Þjóðviljinn - 21.04.1990, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 21.04.1990, Blaðsíða 25
Kvikmynd á að koma frá hjartanu Clausen og Petersen: An stemmningar og heiðarleika er myndin steindauð ...Höfum tuttugu ára reynslu í að vera verstir! - Okkur fannst tilvalið að byrja vorið á íslandsferð, segja dönsku fjöllistamennirnir Erik Clausen og Leif Sylvester Petersen. Þeir eru hingað komnir í tilefni af danskri kvikmyndaviku, sem hefst í Háskólabíói í dag og segjast hafa orðið tilbreytingunni fegnir. - Við höfum staðið í ströngu undanfar- ið, segja þeir, - erum nýkomnir úr sex mánaða törn með söng- leik, sem hefur gengið fyrir fullu húsi í Kaupmannahöfn frá því í september. Áttugasta sýningin og sú síðasta var fyrir rúmri viku, en nú fer aðeins að hægjast um. Clausen og Petersen unnu saman að tveimur myndanna, sem sýndar verða á danskri kvik- myndaviku: Karlinum íTunglinu (Manden i mánen) og Tarzan - Mama mia. Karlinn íTunglinu er frá árinu 1986 og margverð- launuð, fékk meðal annars dönsku Bodil verðlaunin 1986 og Tarzan - Mama mia er ný barna- og fjölskyldumynd, gerð 1989. Clausen er leikstjóri og hand- ritshöfundur beggja myndanna en Petersen gerði leikmynd fyrir Karlinn í Tunglinu og fór með eitt af aðalhlutverkunum í Tarzan - Mama mia. Við upphaf fslands- dvalarinnar sýndu þeir þó á sér aðra hlið því á miðvikudags- kvöldið voru þeir með skemmtun í Norræna húsinu og sýndu þar að eigin sögn það alversta, sem danskur kúltúr hefur uppá að bjóða. - Okkur fannst alveg tilvalið að grípa tækifærið, segja þeir. - En þetta er líka gert af útsjón- arsemi því þegar fólk hefur séð okkur troða uppi með það al- versta sem til er í dönskum kúltúr getur samanburðurinn aðeins orðið kvikmyndunum í vil. - Samvinna okkar hófst fyrir einum tuttugu árum þó auðvitað höfum við ekki bara unnið saman allan þann tíma. En saman höf- um við í gegnum árin verið með skemmtanir, gefið út plötur, gert söngleiki og leiksýningar og unn- ið að kvikmyndum. Ætli það megi þó ekki segja að þessi dag- skrá okkar með því versta, sem danskur kúltúr hefur uppá að bjóða sé mikið til það sem við höfum gengið út frá í okkar sam- vinnu. - Hvernig við vitum að við erum verstir? Einfaldlega vegna þess að við höfum tuttugu ára reynslu í að vera það. Og það vantar svosem ekki að aðrir hafi reynt að leika það eftir okkur, en slíkt kemur fyrir ekki. Aðrir skemmtikraftar eru of uppteknir af sjálfum sér til að geta gert svona hluti. í þessum bransa verða menn að hafa fjarlægð á það sem þeir eru að gera og um- fram allt kunna að gera gys að sjálfum sér. - Við hæðumst ekki að fólki en við leggjum okkur fram um að sýna það stóra í því smáa. Við erum nefnilega þeirrar skoðunar að það sé tóm tjara að vera alltaf að berjast við að ná lengra í líf- inu. Menn eru alltaf að burðast við að sanna sig en hvers vegna læra þeir ekki að lifa lukkulegir með sína bæklun? Sjáðu til, á skemmtuninni leikum við tvo karaktera, annan kláran og hinn svona frekar takmarkaðan. Sá klári fer með öll völd í sýningunni en það er sá heimski, sem fær samúð áhorfenda og svo geta menn sjálfir séð hvort er eftir- sóknarverðara! Danmörk f rá öðru sjónarhorni - Þessartvær myndir, Karlinn í Tunglinu og Tarzan - Mama mia eru geysilega ólíkar, segir Clausen. - Karlinn í Tunglinu er mjög expressjónísk mynd. Þar er ekki mikið talað heldur er megin- áherslan á að ná fram tilfinning- unni bæði með myndum og tón- list. Tónlistin er eftir sænska popparann Robert Broberg eða Robben, sem þið kannist kannski við hér á landi og Leif, sem líka er listmálari, gerði leikmyndina. - Þetta er ástarsaga, sögð frá sjónarhorni manns, sem hefur myrt konuna sína og hefur setið inni í sextán ár. Þegar hann er látinn laus reynir hann að finna dóttur sína, því það sem skiptir hann máli er að hún fyrirgefi hon- um, en hún getur hinsvegar að- eins séð í honum morðingja móð- ur sinnar. Og svo leiðir þetta allt- saman til einhvers konar niður- stöðu, sem má segja að sé um leið mín eigin um lífið og tilveruna. Þeir eru sammála um að Karl- inn í Tunglinu sé mynd sem sýni mönnum allt aðra hlið á Dan- mörku en yfirleitt sé gert í dönsk- um kvikmyndum: - Við sýnum ykkur eitthvað annað en afmæli drottningarinnar, dönsk huggu- legheit og allt í góðu gengi, segja þeir. - Hér sjáum við Danmörku út frá sjónarmiði manns, sem er hræddur og einmana. Honum hefur verið útskúfað og það eru ekki margir sem vilja kannast við hann, hans heimur er fátækra- hverfið og við kynnumst því út frá sjónarmiði hans. - Tarzan - Mama mia er af allt öðrum toga, en hún sýnir líka aðra hlið af Kaupmannahöfn en flestir