Þjóðviljinn - 01.06.1990, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 01.06.1990, Blaðsíða 15
99 Hann Jón, í einu kvceða þinna, „Kristur dansar í Cannes", segir þú: „Nú strýkur golan laufunum yfir andlit mitt, og það er gott, því hann hefur lagst til hvíldar í garði mínum og fuglarnir hvísla söngvum að blómunum því hann er gleði dagsins og skógarins og brosir í öllum hreyfingum mínum og fer skjálfandi hlátri um hjarta mitt er ég geng til brunns að sœkja honum vatn. “ ei hrollkulda heimsins“ Seg mér, minnist þú á Krist í öðru kvœði? Jón þagði við, en svaraði svo: Eflaust. Mér hefur alltaf þótt hann áhugaverður. Ætt og uppruni Pú munt fœddur alþingis- hátíðarárið? Já, við vestanverðan Eyjafjörð við Galmarsströnd, í Pálmholti, það gerðist í maí, í miðjum sauð- burði. Afi minn og amma höfðu búið í í Pálmholti, en þá um vorið höfðu foreldrar mínir hafið þar búskap. Um líkt leyti stofnaði föðurbróðir minn þar nýbýli. Hvað hétu foreldrar þínir? Þuríður Jónsdóttir og Kjartan Ólafsson, og voru bæði af norð- lenskum ættum. Rekja þarf ég þær langt aftur, áður en ég finn mér forföður eða formóður utan Norðurlands. Móðir mín var dóttir Jóns Jónssonar, stórbónda á Hálsi í Svarfaðardal, en kona hans var Guðrún Guðmunds- dóttir. Áttu þau ekki barn sam- an. Þegar systir Guðrúnar dó, tóku þau hjónin fimm barna hennar í fóstur. Þegar þau voru upp komin, eignaðist afi minn telpu með fósturdóttur sinni. Sú telpa varð móðir mín. Var faðir þinn líka Eyfirðing- ur? Já, hann var frá Syðri Bakka, skammt undan Pálmholti, nær sjónum. Fram undan bænum er Bakkeyri. Frá þeirri eyri var áður fyrr nokkur útgerð. Utlendingar höfðu þar skip og stunduðu bæði þorskveiðar og hákarlaveiðar. Syðri Bakki var á þeim tíma talin góð jörð ýmissa hlunninda vegna. Ásamt búskap hafði Ólafur afi minn lengstum útgerð, á þorsk og hákarl, og var sjálfur skipstjóri. En hann var ekki síður þekktur fyrir smíðar sínar. Þegar ég man fyrst eftir mér, var tré- smíðaverkstæði uppi á lofti í framhúsi, sem hann hafði byggt framan við gamla bæinn, og norðan við það var smiðja með fýsibelg. Hafði hann með hönd- um viðgerðir og smíðar fyrir fólk í sveitinni og jafnvel nærliggjandi sveitum. Búskapurinn varð hon- um eins konar aukavinna, þótt hann stæði í slætti. Það var frem- ur amma mín og synir þeirra, sem sinntu búskapnum. Hvernig voru húsakynni í Pálmholti í bernsku þinni? Þetta var stór bær, og inn í hann lágu löng göng, nokkuð dimm. Ur þessum göngum var innangengt í fjósið, sem varsunn- an við bæinn. Þegar ég fæddist, bjuggu foreldrar mínir í bað- stofu, sem var þrjú hólf, suður- hús, norðurhús og miðbaðstofa. Frammi var gamla stofan, eins og hún var kölluð, og norðan við hana var framhúsið sem afi minn reisti. Bjuggu þarna oft tvær eða þrjár fjölskyldur. Þegar ég var orðinn sjö ára, fluttum við í timburhús, sem faðir minn hafði byggt þama á hlaðinu. Höfðu foreldrar föður þíns búið á Syðri Bakka? Amma mín