Þjóðviljinn - 01.06.1990, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 01.06.1990, Qupperneq 10
J ! f aí'íó - QAJSftASíj^i rrjr^ 'grgmrrri?MitiBBEUHFfVf&tawrt#irA Listahátíð Dulvitund Massons Gavrilov og Vínardrengjakórinn 10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 1. júní 1990 Sýning á verkum André Masson opnuð í Listasafni íslands á sunnudag André Masson er einna þekkt- astur sem brautryðjandi súrreal- ismans í Frakklandi á millistríðs- árunum. Fyrstu verk hins unga Masson voru undir áhrifum kú- bismans en snemma á þriðja árat- ugnum tók hann upp aðrar og ný- stárlegri vinnuaðferðir. Hann vakti athygli manna með svonefndum ósjálfráðum teikningum. Myndir þessar voru unnar hratt og án ákveðinnar myndbyggingar, hinar ósjálfráðu hreyfingar líkamans og duidar hugsanir listamannsins réðu því hver myndin varð. Masson myndskreytti tímaritið La Révolution Surréaliste, sem kom út árið 1925, með ósjálf- ráðum teikningum. List Masson hafði mikil mótandi áhrif á seinni súrrealista eins og Dali og Bret- on. ember síðastliðnum fór Ashken- azy þess á leit við Gavrilov að hann léki undir sinni stjórn á fyrstu tónleikunum sem Ashken- azy hafði haldið í heimalandi sínu í aldarfjórðung. Gavrilov er ekki nema hálffer- tugur en hefur þegar skipað sér í röð bestu píanóleikara heims. Hann heldur aðeins þessa einu tónleika hér á landi. Matrósa- drengirnir Vínardrengjakórsins hafa flestir heyrt getið. Nú gefst kost- ur á að sjá og heyra þennan marg- rómaða kór í fyrsta skipti á ís- landi. Kórinn mun hafa verið stofn- aður af Maximillian I, keisara af ætt Habsborgara, f júlí 1498. Og er hann allra kóra elstur. í fyrstu voru kórdrengirnir klæddir einkennisklæðum keisar- adæmisins en skömmu eftir fyrra stríð hófu þeir söngferðir sínar um heiminn og tóku þá upp matr- ósafötin sem þeir hafa borið síð- an. Þótt kórinn sé gamall eru pilt- arnir ungir að árum og er ætíð nægt framboð af nýliðum heltist þeir gömlu úr lestinni þegar hinir tæru tónar úr barka barnsins breytast við kynþroska. A tónleikunum sem Vínar- drengjakórinn heldur í Háskóla- bíói á sunnudaginn 3. júní og mánudaginn 4. júní kl. 17 verða verk eftir von Eybler, da Croce, Mendelssohn, de Lastra, Schu- Einn af stórviðburðum Listahá- tíðar er sýning á verkum franska listamannsins André Masson. Sýningin verður opnuð næstkomandi sunnudag. Eins og oft er um listamenn verður einhver atburður, missir eða uppiifun í lífi þeirra að áhrifa- valdi í list þeirra. Svo er einnig um Masson. Hann hafði ekki lengi verið við listnám í París þeg- ar hann var kvaddur í herinn og sendur í skotgryfjur vígstöðv- anna í fyrri heimsstyrjöldinni. Masson særðist illa og lá milli heims og helju á sjúkrahúsi í nokkra mánuði. f verkum sínum deilir Masson mikið á heimsku stríðsreksturs og vonsku mann- anna. í seinni heimsstyrjöldinni flýði Masson til Bandaríkjanna. Hann sýndi oft í New York og munu verk hans hafa haft áhrif á upphaf abstrakt-expressjónismans og Sólræn hátíðarathöfn eftir André Masson hinnar óformrænu stefnu, m.a. urðu listamenn á borð við Jack- son Pollock, De Kooning, Mark Rothko og Arshile Gorky fyrir beinum áhrifum frá Masson. Masson flutti á ný til heima- lands síns eftir stríð. Hann lést rúmlega níræður að aldri árið 1987. Sýningin er hingað komin frá sýningarsal Galerie Leiris í París og er þriðja sýnining á verkum heimsþekktra listamanna sem til landsins koma fyrir atbeina lista- mannsins Errós og Listahátíðar, hinar tvær voru sýningar á verk- um Marc Chagall og Picasso. Á sýningunni í Listasafni ís- Iands eru 52 verk, olíumálverk og teikningar. Á hvítasunnudag og annan í hvítasunnu verður opið frá kl. 12-22 og svo verður einnig þær helgar sem sýningin stendur yfir. Virka daga verður sýningin opin frá kl. 12-18. Aðgangseyrir er 250 krónur. Sýningin stendur til 15. júní næstkomandi. BE Óhætt er að segja að gnægð verði tónleika á Listahátíð. Sovéski píanóleikarinn Andrei Gavrilov lætur fyrstur í sér heyra. Hann heldurtónleika í Háskóla- bíói ásamt Sinfóníuhljómsveit ís- lands á laugardaginn kl. 17. Stjómandi á tónleikunum verður Pólverjinn Jacek Kasps- zyk. Á efnisskránni eru verk eftir Ludwig van Beethoven, Sergei Rakhmaninov og Pjotr Tsjajkov- skíj. Andrei Gavrilov fæddist í Mos- kvu árið 1955. Hann var ekki orð- inn tvítugur þegar hann vakti á sér athygli með því að sigra í hinni frægu Tsjajkovskíj-keppni ungra tónlistarmanna. Eftir það fór hróður hins unga píanóleikara ört vaxandi. í nóv- Andrei Gavrilov leikur með Sinfóníuhljómsveit íslands á laugardaginn bert, Marschik, Johann Strauss og síðast en ekki síst barnaóperan Gæs kalífans eftir Mozart og af- klæðast þá drengirnir matrósa- fötunum og koma fram í litskrúð- ugum búningum. Af öðrum tónleikum á Listahátíð á næstu dögum má geta tónleika píanóleikarans Francoise Chove- ux. Hún heldur tónleika við opn- un sýningarinnar um franska grafíklist í Listasafni Alþýðu 2. júní kl. 16 og sunnudaginn 3. júní kl. 15 í Listasafni íslands í tengsl- um við sýningu André Masson. Á efnisskrá Choveaux verður eingöngu frönsk tónlist eftir höf- unda á borð við Debussy, Saint- Saéns og Milhaud. Abraham og Isak, fyrsta ís- lenska kirkjuóperan verður frumflutt í Háteigskirkju á mánu- daginn kl. 21. Höfundur verksins er John Speight, hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson og leikstjóri Geirlaug Þorvaldsdótt- ir. Hlutverk Abrahams syngur Viðar Gunnarsson, ísak er túlk- aður af Hrafnhildi Guðmunds- dóttur. Aðrir söngvarar eru Signý Sæmundsdóttir, Þorgeir Andrésson, Sigríður Gröndal, Sigrún Gestsdóttir, Elísabet Wa- age, Sigursteinn Magnússon og Halldór Vilhelmsson. BE Vínardrengjakórinn syngur í Háskólabíói á sunnudag og mánudag kl.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.