Þjóðviljinn - 21.04.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.04.1990, Blaðsíða 4
Sveitarstjórnarmenn Hvimleitt og skaðlegt Sveitarstjórnarmenn Alþýðubandalagsins: Skiptar skoðanir um yfirlýsingar Ólafs Ragnars og Sigurjóns. Jóhann Ársœlsson: Vanhugsað hjá Ólafi. Valþór Hlöðversson: Skil afstöðu formannsins. Sveitarstjórnarmenn Alþýðu- bandalagsins utan Reykjavík- ur eru skiptir í afstöðunni til orð- askaks Olafs Ragnars Gríms- sonar og Sigurjóns Péturssonar um framboðsmálin í Reykjavík. Sumir segja það fáránlegt eða vanhugsað af Óiafi Ragnari að lýsa ekki yfir stuðningi við G- listann, aðrir segjast skilja af- stöðu formannsins. Flestir eru þeir hins vegar sammála um að deilurnar séu hvimleiðar og geti haft slæm áhrif, ekki aðeins í Reykjavík. „Mér finnst yfírlýsing Ólafs Ragnars vera vanhugsuð. Hann hefði auðvitað átt að lýsa yfir stuðningi við G-listann, en hefði um leið getað harmað að ekki tókst samfylking með minnihlut- aflokkunum," sagði Jóhann Ár- sœlsson, bæjarfulltrúi á Akra- nesi, þegar Þjóðvihinn leitaði álits hans á deilum Ólafs og Sig- urjóns. „Deilur af þessu tagi hafa alltaf slæm áhrif. Þetta ástand virðist hins vegar nokkuð bundið við Reykjavík, við þekkjum þetta ekki hér á Akranesi,“ sagði Jó- hann. Heimir Ingimarsson: Þurfum ekki blessun formannsins Styð Ólaf Hilmar Ingólfsson, bæjarfull- trúi í Garðabæ, sagðist hins vegar vilja lýsa yfir fullum stuðningi við Ólaf Ragnar í þessu máli. „Skilaboð mín til Sigurjóns og G-listans í Reykjavík eru að þau eiga að leysa sín mál í héraði en ekki í fjölmiðlum. Þessi upp- hlaup og vandræðagangur í fram- boðsmálunum í Reykjavík er okkur hinum ekki til framdráttar nema síður sé,“ sagði Hilmar. Valþór Hlöðversson, bæjar- fulltrúi og verðandi oddviti Al- þýðubandalagsins í Kópavogi, tók í svipaðan streng og Hilmar. „Ég get vel skilið afstöðu Ólafs Ragnars í þessu máli. Það er al- veg rétt hjá formanninum að G- listinn í Reykjavík er allt annað en G-listar annars staðar því fé- lagið í Reykjavík er klofið í tvær ef ekki þrjár fylkingar. Fjölmarg- ir félagar í Reykjavík styðja ekki G-listann. Svona innanmein eru ekki uppi hjá okkur í Kópavogi, en deilurn- ar í flokknum sjúga kraft úr fólki og auka varla tiltrú almennings á flokknum. Við í Kópavogi höfum raunverulega öðrum hnöppum að hneppa en að velta þessu fyrir okkur, en það er ljóst að menn verða að fara að leysa þessi mál með einhverjum hætti,“ sagði Valþór. Óeðlilegt hjá Ólafi „Mér finnst það óeðlilegt að formaður Alþýðubandalagsins skuli ekki lýsa yfir stuðningi við G-listann í Reyicjavík," sagði Jó- hann Geirdal, efsti maður á G- listanum í Keflavík. „Ég held að þessar deilur hafi ekki mikil áhrif á okkur hér í Keflavík, en auðvitað eru svona deilur af hinu vonda og vitaskuld er hætta á að þetta skaði framboð flokksins um allt land,“ sagði Jó- hann. „Mér hefði fundist eðlilegt að formaðurinn styddi framboð G- listans, enda er að því staðið á lýðræðislegan hátt. Það er erfitt að starfa í flokki ef meirihlutinn á ekki að ráða. En þessar deilur eru flokknum ekki til gagns og menn verða að komast að einhverri sameigin- legri niðurstöðu um þessi mál,“ sagði Kristinn H. Gunnarsson, bæjarfulltrúi í Bolungarvík og efsti maður á lista Samstöðu þar. Óttalega rœfilslegt Heimir Ingimarsson, bæjar- fulltrúi á Akureyri, sagði að strangt til tekið þyki honum ótta- lega ræfilslegt af Ólafi Ragnari að geta ekki lýst yfir stuðningi við G-listann í Reykjavík. „Við hér nyrðra getum hins vegar bj argað okkur án þess að fá blessun Ólafs Ragnars. Ef Sigur- jón treystir sér ekki til þess að berjast við Davíð án þess að hafa krossmark formannsins á bakinu, á hann ekkert