var þaðan. Þar höfðu faðir hennar og afi búið, en móðir ömmu minnar var dóttir Björns Þorlákssonar bónda í Fomhaga í Hörgárdal, Hall- grímssonar bónda í Skriðu. Sá Þorlákur átti mörg börn. Þekkt- ast þeirra var Jón Kærnested, sem Jónas Hallgrímsson, vinur hans og sveitungi, orti eftir. Börn Hallgríms föður Þorláks dreifð- ust og settust nokkur að í Þingeyjarsýslu, og eru af þeim komnir merkir Þingeyingar, Ben- edikt á Auðnum, Guðmundur á Sandi, Laxamýrarfólkið, Jónas frá Hriflu, svo nokkrir séu nefnd- ir. Lastu mikið í bernsku? Mig langar til að minnast á föðuroróður minn, áður en við höldum lengra, Anders Olsen Ólafsson. Hann var heitinn eftir vini Ólafs afa míns, norskum bónda, sem drukknaði. Kona þess norska bónda var af fyrri Pálmholtsætt, okkur óskyldri, en af henni er Tryggvi Emilsson og hefur frá henni sagt. Anders Ol- sen föðurbróðir minn átti aldrei í búskap. Á sumrin var hann verk- stjóri í vegavinnu, en veturna var hann í Pálmholti við bókband, sem hann hafði lært á Akureyri. Batt hann inn fyrir lestrarfélagið í sveitinni og ýmsa fleiri. Mikið var þá af bókum heima á vetrum. Föðurbróður mínum var ekki um það gefið, að við værum að hnýs- ast í bækurnar. Stundum gaf hann mér þó leyfi til þess og stundum stalst ég til þess. Las ég þess vegna talsvert mikið þegar ég var strákur. Frá þessum árum eru mér minnisstæðar ýmsar bækur m.a. skáldsögur Gunnars Gunnarssonar, Jóns Trausta, Guðmundar Hagalín o.fl., einnig kvæði og sögur Guðmundar á Sandi og Rubyat, að ógleymdum fyrstu bókum Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar og nokkrum unglinga- bókum. Anders Olsen var kommúnistinn þar í sveitinni, eins og menn orðuðu það. Hann fór ungur maður til Danmerkur og ég hygg að hann hafi þar kynnst sósíalisma. Pú elst sem sagt upp í Pálm- holti? Já, skólaskylda var þá frá 10 ára aldri, en á barnaskóla fór ég hálfs tíunda árs. Þar var mjög góður kennari, Árni Björnsson, heiðursfélagi í ungmenna- félaginu, líklega einn af stofnend- um þess. Ég held, að ég búi enn að því, sem hann hafði að miðla. Barnaskólanám mitt varð að venjulegum hætti. Ég fermdist hjá séra Sigurði Stefánssyni vígslubiskup á Möðruvöllum í Hörgárdal, skemmtilegum fróð- leiksmanni. Kveðskapurog endurfæðing Þú muntþá fermdur vorið, sem lýðveldið var stofnað? Já, en ég veiktist. Það varð veikleiki í hnjánum á mér, og átti ég þrjú ár í þeim veikindum. Stundum var ég svo hress, að ég gat tekið þátt í bústörfum, stund- um gat ég það ekki. Ég var þá byrjaðuraðyrkja. Faðir minn var vel hagmæltur, þótt hann flíkaði því lítt. Hann neitaði alltaf að fara með sömu vísuna tvisvar, svo ég man ekki vísu eftir hann. En þegar þeir komu saman, hann og bræður hans, nágrannar og vinir, og fengu sér í glas, mátti heyra að hann gat ort og það vel. Ánnar föðurbræðra minna, Ólafur Ól- afsson, orti bæði eftirmæli og önnur ljóð, töluvert mikið, en hann var með dálítinn búskap skammt frá okkur, á öðrum