu Nýja testamentisins í íslenskri
þýðingu Odds Gottskálkssonar, en bókin var prentuð í Hróarskeldu
1540.
Hið íslenska biblíufélag mun minnast atburðarins með helgistund í
Hallgrímskirkju kl. 9 á skírdagsmorgni, og mun Jónas Gíslason vígslu-
biskup og varaforseti Biblíufélagsins annast helgistundina ásamt
prestum og organleikara kirkjunnar.
í tilefni afmælisins og páskanna birtum við hluta af þýðingu Odds á
fimmtánda kafla Markúsarguðspjalls um krossfestingu Krists:
En stríðsþénararnir leiddu
hann í fordyr þinghússins og köll-
uðu saman allan hópinn og færðu
hann í purpuraklæði, fléttandi
þyrnikórónu og settu á hann og
tóku að heilsa honum: Heill sért
þú konungur Gyðinga, - og slógu
hans höfuð með reyrvendi og
hræktu á hann, féllu og á hné og
tilbáðu hann.
Og þá þeir höfðu spottað hann,
færðu þeir hann úr purpuranum
og færðu hann aftur í sín klæði og
leiddu hann út að þeir krossfestu
hann. Þeir þrengdu og þeim sem
fram hjá gekk, Símoni hinum
sýrneska er kominn var af akur-
lendi, föður þeirra Alexandri og
Ruffi, að hann bæri hans kross.
Og þeir höfðu hann í þann stað er
heitir Golgata, það þýðist gálga-
klettur. Og þeir gáfu honum
myrrat vín að drekka, og hann
tók það eigi til sín.
Og þá er þeir höfðu krossfest
hann, skiptu þeir klæðum hans og
köstuðu hlutverpi yfir þeim hvað
hver tæki. En það var um þriðju
stund er þeir krossfestu hann. Og
titill hans sakferils var yfir honum
skrifaður, það hann væri konung-
ur Gyðinga. Og með honum
krossfestu þeir tvo spillvirkja,
einn til hægri handar, en annan til
vinstri. Og sú ritning er uppfyllt
sem segir: Með illvirkjum er
hann reiknaður.
Og þeir gengu þar fram hjá og
hæddu hann, skóku höfuð sín og
sögðu: Svei, hverninn niðurbrýt-
ur þú musteri Guðs og byggir upp
á þrim dögum aftur? Frelsa nú
sjálfan þig og stíg niður af kross-
inum. Líka einninn spéuðu hann
höfuðprestarnir sín á meðal með-
ur skriftlærðum og sögðu: Aðra
frelsaði hann, sjálfan sig getur
hann eigi frelsað. Sé hann Krist-
ur, konungur fsraels, stígi hann
nú niður af krossinum að vér
sjáum og megum svo trúa. Og
þeir er með honum voru kross-
festir, átöldu hann einninn.
Og að liðinni séttu stund urðu
myrkur um allt landið, allt til ní-
undu stundar. Og á hinni níundu
stund kallaði Jesús upp hárri
röddu og sagði: Eloy, Eloy lam-
ma a sabthani, hvað er útleggst:
Guð minn, Guð minn, hví for-
Iéstu mig? Og þá nokkrir af þeim,
er þar stóðu hjá, heyrðu það,
sögðu þeir: Sjá hann kallar á
Elíam. En einn hljóp að og fyllti
upp njarðarvött með edik, lát-
andi upp á einn reyrlegg, gaf hon-
AUGLÝSING
frá félagsmálaráðuneytinu
Félagsmálaráðuneytið hefur að ósk hlulaðeigandi sveitarstjórna heimilað að almennar sveitar-
stjórnarkosningar fari fram 9. júní 1990 í eftirtöldum sveitarfélögum:
Skorradalshreppur, Lundarreykjadalsahreppur, Norðurárdalshreppur, Hvítársíðuhreppur,
Stafholtstungnahreppur, Miklaholtshreppur, Skógarstrandarhreppur, Hörðudalshreppur,
Haukadalshreppur, Hvammshreppur, Fellsstrandarhreppur, Skarðshreppur, Dalasýslu,
Saurbæjarhreppur, Daiasýslu, Rauðasandshreppur, Mýrahreppur, Vestur-ísafjarðarsýslu, Ogur-
hreppur, Reykjafjarðarhreppur, Nauteyrarhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Kirkjubóls-
hreppur, Fellshreppur, Strandasýslu, Óspakseyrarhreppur, Bæjarhreppur, Strandasýslu, Staðar-
hreppur, Vestur-Húnavatnssýslu, Fremri-Torfustaðahreppur, Ytri-Torfustaðahreppur, Kirkju-
hvammshreppur, Þorkelshólshreppur, Sveinsstaðahreppur, Skagahreppur, Skefilsstaðahreppur,
Skarðshreppur, Skagafjarðarsýslu, Lýtingsstaðahreppur, Skriðuhreppur, Öxnadalshreppur,
Hálshreppur, Bárðdælahreppur, Reykdælahreppur, Öxarfjarðarhreppur, Presthólahreppur, Sval-
barðshreppur, Hlíðarhreppur, Jökuldalshreppur, Fljótsdalshreppur, Tunguhreppur, Skriðudals-
hreppur, Mjóafjarðarhreppur, Fáskrúðsfjarðarhreppur, Geithellnahreppur.
