Þjóðviljinn - 21.04.1990, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.04.1990, Blaðsíða 16
Andrés Kristiánsson ■ m B ■ r ■ Ritstjori FœddurlO. sept. 1915-Dáinn 9. apríll990 Bekkjarfélagar Andrésar Kristjánssonar úr Kennaraskóla íslands, sem luku ásamt honum kennaraprófi vorið 1938, hafa lengi fylgt þeirri reglu að koma saman einu sinni á ári, í vikunni fyrir páska. Þar var Andrés jafn- an hrókur alls fagnaðar. Mið- vikudaginn 11. þessa mánaðar áttu bekkjarsystkini Andrésar sameiginlega kvöldstund. En þá var orðið skarð fyrir skildi. Við það tækifæri minntist einn úr hópnum, Gils Guðmundsson, Andrésar Kristjánssonar með svofelldum orðum: Kæru bekkjarsystkini. Það er sérstök tilfinning, sem ég veit að gnpur okkur öll, þenn- an litla hóp, sem hér er saman kominn í kvöld. Á þessari stundu beinist hugur okkar, hvers og eins, að frábærum vini og félags- bróður, Andrési, sem nú liggur á líkbörum. Mig langar til að endurtaka þau tvö orð, sem fyrst koma fram í hugann, þegar Andrésar er minnst. Það eru orðin vinur og félagsbróðir. Mér finnst þau lýsa viðhorfi okkar allra til þessa góða drengs, sem við kveðjum nú með djúpu þakklæti fyrir allt það, sem hann var okkur og veitti okkur af auðlegð hjarta síns. Þegar við á þessari stundu lítum til baka yfir 55 ára kynni af Andrési, kemur mörg svipmynd- in fram í hugann. Að sjálfsögðu er okkur ljúft að minnast þess, hversu fágætlega snjall Andrés reyndist á ritvellinum og afburða traustur og vel verki farinn lista- maður á ýmsum mikilvægum sviðum þjóðlífsins. En þó er okk- ur nú efst í huga, hve hjartahlýr hann var og ljúfur í allri um- gengni. Frá fyrstu kynnum til hinna síðustu, sannaðist í einu og öllu, að þar sem Andrés var, fór góður drengur, sem öllum vildi vel. Nú minnumst við þess, að bæði á árlegum páskasamkomum okkar og öllum stærri afmælum bekkjarins, var hann ævinlega hinn ljúfi og glaði félagi, sem átti manna auðveldast með að rifja upp gamlar skólaminningar og bregða yfir þær ýmist ljúfum eða gamansömum blæ — en ætíð var frásögn hans græskulaus og elskuleg. Á slíkum stundum endurminn- inganna kom einatt í ljós, hversu prýðilegur sögumaður Andrés var. Á þessari stundu verður And- rés vinur okkar mér og okkur fleirum þó hvað eftirminnilegast- ur frá stuttri stund um páska- leytið í fyrra, þegar við bekkjar- systkinin komum hingað á þenn- an stað til árlegs samfundar okk- ar. Við vissum að Andrés hafði verið á sjúkrahúsi og gengist þar undir erfiða augnaðgerð, og enn væri borin von, hvernig til hefði tekist. Ekki datt mér í hug, að við myndum sjá hann að því sinni, þegar svo var ástatt. En Andrés kom, þótt ekki gæti hann verið með okkur allt kvöldið — heim- sótti okkur með reifað auga og höfuð, og lék eins og fyrr á als oddi þá stund, sem hann var í okkar hópi. Það hefðu fáir gert undir slíkum kringumstæðum. En atvikið sýnir ef til vill betur en flest annað, hvílíkur kjarkmaður og öndvegisfélagi Andrés var. Ég átti töluvert saman við Andrés að sælda síðustu árin, meðal annars vegna útgáfunnar á kvæðum Freysteins, okkar ást- sæla skólastjóra. ÖIl var sú sam- vinna einstaklega ánægjuleg. Mér er fullkunnugt um það, að Andrés beinlínis hlakkaði til þess að vera hérna með okkur í kvöld. Hann var að undanförnu mjög með hugann við það, að við gæt- um við það tækifæri gert grein fyrir niðurstöðum í sambandi við útgáfu