bæ, þar sem heitir Ytri Bakki. Og rændi minn, Sigurður Svein- bjömsson, gaf út tvær ljóða- bækur. Ég kynntist þannig snemma vísnagerð. Á þessum árum gekk ég í ungmennafélagið í sveitinni og varð mikill áhuga- maður um málefni þess. f Kaup- félag Eyfirðinga gekk ég svo ung- ur, að ég þurfti til þess leyfí, en var vel tekið. Þá varð ég einn stofnenda Félags ungra Fram: - sóknarmanna í Eyjafirði. Hvað tók síðan við? Ég fór í Héraðsskólann á Laug- um í Þingeyjarsýslu og var þar þrjá vetur. Þar var gott bókasafn, sem Páil H. Jónsson kennari sá um. Þá fyrst kynntist ég bókum Halldórs Laxness og Þórbergs Þórðarsonar. Þær höfðu ekki ver- ið keyptar í lestrarfélaginu í sveitinni heima. Bréf til Láru las ég á einni náttu, vakti alla nóttina til að lesa bókina, gat ekki hætt. U m morguninn fór ég á fætur sem sannfærður kommúnisti, en hafði háttað kvöldið áður sem Fram- sóknarmaður. Á Héraðs- skólanum voru bæði piltar og stúlkur. Bekkir voru þrír. í fyrsta bekk munu hafa verið um 40 nemendur, líklega 20-30 í öðrum bekk og um 10-20 í hinum þriðja, svonefndri gagnfræðadeild. Fyrsta vetur minn var skólastjóri Hermann Hjartarson, sem verið hafði prestur á Skútustöðum, mætur maður, síðan Sigurður Kristjánsson. Vistin þarna var um margt holl og góð. Aldrei skal hætta þinn róður Þú sagðist hafa farið að yrkja rétt eftir fermingu? Svona 15-16 ára gamall. Ég minnist ekki að hafa fengist við að yrkja í barnaskóla. Þá Ias ég ljóðabækur Tómasar Guð- mundssonar, sem ég hafði fengið hjá Anders Ólsen, þá fluttum út á Akureyri, en við heimsóttum hann, þegar við fórum í kaupstaðinn. Einnig ljóð þeirra Guðmundar Frímanns og Steins Steinarrs. Hefurðu geymt nokkur þessara fyrstu Ijóða þinn? Ég á hér gamla kompu með nokkrum þeirra. Að svo mæltu réttir Jón mér stflabók með svar- brúnum hörðum spjöldum og brúnum kili, sem geymir hand- skrifuð ljóð á 140 síðum. í einu þeirra „1. maí“, er annað fímm erinda á þessa leið: „Nú angar jarðar ungi gróður, aldrei hœtta skal þinn róður, því, verkamaður, vit, að daprist loginn, draumar hverfi, drukkið verður senn þitt erfi. Pitt starf er þrotlaust strit. “ (1953) Aftur á móti segir í öðru kvæði „Dropinn“, frá hinu sama ári, (1953): „Og dropinn sem datt í hafið drukknaði og týndist um leið. Hann grunaði ei hrollkulda héímsins sem hans í djúpinu beið. Þótt einstakan dreymi drauma í djúpinu kaffærast þeir. -Þeir, sem með fjöldanum ferðast fjarlœgjast sjálfa sig meir. “ Eigum við að ræða fleira frá þessum árum? Þegar Frjáls þjóð fór að koma út, kynntist ég málflutningi Þjóð- varnarmanna. Fannst mér Þjóð- varnarmenn standa nærri upphaflegum sjónarmiðum ung- mennafélaganna. Sendi ég bréf suður og gekk í Þjóðvarnar- flokkinn. Síðan stofnuðum við Fé- lag Þjóðvarnarmanna í Eyjafirði, og varð ég fyrsti formaður þess. I því voru ýmsir mætir menn. Nefni ég til Björn Halldórsson lögfræðing á Akureyri, Hjört Eldjárn Þórarinsson bónda á Tjöm í Svarfaðardal og Stefán