Þjóðviljinn - 01.06.1990, Blaðsíða 18
manni ekki á óvart þótt hann eigi
síðar eftir að láta til sín taka á
leiksviðinu. Tryggvi Emilsson er
raunar sýndur á fleiri aldur-
sskeiðum í sýningunni, en þeir
leikendur eru nú einhvernveginn
ekki að slá við þessum unga
smala.
Það væri sjálfsgt að æra óst-
öðugan ef nefna ætti til alla þá
aðila sem þátt taka í sýningunni,
en hlutverkin munu vera eitthvað
um fjörutíu en sum ekki stór. Þau
leikur blanda af gamalreyndum
kröftum Leikfélagsins og ný-
græðinga, og komast flestir allvel
frá sínu, þó manni finnist ein-
hvern veginn að persónusköpun
hafi stundum verið í lágmarki.
Andstæðurnar milli blásnauðs
vinnulýðsins og feitra atvinnu-
rekenda eða yfirvalda hefði
stundum mátt mála sterkari
litum, jafnvel beita meira skopi.
Þá hefði sjálfsagt mátt nota ann-
ars ágæta og vel flutta tónlistina
meira til að ná fram áhrifum. En
þetta eru þó smáatriði. Mestu
máli skiptir að hér er sögð saga
fólks saga byggðar og saga lands.
Saga um byltingu á bern-
skuskóm, byltingu sem skilað
hefur börnum sínum, vissulega
betra og réttlátara þjóðfélagi, þó
ef til vill hafi það orðið með
nokkuð öðrum hætti en frum-
herjarnir höfðu hugsað sér. Þess-
ari sögu hafa allir gott af að kynn-
ast. Og hana hefur Böðvari
Guðmundssyni tekist að skapa á
fjölum Samkomuhússins.
Reynir Antonsson
urn veginn eins og við gerum öll
dags daglega.
Hjónin Ann og John (Andie
MacDowell og Peter Gallagher)
eru vel stæð og ekki lengur skotin
hvort í öðru, svo að John sefur
hjá systur Ann, Cynthiu (Laura
San Giacomo), en Ann fer til sál-
fræðings og hefur áhyggjur af
hvað það er mikið drasl í heimin-
um og að maðurinn hennar er
hættur að sofa hjá henni. Cynthia
er málari og barþjónn, hún er
ekkert sérstaklega hrifin af John
en sefur hjá honum til að ná sér
niðri á systur sinni sem hún þolir
ekki. Inní þetta „hefðbundna"
samband kemur síðan gamall vin-
ur Johns úr skóla, Graham (Jam-
es Spader) og þar með fer allt að
breytast, jafnt hjónabönd sem
ástarsambönd. Jafnvel hatursást-
arsamband systranna tekur
stakkaskiptum.
Hvað er það sem Graham gerir
til að koma þessari ringulreið af
stað? Hann fær systurnar tvær
(sína í hvoru lagi) til að tala um
kynlíf meðan hann tekur þær upp
á myndband. Graham er nefnileg
getulaus, en horfir í staðinn á
myndbönd af konum að tala um
kynlíf. Hann er hlutlaus og ein-
rænn og virðist vera að jafna sig á
því að hafa verið lygari en það
finnst honum versta fólk í heimi,
lögfræðingar eru næstverstir,
John fyllir báða flokka...
James Spader leikur alveg
fantavel þennan undarlega
mann, allar hreyfingaar eru hæg-
ar og talið yfirvegað og maður
hefur á tilfinningunni að undir
niðri sé ótrúleg orka sem bíður
eftir að verða leyst úr læðingi.
Andie MacDowell og Laura San
Giacomo eru báðar frábærar og
þeim tekst báðum að gefa pers-
ónunum vídd. Það hefði verið svo
auðvelt að gera úr þeim stereót-
ýpur, frústreruðu eiginkonuna og
kynóðu barstelpuna. Þess í stað
eru þær í senn viðkvæmar og
sterkar og geysilega aðlaðandi á
mjög ólíkan hátt. Peter Gal-
lagher nær eiginmanninum líka
mjög vel, hann verður nokkurs-
konar frummaður með einfaldar
þarfir, algjör andstæða hins
flókna Grahams.
Kynlíf lygi og myndbönd er
enn ein sönnun þess að það þarf
ekki miljónir dollara til að gera
góða og skemmtilega mynd,
kannski er það einmitt peninga-
leysið sem gerir hana svona
skemmtilega, það geislar af henni
einhver kraftur eins og allir hafi
skemmt sér ógurlega vel við að
gera hana. Allavegana er mér óg-
erlegt að útskýra hversvegna mér
fannst hún svona frábær, þetta
eru bara fjórar manneskjur að
tala hver við aðra og hver um
aðra í tvo tíma. En þegar myndin
var búin sat ég sem fastast í sæt-
inu mínu. Ekki missa af henni,
hún kemur á gamansaman hátt
inná helstu þætti nútímamanns-
ins (og konunnar) nefnilega;
kynlíf, lygi og myndbönd! SIF
Bylting á
bemskuskóm
Leikfélag Akureyrar
FÁTÆKT FÓLK
Leikverk eftir Bötfvar Guðmundsson
byggt á bókum Tryggva Emilssonar
Fátæku fólki og einkum Baráttunni
um brauðið.
Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson
Lýsing: Ingvar Björnsson
Leikstjóri: Þráinn Karlsson
Alþýðupilturinn Tryggvi Em-
ilsson ólst upp við kröpp kjör í
Eyjafirði á fyrstu áratugum ald-
arinnar, um það er engum blöð-
um að fletta. Tryggvi reit endur-
minningar sínar, en hinar einu frá
1-
Allra síðustu
sýningar
í kvöld, föstudagskvöld, og á
morgun, laugardagskvöld, eru
allra síðustu sýningar Leikfélags
Akureyrar á Fátæku fólki, leik-
gerð Böðvars Guðmundssonar
eftir ritum Tryggva Emilssonar, í
leikstjóm Þráins Karlssonar.
Fátækt fólk hefur sett aðsókn-
armet í röð íslenskra verka á Ak-
ureyri, en útilokað er að hafa
fleiri aukasýningar en þessar
tvær.
Leikdómur Silju Aðal-
steinsdóttur um sýninguna birtist
í Þjóðviljanum 4. maí, og Þjóð-
viljinn hefur einnig fengið Reyni
Antonsson á Akureyri til að rita
umsögn um verkið, en hann var
m.a. áður leikdómari Helgar-
póstsins.
hendi islensks öldungs, en um
margt merkilegri en gengur og
gerist um slíkar bókmenntir
svona yfirhöfuð, bækur Tryggva
enda skrifaðar af einstæðri sam-
úð og vinsemd, þrátt fyrir næsta
eðhlegan undirtón sárinda og
beiskju.
Það hefur að sjálfsögðu ekki
verið neitt áhlaupsverk fyrir
Böðvar Guðmundsson að setja
saman leikverk uppúr hinum per-
sónulegu, einlægu og hlýju
endurminningum, sem þó eru svo
mjög hlaðnar beiskju og sárind-
um. Þetta hefur honum þó svona
nokkurnveginn tekist, og fer til
þess einkar skynsamlega og hag-
anlega leið. Aðferðin er sú að
láta Tryggva í einskonar „afager-
vi“ segja spegilmynd sína, smala
á bamsaldri, þessa sögu. Þess má
líka geta, að ekkert einasta
mannsnafn er nefnt allt í gegnum
sýninguna, þannig að verkið
verður ekki svo mjög persónu-
saga, heldur miklu fremur
byggðasögulegt, eða jafnvel
landssögulegt heimildarleikrit.
Þó verður því miður að segjast
að fullmikið örli á pólitískri pre-
dikun hjá höfundi, einhverri
gamaldags „verkalýðsrómantík"
sem ekki er svo mikið í umræð-
unni meðal vinstri manna í dag.
Ekki er hér þó um slæmt leik-
húsverk að ræða, og sennilega
hefur höfundi tekist að rata þá
einu leið sem fær var, til að gera
þetta mjög svo huglæga og hug-
þekka verk sem Tryggvi Emils-
son reit, aðgengilegt íslenskri
nútímaalþýðu. Verkið byggir
sem kunnugt er á bókinni „Fá-
tækt fólk“ en þó ef til vill öllu
heldur á öðru bindi endurminn-
inga Tryggva, sem ber heitið
„Baráttan um brauðið" þrátt
fyrir nafn sýningarinnar. Er hin
oft á tíðum óvægna verkalýðsbar-
átta fyrstu ára fjórða tugar aldar-
innar afar mikilvægur þáttur.
Að sögn þeirra er til þekkja
hefur Þráni Karlssyni einkar vel
tekist að setja á svið þá
stemmningu sem ríkti á þessum
árum. Hér hjálpar umgjörðin
líka mikið til. Leikmynd Sigurj-
óns Jóhannssonar er skemmtileg
málamiðlun milli stílfærslu og
natúralisma, málamiðlun sem á
stundum gengur mjög skemmti-
lega upp, til að mynda í Krossan-
esatriðinu. Þar er lýsingu líka
mjög vel beitt en þetta atriði og
sömuleiðis sviðsetning hins fræga
„Novuslags“ eru einna eftirminn-
ilegustu hlutar þessarar sýningar,
og svona yfirleitt þá eru það hin
fjölmennu hópatriði sem hvað
best ganga upp.
Sem fyrr segir notar Böðvar
Guðmundsson þá aðferð í frá-
sögn sinni að láta aðalpersónuna,
Tryggva Emilsson þó svo aldrei
sé hann með nafni nefndur, eigin-
lega segja sjálfum sér söguna.