að vera að standa í þessu,“ sagði Heimir. Hann sagðist ekki eiga von á að þessi deila hefði áhrif á kosninga- baráttu G-listans á Akureyri, sem er í þann veg að hefjast. „Það er best að geyma þessar væringar fram yfir kosningar og sjá hverjar niðurstöðurnar verða,“ sagði Heimir Ingimars- son. „Mér finnst það afar hryggilegt að þessi staða skuli koma upp, sérstaklega þegar svona stutt er til kosninga. En mér finnst að meginreglan eigi að vera sú að G-listinn sé listi flokksins. Þó skil ég þann vanda sem formaður flokksins á í,“ sagði Kristinn V. Jóhannsson, oddviti Alþýðu- bandalagsins í Neskaupstað. „Mér finnst það alveg ægilegt að formaður flokksins og oddvit- inn í Reykjavík séu komnir í hár saman út af framboðsmálum þeg- ar svo skammt er til kosninga,“ sagði Bryndís Friðgeirsdóttir, sem skipar efsta sætið á G- listanum á ísafirði. „Að öðru leyti finnst mér best að hafa sem fæst orð um þetta mál á meðan það er á æsifrétta- stigi og einbeita sér þess í stað að kosningabaráttunni hér heima, sem, gengur vonum framar,“ sagði Bryndís. Sigurður Hlöðversson, bæjar- fulltrúi á Siglufirði sagðist telja að Ólafur Ragnar hefði ekki get- að farið aðra leið í þessu máli. „En ég er alveg undrandi á að menn efni til svona deilna rétt fyrir kosningar. Mál flokksins í Reykjavík eru komin í óefni og við erum auðvitað ekki par hrifin af þessu, en ég held að þetta smiti ekki út frá sér til okkar. Við stöndum sameiginlega að okkar málum," sagði Sigurður. -gg/grh Steinmnna forystu dagar uppi Hvers vegna gafst þú út ná- kvæmlega á þessum tímapunkti, að þú gætir ekki lýst yfir einhliða stuðningi við G-listann í Reykja- vík. Var þetta tilraun til skemmd- arverkastarfsemi eins og sumir hafa sagt? Nei, það er mikill misskilning- ur. Þetta mál á sér mjög langan aðdraganda og ég verð sem for- maður flokksins að horfast í augu við þá staðreynd að á síðustu vik- um hefur verið að koma skýrt í ljós að Alþýðubandalagsmenn í höfuðborginni hafa kosið að standa að borgarstjómarkosn- ingunum með ólíkum hætti. Annars vegar er listi sem meirihlutinn í Alþýðubanda- lagsfélagi Reykjavíkur ákvað, eða G-listinn, og hins vegar er samstarfið sem kennt er við Nýj- an vettvang. Það er auðvitað ljóst að mikill fjöldi félagsmanna í ABR stendur að því framboði, meðal annars borgarfulltrúi flokksins, fyrsti varaborgarfull- trúi flokksins og mikill fjöldi ein- staklinga sem gegnt hafa trún- aðrstörfum fyrir Alþýðubanda- lagið í nefndum og ráðum. Ann- að af tveimur flokksfélögum í Reykjavík, Æskulýðsfylkingin, hefur einnig formlega ákveðið að styðja Nýjan vettvang. Þetta hefur verið að koma smátt og smátt í ljós undanfarnar vikur og fjölmiðlar og aðrir hafa um nokkra hríð viljað fá að vita hver afstaða mín væri og ég taldi eðlilegt að hún lægi fyrir áður en hin eiginlega kosningabarátta hæfist svo hún blandaðist ekki inn í kosningabaráttuna. Ég tel óhjákvæmilegt að formaður sem vill halda sambandi við alla flokksmenn og vill leggja sitt að mörkum til að tryggja breiða samstöðu í flokknum, taki ekki afstöðu með öðrum aðilanum þegar jafn afgerandi ágreiningur er á meðal Alþýðubandalags- manna í borginni og raun ber vitni. Þetta er sérstaklega mikilvægt þegar ljóst er að alls staðar ann- ars staðar á landinu stendur Al- þýðubandalagsfólk einhuga að framboðum, hvort sem það býð- ur fram G-lista eins og í mörgum kaupstöðum, eða stendur að sameiginlegum framboðum með öðrum jafnaðarmönnum og fé- lagshyggjufólki eins og gert er víða. Það er meðal annars vegna þessarar eindregnu samstöðu um G-lista og sameiginleg framboð sem mér fannst óskynsamlegt að formaður flokksins væri að blanda sér inn í deilurnar í Reykjavík. Mér