Þjóðviljinn - 21.04.1990, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 21.04.1990, Blaðsíða 22
Regindjúp Ijósböðuð VIKIVAKI Norræn sjónvarpsópera eftir skáld- sögu Gunnars Gunnarssonar. Sjónvarpið, 13. apríl 1990 Leikstjóri: Hannu Heikinheimo Tónlist: Atli Heimir Sveinsson Óperutextar: Thor Vilhjálmsson Myndataka: Timo Mikkulainen Hljómsveit: Danska útvarpshljóm- sveitin undir stjórn Petri Sakari. Kór: Danski útvarpskórinn undir stjórn Kaare Hansen. Framleiðendur: Hrafn Gunnlaugsson Bíóborgin I blíðu og stríðu (The war of the Roses) Leikstjóri: Danny DeVito Aðalhlutverk: Kathleen Turner, Mic- hael Douglas, Danny DeVito og Mari- anne Sagebrecht Danny DeVito lætur sér ekki lengur nægja að vera einn af vinsælustu gamanleikurum vest- anhafs, hann er líka að hasla sér völl sem leikstjóri. Fyrsta myndin sem hann leikstýrði: „Throw momma from the train“ 1987 var svört kómidía, lauslega byggð á gömlu Hitchcock-myndinni „Strangers on a train“. Nýjasta afrek DeVitos í blíðu og stríðu er ef eitthvað, ennþá dekkri og andstyggilegri. Það eru gamlir vinnufélagar DeVitos, Michael Douglas og Kathleen Turner (Romancing the Stone) sem leika aðalhlutverkin í þessum svarta farsa, sem sýnir að það er mót- sögn í sjálfu sér að tala um vins- amlegan hjónaskilnað. Douglas leikur Oliver Rose, lögfræðing á hraðri uppleið, sem lendir í því að eftir 17 ára vinnu við að gera hús þeirra hjóna að draumaheimili, kýlir konan hans (Turner) hann niður og heimtar skilnað. Hún vill húsið, hann vill hana og hvorugt vill flytja út. Þau skipta húsinu á milli sín og á- kveða landamæri og reyna að semja vopnahlé, en allt kemur fyrir ekki, Rósastríðið er hafið og því lýkur ekki fyrr en þau eru búin að eyðileggja húsið sem þau elskuðu bæði svo heitt! Danny DeVito fer með hlut- verk sögumanns í þessari óvenju- legu stríðsmynd. Hann er lög- fræðingur hjá sama fyrirtæki og Douglas og er að segja væntan- legum viðskiptavini sínum sög- una af Barböru og Oliver Rose, alveg frá því þau sjást í fyrsta sinn (það var ást við fyrstu sýn), hvemig þau eignast börn og auðgast að veraldlegum gæðum og Hannu Heikinheimo, fyrir RUV, YLE, NR, DR, SR. Sjónvarpið var svo elskulegt að sýna okkur á skírdag prýðilega gerða og upplýsandi fræðslu- mynd Guðmundar Emilssonar og Baldurs Hrafnkels Jónssonar um tónskáldið Atla Heimi Sveins- son, höfund burðarássins í þess- ari útgáfu Vikivaka, tónlistarinn- ar. Fyrir þá sem eru ókunnugir uppruna og viðhorfum lista- og þar til þau enda í hörkustyrj- öld við hvort annað með all óvæntum afleiðingum. Aðalleikarar í myndinni standa sig allir vel. Douglas er sannfærandi djöfulleg og rómant- ísk týpa, sem vill vinna aftur kon- una sfna og vill ekki skilja að hún fyrirlítur hann. Um Kathleen Turner er aðeins hægt að segja að fáar kvikmyndaleikkonur nútím- ans, ef nokkur, eru jafn kyn- þokkafullar og andstyggilegar samtímis. Hás röddin er náttúr- lega margfræg, en ég vil benda áhorfendum á að taka eftir hvernig hún leikur með auga- brúnunum, maður gæti haldið að hún væri einn af afkomendum Egils gamla Skallgrímssonar! De- Vito er jafn lágur í lofti og vana- lega og Marianne Sagebrecht (stóra þýska konan í Bagdad Café) er skemmtileg í litlu hlut- verki þjónustustúlku sem þvælist á milli hinna stríðandi hjóna. Allt í allt er í blíðu og stríðu ansi athyglisverð mynd, en gam- anmynd er hún ekki í neinum venjulegum skilningi, hún er ein- faldlega of andstyggileg. Aðal- persónurnar eru svo svfnslegar að það er ómögulegt að hafa samúð með þeim. Fyrri hluti myndar- innar er örlítið landreginn, en