Það verður nú að segjast eins og
er að oft hefur maður séð Árna
Tryggvason skapa litríkari per-
sónu á sviði en þessa, og hugsan-
lega enda hvorki ætlun höfundar
né leikstjóra að gera það. Það er
eiginlega Ingvar Gíslason í hlut-
verki hins unga smala, sem hér
stelur senunni. Það er ekki hægt
annað en hrífast af barnslegri ein-
lægni og þeirri tilgerðarlausu
framkomu sem einkennir leik
þessa unga drengs, og kæmi
Mikið fyrir lítið
Háskólabíó
SHIRLEY VALENTINE
Leikstjóri. Lewis Gilbert
Handrit: Willy Russell
Aðalhlutverk: Pauline Collins,
Tom Conti
Árið 1983 gerðu Gilbert og
Russel myndina „Educating
Rita“ sem margir muna eflaust
eftir. Það var skemmtileg mynd
um konu sem ákveður að nú sé
nóg komið og tekur til við að
breyta lífi sínu. Henni til hjálpar
er sídrukkinn prófessor, þið
munið þessi sem geymdi viskí-
flösku á bak við eintak af „The
lost weekend". Eftir sjö ára hlé
frá hvíta tjaldinu eru þeir búnir
að gera nýja mynd eftir leikriti
Willy Russell um aðra konu sem
finnst nóg komið og ákveður að
breyta lífi sínu, nefnilega Shirley
Valentine. (Russell hiýtur að
þykja mjög vænt um konur, hann
sícrifar svo falleg hlutverk fyrir
þær.)
Það er eiginlega ómöguiegt að
rekja söguþráð Shirley Valentine
án þess að eyðileggja alla ánægju
fyrir væntanlegum áhorfendum.
Eg læt mér nægja að segja að
Pauline Collins leikur frú Shirley
Bradshaw sem talar við eldhús-
vegginn sinn, einfaldlega vegna
þess að allir aðrir sem hún talar
við eru svo leiðinlegir, þar á með-
al maðurinn hennar, vinkona og
dóttir. Satt að segja finnst manni
hálfundarlegt að hún skuli vera
svona írónísk og skemmtileg í
þessu leiðinlega umhverfi, en
leyndarmálið er að frú Shirley
Bradshaw hét einu sinni Shirley
Valentine og var uppreisnar-
gjörn, djörf og pínulítið galin
stelpa. Myndin fjallar svo um
hvernig Shirley Bradshaw fer og
leitar að Shirley Valentine.
Eins og ég sagði er handritið
unnið upp úr sviðsleikriti, þar er
einungis ein leikkona og hún tal-
ar beint til áhorfenda. Þessu per-
sónulega sambandi er haldið í
myndinni með því að Shirley tal-
ar beint inní myndavélina. Það er
dáldið undarlegt fyrst en eftir því
sem líður á myndina verður mað-
ur alveg sáttur við þetta, og Pau-
line heillar mann alveg upp úr
skónum með sitt ómótstæðilega
bros og ótrúlega bláu augu.
Það er býsna augljóst að upp-
runalega var Shirley Valentine
skrifuð fyrir eina leikkonu og hin-
um persónunum var bætt inn í
seinna (kannski í flýti?) því það
er all vafasamt að gera bíómynd
með aðeins einum leikara. Auka-
persónurnar eiga það sameigin-
legt að vera ósköp grunnar, þótt
leikaramir eigi þar enga sök;
Tom Conti er t.d. mjög skemmti-
legur sem vingjarnlegi Grikkinn.
Þó verður að segjast að kven-
aukahlutverkin em betur úr garði
gerð en karlhlutverkin, t.d. kon-
an á móti og gamla vinkonan. Ég
viðra hér aftur skoðun mína um
væntumþykju Russells á konum.
En skítt með aukapersónum-
ar, Shirley Valentine er fyndin og
hlý, og Pauline Collins er æðis-
leg!
SIF
Kynlíf lygi og myndbönd.
Háskólabíó
Kynlíf, lygi og myndbönd (Sex, lies
and videotapes)
Leikstjóri: Steven Soderbergh
Handrit: Steven Soderbergh
Aðalhlutverk: Andie MacDowell,
James Spadcr, Laura San Giacomo og
Peter Gallagher
Kynlíf, lygi og myndbönd vann
gullna pálmann sem besta mynd-
in á kvikmyndahátíðinni í Cannes
í fyrra. Þetta er fyrsta mynd
leikstjórans Steven Soderbergh
(aðeins 26 ára) og hann ku hafa
sagt við verðlaunaafhendinguna
að eftir þetta lægi leiðin aðeins
niður á við. Þó að það sé óvenju-
legt að leikstjóri fái svona góðar
viðtökur við fyrstu mynd held ég
að þetta sé óþarfa hógværð, og
aðdáendur þessarar myndar geti
beðið spenntir eftir næstu.
Kynlíf lygar og myndbönd er
ekki um hinn klassíska ástarþrí-
hyrning, fernhyrningur væri nær
lagi. Aðalpersónurnar fjórar em
tvær konur og tveir karlmenn
sem hringsnúast hvert um annað
og ljúga, elskast og búa til mynd-
bönd. Hegða sér sem sagt nokk-
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJÍNN Föstudagur 1. júní 1990