Þjóðviljinn - 21.04.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.04.1990, Blaðsíða 11
Meö því að raöa saman brotun- um úr ytri heiminum fæ ég mynd af þeim sem er fyrir innan, og þannig skapa ég einhvers konar heild meö lífi mínu. NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11 bönd í Jan Van Eyck akademí- unni í vetur. Leikpersónurnar í þeim eru álíka trúverðugar og skólabókafólkið, allar eru þær fulltrúar einhvers eins í tilver- unni; mannvonskunnar, ein- hverrar starfstéttar, á vegum Guðs og englanna, og sá sem reykir, sem sagt mjög einhliða manneskjur. Hver og ein lifir í sínum afmarkaða heimi og kann hann utan að, svo að þegar þær hittast þá ná þær ekki sambandi, en eru samt ánægðar af því að þeir eru að leika það að vera í sambandi. En útkoman verður þessi einkennilegi heimur þar sem slökkviliðsmaður, sem er kominn inn í brennandi hús að bjarga konu, er svo upptekinn af því að leika hlutverk sitt, að vera í réttum stellíngum og segja réttu setningarnar eða þær sem konan vill heyra, að á endanum verður það algjört aukaatriði að hann bjargar henni ekki. Öryggi endur- tekningarinnar Og ég er að fást við svipaðar hugmyndir í kvikmyndahandriti sem ég er að skrifa fyrir þýska leikstjórann Werner Nekes, en það fjallar um sólarhring í lífi manns á mínum aldri. Hann þvælist á milli staða í litlu, ágætu samfélagi, þar sem allt er honum lokuð bók, og allir sem hann hitt- ir eru á sama hátt að hringsnúast um sinn litla heim, og öllum finnst þeir lifa nokkuð viðburða- ríku lífi - en hringrásin er lokuð, það sama gerist aftur og aftur. Þetta er heimur þar sem fólk lifir í öryggi endurtekningarinnar, og óttanum við að heimurinn farist ef það mismælir sig við banka- gjaldkerann. En þegar allir breyta rétt, og aðeins rétt - þá gerist ekki neitt... Dyrnar á kránni opnuðust, inn kom ungur maður með mótor- hjálm undir hendinni, hann fór að barnum, lagði hjálminn á borðið og pantaði belgískt þagn- armúnkaöl. Þjóninn afgreiddi hann orðalaust og við Þorvaldur sáum að þarna myndi ekki gerast neitt. Þorvaldur stóð á fætur og fór fram í eldhús að ná í mjólk handa okkur, við vorum búnir að reykja alltof marga vindla og drekka yfir okkur af kaffi. Auðvitað sátum við heima hjá honum í Musketruwe og hvergi annars staðar - og öll umgerð þessa viðtals því blekking ein. Ég leit út um gluggann, handan við hæðina niðaði Alberts- skurðurinn, þar féll skyttan D'Artagnan í umsátrinu um Ma- astricht, ég teygði mig yfir borð- ið, rétt eftir að hann hafði verið útnefndur marskálkur, og ég slökkti á segulbandinu. LIAANS að á rölti mínu leit ég við hérna í kökuformaversluninni, eins til að kíkja í eina hilluna á vinnu- stofunni minni - að bankalista- verkið varð til. Bankalist - Já, hvernig er hún þessi bankalist? Ég festi átta jólakökuform á vegg, hvert upp af öðru, og lýsti því að hugsa sem svo að heimur- inn væri kannski svona! Ég hef ekki farið þarna út og skoðað jörðina sjálfur, hún gæti líka ver- ið svona. Og á hverjum degi stend ég mig að því að trúa upp- lýsingum ef þær eru settar fram eins og traust kennsla, eins og í barnaskóla þegar kennarinn hafði alltaf rétt fyrir sér og því skýrari sem myndir voru, þeim mun réttari voru þær. Við erum krá sem heitir „Falstaff", og Þor- valdur gerði ekki hlé á máli sínu: En ég hef ekki eingöngu gert myndverk sem byggja á reynslu minni