útlendingar þekkja. Þetta er barna- og fjölskyldumynd, sem gerist í fátækrahverfi Kaupmannahafnar og er sögð út frá sjónarmiði tíu ára stúlku- barns, sem reynir að láta drauma sína rætast. Litlar stúlkur geta nefnilega yfirleitt komið fram vilja sínum þó aðstæður séu óhagstæðar, þær eru svo ósköp sætar, alveg eins og litlir englar og þegar viljinn er fyrir hendi geta þær fengið fólk til að gera ótrúlegustu hluti bara með því að brosa blítt. - Þetta er eins konar ævintýri með raunsæju ívafi, segir Clausen. - Sú veröld sem við kynnumst er veröld barns í fá- tækrahverfi stórborgarinnar og ég reyndi að sjá þessa veröld út frá því sjónarmiði þegar ég skrif- aði handritið. - Krakkarnir lifa sínu lífi mikið útá götu og þeir fullorðnu sem þeir hitta fyrir eru að meirihluta gamalt fólk eða rónar og Leif leikur einmitt einn slíkan. - Þegar við kynntum Tarzan - Mama mia á kvikmyndahátíðinni í Berlín núna í febrúar töluðu Austurþjóðverjarnir um að þessa veröld þekktu þeir. Þeir komu til okkar og spurðu hvort Kaup- mannahöfn væri virkilega svona lík Austur-Berlín. En þó um- hverfið geti kannski virkað neikvætt er þetta alls ekki saga um vonleysi, heldur einmitt um það hvernig draumar geta ræst þó fátt bendi til þess að slíkt geti gerst. - Báðum þessum myndum hefur verið tekið geysilega vel. Karlinn í Tunglinu hefur reyndar aðeins gengið í bíóum í stærri bæjum íDanmörku, en hún hefur gengið mjög vel utan Danmerkur og nú hefur bandarískur aðili keypt dreifiréttinn á myndinni. Tarzan - Mama mia hefur gengið í sama bíóinu í Kaupmannahöfn frá því í september, og það eru vissulega meðmæli. Það var ekki opnað fyrir sölu á þeirri mynd til annarra landa fyrr en í Berlín í febrúar, en hún hefur nú þegar verið seld til flestra landa vestur Evrópu. Stemmningin skiptir mestu Hvernig pluma danskar kvik- myndir sig á alþjóðlegum mark- aði? - Við getum ekki kvartað, danskar myndir ganga yfirleitt vel í flestum löndum Evrópu, líka nú, þó það sé kreppa í danskri kvikmyndagerð. Við erum kom- in niður í að gera fimm myndir á ári vegna niðurskurðar hins opin- bera og það er allt, allt of lítið. En þá er kannski kominn mögu- leikinn fyrir ykkur íslendinga að ná okkur í kapphlaupinu. - En þó samkeppni um styrki sé nú mikil á milli danskra kvik- myndaleikstjóra standa þeir sam- an og það hefur sitt að segja. Eins byggjum við á sterkri hefð í danskri kvikmyndagerð, að vísu hefð sem er orðin til meira eða minna fyrir tilviljun, en má rekja til Nordisk film, - allt aftur til þöglu myndanna. Við höfum mikla frásagnarhefð í kvikmynd- um, hefð fyrir súbjektífum mynd- um þar sem sagan er sögð frá hjartanu en ekki utan frá í ein- hvers konar fréttastíl. - Það er kannski gamaldags viðhorf, en okkur finnst skipta mestu að hlutirnir komi frá hjart- anu. Þegar við gerum myndir byrjum við ekki á skoðanakönn- un til að komast að því hvað fólk vilji helst kaupa, heldur göngum við út frá hugmynd að sögu sem okkur langar til að segja. Bestu myndirnar eru nefnilega ekki þær sem eru fréttnæmastar hverju sinni. Það er stemmningin, sem skiptir mestu og hún er einmitt það sem er erfiðast að ná fram í kvikmynd En án stemmningar- innar er myndin,steindauð. - En einmitt vegna þess að við höldum í okkar hefð gera þessar fáu dönsku myndir, sem nú eru gerðar, það gott í restinni af ver- öldinni. Þetta eru heiðarlegar myndir og það líkar fólki. Það er líka ástæðan fyrir því að við stöndum okkur vel gagnvart bandarískum kvikmyndum, sem gjarnan eru gerðar í því augna- miði að vera seldar út á kyniíf, stríð eða eitthvert eitt ákveðið þema, sem markaður er fyrir ein- mitt þá. En slíkar myndir vantar þennan hreina tón heiðarleikans. Fólk finnur að þær koma ekki frá hjartanu. Hvað er framundan? - Önnur kvikmynd? - Það er nóg vinna framundan hjá okkur báðum, segir Clausen. - Leif málar og ég ætla að ljúka við verkefni sem ég er að vinna fyrir Danska sjónvarpið. Ég veit ekki hvenær ég geri næstu kvik- mynd, kvikmyndagerð á ekki að hafa sem fasta vinnu heldur gerir maður mynd þegar maður hefur brennandi löngun til þess. - Kvikmyndin á að vera eitthvað sem maður verður að gera, segir Petersen. - Þegar hún er orðin að einhverju sem verður að hrinda í framkvæmd er tíminn kominn, ekki fyrr. - En annars erum við báðir á kafi í vinnu og þannig séð erum við líkir íslend- ingum. Okkur er sagt að hér séu menn yfirleitt í fleiri en einni vinnu. Hvað með skemmtanir? Ætlið þið bara að hafa þessa einu hér að þessu sinni? - Já, í þetta sinn verður bara þessi eina. En við gætum komið aftur! LG Laugardagur 21. apríl 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.