Þjóðviljinn - 01.06.1990, Blaðsíða 2
SKAÐI SKRIFAR
Ég skoða
kosninga-
úrslitin
Ég, Skaði, þekki marga sérfræðinga, en ég
þarf ekki á þeim að halda. Allra sist leita ég til
stjómmálafræðinga því á því sviði hefí ég
alltaf vitað manna best hver er ekki hvað.
Því sagði ég si sona við hann Hróbjart
frænda minn, sem er í stjómmálafræðunum,
þegar ég hitti hann eftir bæjarstjómarkosning-
amar:
Ekki færðu mörg verkefni út úr þessum
úrslitum.
Nú og því ekki það? spurði Hróbjartur.
Af þeirri einföldu ástæðu að allt liggur
ljóst fyrir, sagði ég.
Og hvaðan kemur þér sá englavísdómur?
spurði Hróbjartur og fór að sækja í sig sér-
fræðiveðrið.
Brjóstvitið, sagði ég, bijóstvitið segir mér
það sem liggur í augum uppi: við Sjálfstæðis-
menn emm sigurvegarar kosninganna og þá
fyrst og fremst hann Davíð minn Oddsson.
Bágt er bijóstvitinu að treysta, sagði Hró-
bjartur. Enda er þetta rangt.
Jæja lagsi, sagði ég. Og hvað er þá hið
rétta í málinu?
Hið rétta í málinu, sagði Hróbjartur, er að
allir unnu góðan sigur þegar á allt er litið.
Þegar á allt er litið? hváði ég.
Já. Þú heldur til dæmis að Alþýðubanda-
lagið hafi beðið einhvem ósigur héma í
Reykjavík. Það er af og frá. G-listinn vann
stórsigur. Ekki af því að hann fengi eitthvert
sérstakt fylgi svosem, heldur af því að Nýr
vettvangur fékk miklu minna en spáð hafði
verið, og þá er Ólafur Ragnar sem aldregi
þagnar allur í rústir fallinn og kátt i bæ.
En þá hlýtur Nýr vettvangur að hafa beðið
ósigur fyrst hann fékk svona miklu milli
minna en til stóð?
Þú mátt ekki líta svo þröngt á málið Skaði,
sagði Hróbjartur. Allir gætu sosem fengið
fleiri atkvæði en þeir fengu, enginn endir á
þeim raunum ef út í það færi. En á hitt er að
líta, að Nýr vettvangur var ekki til og sá sem
var ekki til og er allt í einu næststærstur í höf-
uðborginni hann getur borið sinn hala bratt til-
tölulega og hlýtur að hafa unnið sigur að
minnsta kosti á allaballanum eins og til stóð.
Þetta er hundalógík, sagði ég. En hitt get
ég svo vel skilið að Framsóknarmenn telji sig
hafa unnið góðan sigur hér i borginni.
Liggur í augum uppi, liggur í augum uppi,
sagði Hróbjartur. Og í rauninni em engir eins
flínkir við að vinna frækilega sigra og Fram-
sóknarmenn. Sjáðu bara hvemig þeir fóm að:
Þeir tóku aióhagstæðustu skoðanakönnun sem
þeir fundu, en samkvæmt henni var Sigrún
þeirra fallin, síðan klæddust þeir í rifinn sekk
og bám ösku í hár sitt og vældu út um allan bæ
eins og hungursneyð væri komin að þá vant-
aði aðeins 120 atkvæði til að endurheimta ör-
yggið og hamingjuna í borgarstjóm landsins.
Þetta er flott aðferð sem aldrei bregst.
Nokkuð til í því, sagði ég. En þá er
Kvennalistinn eftir, ekki geturðu haldið því
fram að hann hafi unnið sigur.
Ég er hissa ájafn gáfuðum manni og þú ert
Skaði, að láta aðra eins vitleysu út úr þér.
Kvennalistiim vann einmitt margfaldan sigur.
í fyrsta lagi vegna þess að Elín var úti í taln-
ingunni og komst svo inn, verra gat það verið
sagði kerlingin sem handleggsbrotnaði - hún
hefði nefhilega getað hálsbrotnað. Auk þess
hafa þessar frenjur laumað sínum konum inn á
alla aðra lista, til dæmis lögðu þær undir sig
H-listann.