Halldórsson á Hlöðum. Bauð Þjóðvarnarflokkurinn fram í Eyjafirði 1953, og var Stefán á Hlöðum efstur á lista okkar, en Stefán Karlsson handrita- fræðingur í öðru sæti. Suöur — á verkfallsvakt Hvað lagðir þú fyrir þig að Héraðsskólanum loknum? Anders Olsen útvegaði mér þá, haustið 1954, vinnu hjá kunn- ingja sínum, Kristjáni bakara, í Kristjáns-bakaríi. Ætiaðist hann til að ég lærði brauðgerð. Einn af bökurunum þar hét Emil Ander- sen. Norður kom skömmu fyrir jól sonur hans, Sæmundur, sem var á Kennaraskólanum, skemmtilegur piltur. Hann hafði þau áhrif á mig, að ég fór suður með honum eftir áramótin, í byrjun janúar 1955, en samferða okkur var Björn Sigurðsson, sonur vígslubiskupsins á Möðra- völlum, en hann var líka í Kennaraskólanum. Freysteinn Gunnarsson skólastjóri tók mér opnum örmum. Var ég í skólan- um um veturinn. sér að mér með nokkrum þjósti: „Þú yrkir rímað?“ Spurningin kom flatt upp á mig og ég hváði. Kom þá í ljós, að bókakaup- maðurinn var Jón úr Vör. Ég hafði nokkrum sinnum áður séð hann, en kunni ekki deili á hon- um. Á Héraðsskólanum hafði ég lesið Þorpið. Spurði hann mig, hvort ég ætti eitthvað af ljóðum. Niðurstaðan varð sú, að ég fór til hans með nokkrar skrifblakkir, með ljóðum mínum. Tók hann þær heim með sér. Nokkrum vik- um síðar leit ég aftur inn í forn- bókabúðinni í Traðarkotssundi. Úr skrifblökkunum hafði hann tínt úr eins konar úrval. Sagði hann það fullboðlegt til prentun- ar. Bað hann mig að sýna það Jóni Óskari og Einari Braga, og það gerði ég. Þeir lásu þetta úrval eða úrtak yfir. Mæltu þeir báðir með, að það yrði gefið út. Ragnar Jónsson í Smára var þá helsti út- gefandi ljóða. Handritið komst í hendur Kristjáns Karlssonar, sem bað mig að hitta Ragnar í Listamannaskálanum en þar stóð yfir Kjarvalssýning. Þar var mér sagt að Ragnar væri farinn, svo ég fór að skoða málverkin. Allt í einu kemur hlaupandi til mín dökkhærður maður í úlpu og spyr hvort ég hugsi til útgáfu. Hann stemmning yfir Tjarnargötu 20. Og nú hleyp ég yfir nokkur ár: Ég stofnaði fjölskyldu 1968. Tengdamóðir mín heitir Val- gerður Þórarinsdóttir. Hún hafði alist upp hjá ættfólki sínu í Döl- unum, á Fellsströnd. Uppeldis- bróðir hennar hét Gestur Sveins- son. Sá ég hann einu sinni heima hjá tengdaforeldrum mínum og kynntist eftir það syni Gests, sem Svavar heitir. Atvikin höguðu því svo, að Svavar fór með mér á Tjarnargötu 20 og lét skrá sig í Æskulýðsfylkinguna. Það hefur hann rifjað upp í viðtali í Þjóð- viljanum. Meðal þeirra, sem ég kynntist í Sósíalistafélaginu var Stefán Ögmundsson. Umgekkstu mikið skáld og listamenn á þessum árum? Já, helstu samkomustaðir voru auk kaffihúsa í Unuhúsi við Garðastræti, þar sem Einar Bragi bjó og hjá Ástu Sigurðar og Þor- steini frá Hamri sem bjuggu við Nesveg. Þarna kynntist maður ýmsum listamönnum. Ég . kom líka stundum til Arnfríðar Jónatansdóttur skáldkonu sem bjó ásamt Guðrúnu móður minni í bragga í vesturbænum. Ef ég