Þjóðviljinn - 21.04.1990, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 21.04.1990, Blaðsíða 19
Norrænir bændur og umhverfismál Á formannafundi Norrænu bændasamtakanna NBC (Nord- iske Bondeorganisasjoners centralrád) nýlega var samþykkt að skora á Alþjóðasamband bú- vöruframleiðenda að beita sér fyrir stofnun alþjóðlegar um- hverfismálastofnunar á næsta aðalfundi þess sem haldinn verð- ur í Noregi í júní nk. Á fundinum kom eftirfarandi fram: * Of lítil matvælaframleiðsla, umhverfismengun og önnur nátt- úruspjöli eru þau vandmál sem blasa við mannkyninu á þessari öld og næstu. Þetta er ekki ein- göngu knýjandi vandamál ein- stakra ríkja sem eru háð innflutn- ingi á matvælum, heldur allra, ekki síður vestrænna iðnríkja. * Mannkyninu fjölgar stöðugt. Talið er að því muni fjölga um tæpan miljarð á tíunda áratugn- um. Geta mannsins til að brauðfæða sig minnkar af þessum sökum stöðugt og aukin mengun getur spillt gæðum fram- leiðslunnar. * Umhverfisvandamál heimsins hrannast upp. Jarðvegseyðing sökum rangrar landnýtingar, mengun af völdum ofnotkunar á áburði, eyðing skóga og upp- þornaðar ár eru aðeins örfá dæmi því til vitnis. Ljóst er að enn hefur ekki verið tekið á þessum vand- amálum af alvöru. Það er því brýnt að myndaður verður al- þjóðlegur vettvangur þar sem ríki heims geta tekið höndum saman um að komast fyrir rót vandans. Hann verður ekki leystur með öðrum hætti. * Fólk er knúið til rányrkju á náttúrunni um heim allan. Þar sem sulturinn sverfur að láta menn hverjum degi nægja sína þjáningu. Það er þó sérstaklega umhugsunarvert að í löndum þar sem velferð er almenn og næg þekking er til staðar, hafa menn sofið á verðinum gagnvart spjöllum í náttúrunni og naumri matvælaframleiðslu í heiminum. * Það skýtur skökku við að í sama mund og rannsóknir benda ein- dregið til að matvælaskortur sé yfirvofandi víða, með alvarlegum afleiðingum fyrir heimsbyggðina alla, er í fullri alvöru verið að ræða um offramleiðslu á matvæl- um innan alþjóðlegra stofnana, til dæmis OECD og GATT. * Norrænu bændasamtökin hvetja til að stofnuð verði alþjóð- leg samtök sem mætti- nefna Organization for Environment and Sustainable Growth eða OESG. Þar geta allar þjóðir unn- ið að björgun vistkerfa heimsins, jafnframt því að ná jafnvægi milli mannfjölgunar og matvælafram- leiðslu, á sama hátt og þær hafa unnið saman að hagrænum mark- miðum með árangursríkum hætti í til dæmis G ATT, OECD og EB. um það að gera nú meira átak í skógrækt en áður. Til sanninda um þá miklu áherslu sem lögð er á trjáplöntun víða um heim eru hér talin önnur þau lönd sem efna til slíks í sambandi við „Dag jarð- ar“ á morgun: Ástralía, Bahamaeyjar, Bel- ize, E1 Salvador, Egyptaland, Guatemala, Jamaica, Jórdanía, Kenýa, Indland, Líbería, Hol- land, Perú, Sri lanka, Thailand, Úganda, Vestur-Þýskaland. I Berlín verður plantað 9999 „friðartrjám“ á gömlu landamær- alínunni milli borgarhlutanna og á þetta að tákna vaxandi frið milli austurs og vesturs. Bæði í Bonn og Frankfurt verða einnig tón- leikar og fundahöld. Hér hefur verið stiklað á stóru í upptalningunni um það sem menn finna sér að gera í tilefni af „Degi jarðar". Mjög víða verður farið í fjöldagöngur, en annars setja plöntunarverkefni, tón- leikar og sjónvarpsþátttaka mik- inn svip á aðgerðirnar víða. Reykjavík: Ganga, veisla, fundur Stutt skemmtiganga um Öskjuhlíð hefst við nýja útsýnis- húsið kl. 14 á morgun. Farin verður hringferð um hlíðina undir leiðsögn göngustjóra frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur og garðyrkjudeild borgarinnar. Síð- an verður veisla við útsýnishúsið, boðið upp á grillaðar pylsur og gosdrykki, farið í leiki og leikin tónlist. Útsýnishúsið sjálft verður einnig opið til sýnis fyrir almenn- ing þennan eina