Freysteinskvæða. Dregist hafði úr hömlu að við fengjum fullnaðarskil frá umboðsaðila. En fyrir réttri viku, síðastliðinn miðvikudag, gat ég skýrt Andrési frá því í síma, að uppgjörið væri komið og mætti teljast nokkuð hagstætt. Hann var afar ánægður og sagði við mig í lok símtalsins.' Jæja, Gils minn. Þetta er ágætt. Við getum þá skýrt frá árangrin- um, þegar við hittum bekkjar- systkinin á miðvikudaginn kem- ur. Ég er þess fullviss, að ekkert okkar á annað en ljúfar og góðar minningar um Andrés Kristjáns- son. Með sárum söknuði kveðj- um við elskulegan félagsbróður og vin. Kveðja frá Norræna félaginu í Kópavogi Andrés Kristjánsson var alla ævi maður mikils starfs sem náði langt út fyrir þau mörk sem kennsla, blaðamennska eða önnur föst vinna krafðist. Rit- störf hans og afköst við þýðingar voru með ólíkindum, sé þess gætt að þau voru hjáverk lengi framan af. En því fer þó fjarri að þar með sé allt talið, því að Andrés var örlátur, bæði á gáfur sínar og góðvild, og einatt reiðubúinn að hlaupa undir bagga þar sem átaks var þörf til styrktar góðu málefni. Mér segir svo hugur að það hafi verið honum eðlislægt, en jafn- framt í fullu samræmi við þá félagshyggju- og samvinnuhug- sjón sem hann kynntist ungur í átthögum sínum og veitti jafnan það lið er hann mátti. Andrés tók þátt í stjórnmálum, bæði á landsvísu og innan þrengra hrings. Hann var vara- bæjarfulltrúi, fræðsluráðsmaður og fræðslustjóri í Kópavogi um skeið, en þar átti hann heima á fjórða tug ára. Félög, nefndir og ráð nutu starfskrafta hans og áhuga, þeirra á meðal stéttarfé- lög blaðamanna og rithöfunda, Þingeyingafélagið í Reykjavík, Skógræktarfélag íslands og Nor- ræna félagið í Kópavogi. Á aðalfundi þess og vorvöku í síðasta mánuði sá ég Andrés síð- ast, glaðan og hressan eftir atvik- um. Hann var kjörinn varafor- maður í fyrstu stjórn Norræna félagsins í Kópavogi við stofnun þess í árslok 1962 og var formað- ur þess 1967-71. Hann var vinur þeirrar hugsjónar sem það var stofnað til þess að styðja í upphafi og bar hlýjan hug til þess alla tíð. Fyrir það kunnum við honum þakkir sem þar störfum nú og sendum ástvinum hans samúðar- kveðjur. í hugum okkar leikur birta um minningu Andrésar Kristjánssonar. Ég sem þessar línur set á blað kynntist honum fyrst þegar ég kom tvítugur til Reykjavíkur og gerðist þar blaðamaður um skeið, m.a. undir stjórn Andrés- ar. Norðlenskur uppruni beggja og sameiginleg áhugamál tengdu okkur saman. Síðar áttum við ýmislegt saman að sælda vegna starfs míns hjá útvarpinu, því að þar var Andrés lengi vinsæll gest- ur, einkum í þættinum „Um dag- inn og veginn“. Hann var ræktun- armaður lands og lýðs í gömlum og góðum skilningi. Hann var drengur góður. Og honum var lagin sú list að láta skynsemi og tilfinningar vega salt í dagfari sínu, skoðunum og skiptum við aðra. Nú eru mér efstar í huga þakkir fyrir hið hlýja þel sem ég og margir samferðamenn Andrésar Kristjánssonar fengu að njóta meðan hann var okkur nær. Þess verður ætíð gott að minnast. Hjörtur Pálsson Aðalfundur íslandsdeildar Amnesty International Aöalfundur íslandsdeildar Amnesty Internatio- nal veröur haldinn laugardaginn 5. maí n.k. í veitingahúsinu Litlu-Brekku við Bankastræti. Dagskrá: Lagabreytingar, venjuleg aöalfundar- störf og önnur mál. Stjórn íslandsdeildar Amnesty International

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.