af menntun og barnaskóla- lærdómi, ég hef einnig notað hana til að vinna texta af ýmsu tagi, bernskuminningabókin mín „100 fyrirburðir" var skrifuð í rit- gerðastílnum alkunna en svo hef- ur þetta verið að þróast þannig að ég nota fundna texta. Ég haf safn- Sjón á stefnumóti við Þorvald Þorsteins- son myndlistarmann í Maastrichtborg í Hollandi þau upp með ljóskösturum og stillti upp stórum jurtum sitt- hvoru meginn við. Þar sem köku- formin voru silfurlit og í þessu umhverfi, þá þóttust þau vera úr silfri og verkið þóttist vera dýrt listaverk - en á sama tíma var augljóst að þetta voru jólaköku- form. Andartakið sem þau virt- ust vera silfurklumpar var það sem ég var að sækjast eftir. Verk- ið var rándýrt og hundódýrt á sama tíma, og fólk losnaði við hvoruga hugmyndina. Þannig var ég búinn að ná fram því sem mér finnst svo satt um banka: Að þú veist að þeir eru tómir, pening- arnir eru ekki þar, bankinn er hulstur og virkar ekki nema þeir séu í umferð - þú myndir ekki skipta við banka sem væri í hjól- hýsi þótt þú vissir að peningarnir þínir hyrfu út úr honum á sama hátt og í þeim virðulega. Enda fékk verkið yfirleitt slæmar við- tökur í bönkunum og á einum stað átti að henda mér út þegar ég var að festa jólakökuformin upp, en svo var bankastjórinn róaður. Honum fannst verkið ljótt og það er eðlilegt að bankamönnum þyki þetta heldur leiðinlegt verk, án þess að meiningin hafi verið að stríða þeim. Nú kom eigandi kökuforma- verslunarinnar til okkar og benti okkur varlega á að hann væri bú- inn að loka, og bað Þorvald að koma sem fyrst aftur en á mér hafði hann ekki minnsta áhuga. Úti á vinnustofunni skein sólin, klukkan var kortér yfir fimm þótt hún væri kortér yfir sex eftir að það var skipt yfir í sumartímann. Við stefndum á kaffihúsið. - En þú hefur gaman áf að stríða fólki, er það ekki? Mikið af verkum mínum byggj- ast á misskilningi, þar sem ég er að játa minn eigin barnaskap og trú á upplýsingar í traustvekjandi formi, eða að ég skapa mis- skilning og rugla skilaboð - og oftar en ekki hætti ég sjálfur að sjá í gegnum blekkinguna. Trúgirni - Er það ekki hœttulegt? Ekki á meðan ég er meðvitað- ur um það, en það er vissulega magnað og gerir verkin sterkari að ég skuli einnig enda sem fórnarlamb misskilningsins, þá er ég ekki með neinn tvískinnung. Eins og púsluspilin sem ég sýndi í Zeno X galleríinu - þetta voru púsluspil með myndum af heimsálfunum og ég var svo heppinn að þau voru öll með sama skurði, þannig að ég gat raðað þeim upp á nýtt eftir eigin geðþótta - þau by r j uðu sem kald- hæðið verk: Nú ætla ég að rugla heimskortið án þess gð nokkur taki eftir því, he, he, he! En þegar ég var búinn að því og fór að skoða verkið þá stóð ég mig að gjörn á að trúa manni sem getur talað þrjúhundruð orð á mínútu, það er erfitt að verjast þeirri hugsun að hann hafi einhvern sannleika að færa okkur. Á Amorsplein Þar sem við vorum komnir upp á Sint Amorsplein, þá breyttum við áætlun okkar og litum við á að kennslubókadæmum þar sem fólk talar saman, ég byrjaði á að setja þá upp sem leikrit, þvíþað er formið sem þeir hafa, án þess að breyta þeim en þegar ég var farinn að kunna stílinn vel fór ég að skrifa svona texta sjálfur- og í þessum anda eru sjónvarps- leikritin sem ég hef verið að leikstýra og taka upp á mynd-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.