harkan í seinni hlutanum bætir það upp svo um munar. Ef ekki til annars þá er þessi mynd góð áminning um að skilnaðir eru leiðindamál og ekki síður um það að áríðandi er að kattafólk giftist kattafólki og hundafólk hunda- fólki!! Ég vil ljúka með að þakka Bíó- borginni fyrir að bjóða upp á eina hlélausa sýningu á dag, sjö- sýninguna en spyrja um leið hvort það sé ómögulegt að fá góða þýðendur til að þýða kvik- myndir, Douglas kallar sjálfan sig „konu“ í myndinni. Það er al- veg ný þýðing á enska orðinu „persorí*. Sif Gunnarsdóttir manna til verkefna sinna eru þættir af þessu tagi afar kær- komnir þegar stórvirki eins og ópera eru í uppsiglingu. Orð sem féllu í þessum hófstillta kynning- arþætti gerðu sitt gagn við að fylla upp í heildarmyndina af lista- manninum. Túlka má efnisþráðinn í súr- realístískri sögu Gunnars Gunn- arssonar með ýmsum hætti. Öðr- um þræði er þar barátta lista- mannsins við sjálfan sig og um- hverfið, hann hefst við á hálum þröskuldi milli fortíðar og fram- tíðar og hver ákvörðun, jafnvel hver hugsunarstefna augnabliks- ins, getur haft afdrifaríkar afleið- ingar. Allir listamenn þekkja ein- angrun og innhverfu þá sem rit- höfundurinn í Vikivaka býr við, óra jafnt sem skipulagshyggju. Auðvelt er að sjá fyrir sér það endurmat sem Gunnar Gunnars- son tókst á við eftir heimkomu frá útlöndum, þegar hann settist að í kastala sínum í einangrun Fljóts- dalshéraðs. Gunnar beitti nýjum aðferðum við gerð sögunnar Vikivaka, tók áhættu en hlífði sér hvergi. Sé þetta borið saman við tónlist og texta sjónvarpsóperunnar má til sanns vegar færa að það hrikti í tónlistinni líka. Þar er fálmað ofan í regindjúp, eyra hlustand- ans lagt fast við frumefni og hæg- ar hreyfingar risavaxinna tilveru- fleka. Tónlist Atla Heimis hlífir hvergi, leyfir enga yfirborðs- hlustun. En um leið og menn gefa sig hljómum þessum á vald æða þeir um leið f órafjarlægð frá tex- ta Thors Vilhjálmssonar og myndsmíð Timo Mikkulainen. Vorvindar Islenski dansflokkurinn sýnir 4 bal- letta í Borgarleikhúsinu í samvinnu við Leikfélag Reykjavíkur. Höfundar: Birgit Cullberg, Per Jons- son og Vlado Juras. Tónlist: Hildgren Rosenberg, Jean Billgren, Peter Bengtson og Pétur Grétarsson. Leikmynd og búningar: Per Jonsson, Inger Arvidson, Agneta Skarp. Lýsing: Yvonne Brosset, Ellen Ruge, Monica Syversen og Hákán Jansson. Það var ánægjuleg stund sem íslenski dansflokkurinn veitti okkur í Borgarleikhúsinu á sumardaginn fyrsta. Hún byrjaði með Myndum frá fslandi eftir Vlado Juras: fimm stúlkur horfðu til hafs og ólgandi hreyfingar hafsins endurómuðu í líkams- hreyfingum þeirra. Síðan tók angistin við, óttinn við hafið og vissan um slysið og síðan veikburða samhjálp þessara kvenna í örvæntingu sinni og smæð gagnvart náttúruöflunum. „Ég var alltaf að bíða eftir því að sjómennirnir kæmu að landi, en það má víst ekki vera happy end nú til dags,“ sagði ein kona yfir kampavínsglasinu í hléinu. Kannski er það rétt, en stúlkurn- ar brugðu engu að síður upp sannfærandi mynd af smæð manneskjunnar gagnvart ólgandi náttúruöflunum. Adam og Eva eftir Birgit Cull- berg var næst á dagskrá: hrífandi fallegur dans sem lýsir fyrst al- gleymi sakleysisins með fullkom- inni hrynjandi á milli kynjanna og síðan syndafallinu og þeirri baráttu og óvissu sem það leiddi til eftir brottvísunina úr Paradís. Þau Ásdís Magnúsdóttir og Joak- Þessi er meginókostur Viki- vaka sem listrænnar heildar. Textinn er í sjálfu sér ánægjuleg gandreið um orðaforða og kenndir, en fágun hans og flosm- ýkt gufar snarlega upp í geisla- virkum regindönsum