En Alþýðuflokkurinn, sem nú á engan
manní borgarstjóm? spurði ég.
Það er líka góður sigur eins og hver maður
getur séð. Með því að bjóða ekki ffarn í alvöru
losnaði Jón Baldvin við að láta sjá það strax
hve illa berrassaður flokkurinn hans er hér í
höfuðstaðnum og kom mestöllu rifrildi hjá sér
yfir á Allaballann.
Jæja góði, sagði ég. En þetta breytir engu
um það að það er Davíð sem er sigurvegari
kosninganna.
Það er af og frá, sagði Hróbjartur. Aðeins
skammsýnustu mönnum dettur það í hug að
stórsigur sé í rauninni stórsigur. Davíð er á
leið inn i landsmálapólitík, þingmennsku og
ráðherradóm og guð má vita hvað. Og hann
kemur þangað með þessi skelfilegu sextíu
prósent í Reykjavík á bakinu. Það er alltof
þung byrði að dragnast með. Hann vinnur
stórsigurinn áður en hann byijar í alvöm í
pólitík og verður síðan alla ævi að búa við það
að hann sé alltaf að ná lakari og lakari árangri
en núna. Hann verður alltaf á sálardrepandi
niðurleið. Það er allt eins og Grettir Ásmund-
arson sagði á sinni tíð: Án er illt gengi nema
vel byiji..
í RÓSA-
GARÐINUM
SUMIR ERU JAFN-
ARI EN AÐRIR
Það hafa aldrei verið uppi
neinar hugmyndir um að sam-
eina Alþýðuflokk og Alþýðu-
bandalag í heilu lagi.
Jón Baldvin Hanni-
balsson í viötali
EKKI ER RÁÐ
NEMA í TIMA SE
TEKIÐ
Sverrir (Hermannsson
bankastjóri) mælir fjálglega um
það hve allt hans fólk sé óaðfinn-
anlegt... Það hefði átt að stinga á
þessum blöðrubelg þegar í ffurn-
bemsku.
Gre/n í DV
HINN PÓLITÍSKI
ÞROSKI
Af hveiju kýst þú A-listann?
Halldóra Magnea Harald: það er
svo gott meðlæti með kaffinu hjá
þeim. Jakob Tryggvason: Ég er
vel upp alinn.
Skutull
HIÐ SKELFILEGA
TÍÐINDALEYSI
Það er af salemismálum
starfsmanns sorpeyðingarstöðv-
arinnar að ffétta að þar situr allt
við það sama.
Víkurblaöiö
LÁTUM DÝRIN
EIGA SIG!
Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn
vegna þess að hann er mannlegur
flokkur.
Fréttir, Vestm.eyjum
ÞAÐ ER MÖRG TIL-
VISTARKREPPAN
Morgunblaðið ætti að hætta
að birta stjömuspár en það á
þakkir skilið fyrir að taka það
ffam á hveijum degi að þetta sé
ekki annað en vitleysa.
Morgunblaöiö
FYRST EKKI ER
HÆGT AÐ SIGRA
DAVÍÐ...
Sigrán Magnúsdóttir sigraði
skoðanakannanimar.
Tíminn
NEI GETUR
ÞAÐ VERIÐ?
Hraðffystihús Eskifjarðar:
starfsfólkið gerir sér grein fyrir
því að þjóðin lifir á fiski.
DV
HEFUR HVER SÉR
TIL ÁGÆTIS
NOKKUÐ
Nú mun ég einbeita mér að
því að Alþýðuflokksfólk komist
í ráð og nefndir borgarinnar.
Bjarni P. Magnússon
í Alþýöublaöinu
SÁ HEFUR NÓG
SÉR NÆGJA LÆT-
UR
Eins og menn vita eru sjö
jafhaðarmannaflokkar á Islandi.
Aiþýöubiaöiö
AF UPPLÝSINGA-
ÞJÓÐFÉLAGI
Á meðan Mick Jagger er á
tónleikaferðalagi í Evrópu, er
sambýliskona hans, Jerry Hall,
ásamt bömunum tveim í Lon-
don.
DV
2 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 1. júní 1990