Þjóðviljinn - 01.06.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.06.1990, Blaðsíða 11
Lillan í Reykjavík Þaö erfagnaðarefni að leiklist- in skuli nú vera í öndvegi á dag- skrá Listahátíðar. Stjórn Lista- hátíðar á mikið lof skilið fyrir að hafa tekist að fá hingað þær sýn- ingar sem boðið er uppá. Það er makalaust til þess að hugsa að i einni svipan verður Reykjavík að háborg leiklistar, með nafntogaðan hollenskan leikhóp - Mexíkanska hundinn-goðs- ögnina Kantorfrá Póllandi (fólk fer í pílagrímsferðir um hálfan hnöttinn til að sjá sýningarnar hans og til er fólk sem hefur dokt- orsgráðu í Kantorog leikhúsi hans) og síðast en ekki síst eitt af því besta sem sést hefur á sviði á Norðurlöndum, þ.e. uppfærslu Lilla T eatern í Helsinki á Leikhúsi Nikítas gæslumanns sem er leik- gerð Kama Ginkas frá Lettlandi á sögunni Deild 6 eftir Tsjekov. Þegar leiksýning verður ein- stök upplifun fyrir áhorfandann er næsta ógjörningur að finna rétt lýsingarorð til að miðla gæðum hennar til annarra. Orðin fá hol- an hljóm, enda búið að gatslíta hástigi allra lýsingarorða í auglýs- ingum á húmbúkki. í staðinn grípur maður í öxlina á viðkom- andi og nánast hvæsir framan í hann „þú verður að sjá þessa sýn- ingu“. Leikhús Nikítas gæslu- manns er þannig sýning. Þú verð- ur að sjá hana. Kama Ginkas leikstýrir. Hann færir heim geðsjúkrahússins, eins og Tsjekov Iýsir honum, fram til okkar tíma. Sá heimur er raun- verulegur, áþreifanlegur og ógnvekjandi. Leikur, leikstjóm, leikmynd, lýsing - allir þættir sýningarinnar samtvinnaðir af snilld. Meðal leikaranna er Asko Sarkola. Einn af sjaldgæfum galdramönnum leiksviðsins. Ólíkur öllum. Margir muna sjálf- sagt eftir honum úr nafntogaðri sýningu Lillunnar á „Umhverfis jörðina á 80 dögum“, sem hér var sýnd 1972, þar lék hann Fílías Fogg. Og Borgar Garðarsson leikur með. Sjálfan Nikíta gæslu- mann. Sigrún Valbergsdóttir Asko Sarkola og Marcus Groth í hlutverkum sínum í Leikhúsi Nikítas gæslumanns. Listahátíð Lillan á Deild 6 Lilla Teatern sýnir Leikhús Nikítas gæslumanns í íslensku óperunni Einn af fjölmörgum góðum gest- um Listahátíðar er leikflokurinn LillaTeaternfrá Finnlandi. Flokk- inn þarf vart að kynna því að þetta er í þriðja skipti sem Lillan, eins og hópurinn kallast í dag- legu tali, sækir landið heim. Sýningin í farteski flokksins að þessu sinni er Leikhús Nikítas gæslumanns sem byggt er á verk- inu Deild 6 eftir Tjekov. Sýning- ar Lille Teatern verða tvær, 3. og 4. júní í íslensku óperunni og hefjast kl. 20.30. Lille Teatern á fimmtíu ára af- mæli á þessu ári. Fyrstu árin sýndi hópurinn mestmegnis kabaretta og revíur en á sjötta áratugnum tók það miklum breytingum og mótaðist sem eitt mesta framúr- stefnuleikhús á Norðurlöndun- um undir stjórn Vivica Bandler. Leikstjóri hópsins nú er Lett- lendingurinn Kama Ginkas. Ginkas skrifaði textann að Leikhúsi Nikítas gæslumanns upp úr 1970, þá var hann starf- andi í Sovétríkjunum. Leikurinn gerist á geðsjúkrahúsi og deilir á skoðanakúgun yfirvalda. Ginkas átti á um tíma erfitt uppdráttar í Sovétríkjunum vegna pólitískra skoðana sinna, og var verkið af þeim sökum ekki sett upp fyrr en Ginkas yfirgaf Austurblokkina. Óhætt er að segja að Lille Teat- ern sé eitt af markverðustu leikhúsum Norðurlandanna, og hafi verið það lengi. Sýningin Leikhús Nikítas gæslumaður hef- ur verið á verkefnaskrá hópsins frá 1988. Hvarvetna hefur hópn- um verið hrósað í hástert fyrir stórfenglega og frumlega sýn- ingu. Þegar Lillan fór í leikför um Norðurlöndin áttu gagnrýnendur vart orð til að lýsa hrifningu sinni. Finnar þykja um þessar mundir NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11 fremstir í flokki norrænna leikhúsmanna, þó má geta þess að sýningin um hann Nikíta ber ekki síður einkenni þess sem er að gerjast í sovéskri leiklist nú, sem eru áhrif leikstjórans Gink- as. Efni leikritsins um Nikíta gæslumann er mjög við hæfi nú þegar þjóðfélög Austur-Evrópu eru að opnast og sannleikurinn um aðbúnað í fangelsum og geð- sjúkrahús að koma í ljós. Þegar hefur verið getið um fyr- irmynd leikritsins, söguna Deild 6 eftir Tjekov, hún kom út árið 1892 og vakti athygli og skoðana- deilur. Leikritið gerist á geð- sjúkrahúsi þar sem starfar læknir- inn og áhugaheimspekingurinn Ragin. Hann reynir að sannfæra sjúklinga sína um að frelsið búi innra með manninum og ytri að- stæður skipti þar engu. Fyrir þessar skoðanir er Ragin sjálfur lokaður inni á hælinu. Þar lendir hann ásamt öðrum sjúklingum í klónum á gæslumanninum grimma Nikíta. Sá sem túlkar ruddamennið Nikíta er enginn annar en Borgar Garðarsson. Asko Sarkola sem leikur lækninn Ragin er íslend- ingum einnig góðkunnur, en hann er einn þekktasti leikari Norðurlandanna. Leikritið verður eins og áður sagði sýnt £ íslensku óperunni á hvítasunnu og annan í hvíta- Listahátíð Andlitsmyndir Sigurjóns í Lauganesi Næstkomandi sunnudag opnar í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar sýning á andlistsmyndum lista- mannsins. Sýningin er framlag safnsins til Listahá- tíðar. Þetta er fyrsta sýningin sem haldin er sem ein- göngu er helguð andlitsmyndum eða portrettum Sigurjóns. Eftir listamanninn liggja nær tvöhundruð slík verk unnin í gifs, brons, leir og stein. Gerð andlitsmynda var ætíð snar þáttur í list- sköpun Sigurjóns, en stíll hans og efnismeðferð tóku sífelldum breytingum. Sýningin gefur heildar- mynd af andlitsmyndum Sigurjóns og er elsta verkið barnshöfuð frá árinu 1927 en það yngsta frá 1980. Á sýningunni eru meðal annars fjöldi portretta sem aldrei hafa komið fyrir almennings sjónir hér á landi áður, þar á meðal brjóstmynd af Þorvaldi Skúlasyni sem Sigurjón gerði af honum í Kaup- mannahöfn árið 1933. Sýningin verður sem áður segir opnuð á sunnu- daginn 3. júní. Hún verður opin um helgar frá kl. 14-18 og mánudags, miðvikudag og fimmtudags- kvöld frá kl. 20 til kl. 22. de- Móðir mín eftir Sigurjón Ólafsson gerð árið 1938.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.