man rétt, kom önnur Ijóðabók þín út 1961? Já, Hendur borgarinnar eru Viðtal við Jón frá Pálmholti Hvernig þótti þér að koma til Reykjavíkur? Éftirminnilegast er mér verk- fallíð mikla, í mars-apríl, fórum við Björn Sigurðsson á verkfalls- vakt. Ég var nokkrar nætur á verkfallsvakt. Þá kynntist ég Sig- urði Guðnasyni, formanni Dags- brúnar, og héldust þau kynni okkar við. Tókum við stundum tal saman á götum og gatna- mótum. Guðmundi J. Guð- mundssyni kynntist ég líka í verk- fallinu. Lastu Birting? Fyrsta hefti Birtings keypti ég í Bókabúð KRON í Bankastræti veturinn 1955. Sá Broddi Jóhannesson mig fletta því í kennslustund, gekk til mín og spurði: „Var þetta að koma út?“ Fór hann með heftið upp í púltið og fór mest-öll kennslustundin í umræður um það. Fannst mér merkilegt, að Broddi skyldi bregðast svo við. Var Kennaraskólinn þá þrír eða fjórir vetur? Fjórir, að mig minnir. Við héldum hójtinn þrír, Björn Sig- urðsson, Úlfur Hjörvar og ég. Hættum við allir námi eftir annan bekk. Hvernig hafðir þú ofan affyrir þér næstu ár? Ég vann ýmsa vinnu, Á sumrin var ég ýmist í sfldarvinnu fyrir norðan eða í byggingarvinnu hér í bænum eða í kaupavinnu úti á landi, en í kaupavinnu fór ég til að sjá mig um. Ætlar þú aö gefa út? Ortirðu? Stuttu eftir að ég kom til Reykjavíkur, birti ég fyrstu kvæðin mín, í Frjálsri þjóð og Þjóðviljanum, að mig minnir, og síðan í tímaritum. Þegar ég kynntist bænuim, stundaði ég fornbókasölur. Éitt sinn er ég kom í fombókasöluna í Traðar- kotssundi, vék bóksölumaðurinn sagðist tilbúinn að gefa ljóðin út, ef ég sætti mig við hlut af upp- laginu sem höfundarlaun. Ég hef líklega samþykkt það, og maður- inn kvaddi og fór. Ég spurði svo að því frammi hvort maðurinn sem fór væri ekki Ragnar í Smára og það reyndist rétt. Þessi fyrsta bók mín kom síðan út þá um haustið 1958 og nefndist Okomn- ir dagar. íhenni segirþú: „Orð eru ekki frjáls frekar en menn því þau eru bundin pappírnum eins og menn- irnir jörðinni. “ Er ritað mál rík- ara í skáldum en mælt mál? Það mun undir ýmsu komið. Var þetta upphaf samstarfs ykkar Ragnars Jónssonar? Ragnar bauð mér nú að borga mér 1.000 kr. á mánuði gegn því að fá ritverk mín til útgáfu. Tók ég því boði. En það varð ekki fyrr en 1961, að ég fór með annað handrit að ljóðabók til hans til útgáfu. Hendur borgarinnar eru kaldar, kom út það ár. Hvernig gekk að innheimta launin? Hann stóð við loforð sitt. Og það var gaman að innheimta rit- launin. Að Ragnari varð ekki gengið á neinum vísum stað. Fljótlega fór ég að sitja fyrir hon- um árla morguns við dyr Sund- hallarinnar. Stundum tók hann mig upp í jeppann, og í honum fór ég marga ökuferðina með honum. Hann bauð mér líka heim til sín, en heimili hans var næstum annað Unuhús. Þangað komu Jóhannes Kjarval, Þor- valdur Skúlason, Valtýr Péturs- son og fleiri. Pólitík og skáldskapur Tókstu þátt í félagslífi í Reykja- vík? Um það leyti, sem Ókomnir dagar komu út, gekk ég