þeim sem tónskáldið efnir til. Þegar þar við bætist nístandi litljósabað og hröð myndskipti, kveður við falska sjónvarpstóna. Stykkið ískrar allt eins og ó- smurður vagn vegna þeirrar að- ferðar leikstjórans að bregða lit- uðum óperuhúss- eða leikhússl- jóma á alltof umfangsmikla bún- inga og hnausþykkan farða leika- ranna. Líkast er því að leikstjór- inn hafi verið haldinn ofsah- ræðslu við að áhorfendum mundi leiðast tónlistin og reynt að flikka upp á verkið með gauragangi. Svo rammt kveður að þessu, að á stundum dettur myndmál og leik- stjórn yfir í stíl þöglu myndanna, meðan framsækin orrahríð tón- skáldsins stendur sem hæst. Fyrir vikið týnast átök rithöfundarins við umhverfið í ringulreið lita og forma, sem er átakanlegust í sjálfu vikivaka-atriðinu, alger- lega misheppnuðum dansi drauganna. Auðvitað lendir leikstjórinn í þeim vandræðum, að hráefni Gunnars dugir varla nema í hálf- tíma atburðarás. Langtímum saman gerist ekkert, fátt kemur im Keusch sýndu besta dans kvöldsins í þessu atriði. Áhugaverðustu dansarnir á þessari kvöldstund voru þó eftir hlé: Per Jonsson er frumlegur og óragur danshöfundur, og nálgað- ist fyrra verkið, Göng, að vera eins konar gjörningur. Þrír menn á samhliða blindgötum eða brautum berjast fyrir lífi sínu án þess að snerta nokkurn tímann hver annan. Brautirnar sem þeir dansa eftir eru úr mold og þeim er lokað með upplýstum flekum sem gefa frá sér drungaleg málm- hljóð þegar á þá er slegið. Mað- urinn í einsemd sinni og tilvistar- kreppu er eins og dýr í búri eða á fram nema endurtekningar. Tónlist af þessu tagi, sem mjakast áfram eins og hraunkvika og gnestur þó í henni, veltandi björgum annað veifið og brennandi jörðina, heimtar stilltari grundvöll en Hannu Heikiheimo bjó henni. Grallar- askapurinn og gretturnar gagnast ekkert í baráttunni við tónlistina, reyna bara að líkja eftir henni, - þetta er sú leiða myndskreyting sem eltir en fyllir ekki upp í. Þokkalega tekst þó að teikna helstu persónur. Söngvararnir veiddu mann í sinn lassó frá byrj- un, ekki síst Kristinn Sigmunds- son og Sigrún Hjálmtýsdóttir. Gunnar Guðbjörnsson og Viðar Gunnarsson fylgdu efni sínu einnig vel eftir, en fyrir leikarana sem holdgerðu raddir þeirra var lítið að gera nema hreyfa sig eins lipurlega og þeir gátu. Helgi Skúlason stillti svipbrigði sín vandlegast og ekki við hann að sakast þótt persónan yrði hei- móttarleg á köflum. Draugarnir voru í heild líkari öskudag- skrökkum en kynjaverum. Léleg sjónvarpsgrafík Finn- anna kom líka á óvart, hér hafa landar okkar náð betri árangri. Tónlistina, hljóðfærasláttinn og sönginn dauðlangar mann að heyra aftur, en sjónrænu um- gerðina má setja upp í hillu. markaðri braut. Hann á sér enga undankomuleið aðra en þá sem hann finnur í eigin dansi og tján- ingu. Þessar 25 mínútur sem gjörningurinn stóð yfir héldu at- hyglinni óskiptri. Síðara verk Jonsson, Vindar frá Merkúr, var dansað af 11 kon- um úr íslenska dansflokknum og gaf hugboð um kosmísk tengsl. Verkið tók ekki nema 8 mínútur og sýndi dansflokkurinn þar góð- an samleik og mýkt í hreyfingu sem var verðugur endir á ánægju- legu kvöldi. Dönsurum og dans- ahöfundum var ákaft fagnað í sýningarlok. Ólafur Gíslason Ásta Hinriksdóttir og fleiri dansarar úr íslenska dansflokknum túlka Vinda frá Merkúr eftir Per Jonsson. Ljósm. Jim Smart. Kathleen Turner og Michael Douglas í ham. Helvíti innan heimilisins Ólafur H. Torfason. Lífið er tjáning 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ, Laugardagur 21. apríl 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.