voru það hins vegar von- brigði að Sigurjón Pétursson skyldi kjósa að gera úr þessari afstöðu, sem ég taldi skynsam- lega sem formaður flokksins, sérstaka atlögu að mér sem for- manni, þó Sigurjón hafi ætíð síð- an 1987 verið á móti því að ég væri formaður flokksins. Þar með var hann að flytja þetta mál yfir á annan völl. Nú hafa margir þóst sjá slag- síðu á aðra hliðina í þínum yfir- lýsingum. Felst engin einkunna- gjöf í þeim af þinni hálfu á þessi tvö framboð? Nei, ég hef ekki gefið neinar einkunnir heldur þvert á móti sagt að ég taki ekki afstöðu í mál- inu, vegna þess að ég vil hafa möguleika á að eiga viðræður og samskipti við bæði þann mikla fjölda Alþýðubandalagsfólks sem stendur að Nýjum vettvangi og þann mikla fjölda Alþýðu- bandalagsfólks sem stendur að G-listanum. Mér hefur að vísu verið tjáð að á félagsfundinum í ABR sem haldinn var löngu áður en ég lét ummæli mín falla, hafi einhverjir ræðumenn sett fram þá kröfu að landsfundur yrði haldinn í haust og þá væntanlega til að setja mig af. Á félagsfundi ABR þar sem framboðslistinn var ákveðinn, munu þessar hugmyndir hafa komið fram, þannig að hugmynd Sigurjóns virðist ekki beint tengd ummælum mínum, heldur virðist hún vera í samræmi við afstöðu þess fólks sem aldrei hefur getað sætt sig við að ég væri formaður Alþýðubandalagsins Hræðistu niðurstöðu slíks landsfundar? Ég hef aldrei hræðst neitt í þessum efnum og bauð mig fram til formennsku í Alþýðubanda- laginu með fyrrverandi formann í harði andstöðu á móti mér, þar sem hann barðist af alefli fyrir öðrum frambjóðanda og með stóran hluta þingflokksins og fjölmarga aðra á móti mér einnig. Niðurstaðan varð hins vegar sú að yfir 60% landsfundar veittu mér brautargengi og á síðasta landsfundi kom ekkert mótfram- boð þó ýmsir væru ekki ánægðir með mína formennsku. Ég hef verið fulltrúi fyrir á- kveðna endumýjun í Alþýðu- bandalaginu, hef verið fulltrúi fyrir kröfuna um að Alþýðu- bandalagið verði flokkur nútíðar og framtíðar, að flokkurinn taki ýmsa málefnaþætti til endurskoð- unar og fylgdist með tímanum og tæki breytingum, að Alþýðu- bandalagið verði jafnaðar- mannaflokkur í evrópskum skiln- ingi. Ég hef verið fulltrúi þessara viðhorfa og jafnfram um árabii lagt ríka áherslu á að við ættum að kappkosta víðtæka samstöðu með öðrum jafnaðarmönnum og Ólafur Ragnar Grímsson. Mynd: Jim Smart. félagshyggjufólki og hef aldrei farið leynt með þessar skoðanir mínar. Ef flokksmenn í Alþýðubanda- laginu vilja hverfa aftur til fyrri tíðar og hefja aftur á loft viðhorf frá fortíðinni, þá hafa þeir alla möguleika til að taka þá ákvörð- un. En ég hef þá trú að trúnaðar- sveit flokksins og flokksmenn vítt og breitt um landið vilji horfa til framtíðar en ekki fortíðar og vilji takast á við þá nýsköpun og end- umýjun sem er óhjákvæmileg í þeirri miklu gerjun sem fram fer í heiminum í dag, og vilji ekki að flokkurinn stirðni sem eitthvert fyrirbæri frá fyrri tíma sem ekki þorir að taka hlutina til endur- skoðunar og horfast í augu við nýjan veruleika. Þess vegna er ég auðvitað bæði Iýðræðislega og pólitískt óhrædd- ur við að hlýta dómi flokksmanna og kjósenda. Varaformaður flokksins hefur lýst yfir eindregnum stuðningi við G-listann í Reykjavík og sagt hann hreint Alþýðubandalags- framboð sem staðið sé að af rétt- um aðilum. Staðfesta ólík viðhorf ykkar klofning flokksins á lands- vísu? Auðvitað tók ég eftir því að Steingrímur J. Sigfússon tjáði sig um þessi framboðsmál áður en ég hafði gert það. Þar sem varafor- maður flokksins kaus að taka jafn 4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ I Laugardagur 21. apríl 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.