í Sósíal- istafélag Reykjavíkur á skrifstofu þess í Tjarnargötu 20, hjá Jóni Rafnssyni. Á þeim árum var kaldar. I henni er „Kristur dansar í Cannes“. Skáldsaga, Orgelsmiðjan, var þriðja bók þín, ef ég man rétt. Já, Orgelsmiðjan kom út haustið 1965, en þá um haustið gaf Helgafell líka út tvær aðrar skáldsögur, aðra eftir Ingimar Erlend Sigurðsson, hina eftir Jó- hannes Helga. Fjaðrafok varð í kringum þessar sögur. Saga Ing- imars gerðist á Morgunblaðinu, þar sem hann hafði verið blaða- maður, og saga Jóhannesar. Helga var svipaðs efnis. Þótt Orgelsmiðjan væri ólíks efnis, urðu umræðurnar um allar þrjár í senn. Það var talað um Helga- fellssögurnar, og fengu þær frem- ur harða dóma í fjölmiðlum. Þú hefur verið áfram á launum? Ragnar greiddi mér áfram hin umsömdu laun, þótt verðgildi þeirra kunni að hafa fallið dálítið, munaði um það samt. Gaf Ragn- ar síðan út eftir mig safn tólf smá- sagna 1968, Tilgang í lífinu. Og var það fjórða og síðasta bókin eftir mig, sem hann gaf út. En ári áður 1967 kom út þriðja Ijóðabók þín, Blóm við gang- stéttina? Handritið að henni hafði ég sýnt kunningja mínum og félaga, Sigurjóni Þorbergssyni, sem rek- ur fjölritunarstofuna Letur. Þeg- ar hann hafði lesið handritið yfir, spurði hann: „Á ég bara ekki að gefa þetta út?“ Átti ég ekki á því von, en féllst á það. Blóm við gangstéttina var fyrsta bókin, sem Sigurjón gaf út. En þær eru nú orðnar býsna margar. Þær skipta tugum, og er það merkileg saga út af fyrir sig. Rímaðir þú í þeirri bók sem í þínum œskukvæðum? Það get ég ekki sagt, en þar er þó þessi vísa: „Urgar í grjóti úfinn sjór ákaft bylta sér ránardætur skjótast um loftið skýin þung skjálfa strengir og titra rætur jörðin hamast í heitum söng himnarnir opnast um miðjar nætur. Og þú hefur síðan birt all- nokkrar Ijóðabækur? Fjórðu ljóðabókina Undir hamrinum sendi ég frá mér 1973, og gaf ísafold hana út. Á eftir fylgdu Vindurinn hvílist aldrei 1978, þá ljóðakver, Þakyfir engið 1980 og loks Heimsmyndir 1982. í Heimsmyndum mun vera kvœði þitt „Gullin“? Já, og það hljóðar svo: „Undir stórum steini sunnan í ásnum liggja gullin mín grafin. Jörðin sem ég lék mér á í æsku hefur tekið við þeim og grafið þau niður í mold sem árin hafa hlaðið upp. Þarna liggja þau í moldinni hornin mín og leggirnir kjálkarnir mínir og völurnar. Enginn mun leita þeirra. “ (bls. 53) Hefur þú ekki sent frá þér barnasögu? Jú, eina, Ferðin á Sœdýra- safnið 1979. Og Æri Tobbi er þér kær? 1972 komu út Vísur Æra Tobba. Iðunn gaf þær út og sá ég um útgáfuna. Eg var um tíu ár að safna vísunum saman. Og þú hefur tekið til hendi við minninga- og samtalsbækur? Ég færði í letur Minningar Guðmundar Jónssonar frá Sel- bekk, síðar á Ingunnarstöðum í Geiradal og Péturs Guðjóns- sonar, formanns Flokks manns- ins. Leigjendafélagið Svo við víkjum að öðru, þá hef- ur þú haft allmikil afskipti af fé- lagsmálum, einkum Leigjenda- samtökunum. Nú eru liðin um það bil 10 ár frá