Þjóðviljinn - 21.04.1990, Blaðsíða 27
Sæt
angan vel-
gengninnar
Þaö hefur verið frekar hljótt um
hljómsveitina The Stranglers
sem kom hingað á Listahátíð um
árið. Frá því síðasta plata með
nýju efni kom frá hljómsveitinni
eru liðin tæp þrjú ár.
Stranglers átti stóran þátt í
bresku nýbylgjunni og þeim
fersku vindum sem blésu á þeim
tíma sem hún var upp á sitt besta.
f upphafi var tónlist þeirra hrá og
hörð og textarnir í grófari kantin-
um og hegðun fjórmenninganna
var ekki alltaf sú ákjósanlegasta
að mati yfirvalda hér og þar um
veröldina. En það er með Strang-
lers eins og flest annað, þeir hafa
róast með tímanum.
Stærsta stefnubreytingin hjá
hljómsveitinni varð þegar hún
sendi frá sér plötuna „Feline"
1982. Þar blandaði Stranglers
rómantískum tregatónum við
rokkið og útkoman varð hin
bestu lög eins og „Midnight
Summer Dream“ og „European
Female“. I kjölfarið sigldi platan
„Aural Sculpture" sem á margan
hátt var lík hinni fyrri en þó tölu-
vert rokkaðri.
Á nýjustu plötu Stranglers,
„10“ sem kom út fyrir skömmu,
má greina nokkurt afturhvarf
hljómsveitarinnar til hennar
fyrstu platna. Fyrsta lag plötunn-
ar „Sweet Smell Of Succes",
minnir gamla Strangles aðdáend-
ur vafalítið á gömul lög eins
„Nice'n Sleazy" og „No More
Heros“, hvað taktinn áhrærir en
þegar vel er hlustað heyrist að
ýsmu smálegu hefur verið bætt
við í útsetningum sem ekki hefur
verið á plötum hljómsveitarinnar
áður.
Sumir myndu sjálfsagt kalla
þetta afturhvarf Stranglers aftur-
för, en slíkt væri einföldun að
mínu mati. Plötur Stranglers hafa
yfirleitt verið seinteknar, ekki
hvað síst vegna frekar mónótón-
ísks söngs Hugh Cornwells. En
undir niðri liggja venjulega
lúmskar melódíur sem mynda
góða heild með söng Hughs og
þann hljóm sem er einkennandi
fyrir Stranglers og fáir aðrir hafa
náð að mynda.
Þrátt fyrir að Stranglers séu að
gera mjög líka hluti á „10“ og þeir
hafa gert áður, má finna brot þar
á. Það kveður til að mynda við
algerlega nýjan tón í laginu „In
This Place“, frekar rólegu lagi og
skemmtilega fjölrödduðu. Þá
notast hljómsveitin meira við
trompeta en mig rekur minni til
að hún hafi gert áður. í heildina
kemur „10“ þeim sem þekkja til
Stranglers engu að síður lítið á
óvart.
Það er ekki þar með sagt að
„10“ sé vond plata, þvert á móti.
Kröfunni um „eitthvað nýtt“ er
oft ruglað saman við framfarir.
Hins vegar er Stranglers í dálítið
sérkennilegri stöðu á þessum
tímapunkti. Hljómsveitin var
framarlega í nýbylgjunni sem
kastaði flestu því sem áður var
gert fyrir róða en nú er tónlistar-
andinn frá sjöunda áratugnum
The Stranglers á sínum velmektarárum.
aftur kominn í náðina og þær
hljómsveitir sem eru að gera það
ferskasta um þessar mundir eru í
þeim stflnum. Stranglers er því að
vissu leyti tónlistarlegt sögufyrir-
bæri, sem þó hefur haft og hefur
enn áhrif á aðrar hljómsveitir.
Það má til dæmis heyra áhrif frá
Stranglers hjá einni björtustu von
Manchester um þessar mundir,
Inspiral Carpets.
En tíminn er ekki lína heldur
hringur. AUt kemur, fer og kem-
ur aftur þó umgjörðin kunni að
breytast eitthvað lítilega. „10“ er
góð plata hvað sem tímahringn-
um líður.