dag. Fundur um umhverfismál hefst kl. 17 í Borgarleikhúsinu. Þar flytja ávörp og erindi Davíð Oddsson borgarstjóri, Matthías Johannessen skáld og ritstjóri og Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags íslands. Sigfús Halldórsson flytur lög eftir sjálf- an sig ásamt Elínu Sigurvinsdótt- ur söngkonu og skólakór Árbæj- arskóla syngur. Stjórnandi dag- skrárinnar er Elísabet Þórisdótt- ir. Á morgun verður tilkynnt um átak í trjáplöntun í hverfum Reykjavíkur og opnaður hug- myndabanki um umbætur í um- hverfismálum. Aðstandendur „Dags jarðar“ leggja sérstaka áherslu á að allar ákvarðanir opinberra aðila og einkaaðila verði teknar með fullu tilliti til umhverfissjónarmiða. Aðeins með því móti verði unnt að bjarga jörðinni úr augljósri hættu, sem virðir engin landa- mæri og ógnar lífi á láði, í lofti og Við getum bœtt heiminn! Um allan heim er haldið uppá 22. apríl 1990 sem „Dag jarðar". Tilgangurinn með því er einfaldur: Að vekja athygli á því að mengun og eyðilegging, sem virðaengin landamæri, ógna lífi allstaðar á jörðinni. Því ástandi ernauðsynlegt að breyta. Allar ákvarðanir um framkvæmdir, smáar og stórar, þarf því að taka með tilliti til umhverfissjónarmiða. Þetta á við á íslandi jafnt og annarstaðar. Hver þjóð hefur sinn hátt á aðgerðum í tilefni dagsins. Hér á íslandi hefur Borgarstjórn Reykjavikur sam- þykkt að efna til dagskrár til að vekja borgarbúa til umhugsunar og aðgerða í umhverfismálum. FJÖLSKYLDUCANCA UM ÖSKJUHLÍD Sunnudaginn 22. apríl klukkan 14:00 Hressandi skemmtiganga, fyrir alla fjölskylduna um eina af perl- um höfuðborgarsvæðisins, öskjuhlíðina. • Gangan hefst klukkan 14:00, við nýja útsýnishúsið á Öskju- hlíð. Farin verður skemmtileg hringferð um hlíðina undir leið- sögn „göngustjóra" frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur og garð- yrkjudeild borgarinnar. • Að lokinni útiverunni verður haldin veisla við nýja útsýnishúsið í öskjuhlíð. Boðið verður uppá grillaðar pylsur, farið í leiki og flutt tónlist. • öllum er velkomið að virða fyrir sér stórkostlegt útsýnið úr nýja útsýnishúsinu. Petta er kjörið tækifæri fyrir borgarbúa til að njóta útiveru saman og sýna um leið í verki stuðning við baráttuna fyrir bættu umhverfi. TRÉGRÓÐURSETT UM ALLA B0RGINA í tilefni af „Degi jarðar" hefur umhverfismálaráð Reykjavíkur ákveðið að leggja til fjölda trjáa, eða ígildi 20 þúsund græðlinga, sem íbúasamtök og hverfafélög munu gróðursetja víðsvegar um borgina þann 9. júní í samráði við garðyrkjudeild Reykjavíkur- borgar. DAGSKRÁ UM UMHVERFISMÁL Í BORGARLEIKHÚSINU Sunnudaginn 22. apríl klukkan 17:00 • Tónlist Skólakór Árbæjarskóla syngur undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur • Ávarp Davíð Oddsson, borgarstjóri • Erindi Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags íslands • Tónlisf Sigfús Halldórsson og Elín Sigurvinsdóttir flytja lög eftir Sigfús • Erindi Matthías Johannessen, ritstjóri Elísabet Þórisdóttir stýrir dagskránni. Allt áhugafólk um umhverfismál er velkomið í Borgarleikhúsið HUGMYNDABANKINN ER ENN OPINN! Með hugmyndabankanum sem umhverfismálaráð opnaði fyrir nokkru, er leitað eftir jákvæðum og framsæknum hugmyndum um hvaðeina sem bætt getur umhverfi okkar. Nú þegar hafa bor- ist margar góðar hugmyndir en þær verða aldrei of margar. Hug- myndabankanum verður ekki lokað fyrr en eftir helgi. Sendið inn ábendingar! Dagur jarðar Hugmyndabanki Skúlatún 2 105 Reykjavík TÖKUMÞÁTT Eitt höfuöverketni mannskyns á næstu öld verður aö bjarga jörðinni úr augljósri hættu - hættu sem virðir engin landamæri og ógnar lífi á landi, í lofti og í hafinu. Sýn- um umhyggju okkar í verki og tökum þátt I „Degi jarðar" I Reykjavík 22. apríl 1990. Umhverfismálaráð NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.