Þjóðviljinn - 21.04.1990, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.04.1990, Blaðsíða 10
Þorvaldur Þorsteinsson: Þetta er engin angistarfull list, þetta er ferðalag þar sem ég er að hitta gamla vini í fyrsta sinn... Margra daga flug yf ir kjánalegri bók! Fyrir nokkrum dögum var ég á gangi um mið- bæ Maastrichtborgar. Þegarég beygði inn Kapoenstraat, það er þröng og steinlögð gata sem liggurfrágamla virkisveggnum að Vrijthoftorgi, þá heyrði ég klinjgjandi hljóð að ofan. Eg staldraði við og hlustaðiútídaginnog reyndi að átta mig á hvaðan klingklangið kom nákvæmlega, það hækkaði og lækkaði eins og engill svifi yfir hús- þökunum og steypti sér kollskít og hristi tambúrín umleið, nema að rétt áðuren ég uppgötvaði að það barst útum gluggasilfursmiðs, hátt á húsi handan götunnar, birtist sköllóttur karl með vindil í dyrum hússins og hvesstiámig augum. Mér varð svo mikið um að ég leit ósjálfrátt um öxl og horfði þá inn í verslun sem sérhæfir sig íkökuformum.og sá hvar Þorvaldur Þor- steinsson mynd- listarmaðurstóðfyrir framan afgreiðsluborðið og skipti við verslunar- mann sem var fyrir innan borðið. Þar sem ég hafði ætlað að hitta myndlistarmanninn eftir þrjár mínútur á kaffihúsinu „D‘n Ing- eln“ og eiga við hann stutt tal um hvað hann hefur verið að sýna í vetur í Arnheim, Amsterdam, Antwerpen og víðar, þá brá ég mér inn í kökuformaverslunina til hans og viðtalið hófst þar en ekki annars staðar. Skuldaskil - Hvað ertu að gera hér? Ég var að gera upp skuld við þennan ánægða verslunar- eiganda, ég keypti af honum sjö- tíu jólakökuform í haust. - Sjötíu jólakökuform? Já, ég var að vinna að verki fyrir Credit Lyonais, bankasam- steypuna, verk sem var sýnt sam- tímis í átta útibúum víðsvegar um Limbúrg. Ég ákvað að verkið væri um banka og bankalist, sem ég vissi ekki alveg hvað var en held að ég hafi skapað þarna, en eftir mánaða hugmyndavinnu var ég engu nær. Ég var búinn að úti- loka ótal hluti sem freistandi en reyndust yfirleitt of móralskir - það er auðvelt að gera mórölsk íistaverk um peninga og banka. Svo var það einn daginn að ég var á gangi um vinnustofuna mína! Eg er með tvær vinnu- stofur, önnur er stór en hin er enn stærri: Hún nær frá Reykjavík í norðri, til Kölnar í austri og Par- ísar í suðvestri. Mikið af tíma mínum fer í að ganga um þessa vinnustofu og athuga hvað ég á í henni. Það reynist alltaf vera nóg; sumt er tilbúið, annað læt ég vera þangað til það verður tilbú- ið, stundum tek ég eitthvað með mér á hina vinnustofuna af því að ég vil hafa það hjá mér og veit að það kemur að því að ég nota það, eftir eitt, tvö, þrjú ár, og oft þarf ég ekki annað en að flytja hluti, sem höfðu gleymst á sitthvorum staðnum, saman og þá er verkið til. Þannig er hvatinn að mínum verkum að stærstum hluta ekki það sem kemur myndlist við: Íistaverk, tímarit, sýningar, held- ur get ég farið á margra daga flug yfir kjánalegri bók sem ég finn á markaði, og í bókinni er teikning af karli og undir er letrað: ÞETTA ER PABBI! Með mynd- inni hefst kannski ferli sem ég veit ekkert hvar endar en getur, áður en lýkur með verki, leitt mig í skóbúð, til tannlæknis, látið mig lesa gamalt eintak af Heima er best og drekka einu sinni yfir mig af kaffi. Og svo er verkið þannig að ég get alls ekki rakið aftur hvað fór í gerð þess - en ég veit að það er ekki tilviljun hvernig það er. Það eina sem ég geri meðvitað til að hafa áhrif á ferlið er að gæta þess að ég komi mér ekki upp venjum, varnargörðum sem hindra mig í að fara inn í þessa verslunina eða hina að leita mér að hráefni, aðeins vegna þess að það stendur ekki utan á henni að hún sé fyrir myndlistarmenn, og það sama gildiur um fólk, bækur, ferðalög og hvað sem er. Á safnarastiginu - Hefurðu aldrei áhyggjur af þvíhvað það er í þér sem lœturþig festa augu á svömpum, teppasýnishornum, Ijósmyndum af sykurscetum ítölum og fleiru af því tagi? Nei, ég hef ekki áhyggjur af því... - Þú heldur ekki að það sé eitthvað að þér? Ef þetta er óeðlilegt, sem mér finnst oft að það hljóti að vera, þá er ég það veikur að ég upplifi þetta ekki sem vandamál. Ég hlakka til að vakna á morgnana og upplifa eitthvað nýtt innra með mér, sem hjálpar mér svo aftur að uppgötva eitthvað annað úti á vinnustofunni, eitthvað nýtt til að hirða, muna eða nota, fleiri brot úr púsluspilinu sem myndar mig, þau eru þarna og ég tíni þau saman. Með því að raða saman brotunum úr ytri heiminum fæ ég mynd af þeim sem er fyrir innan, og þannig skapa ég smám saman einhverskonar heild með lífi mínu. En þetta er engin angistar- full leit, þetta er ferðalag þar sem Texti og myndir: Sjón ég er að hitta gamla vini í fyrsta sinn. En sem dæmi um að þetta er ekki alltaf dans á rósum, þá gerist það stundum ef ég er í nýrri borg, sem dæmi, að ég sé verslun sem ég verð að fara inn í, klíputanga- verslun til dæmis, og ég eyði þar einum, tveimur, þremur klukku- tímum, vafrandi á milli hillusam- stæðanna án þess að vita hvað ég er að gera þarna annað en að fylgja einhverri óskýrri til- finningu, og iðulega kem ég tóm- hentur út - en ég get líka mætt manni í dyrunum eða úti á stétt- inni og hann segir mér allt sem þarf, kannski vegna þess hvernig hatt hann er með! En ég er ekkert einn um að vinna svona. Ég hef meira að segja heyrt að þetta sé í tísku. - Þessi maður? Maðurinn með hattinn? Hver er það? Hann var ekkert sendur út í búð af æðri máttarvöldum, hann hefði alveg eins getað sleppt því að koma, en fyrst við hittumst get ég nýtt mér það. Allt er þetta hrá- efni; svefninn og draumarnir, það að vakna, morgunkaffið, all- ur dagurinn þangað til ég sofna aftur. Og þannig var það í haust 10 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Laugardagur 21. april 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.