því Leigjendasamtökin voru stofnuð. Ég hef alla tíð verið leigjandi hér í borg, fyrst í her- bergi, en í íbúð, síðan ég stofnaði fjölskyldu 1968. Þótt sjálfur væri ég oftast heppinn með leigusala, vissi ég, að engin lög voru um gagnkvæm réttindi og skyldur leigjenda og leigusala. Til dæmis var enginn tilskilinn uppsagnar- frestur. Aftur á móti vissi ég, að í nágrannalöndunum var slík lög- gjöf. Við kunningja mína fór ég að ræða stofnun samtaka leigjenda 1968, þeirra á meðal við Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur og Birnu Þórðardóttur. Aðal- heiður sagði strax: „Stofnum bara félag." Síðan útveguðum við okkur fundarstað og auglýstum stofnfund, en á honum flutti Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, erindi. Samtökin voru stofnuð og ég var kosinn formaður og var það í 7 ár, til 1985. Allan þann tíma rákum við skrifstofu. Við gengum á fund ýmissa valdhafa og ræddum við þá um lagasetningu, en okkur varð lítið ágengt í fyrstu. En þeg- ar Magnús H. Magnússon frá Vestmannaeyjum varð félags- málaráðherra, gengum við á hans fund. Þegar við höfðum borið upp erindi okkar, svaraði Magn- ús strax: „Við skipum bara nefnd.“ Og nefnd skipaði hann. Hverjir voru í nefndinni? Við fengum Ragnar Aðal- steinsson hrl. til að sitja í henni af okkar hálfu, Páll S. Pálsson var frá Húseigendafélaginu og Sig- urður E. Guðmundsson frá ráð- herra. Þegar nefndin hafði samið drög að frumvarpi, lásum við það yfir og æsktum nokkurra breytinga á því. Frumvarpið var síðan samþykkt á Alþingi með sumum breytingum okkar. Hvenær var Búseti stofnaður? Fimm eða sex árum eftir stofn- un Leigjendasamtakanna, komu í stjórn þeirra tveir menn, ný- komnir frá námi í Svíþjóð, Jón Rúnar Sveinsson og Ingi Valur Jóhannsson. Þeir áttu hug- myndina að Búseta. Þeir skrifuðu bréf til slíkra félaga í Svíþjóð. Síðan fengum við boð um að senda þrjá menn á námskeið frá þeim. Fórum við þrír á vikunám- skeið í Stokkhólmi, Jón Rúnar, Jón Ásgeir Sigurðsson, þá blaða- maður á Þjóðviljanum og ég. Heim komnir stofnuðum við Búseta. Ég baðst undan kjöri í stjórn, mér þótti nóg að vera í stjórn Leigjendasamtakanna. Búseti tók strax til starfa. Að nokkrum árum liðnum hafði hann komið upp blokk í Grafar- vogi, sem raunar er enn eina fullgerða blokk hans. Að Búseta munu nú standa um 20 félög víðs vegar á landinu. Reynir Ingi- bjartsson, sem verið hefur fram- kvæmdastjóri hans frá upphafi, segir mér, að aðsókn í þau sé sí- fellt að aukast. Að lokum, hvað ertu nú að skrifa? Ég var að ganga frá handriti á bók með prósaljóðum. Tvö þeirra birtust í síðasta hefti Tíma- rits Máls og menningar. Þetta eru endurminningar. Fleira er að brjótast um einhvers staðar innra með mér. Reykjavík, 2. ágúst 1989 Haraldur Jóhannsson Jón frá Pálmholti. (Ljósm. Jim Smartl 14 SlÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 1. júní 1990 Föstudagur 1. júní 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.