í öðrum sveitarfélögum en ofantöldum skulu kosningar til sveitarstjórna fara fram 26. maí 1990.
DAGSETNINGAR VEGNA
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGA 9. JÚNÍ1990
Kjörskráskal hafaveriðlögöframeigisíðaren....................... 8. apríl
Krafa um bundnar hlutfallskosningar í sveitarfélagi með 300 íbúa
eða færri berist oddvita (yfir)kjörstjórnar, bréflega, eigi síðar en . 27. apríl
Sveitarstjórnarmaður, sem skorast undan endurkjöri, skal
tilkynna (yfir)kjörstjórn þá ákvörðun sína eigi síðar en............ 5. maí
Kjörskráskalliggjaframmitilogmeð ............................... 6.maí
Framboðsfrestur rennur út...................................... 11.maí
Framlengdurframboðsfrestur, ef aðeins kemurfram einn listi, rennur út 13. maí
(Yfir)kjörstjórn auglýsir framboðslista þegar eftir að listar
hafa verið úrskurðaðir gildir og merktir
Utankjörfundaratkvæðagreiðslageturhafist...................... 14. apríl
Kærufresturtilsveitarstjórnarvegnakjörskrárrennurút............ 25. maí
Afrit kæru sendist þeim sem kærður er út af kjörskrá eigi síðar en. 28. maí
Sveitarstjórn boðarfund til afgreiðslu á kærum fyrir........... 29. maí
Sveitarstjórn úrskurðar kærur og undirritar kjörskrá eigi síðar en . 1. júní
(Yfir)kjörstjórn auglýsir, hvenærkjörfundurhefstfyrir.......... 6.júní
Kjörstjórn tilkynni (oddvita yfirkjörstjórnar, svo og) hreppsnefnd
eða bæjarstjórn, sem mál getur varðað, um breytingar
á kjörskrá strax og dómur er genginn.
(Yfir)kjörstjórn auglýsir hvar og hvenær atkvæðatalning verður með nægum
fyrirvara á undan kosningum.
Atkvæðatalning hefst svo fljótt sem unnt er að loknum kjörfundi.
(Yfir)kjörstjórn setur notaða kjörseðla undir innsigli að talningu lokinni,
þegar kosning er óbundin.
Kæra vegna kosninganna skal afhent hlutaðeigandi sýslumanni eða
bæjarfógeta innan sjö daga frá því að lýst var úrslitum kosninga.
(Yfir)kjörstjórn eyðir innsigluðum kjörseðlum að kærufresti loknum eða
að fullnaðarúrskurði uppkveðnum, hafi kosning verið kærð,
þegar kosning er óbundin, sbr. 19.
Félagsmálaráðuneytið, 10. apríl 1990
um svo að drekka og sagði: Lát
fara, sjáum hvort ef Elías kemur
að taka hann ofan.
En Jesús kallaði upp hárri
röddu og andaðist. Og tjaldið
musterisins rifnaði sundur í tvo
frá ofanverðu allt niður í gegn-
um. En er hundraðshöfðinginn sá
það, hver þar stóð gegnt, að hann
kallaði svo þá er hann lést, sagði
hann: Sennilega hefir þessi mað-
ur verið Guðs sonur.
&efíament/3e{u Cfytifft
cigmírgoio t6eu«r»0cli« þucc (jad
ftulpt pic5if«0i t fc«0i/Wct (t),i,
pollulac t ©uöj fpl
«II»mcfi(to«iirft(pu6o. p«u
cru nu bíct vilogo « r
t«mu/©uoihtlop* *
OyrOat/ cfl«(mug«»
nú fil f«/mO«t«
0«lu þl«lp«r»
Þetta er hiö nýja testament, Jesú
Kristi eiginleg orö og evangeli-
a...Titilblað á útgáfu Odds frá
1540
Miimisblað
páskahelgarinnar
Bensínsala
Miðvikudagurinn 11 apríl: opið til
kl 20.00. Skírdagur 12 apríl: opið
frá 12.00-16.30.Föstudagurinn
langi: lokað. Laugardagurinn 14
apríl: opið frá 7.30-20.00. Páska-
dagur 15 apríl: lokað. Annar
páskadagur 16 apríl: opið frá
12.00-16.30. Sumardaginn
fyrsta 19 apríl: opið frá 12.00-
16.30.
Sérleyfísferdir
Daglegar áætlunarferðir eru frá
umferðamiðstöð alla virka daga
frá 8.00 að morgni til 23.30 á
kvöldi.
Á skírdag verður ekið á öllum
leiðum samkvæmt áætlun.
Á föstudaginn langa og páska-
dag eru engar ferðir á lengri
leiðum. Ekið er á styttri leiðum
samkvæmt stórhátíðaráætlun.
Á annan í páskum er ekið sam-
kvæmt sunnudagsáætlun og
aukaferðum bætt við.