-hmp
Hip hop og
Sykurmolar
[ gærkveldi hófst enn ein innrás breskra tónlistarmanna og plötu-
snúða í Tunglið við Lækjargötu í Reykjavík. Hip hop sveitirnar Kiss
AMC og Ruthless Rap Assassins komu fram ásamt plötusnúðunum
Paul Oakenfold og Tim Jeffry. Gengi þetta verður aftur á ferðinni í
kvöld ásamt Sykurmolunum sem verða með sína síðustu tónleika á
íslandi í nokkra mánuði en molarnir eru á leið í tónleikaferð til Ástralíu
og Austurlanda fjær.
Sykurmolarnir stefna enn að heimsyfirráðum eða dauða og eru á leiðinni til Ástralíu og Austurlanda fjær.
Kiss AMC er rappsveit tveggja
blökkukvenna frá Manchester.
Það er Pakkhús Postulanna
sem sér um uppákomurnar í
Tunglinu en sá félagsskapur hef-
ur heldur verið að sækja í sig
veðrið og staðið fyrir æ metnað-
arfyllri skemmtunum. Aðal-
sprauta Pakkhússins, Þorsteinn
Högni, hefur til að mynda nýlega
átt viðræður við Johny Brown
söngvara hinnar stórgóðu hljóm-
sveitar The Band Of Holy Joy og
bendir allt til þess að hljómsveitin
komi hingað til tónleikahalds upp
úr miðjum júní. En Band Of
Holy Joy kom hingað í febrúar í
fyrra og hélt stórgóða tónleika í
Tunglinu og hrifust hljóm-
sveitarmeðlimir mjög af landinu,
sérstaklega vetrarveðrinu en
tónleikagestir féllu fyrir tónlist-
inni.
Af þeim sem koma fram í
Tunglinu í kvöld er það að segja
QÆGURMÁL
er sagt að sveitin flytji hinn eina
sanna hljóm svartra í Bretlandi.
Þar segir einnig að nýjasta breið-
skífa þeirra, „The Killer“ hafi að
geyma besta hip hop kveðskap
sem birst hafi á plötu í Bretlandi
og kannski eina kveðskap þeirrar
tegundar, þar sem flestar hljóm-
sveitir af þessu tagi hafi látið eins
og þær ættu uppruna sinn hinum
megin Atlantsála, nefnilega í
Brooklyn í New York.
Plötusnúðurinn Paul Oaken-
fold er eftirsóttur skífuþeysir.
Hann hefur snúið plötum á Ibiza
undanfarin sumur en er núna á
tveimur vinsælli næturklúbbum
Lundúna, The Land Of Oz og
The Future. Oakenfold blandar
saman hip hop tónlist, house,
raggí og rokki en hann átti sinn
þátt í að gera lög Happy Mondays
aðgengilegri með því að endur-
blanda nokkur þekktustu laga
þeirra.
Tim Jeffry er aðstoðarritstjóri
tónlistartímaritsins Record Mirr-
or. Hann fylgdi Happy Mondays
hingað til lands á dögunum og
skrifaði forsíðugrein í blað sitt
um ferðina og tónleikana í
Menntaskólanum við Hamra-
hlíð. Jeffry hefur sérhæft sig í
skrifum um danstónlist og mun
væntanlega leika gott úrval slíkr-
ar tónlistar í Tunglinu í kvöld.
Fólk með fiðring í fótunum ætti
því að leggja leið sína í Tunglið og
njóta í leiðinni tónleika Sykur-
molanna sem ætla meðal annars
að leika nýtt efni sem ef til vill fer
á næstu breiðskífu sveitarinnar.
Það verður forvitnilegt að heyra
hvort einhver stefnubreyting hafi
átt sér stað hjá molunum?
-hmp
að Kiss AMC sló í gegn á síðasta
ári með laginu „A Bit Of U2“, en
þar samplaði Kiss AMC „New
Yars Day“ lag írsku hljóm-
sveitarinnar U2, með samþykki
íranna, sem er nýtt í þess háttar
viðskiptum.
Hin hip hop sveitin sem kemur
fram í kvöld er Ruthless Rap Ass-
assins sem kemur frá Manchester
eins og Kiss AMC. Ruthless
Rap... er talin vera það ferskasta
sem er að gerast í hip hopinu á
Bretlandseyjum um þessar
mundir og í tímaritunu The Face
HEIMIR MÁR
PÉTURSSON
Laugardagur 21. apríl 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 27