Allar nánari upplýsingar er að fá í
síma 91-22300.
Flug
Millílandaf lug
Allt millilandaflug Flugleiða verð-
ur samkvæmt áætlun alla helg-
ina. Söluskrifstofur og farskrár-
deild félagsins verða lokaðar yfir
helgina, fólki er því bent á flugaf-
greiðsluna á Keflavíkurflugvelli ef
það vill panta far. Nánari upplýs-
ingar er að fá í síma 690300, milli-
landafarskrá FLugleiða. Milli-
landaflug Arnarflugs verður sam-
kvæmt áætlun yfir~helgina.Far-
skrá er í síma 84477 eða 92-
50300 á Keflavíkurflugvelli.
Innanlandsflug
Innanlandsflug Flugleiða verður
lokað á Föstudaginn langa og
Páskadag. Alla aðra daga verður
flogið samkvæmt áætlunum og
boðið upp á margar aukaferðir.
Annan í páskum verður flogið
þotuf lug f rá Kef lavík til Akureyrar.
Allar nánari upplýsingar er að fá í
síma 690200, innanlandsfarskrá
Flugleiða.
Innanlandsflug Arnarflugs verður
samkvæmt áætlun nema lokað
verður á Páskadag og Föstudag-
inn langa. Hjá Arnarflugi verður
bætt við aukaferðum eftir þörf-
um, upplýsingar og farskrá er í
síma 29577.
Læknavakt
Neyðarvakt lækna er opin allan
sólarhringinn alla páskahelgina.
Síminn þar er 21230.
Slysadeild Borgarspítalans verð-
ur með neyðarmóttöku alla helg-
in. Síminn þar er 696600.
Sími neyðarvaktar lækna í Hafn-
arfirði, Garðabæ og Bessastaða-
hreppi er 51328.
í Mosfellsbæ er síminn 666201.
Upplýsingar um neyðarvakt
tannlækna er að fá í síma 18888.
Apótek
Neyðarvakt verður í Borgarapó-
teki á Skírdag. Holtsapóteki
Föstudaginn langa, Páskadag,
annan í páskum og sumardaginn
fyrsta.
Nánari upplýsingar um neyuðar-
vakt lyfjabúða er að fá í símum
18888 í Reykjavík og Kópavogi.
51100 í Hafnafirði, Garðabæ og
Bessastaðahreppi. 666201 í
Mosfellsbæ.
Heyrnatækja-
þjónusta
Minniháttar heyrnatækjaþjón-
usta verður veitt á vegum
Heyrnar og talmeinastöðvar ís-
lands að Háaleitisbraut 1, laugar-
daginn 14 apríl og mánudaginn
16 apríl frá 10.00-12.00 báða
dagana. Nánari upplýsingarfást í
síma 83855.
Strætisvagnar
Skírdagur: Ekið eftir sunnudaga-
áætlun. Föstudagurinn langi:
Akstur hefst kl.1.00. Ekið eftir
það samkvæmt sunnudaga tíma-
töflu. Laugardagur: Ekið eftir
laugardagstímatöflu. Páskadag-
ur: Akstur hefst kl.1.00. Ekið eftir
það samkvæmt sunnudagatíma-
töflu. Annar páskadagur: Ekið
samvæmt sunnudagatímatöflu.
Strætisvagnar Kópavogs
Skírdagur: Ekið samkvæmt
sunnudagatímatöflu, akstur hefst
kl. 10.00. Föstudagurinn langi:
Akstur hefst kl. 14.00 og ekið eftir
það samkvæmt timaáætlun
sunnudaga. Laugardagurinn 14
apríl: Ekið eftir venjulegri laugar-
dagsáætlun. Páskadagur: Akst-
ur hefst kl.14.00 og ekið eftir það
samkvæmt venjulegri sunnudag-
aáætlun. Annar í páskum: Ekið
samkvæmt sunnudagaáætlun.
Sumardagurinn fyrsti: Ekið sam-
kvæmt venjulegri sunnudagaá-
ætlun Landleiðir
Skírdagur: Ekið samkvæmt
venjulegri sunnudaga áætlun,
akstur hefst kl. 10.00. Föstudag-
urinn langi: Akstur hefst kl. 14.00,
ekið eftir það samkvæmt venju-
legri sunnudagatímatöflu.
Laugardagurinn 14 apríl: Ekið
eins og venjulega á laugar-
dögum. Páskadagur: Akstur
hefst kl. 14.00 og ekið eftir það
samkvæmt sunnudagatímatöflu.
Annar í páskum: Ekið eftir venju-
legri áætlun sunnudaga.
Sumardagurinn fyrsti: Ekið sam-
kvæmt venjulegri tímaáætíun
sunnudaga.
Umferð
Umferðarráð hvetur alla er
hyggja á ferðalög um páskana að
kynna sér færð á vegum og
leggja ekki upp á illa útbúnum
bílum. Umferðarráð er fúst að
veita upplýsingar og aðstoð í
síma 27666.
4 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Fimmtudagur 12. april 1990